Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 „É-g erekki' was um p'iLLur þefcta- eco, cn -taktu þaer i tv/ser vikur 09 Láttu mig vita Ýw/tm'ug patr fxxrcu í 1719." Ég verð að fá nýja tölvu, sú g-amla fær svo lága ein- kunn í skólanum ... HÖGNI HREKKVÍSI „ éc SAGE>\ þ>éf? AO VID HHFÐUM Xrr AÐ fAKA HAMN MBÐ. " Af huldufólki og vemdarenglum Kæri Velvakandi Þegar bréf þetta er fært í letur er sólríkur og fallegur dagur að kvöldi kominn í Grundarfirði, litlu og fallegu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi. Þar eyddi ég frídög- um mínum frá starfi mínu á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi og átti margar ánægjulegar og eftirminni- legar stundir. En aðalástæðan fyrir skrifum þessum er sú umræða sem fram fór um huldufólk á einu ágætu heimili í plássinu. Nú til dags heyrist ekki mikið talað um huldufólk því slík umræða og trú er ekki samboðin „upplýstu", vísindalega sinnuðu nútímafólki sem telur hið „ósýni- lega“ tilheyra fáfræði liðinna alda. Mér var sögð allmerkileg saga um huldufólk sem átti sér stað í Grundarfírði fyrir rúmum tveimur áratugum. Hún minnti mig óneitan- lega á aðrar sögur um hina svoköll- uðu verndarengla sem Guð býður að gæta og vemda mannanna bama svo þau „steyti ekki fót sinn við stein" og hrasi. Þessi trú og hugsun virðist vera nánast útdauð nú til dags. En bíðum við! Tvær ungar stúlkur voru á gangi út úr þorpinu að næsta sveitabæ vestan við þorpið í svo mikilli ofan- komu og fannfergi að ekki sást út úr augum. Stormurinn blés í fang þeim svo þær áttu erfítt með gang og þurftu nánast að skríða gegn veðurofsanum. Þá á samri stundu stendur hjá þeim bláklædd kona, tekur þær við hönd sér og segir þeim að ekkert sé að óttast. í sömu svipan var sem þær væru á labbi á fögrum sumardegi, þær fundu hvorki fyrir veðri né vindi, í stað kuldans streymdi nú ylur um æðar ungu stúlknanna. Þegar þær em á móts við Stóra- stein, en svo er steinn einn kallaður við útjaðar þorpsins, segir þessi kona við þær að nú sé hún komin heim en þær skuli halda áfram til bæjarins því þær muni öruggar og komist á leiðarenda. Stúlkumar héldu för sinni áfram gegn veðu- rofsanum. En þeim var hlýtt sem á sumardegi og komust heim að bæ eins og þessi kona sagði fyrir um. Löngu áður en þessi saga átti sér stað hjálpaði amma þessara stúlkna huldukonu í bamsnauð, en hún var ljósmóðir. Var þetta ef til vill sú huldukona? Eða kannski vemdarengill, sögur fara af þeim enn þann dag í dag? Einstaka fólk trúir frásögnum af slíkum atvikum þó hinir séu fleiri sem hrista bara höfuðið. Sagt er að maðurinn viti svona sitt af hverju en hitt sé enn fleira sem hann veit ekki. Eða hvað var það sem vemdaði unga drenginn, sem í dag er fullorðinn maður, frá stór- slysi eða jafnvel dauða? Eitt kvöldið þegar hinar stórvirku vinnuvélar, sem notaðar voru við uppgröft vegna mikilla framkvæmda, vom þagnaðar, var þessi ungi drengur á hjólinu sínu hátt uppi á uppgreftrin- um við einn hyldjúpan skurðinn. Þá vill svo til að hann missir jafn- vægið og fellur af hjólinu afturfyrir sig og lendir á bakinu á stórgrýtinu í botni skurðsins. Hann sagði seinna frá að þegar hann snart gijótið hefði honum fundist sem hann væri að lenda á mjúku rúmi. Enda stóð hann upp ómeiddur og lofaði Guð. Huldufólk og/eða vemdarenglar? Þó tilvist þessara vera sé ekki vísindalega sönnuð segja dæmin sína sögu og hana ekki í smærra lagi. Einar Ingvi Magnússon Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkverji skrifar * IMorgunblaðinu síðastliðinn laugardag birtist auglýsing frá félaginu Gamli miðbærinn. Þar eru lesendur blaðsins minntir á þá stað- reynd, að fataúrvalið sé í mið- bænum og em birt nöfn 25 verslana því til sönnunar. Víkveiji hefur staðið í þeirri trú, að unglingar og skólafólk séu í hópi helstu viðskipta- vina fataverslana í miðbæ Reykjavíkur og annars staðar. Höfða þessar verslanir að minnsta kosti oft rækilega til unga fólksins í auglýsingum sínum. Asamt með nöfnum fyrirtækjanna er sagt frá fundi kaupmanna og þjónustuaðila í Austurstræti, Hafnarstræti, Póst- hússtræti og Aðalstræti. Var þar rætt um ástandið í miðborg Reykjavíkur undanfamar helgar. I auglýsingunni segir meðal annars: „Langlundargeð manna er á þrotum og skyldi nú engan undra þegar það er haft í huga, að sami verslunareigandi hefur orðið fyrir því að vera vakinn upp allt að 15 sinnum vegna þess að skemmdir hafa verið unnar á verslun hans. Menn spyija: Hvar er löggæslan? Menn spyija einnig: Er virkilega ekkert hægt að gera til að fá þessa unglinga til að snúa sér að ein- hveiju sem væri þeim til meiri sóma? Nú er það ljóst, að mestur hluti þeirra unglinga, sem safnast saman í miðbænum, eru bestu skinn og eru ekki komin til þess að vinna skemmdarverk. Væri ekki reynandi að fá þessa unglinga til að eyða þessum kvöldum annars staðar en í miðbænum? Er ekki hægt að ein- angra þann hóp skemmdarvarga sem í skjóli margmennis vinna sín spellvirki? Er ekki nauðsynlegt að við tökum öll höndum saman um að finna lausn á þessum vanda? Foreldrar, skólar, æskulýðssamtök, lögregla og allir þeir, sem hljóta að hafa áhyggjur af þessu: Er það ekki okkar verk að beina unglingun- um inn á réttar brautir? Tökum höndum saman. Þessu verður að linna." XXX að funduðu fleiri um þetta mál í síðustu viku eins og rækilega hefur verið sagt frá í Morgunblað- inu og visar Víkveiji þá tii frásagnar af fundi grunnskólanemenda í Tónabæ á fimmtudaginn, sem sagt var frá hér í blaðinu á föstudag og fjaliað um í leiðara á sunnudag. Unglingarnir hafa ekki síður áhyggjur af ólátunum í miðbænum en kaupmennimir. Víkveiji er þeirr- ar skoðunar, að ekkert sé athuga- vert við að ungt fólk hittist í miðbæ Reykjavíkur á síðkvöldum. Með öllu er óþarft að leggja þann sið af. Kaupmenn í miðbænum ættu að fagna því í allri samkeppninni, að ungt fólk leggi leið sína á athafná- svæði þeirra. Að vísu kemur það fram í orðunum hér að ofan, að þeir, sem textann sömdu, viija greinilega helst, að unga fólkið sé aðeins á ferli í miðbænum, þegar verslanir eru opnar. Sú spuming vaknaði í huga Víkveija, þegar hann las auglýsinguna, hvort ýmsu ungu fólki þætti ekki ástæðulaust að fara í miðbæinn til að versla, ef það mætti ekki koma þangað til að sýna sig og sjá aðra á kvöldin. Þegar maður hefur orðið fyrir því, að sami hlutur hans hefur ver- ið skemmdur fímmtán sinnum, hlýtur hann að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Víða erlend- is draga kaupmenn jámhlera fyrir verslanir sínar á nóttunni. Vissu- lega væri óskemmtilegra að vera í Austurstræti eða annars staðar í miðbænum á kvöldin, ef menn gætu ekki skoðað í glugga verslana. Á meðan búðir eru opnar eru kaupmenn í miðbænum í nánu sam- bandi við ungt fólk. Vel mætti hugsa sér að jafn kraftmikið félag og Gamli miðbærinn tæki sér fyrir hendur að koma boðskap um góða umgengni og virðingu fyrir eignum annarra tii viðskiptavina sinna. Þá mætti taka upp samvinnu milli forr- áðamanna Gamla miðbæjarins og þeirra, sem hittust í Tónabæ á dög- unum í því skyni að einangra hóp skemmdarvarganna. Þannig er vafalaust margt unnt að gera, áður en gripið verður til þess neyðarúr- ræðis að loka miðbænum fyrir ungu fólki nema á þeim tímum, þegar allir vilja sækjast eftir viðskiptum við það. iVlAV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.