Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 63 HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞÝSKALAND Morgunblaðið/Bjami Eiriksson Bjaml OuAmundsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var dæmdur í þriggja mánaða leikbann í Vestur-Þýskalandi í gær. Veit að ég er saklaus og það nægir mér • - sagði Bjarni Guðmundsson, sem var dæmdur í þriggja . mánaða keppnisbann í gær „ÓRÉTTLÆTINU var fullnægt. Það var verið að dæma mig í þriggja mánaða leikbann hór í Þýskalandi fyrir að hafa slegið leikmann, en ég veit sjálfur og allir sem á horfðu að ág er saklaus og það nægir mér,“ sagði Bjarni Guðmundsson við Morgunblaðið í gærkvöldi skömmu eftir að dómstóll vest- ur-þýska handknattleikssam- bandsins kvað upp úrskurð sinn í þessu furðulega máli. Mál þetta er allt hið furðuleg- asta. Wanne Eickel, lið Bjama, var að sigra Sus Oberaden nieð níu mörkum í leik liðanna fyr- ir tíu dögum. Þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka komst Bjami í hraðaupphlaup, sneri vam- armann af sér, en sá sló þá Bjama í magann. „Ég reiddist, steytti hnef- ann og spurði strákinn hvað þetta ætti að þýða. Þá kom dómarinn, rak mig út af fyrir að hafa slegið manninn í magann og skrifaði það á skýrsluna. Eftir leikinn viður- kenndi umræddur leikmaður að ég hefði alls ekki slegið sig, en dómar- inn var harður á sínu,“ sagði Bjami. VHnlð mættl ekkl Bjami er annálaður fyrir prúð- mennsku og þekktur fyrir annað en að gera flugu mein. Því fékk félagið tækifæri til að fara með málið fyrir dómstól þýska hand- knattleikssambandsins og var það tekið fyrir í gær. Leikmaður Sus Oberaden hafði lofað að mæta, en það gerði hann ekki, heldur skrifaði bréf og þá var tónninn annar en áður. „Sus Oberaden er frægt fyrir slagsmál, en félagið vildi greinilega reyna að koma óorðinu af sér yfir á mig. Sagt var að maðurinn kæm- ist ekki fyrir réttinn vegna atvinnu sinnar, en í bréfínu segir hann að ég hafí slegið sig, en jafnframt seg- ist hann ekki vera viss um hvort ég hafí hitt eða ekki! Þar með fór síðasta hálmstráið og ég fékk þriggjamánaða leikbann fyrir vikið. Við ætluðum að reyna að gera eins vel úr þessu og hægt var. Það sá til dæmis á mér eftir að hann sló -n mig, en ég nefndi ekki hans högg. Ég viðurkenndi að ekki var íþrótta- mannslegt af mér að steyta hnefann og var tilbúinn að taka afleiðingun- um — bjóst við tveggja til þriggja vikna banni en ekki þessu." LandsMklr bannaAir? Dómurinn gildir í opinberum leikj- um með Wanne Eickel, en þeir sem dæmdu voru ekki betur að sér en svo að þegar Bjami spurði hvort hann mætti leika með íslenska landsliðinu höfðu þeir ekki hug- mynd um það! Þeir ætluðu að kanna málið og lofuðu að láta Bjama vita í dag. ENGLAND || KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Southampton sigraði óvænt í Coventry EINNIeikurfórframtl.deild ensku knattspyrnunnar í gær- kvöldi. Southamton fór til Coventry og vann heimamenn óvænt 3:2. Kevin Bond, Steve Baker og Danny Wallace skoruðu fyrir gestina, en Mick Gynn og Dave Bennett fyrir Coventry. Sunderland vann Bristol City 1:0 á útivelli og skaust á toppinn í 3. deild og í 4. deild bar það helst til tíðinda að Leyton Orient vann Roch- dale 8:0! Þá voru nokkrir leikir í 2. deild, en þess ber að geta að staðan í 1. og 2. deild á bls. 61 er eins og hún var fyrir leikina í gærkvöldi. Úrslit í 2. deild urðu þessi: Boumemouth-Shrewsbuiy.2:0 Bamsley-Reading.......5:2 Huddersfield-Hull............0:2 Middlesbrough-Ipswich........3:1 Oldham-Leeds.................1:1 Plymouth-Millwall............1:2 Sheff. United.-Birmingham....0:2 Swindon-Stoke................3:0 Morgunblaöiö/Skapti Þorvaldur Örlygsson Rúnar og Þorvaldur einu nýliðamir Amór Guðjohnsen verður með gegn Sovétmönnum SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær 16 manna leikmannahóp- inn, sem fertil Sovétríkjanna um helgina, en landsleikur þjóðanna f Evrópukeppninni fer fram í Simferopol á Krímskaga 28. október. ins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, em margir af lykilmönnum landsliðsins forfallað- ir, en fímm breytingar em á hópnum frá landsleiknum við Nor- eg. Pétur Amþórsson er í leikbanni, Pétur Ormslev er meiddur, Ingvar Guðmundsson og Viðar Þorkelsson gefa ekki kost á sér, en Guðmundur Steinsson dettur út — er reyndar sautjándi maður. í stað þessara manna koma Amór Guðjohnsen, Ómar Torfason, Þorsteinn Þor- steinsson, Rúnar Kristinsson og Þorvaldur Örlygsson. Rúnar og Þorvaldur em einu nýliðamir í hópnum, en hann skipa annars eft- irtaldir leikmenn, landsleikjafjöldi og mörk til hægri: Bjami Sigurðsson, Brann......20/0 FViðrik Friðriksson, Fram....10/0 Amór Guðjohnsen, Anderlecht 25/3 Atli Eðvaldsson, Uerdingen...46/6 Guðni Bergsson, Val..........16/0 Guðmundur Torfason, Winters 10/4 Gunnar Gíslason, Moss........31/0 Halldór Áskelsson, Þór......15/3 Ólafur Þórðarson, ÍA.........14/1 ÓmarTorfason, Olten..........26/0 Láms Guðmundsson, Kaiser 16/3 Ragnar Margeirsson, Fram.....27/4 Rúnar Kristinsson, KR.........0/0 Sævar Jónsson, Val...........38/1 Þorsteinn Þorsteinsson, Fram....8/0 Þorvaldur Örlygsson, KA.......0/0 Leikmennimir hittast í London og fara þaðan saman til Simferopol í gegnum Moskvu, en Bjami og Ömar fara frá Dusseldorf til Moskvu. Morgunblaðið/Bjami Rúnar Krlstlnsson HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA KR skoraði ekki mark í fyrri hálfleik! TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna f handknattleik í Laug- ardalshöll f gærkvöldi. Fram burstaði KR 26:10 og Haukar unnu Þrótt 22:15. Fram átti ekki í erfíðleikum með vængbrotið lið KR. Sigurbjörg Sigþórsdóttir lék ekki með KR og munar um minna, því hún er helsta ■ææ^Hil skytta liðsins og Katrín skorar yfírleitt lang Friðríksen flest mörkin. KR skrifar komst ekki á blað í fyrri hálfleik og staðan 13:0, en lokatölur urðu 26:10, sem fyrr sagði. Guðríður Guðjónsdóttir var at- kvæðamest hjá Fram og skoraði 13 mörk, þar af sex úr vftaskotum. Oddný Sigsteinsdóttir skoraði fjög- ur, Jóhanna Halldórsdóttir þrjú, Hafdís Guðjónsdóttir þijú, Ösk Víðisdóttir tvö og Ama Steinsen eitt mark. Karólína Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KR, eitt víti, Nellý Páls- dóttir tvö og Élsa Ævarsdóttir eitt mark. Haukar sigruðu Leikur Hauka og Þróttar var í jafn- vægi lengst af, en Haukar höfðu samt ávallt undirtökin. Staðan var 8:6 í hálfleik, en á síðustu mínútun- um stungu gestimir af. Mörk Þróttar: Þórlaug Sveinsdóttir 6, María Ingimundardóttir 5, Ágústa Sigurðardóttir 3 og Unnur Sæmundsdóttir 1. Mörk Hauka: Margrét Theódórs- dóttir 6/2, Hrafnhildur Pálsdóttir 6, Ragnhildur Júlíusdóttir 4, Elva Guðmundsdóttir 2, Halldóra Mathi- esen 2, Brynhildur Magnúsdóttir 1 og Björk Hauksdóttir 1. í kvöld leika Stjaman og FH í Digranesi og hefst viðureignin klukkan 21.15. Morgunblaöiö/Sverrir w GuAriður QuAjónsdóttlr skoraði 13 mörk gegn KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.