Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 19 1- 3 Heilasýni úr heimaslátruðu fé liaustið 1987 Ég hef margsinnis viðrað hug- myndir um fijálsan gjaldeyrismark- að hér á landi. Sumir, sem á móti því hafa verið, hafa verið á móti „af því bara“ en aðrir hafa rökstutt skoðun sína með því að segja: „Þetta er allt of lítið hagkerfi fyrir frjálsan gjaldeyrismarkað." Þama lágu nú Danir í því! Vegna þess að sé hagkerfíð of lítið fyrir fijálsan gjaldeyrismarkað þá er það að sjálf- sögðu of lítið til þess að vera eins og það er. Úr því aðgerðin þolir ekki dagsbirtuna er hún að sjálf- sögðu myrkraverk (þvinguð að- gerð). Fyrirkomulagið er sínu skárra í Nígeríu því þar er gjaldeyr- ir seldur á markaði einu sinni í mánuði. Síðastliðin þijú ár hefur verðlag hækkað innanlands um 60—80% og á sama tíma hefur gengi Banda- ríkjadollars lækkað enn Evrópu- gjaldmiðlar hækkað lftillega. Það skal ekki reynt að gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur í efnahags- málum. Hann er bara ekki nægilegur og ekki varanlegnr. Það verður að leysa málin á varan- legan hátt. Þó það verði að kalla til erlenda ráðgjafa. Það er bara allt í lagi. Sama hvaðan gott kemur. Útflutningsatvinnuvegirnir verða að búa við stöðugt verðlag og ekki lakari skilyrði í gjaldeyri og peningamálum en keppinaut- ar þeirra á erlendum mörkuðum. Hvaðertilráða? Leitið og þér munuð fínna! Það hníga öll rök í þá átt, að koma megi á varanlegum stöðugleika með því að gera hinn íslenska gjaldmið- il að hluta úr stærra myntkerfí. Ráðstöfunin verður að fela í sér': Að íslenskur gjaldmiðill njóti er- lendrar viðurkenningar, jafnframt sé stöðugleiki í verðlagi og svipaðir vextir og verðbólga og í nágranna- löndunum. Það er ekki nóg að taia bara um þetta sem markmið ein- hvem tímann. Það verður að bretta upp ermamar og framkvæma raunhæfar aðgerðir. Lítum til Lúxemborgar. Það ríki er eitt af mörgum í heiminum sem ekki er með sjálfstætt myntkerfí. Árangurinn er ekki verri en það, að um 130 erlendir bankar starfa þar með alþjóðaviðskipti. Lúxemborg er með samninga við belgíska seðlabankann um sameig- inlegt myntkerfí. Það má spyija: Hvers vegna fömm við ekki eins að? Það vill svo vel til, að einn belgískur franki hefur svo til sama verðgildi og íslenska krónan er skráð á í dag. Einn belgfskur franki er 1,029 krónur. Ríkisstjómin getur þreifað fyrir sér með samninga við belgíska seðlabankann um sameig- inlegt myntkerfí. Næðust samning- ar þá yrði þetta verðtryggingarokur úr sögunni og vextir og verðbólga svipuð og í nágrannalöndunum. Nú, annar möguleiki er sá að semja við Evrópubandalagið um að fastbinda gengi krónunnar við myntkörfu bandalagsins (ECU). Við þurfum hvort sem er að semja um tollamál og fleira við það banda- lag. Það þarf að gerast sem fyrst og væri hægt að gera þetta um leið. Fyrsti tími er bestur. Svona samningar em ekkert einfaldir en það þýðir ekkert að vera að mikla þetta fyrir sér. Varanleg lausn verður að nást sem fyrst. Um sjálfstæði þjóðarinnar Sumir hafa haldið því fram, að með svona samningum sé vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. En er það nú ekki heldur hratt hugsað? Spyija má: Er eitthvert sjálfstæði fólgið í því að vera með lélega skiptimynt, bullandi verðbólgu og misrétti eins og nefnt var hér að framan? Hvem- ig getur það varðað sjálfstæði að vera með eitthvað í höndunum sem menn ráða ekkert við? Svo má líka spyija: Er það eitthvert sjálfstæði að þykjast vera meiri en við emm? „Svona syndum við stóm fískamir" segja homsflin. Nei. Að rembast við að vera meiri en við höfum getu til það á ekkert skylt við sjálfstæði þjóðarinnar. Frekar mætti líkja því við einhvem rembingshátt eða bara heimsku. Að lokum Höfundur þessa greinarkoms hefur komist að þeirri niðurstöðu, að íslenska myntin sé ónýt sem sjálfstæður gjaldmiðill. Það bitnar síðan harkalegast á útflutnings- atvinnuvegunum og þeim aðilum sem starfa við og stunda þann at- vinnurekstur. Ég varpa því samt fram sem spumingu hvort þetta sé röng niðurstaða. Sé til betri skýring á þeirri óáran, sem hijáir íslenskt efnahagslíf, þá er það vel, en ann- ars er tími til kominn að viðurkenna staðreyndir og gera viðeigandi ráðstafanir til lagfæringar, en ekki hjakka í sama farinu. Höfundur rekur fiskvinnslu á Bakkafirði. Nú í haust verður að öllu líkindum slátrað fleiru af fullorðnu fé heima heldur en verið hefur síðustu árin. Heimaslátrun felur í sér ýmiss konar hættu, ef smitsjúkdómar leyn- ast á viðkomandi stað. í fyrsta lagi er verra að fylgjast með útbreiðslu smitsjúkdóma vegna þess að sýni, sem tekin eru í sláturhúsum skila sér misjafnlega úr heimaslátruðu fé. í öðru lagi er úrgangi ekki alltaf eytt tryggilega heima á bæjum með því að brenna eða grafa hann djúpt og því er hætt við að smitdreifing geti orðið frá slíkum stöðum af hund- um, vargfugli og meindýrum. í þriðja lagi hefur þeim fækkað, sem kunna að slátra svo vel sé við frumstæð skilyrði. Því geta afurðir, sem þann- ig eru til komnar, verið heilsuspill- andi og hættulegar, ef þær eru settar í dreifingu út fyrir heimilið. Heilasýni eru tekin úr fullorðnu fé, sem slátrað er í sláturhúsi til þess að fylgjast með útbreiðslu riðu- veiki þar sem hennar hefur orðið vart eða hætta á að hún sé komin. Nauðsynlegt er einnig að taka heila- sýni úr heimaslátruðu fé, vanþrifafé og vanhaldafé. Gamasýni eru tekin úr mjógöm við langa til þess að fylgj- ast með útbreiðslu gamaveiki. Nýleg dæmi sýna, að gmnsamleg- ar breytingar í heilasýnum úr slát- urfé, em stundum merki þess að riða sé komin á bæinn og eigi eftir að koma fram fyrr eða síðar. Áður en riða kemur fram í kind á viðkomandi bæ er sennilega mun minni smit- hætta en eftir að veikin er komin fram. Menn ættu því að taka öll gmnsamleg einkenni í kindum með fyllstu alvöm og láta rannsaka slíkar kindur strax. Með því að fara varlega í þessum efnum em líkur til að unnt sé að útiýma riðuveiki úr landinu. Allir bændur á svæðum þar sem hætta er á ferðum em beðnir um að koma með hausa af heimaslátr- uðum kindum öðmm en lömbum til sýnatöku í sláturhúsunum þar sem þau em enn í gangi, annars til dýra- læknisins eða manna, sem hann hefur kennt og falið sýnatöku. Einn- ig ætti að koma með hausa af öllum vanmetaskepnum og vanhaldakind- um sem til næst hvenær sem er á árínu og láta taka úr þeim heilasýni og gamasýni ef ástæða er til. Bændur! Forðist verslun með fé og hýsingu með heimafé á kindum af öðrum bæjum, jafnvel frá ná- grönnum. Enginn, ver bæinn betur en þið sjálfír gegn riðusmiti eða öðr- um alvarlegum smitsjúkdómum í búfé. (Fréttatilkynning) Þegar mjólkin er með er mikið fengið. Dalafrauð Súkkulaðifrauð Jafnvel rödd Svona mál þarf ekki morgunhanans að bíða nammidags. verður að „fagurgali“. Léttur sýrður rjómi f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.