Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 45 Ljósmyndarí/Kjartan Jónsson Nemendur og nokkrir foreldrar fyrir utan einn af skólunum, sem íslenskir kristniboðar hafa byggt i Pókothéraði. íslenskir kristniboðsvinir hafa kostað byggingu hans. — Húsið er einfalt, moldarveggir og óklætt bárujárnsþak. Ljósmyndari/Ragnar Gunnarsson Loksins fékk ég að iæra! Pókotpiltur i skólanum. Hann hefur hvorki borð né stól. „Skólastof- an“ er úti undir tré. — Því miður eru mörg Pókotbörn í sömu stöðu. Húsaleysi háir starfi skólanna nyög mikið. námsárangur bama og unglinga' í þessum skólum sé yfirleitt lélegur. Þeir skörpustu ná þó þokkalegum árangri, þótt ótrúlegt sé, og eiga kost á að fara í framhaldsskóla. Því miður missir margur unglingurinn af tækifærinu vegna efnaleysis að- standenda. Þeir em ófáir unglingamir, sem komið hafa upp á veröndina hjá mér og stunið um síðir upp bón um að- stoð við greiðslu skólagjalda. Þeir vita, að þetta er spuming um framtíð í fátækt eða í sæmilegum efnum. Því miður er ekki hægt að hjálpa öllum. Þróunarhjálp, hvað er það? Sennilega myndir þú, ágæti les- andi, svara því til, að besta þróunar- hjálpin, sem hægt er að veita, sé hjálp til lífshjálpar. Satt er það. En er ekki undirstaða þess sú að vita hvemig menn eiga að gera það? Ekkert hjálpar mönnum betur út úr myrkri fáfræði og fordóma en menntun (upplýsing) og kristin trú. Ekkert annað ráð, jafnvel ekki vopnavald, getur eytt þeim hugsana- gangi t.d., að allar kýr nágranna- þjóðflokkanna (svo og allra annarra undir sólinni) tilheyri þeim og að þeir sem ekki fara í ránsferðir séu bleyður, sem eiga bara heima í hópi kvenna. Hvers vegna skyldu menn vera að taka sér vinnu, þar sem laun- in eru bara hálft kýrverð á mánuði, þegar þeir geta komist yfir 10—20 stykki í ránsferðum? — Hvers vegna að sjóða drykkjarvatnið sitt, ástunda hreinlæti, drífa sig til sjúkraskýlis fljótt þegar veikindi gera vart við sig, að fara vel með konuna sína og líta á hana sem fullverðuga mann- eskju, að ekki sé talað um að elska hana eina. Eða að vera heiðarlegur leiðtogi, sem ber heill síns fólks fyr- ir bijósti, í stað þess að stinga undan söfnunarfé til framfaramála og láta múta sér til að halla réttu máli. Endalaust væri hægt að halda áfram. Pókotmenn á eftir Nú er ástandið ekki svona slæmt alls staðar í landinu. Þar sem kristni- boðar komu í byijun aldarinnar eru skólar víðs vegar vel hýstir og sæmi- lega birgir af kennslubókum. Pókothérað, sem liggur afskekkt, var lokað af nýlenduyfírvöldum Breta. Það var ekki fyrr en rétt fyr- ir 1970 að einhver skriður komst á hugmyndir um uppbyggingu skóla- mála og framfara yfírleitt í héraðinu. Árið 1980 áttu um 40.000 Pókot- börn að vera komin í skóla, er lögboðinni skólaskyldu var komið á. Hvemig gat það orðið? Yfírvöld héraðsins kölluðu saman alla kristni- boða og kirkjuleiðtoga í héraðinu og báðu þá um hjálp við uppbyggingu skólanna. Við, kristniboðamir á veg- um Sambands íslenskra kristniboðs- félaga (samtök áhugamanna um ástundum kristniboðs á Islandi og í heiðingjalöndum með aðalskristofu á Amtmannsstíg 2b, 101 Reykjavlk), gátum litlu lofað sakir fjárskorts, en höfum þó tekið að okkur einn og einn skóla. Nú berum við ábyrgð á uppbyggingu 5 grunnskóla með um 700 nemendur. Einn er næstum full- byggður, annar er kominn nokkuð áleiðis, en þrír hafa enn mjög lítinn húsakost, enda tiltölulega nýir. Pjárhagsörðugleikar Nú berast okkur starfsmönnum SÍK, sem störfum á meðal Pókot- manna, þær fregnir að heiman, að þröngur fjárhagur samtakanna heima á Fróni geti orðið til þess, að ekki verði hægt að standa við gefín ioforð um uppbyggingu skólanna á næsta ári. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, hve lítið uppörvandi slíkar fréttir eru. Ég vil því gerast svo djarfur að nota þennan vettvang til að skora á lesendur, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök að rétta hjálparhönd og sýna í verki löngun til að hjálpa illa stöddum meðbræð- rum til sjálfshjálpar. Slík hjálp er síst verri en fatnaður til Eþíópíu og Póllands o.m.fl. Það er mikilvægt í þessu sam- bandi, að íslenska krónan kemur miklu meiru til leiðar hér úti í Kenýu en heima á Fróni. Okkar hlutur í uppbyggingu hverrar skólastofu er aðeins um 50.000 krónur. Á næsta ári þurfum við að byggja 6 stofur, sem munu kosta um 300.000 krón- ur. Auðvitað væri æskilegt að geta hjálpað skólunum eitthvað með skólabækur, svo ekki sé talað um önnur námsgögn, en skólastofurnar eru grundvallaratriðið. Skólastofa í jólagjöf? Væri það ekki verðugt verkefni fyrir starfsfólk og eigendur fyrir- tækja að gefa fjárvana bömum og unglingum eina skólastofu í jólagjöf? Ef til vill gætu nemendur eins skóla tekið sig saman og hjálpað fátækum jafnöldrum sínum? Fátækt og aðstöðuleysi Eftir þessa heimsókn hvarflaði hugurinn heim á Frón til eðlisfræðití- manna í vel útbúinni eðlisfræðistof- unni í Hagaskóla í „gamla daga". Áhugi nemenda var ekki alltaf mik- ill og oft fór orka kennarans meira í að halda uppi aga en að kenna. Stór hópur unglinga hafði verið í heimsókn hjá mér með mikinn áhuga á námi. Þeir vissu, að menntun var lykillinn að framtíðinni, en mögu- leikar þeirra til að ástunda hana voru afar litlir. Allir koma þeir frá mjög fátækum heimilum, þar sem lítill eða enginn skilningur ríkti á gildi menntunar. Mat eldri kynslóð- arinnar var yfírleitt það, að þar sem bókvitið væri ekki í askana látið, væri það harla lítils virði. Þrátt fyr- ir að almenn skólaskylda væri nýlega lögleidd áttu flestir eitt eða fleiri systkini, sem ekki höfðu fengið að fara í skóla vegna þess að foreldr- amir vildu að þau hjálpuðu til við búskapinn heima. þokkalegt steinhús. Þeir sem á ann- að borð hafa skóla á heimslóðum verða að láta sér nægja moldarhús með bárujámsþaki. Oft verða þeir að sitja á rykugu moldargólfí með stein eða tijádmmb sem stól og eig- in lqöltu fyrir borð. Vegna ónógs húsakosts verða margir bekkir að hírast undir tré. Þegar einbeitingin er lítil er auðvelt að vera upptekinn af öðm en náminu, leik þeirra, sem ekki hafa kennara, kúm og geitum nágrannans, sem beitt er á skólalóð- inni, eða konum sem kjaga fram hjá með eldiviðarhlass á bakinu ræðandi dægurmál líðandi stundar. Yfírvöld hafa ekki bolmagn til að reisa skóla og skylda því foreldra til að sjá um það í sameiningu. Þau greiða hins vegar laun kennara. Það er því ekki undarlegt að hægt miði við uppbyggingu sumra þessara „menntastofnana" þegar saman fara mikil fátækt og lítill skilningur á menntun hjá mörgum foreldmm. Afar fá hjálpargögn Kennaramir em ekki öfundsverðir af aðstöðu sinni. Yfírleitt er hvorki kennarastofa né vinnuaðstaða fyrir þá í skólunum. Þegar lítið fé er til framkvæmda „sóa“ menn ekki §ár- munum í slíkan „óþarfa". Ríkið, sem á að sjá skólunum fyrir bókum, tekst ekki að standa við þessar skyldur sínar. í kennslustundunum getur kennarinn oft ekki skipt nema tveim- ur eða þremur kennslubókum á milli 30—50 nemenda. Stundum kemur það fyrir, að ekki einu sinni kennar- inn hefur kennslubók. Hann notar því kennslutímana aðallega til að skrifa upp úr bókunum upp á töflu. Nemendumir afrita það síðan í stílabækur (eigi þeir þær), svo að þeir hafi eitthvað til að lesa undir próf. Það skyldi engan undra, þótt Ljósmyndari/Kjartan Jónsson Kennslustund í Pókothéraði. Eins og i flestum skólum er aðstaða nemenda og kennara léleg. Skortur á kennslubókum og kennslugögn- um veldur því m.a. að námsárangur er oft lakur. Ijósmyndari/Kjartan Jónsson Eldri kynslóðin. Mat hennar á námi er oft það sama og eldra fólks á íslandi áður fyrr, að þar sem bókvitið verður ekki í askana látið sé það harla lítils virði. Það er bankað á dyrnar hjá okk- ur. Uti stendur einn af kennurunum í skólanum við kristniboðsstöðina. Eftir kveðjur og inngangsspjall kemst hann loks að efninu. „Get ég fengið að koma með krakkana í bekknum mínum hingað heim til þín í næsta eðlisfræðitíma til að sýna þeim hitamæli, slökkvitæki, raf- magnsljós, ljósaperu og gaskút, . vegna þess að engin hjálpargögn eru til í skólanum?" Þetta var óvenjuleg spuming. Leyfíð var auðfengið. Nokkru síðar kom kennarinn með bekkinn sinn, stálpaða unglinga á menntaskólaaldri, er voru bara í 6. bekk grunnskóla, vegna þess hve seint þó hófu skólanám. Skólinn í hreppnum hafði aðeins verið starf- ræktur í 6 ár. Ýmsir jafnaldrar þeirra höfðu helst úr lestinni, er þeir stofnuðu heimili. Þetta var fal- legur og glaðlegur hópur, sem gekk feimnislega upp á veröndina. Og svo hófst tíminn. Ifyrst var hitamælirinn við útidymar athugaður og fyrirlest- ur haldinn um það, hvemig kvikasilf- urssúla hans lengist með auknum hita. Það var hlustað af mikilli at- hygli, enda höfðu nemendurnir aldrei séð slíkan undragrip áður. Því næst var kveikt á útiljósinu, sem fékk straum frá tveimur bílrafgeymum, er hlaðnir vom upp með sólarorku. Síðan var það tekið í sundur og leyndardómar þess afhjúpaðir. Þannig var hver hluturinn á fætur öðmm skoðaður, þar til kennaranum fannst mál til komið að láta staðar numið. Það var komið langt yfir í næsta tíma þegar hópurinn sneri til baka. „Þeir eru ófáir ungling- arnir, sem komið hafa upp á veröndina hjá mér og stunið um síðir upp bón um aðstoð við greiðslu skólagjalda. Þeir vita, að þetta er spurning um framtíð í fátækt eða í sæmilegum efnum. Því miður er ekki hægt að hjálpa öll- um.“ Aðstöðumunur þeirra heima fyrir og íslenskra jafnaldra var einnig himinhrópandi. Ekkert þeirra átti námsbækur, hvað þá annað lesefni, svo ekki sé talað um skrifborð eða sér herbergi. Samt vom þessir krakkar heppnari en margir aðrir því að skólinn þeirra, sem kristniboð- amir frá íslandi höfðu byggt, var Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu: Menntun — ekkifyrir fátæka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.