Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 25 KARLMANNA-FOR- M ANN A-DÝRKUN? Stutt athugasemd í hita og þunga dagsins eftir Kristínu Halldórsdóttur Ekki veit ég hvort almenningur leggur sig mjög eftir fréttum af þingstörfum eða hvort menn halda að slíkar fréttir gefí raunsanna mynd af því, sem fram fer á Al- þingi. Þeir ættu að treysta því varlega. Við Kvennalistakonur teljum okkur oft hafa ástæðu til að undr- ast matreiðslu fréttamanna og veltum því stundum fyrir okkur, hvort við séum sniðgengnar af ásettu ráði eða hvort blessaðir fréttamennimir eigi svona bágt með að taka okkur alvarlega vegna þess að við erum ekki í jakkafötum og með bindi. Stundum höfum við reynt að benda á þetta, og því er sannarlega misjafnlega tekið. Því er ekki að neita, að oftar en ekki sitjum við uppi með þá tilfinningu, að við séum álitnar ímyndunarveikar eða í besta falli nöldurskjóður. Tilefni þessara orða er, að fimmtudaginn 15. október var um- ræða utan dagskrár á Alþingi um nýjustu ráðstafanir ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum. Oftast er reynt að haga slíkum umræðum þannig, að í fyrstu umferð heyrist sjónarmið allra þingflokka og iðu- lega er rödd Kvennalistans síðust, þar sem þingflokkur okkar er minnstur. í þetta sinn stóð mikið til. Fyrstu utandagskrárumræður nýkjörins þings og formannskandídat að viðra sig. Menn böðuðu sig í sjónvarps- ljósum og tóku sér góðan tíma, t.d. talaði málshefjandi í rúmlega klukkustund. En viti menn! Þegar fulltrúar fimm þingflokka höfðu talað, pökk- uðu sjónvarpsmenn niður og hröðuðu sér á brott. Um kvöldið voru birtar glefsur úr ræðum Ólafs Ragnars Grímssonar, Þorsteins Pálssonar, Steingríms Hermanns- sonar, Alberts Guðmundssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, en ekki orð um sjónarmið Kvennalist- ans. Áhorfendur hefðu getað dregið þá ályktun, að þingkonum Kvenna- listans þætti ekki ómaksins vert að lýsa afstöðu til þessara mála. Næsta dag vitnaði Tíminn einnig í alla þessa heiðursmenn og raunar nokkra fleiri, en sleppti Kvennalist- anum. Þjóðviljinn sagði þingkonu Kvennalistans hafa tekið undir orð Alberts Guðmundssonar, sem er reyndar algjör tilbúningur, en ann- að taldi hann ekki, að hún hefði lagt til málanna. Fréttamaður Morgunblaðsins hefur áberandi betri heym, eins og við höfum raun- ar áður reynt hann að. Hann Kristín Halldórsdóttir mismunaði Kvennalistanum ekki í frásögn af þessum umræðum. Fréttamaður DV vitnaði einnig í fulltrúa allra þingflokka. Alþýðu- blaðið hafði lítið um málið að segja, en vitnaði þó í einn sinna manna, sem er heimagangur á ritstjórn- inni. Um útvarpið get ég ekkert sagt, þar sem ég gat ekki hlustað á fréttir í neinni útvarpsstöðvanna. „Áhorfendur hefðu getað dregið þá álykt- un, að þingkonum Kvennalistans þætti ekki ómaksins vert að lýsa afstöðu til þessara mála.“ Þetta er nú aðeins eitt dæmi um fréttaflutning af Alþingi. Er hugs- anlegt að í þessu tilviki hafi þungavikt persónanna blindað sýn? Getur það hafa skipt máli, að þama var formannskandídat og 4 flokks- formenn í röð að miðla speki? Þingkona Kvennalistans er náttúr- lega bara venjulegur kvenmaður í grasrótarsamtökum, og svo vora þetta auðvitað efnahagsmál, sem löngu er búið að ákveða að séu karlamál. Kannski er málið svona einfalt. Það vill bara svo til, að rúmlega 10% kjósenda í síðustu kosningum vildu tiyggja að sjónarmið Kvenna- listans fengju að heyrast á Alþingi. Og þessir kjósendur eiga ekki minni rétt en aðrir. Höfundur er þingkona Kvennalista. Ráðhús í Tjömixmi Opið bréf til Davíðs Oddssonar, borgarstjóra Kæri Davíð. Ég finn míg knúinn til að skrifa þér fáeinar línur tii að viðurkenna fyrir þér barnslega einfeldni mína. Borgarstjórn er nýbúin að ákveða byggingu ráðhúss úti í Reykjavíkur- tjöm. Það verður að segjast eins og er að fréttin um þetta kom ger- samlega flatt upp á mig. Ekki svo að skilja að undirritaður hafi ekki haft veður af því að ráðhús væri á döfinni, heldur var það hitt, að í bamslegri einfeldni hafði hann aldr- ei rennt gran í að hugmyndin kæmist svona langt, allra síst eftir að teikningar sáu dagsins ljós. I bamslegri einfeldni hélt ég að þú myndir standa við orð þín um „lítið og snoturt" ráðhús. í slíkum orðum getur ekkert annað falist en að stærð væri í hóf stillt og bygg- ingarlag í samræmi við hina MAÐUR slasaðist lítillega þegar hann fór á fjórhjóli sínu fram af barði. Óhappið varð um kl. 17.40 á stílhreinu götumynd við Tjömina. 1 bamslegri einfeldni hélt ég að engum gæti fundist hús fallegt sem ekki væri í hæversku samræmi við umhverfi sitt, bæði náttúra og eldri mannvirki. í bamslegri einfeldni hélt ég að fyrri hugmyndir um ráðhús (á næst- um sama stað) hefðu ýtt af stað svo öflugri öldu mótmæla og væri svo mörgum í fersku minni að fleiri ár þyrftu að líða áður en borgar- stjóm dytti í hug að samþykkja nýtt (og enn stærra) hús. í bamslegri einfeldni hélt ég að eftir að ákveðið var, að tröllvaxið alþingishús myndi rísa handan Von- arstrætis, væri voldugt ráðhús óhugsanlegt í norðvesturhorni Tjamarinnar. í bamslegri einfeldni hélt ég að einhver myndi setja fyrir sig stað- sunnudag við Suðurlandsveg, skammt frá Litlu kaffistofunni. Maðurinn fór á hjólinu fram af barði og slasaðist lítillega á fæti. „í barnslegri einfeldni héit ég að eftir að ákveðið var, að tröll- vaxið alþingishús myndi rísa handan Von- arstrætis, væri voldugt ráðhús óhugsanlegt í norðvesturhorni Tjarn- arinnar.“ setningu húsa borgarstjómar og Alþingis þar sem eitt misheppnað flugtak á Reykjavikurflugvelli gæti þurrkað út þingheim allan og borg- arstjóm. í bamslegri einfeldni hélt ég að ráðhús Reykjavíkur þyrfti ekki að standa úti í stöðuvatni. Eða hvaða ákvarðanir eru þar teknar sem krefjast slíkra aðstæðna? í bamslegri einfeldni hélt ég að stórhýsi sem stendur eins og vegg- ur beint upp úr Tjörninni hlyti aldrei náð fyrir augum borgarstjómar. í bamslegri einfeldni hélt ég að stórhýsi sem hindrar för gangandi fólks um tjamarbakkann nyti aldrei Slasaðist á fjórhjóli Gervihnattasjónvarp! Amerísk tækni Frábær myndgæði Verð á samstæðu frá kr- 69.750,- Sýningartæki í gangi á staðnum. hf., Langholtsvegi 111, símar: 687970-71. Marco Dr. Ami Einarsson meirihlutafylgis innan borgar- stjómar. í bamslegri einfeldni hélt ég að stórhýsi sem lokar útsýni yfir Tjörn- ina hlyti aldrei náð fyrir augum borgarstjómar. í bamslegri einfeldni hélt ég að bílageymsla fyrir hundraðir bíla undir Tjöminni kæmi aldrei til greina vegna þess hve staðurinn er viðkvæmur. í bamslegri einfeldni hélt ég að allir vissu að flatarmál Tjarnarinnar hefur þegar verið skert um fjórðung með uppfyllingum. Verði nú haldið áfram á sömu braut með byggingu ráðhúss, breikkun Fríkirkjuvegar og brúargerð er varla nokkuð sem fær stöðvað þá þróun. í bamslegri einfeldni hélt ég að borgarstjóm myndi hika við að skerða vinsælasta útivistarsvæðið innan borgarmarkanna. í bamslegri einfeldni hélt ég að borgarstjórn myndi hika við að skerða náttúraparadís í hjarta borg- arinnar. í bamslegri einfeldni hélt ég að borgarstjóm myndi hugsa sig tvisv- ar um áður en hún gengi á svæði sem sett hefur verið á náttúra- minjaskrá og þannig staðfest að hafi gildi fyrir alla landsbúa. Já, Davíð, í barnslegri einlægni minni óttast ég að smám saman séuð þið að draga tjöldin fyrir þenn- an glugga sem við borgarbúar höfum að íslenskri náttúra, — glugga þar sem við skynjum árstíð- ir náttúrannar sterkar en auðið verður á malbikuðum strætunum. _ Með bestu kveðju, Árni Einarsson, Líffræðingur. Höfundur starfar hjá Rannsókn arstööinni við Mývatn. 8. leikvika - 17. október 1987 Vinningsröð: 21 1-1 1X-121-21 1 1. vinnlngun 12 róttir, kr. 77.665,- 41391 (4/11) 50636(4/11) 125251 (6/11) 227494(7/11) 228786(10/11) 41492(4/11) 51380(4/11) 125305(6/11) 227730(9/11)+ 436684/11) 97550(6/11) 226580(9/11) 227790(9/11) 2. vinningun 11 róttlr, kr. 1.110,- 735 41291 44511 49609* 97976 225570 736 41473* 44513 T00131 98096 225639 1183 41548+ 45147 49749 98771 227145 1592 41923 45846 49897 125004 227229 2060+ 41996* 45911 49952* 125064* 227917 2827 42404 T00127 50419 125464*+ 228631 4021 + 43010 46073 50568 126446 228633 5680 43147 46474 51655 126642* 228642 5711 43284* 46756* 51754 126681 228706 5797 T00110* 47332 95089 127399* 228721* 6213 43398 47389 95193 127666* 228723 8214 43632 47809 95206 127707* 228785 8928 43660 48022 95579 127836 228787 T00103 43682+ 48099 95813 128009 229638 9907 44103 48111 96253 128034+ 636460 40639 44326 48126 96404 128041+ 636461 40994 44447 48565 96510 188836 651791 41204 44480 48952+ 97202 225470* T00093 *=2/11 Kœrufrestur er til mánudagsins 9. nóvember 1987 ki. 12.00 á hádegi. N \ \ ✓ V ÍSLENSKAR GETRAUNIR iþróttamiöstööinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavík Island ■ Sími 84590
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.