Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Svipmyndir úr borginni / ólafur ormsson „Eina fyrir svefninn“ Veðurblíðan hefur verið slík það sem af er hausti að fyrsta dag októ- bermánaðar, í logni og ágætu veðri, týndi ég bláber og krækiber í stóra plastfötu skammt frá þjóðveginum furir austan fjall, í sumarbústaðar- landi við Lögberg. Það er ekki fyrr en viku af októbermánuði að fara að blása norðanvindar, og hiti er um eða yfir frostmarki og veturinn minnir á sig. Þannig var veðrið þriðjudags- morguninn 6. október og kuldalegt um að litast í miðborginni og beinlínis notalegt að setjast við borð inni á Nýja kökuhúsinu við Austur- völl yfir ijúkandi kaffibolla og rúnstykki. Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, kemur þar oft og var einmitt þennan þriðjudagsmorgun við eitt borð og spjallaði um daginn og veginn við tvo kunningja er sátu með honum við borðið. Hallmar Sigurðsson, nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, og Þórunn Sigurðardóttir, rithöfundur, sátu við annað borð. Leikhúsin hafa byij- að starfsemi sína á nýju leikári og kannski að Þórunn sé með nýtt verk á fjölunum. Það hefur örugg- lega ekki skort umræðuefni við borðið. Og svo er skammdegið framund- an og Ríkisútvarpið-Sjónvarp búið að senda litprentaðan bækling í tugþúsundatali inn á flest ef ekki öll heimili á landinu til að minna á vetrardagskrána. Stöð 2 átti eins árs afmæli fímmtudaginn 8. októ- ber síðastliðinn, og þar á bæ er slík bjartsýni ríkjandi að þeir taka líklega forskot á sæluna og halda upp á jólin óvenju snemma í ár. Samkeppnin er að aukast á fjöl- miðlamarkaðinum og t.d. engin ástæða til að afskrifa Alþýðublaðið sem býður upp á fjölbreytt lesefni þessa dagana og sýnist til alls líklegt. Ekki veit ég hvort það er dæmi- gert íslenskt heimili nú á dögum sem ég kom inn á um daginn með kunningja. Þar voru Qölmiðlar óspart notaðir og hver stund nýtt til hins ítrasta. Húsráðandinn í fjög- urra herbergja blokkaríbúð, maður um fertugt sem vinnur yfirleitt fjórtán til sextán tíma á sólarhring, hafði afþakkað yfirvinnu nokkra daga þar sem konan var erlendis, í London í innkaupaferð, og hann einn heima við með ungum syni þeirra. Húsráðandinn var að kaupa ný hljómflutningstæki og undir nál- inni var hin kunna hljómplata Bat out of Hell með Meat Loaf, „kjöt- hleifí", sem tryllti æskulýðinn í ReiðhöIIinni í Víðidal og olli vist uppþoti á staðnum. Þama í blokkaríbúðinni öskraði „kjöthleifur" af öllum lífsins sálar kröftum og sonur hjónanna; fimm ára, grét ofan í sængina. A sjón- varpsskerminum, í bandarískum framhaldsmyndaflokki á Stöð 2, var verið að taka af lífi fómarlamb of- beldismanns. Húsráðandinn hellti upp á könnuna og bandaríski fram- haldsmyndaflokkurinn á Stöð 2 hélt áfram með enn meiri spennu. Húsráðandinn bar fram kaffí og bakkelsi og settist gegnt okkur og starði eins og dáleiddur á sjón- varpsskerminn. Ég horfí eingöngu á spennu- mjmdir, aldrei á fræðslumyndir eða myndir frá Norðurlöndunum og Rússlandi, sem nóg er af hjá ríkis- sjónvarpinu. Ég nota tækifærið á meðan konan er erlendis og vinn heldur minna þessa dagana. Ég sótti fullan kassa af hryllingsmynd- um út á myndbandaleigu. Hann benti á stóran pappakassa fullan af myndbandsspólum. — Langar ykkur að skoða eina? spurði hann. Þegar við sýndum engan áhuga sagði hann að konan, yfírvaldið, eins og hann kallaði hana, kæmi frá London næstu daga og þá væri friðurinn úti. — Ég má þakka fyrir að hún kaupi á mig sokka. Hún hefur þre- faldar tekjur á við mig. Er við lögfræðistörf hjá einkafyrirtæki. Það_ voru auglýsingar á Stöð 2 og húsráðandinn stóð upp úr sæti sínu og bað okkur um að koma með sér yfír í annað herbergi þar sem var stór og voldugur fataskáp- ur. Ég ætla að sýna ykkur inn í fataskápinn. Svo opnaði hann skápinn, í ljós komu samkvæmiskjólar í öllum regnbogans litum og svo skiptu tugum. — Svona kjóla sjáið þið varla í kvenfataverslun í Kringlunni, sagði húsráðandinn. Enda keyptir í Lon- don og í New York. Það var laugardagskvöld og húsráðandinn sem vinnur á þunga- vinnuvélum gerði undanþágu og stillti á ríkissjónvarpið. Hafði keypt nokkra Lottómiða og beið spenntur eftir að hjólið færi af stað og von- brigðin voru mikil, þegar hann var ekki með nema eina tölu rétta. Þá stillti hann aftur á Stöð 2, á enn eina spennumyndina, bandaríska. Ég notaði tækifærið og spurði hvort hann liti ekki stöku sinnum á íslenskt efni, t.d. umræðuþætti og íslensk leikrit. — Nei, aldrei. Það er drepleiðin- legt efni. Konan, yfirvaldið, horfir stundum á slíkt efni og þá stilli ég á Stjömuna eða Bylgjuna. Húsráðandinn fagnaði því að eiga þess kost að velja um nokkrar útvarpsrásir og sagðist yfírleitt vakna með Stjömunni á morgnana við kraftmikla rokkmúsík. — Ég er að verða fertugur, hef samt ailtaf jafn gaman af rokkinu, gamla góða rokkinu. Þoli hvorki sinfóníur eða jazz. — Hvað með bókalestur? Fer all- ur tími þinn í sjónvarpsgláp? spurði kunningi minn húsráðandann. — Ég get nú ekki sagt að ég hafí litið í bók síðustu árin. Það er þá helst reyfara, ísfólkið eða Regn- bogabækumar. Aður en við kvöddum húsráðand- ann í flögurra herbergja blokkarí- búðinni og klukkan var langt gengin í ellefu hafði hann valið úr pappakassanum glænýja hroll- vekju. — Eina fyrir sveftiinn, sagði hann og brosti. — Ég neita því ekki að það kem- ur þó fyrir að mig dreymir ekki vel, sagði hann svo, þegar hann lokaði útidyrahurðinni og ég og kunningi minn héldum út í nátt- myrkrið að næstu strætisvagna- stoppistöð... Vestmannaeyjar: Nýr líkamsræktarsal- ur í íþróttamiðstöðinni Vestmannaeyjum. NÝLEGA var opnaður í íþrótta- fermetra líkamsræktarsalur auk miðstöðinni í Eyjum nýr 150 þess sem aðstaða kennara og Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson í hinum nýja þjálfunarsal er gott gólfpláss tíl leikfimi auk ýmissa tækja og tóla er líkamsþjálfun fylgja. starfsfólks hefur verið bætt. í kjölfar opnunar hins nýja salar hefur verið uppselt á öll líkams- ræktarnámskeið. Hópur manna á besta aldri mætir nú reglulega i salinn, hoppar um, lyftir járnum og teygir gorma. Öflugir maga- vöðvar þeirra, sem hafa verið í hvUd í nokkurn tima, öðlast nú óðum fyrri styrk. í hinum nýja þjálfunarsal er gott gólfpláss til leikfími auk ýmissa tækja og tóla er líkamsþjálfun fylgja. Kennarar hafa fengið nýja skrifstofu og starfsfólk stóra og myndarlega kaffístofu. Einnig er komin ný áhaldageymsla og sjoppa. í íþróttamiðstöðinni er stór keppnissalur og innisundlaug og á útisvæði eru heitir pottar og vað- laug. Kaffi og kökur voru á boðstólnum i tilefni opnunar salarins. í viðtali við Vigni Sigurðsson, forstöðumann íþróttamiðstöðvar- innar, kom fram að breytingamar hafa kostað um þrettán hundruð þúsund krónur. Vignir sagði að í bígerð væri að setja upp á næstunni tvo vandaða vatnsnuddpotta á útisvæði og fjölga sólarlömpum úr fjórum í sjö, en geysileg sókn hefur verið í þá þrátt fyrir sólríkt sumar héma. Allir skólamir í Eyjum nota íþróttamiðstöðina til kennslu í sundi og leikfimi. Auk þess fer öll inni- þjálfun íþróttafélaganna fram í húsinu. Vignir kvað aðsóknina í íþróttasalinn svo mikla, að hann væri fullnýttur frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld alla daga vikunnar. Gerðar hefðu verið teikningar að viðbyggingu sem í væri nýr íþróttasalur sem myndi nota bað- og búningsaðstöðu eldri salar. Ekki vildi Vignir nefna daginn þann, sem byijað yrði á við- byggingunni, en allir vonuðu að það yrði sem fyrst. — Bjarni. Ifíðskiptaferð til Afríku? - Arnarflug og KLM - bestl koslurlnn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.