Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 6

Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Fjölskyldan i Eþíópíu. Frá vinstri: Hulda, Þóra, Halla, Ingibjörg, Hrönn, Hanna og Jónas. Heimilið er að sumu leyti enn í Eþíópíu ttvið Jónas Þórisson kristni- boða sem starfað hefur um árabil í Eþíópíu Hvernig þætti þér að búa aðeins nokkur ár á sama stað? Hvemig væri að flytja á fárra ára fresti á milli heimsálfa? Hvemig þætti þér að ala böm þín ýmist upp á íslandi nútí- mans eða Af ríkulandi gærdags- ins? Er það kostur eða galli að vera ekki með í lífsgæðakapp- hlaupinu? Við ræðum þessar spumingar og fleiri við Jónas Þórisson kristniboða sem hefur dvalið við kristniboðs- og hjálp- arstörf í Eþíópíu síðustu 15 árin ásamt konu sinni Ingi- björgu Ingvarsdóttur og dætrunum fimm. — Við héldum fyrst út árið 1973 og dvöldum við málanám í Yirgalem, bæ sem er um 300 km sunnan við Addis Ababa í nokkra mánuði, segir Jónas en hann er kennari að mennt og bjó sig einn- ig undir kristniboðsstarfið með námi í Bandaríkjunum og Noregi. Við vorum síðan við störf í Eþíópíu í Qögur og hálft ár, vorum heima í eitt ár og héldum síðan út á ný. Þá vorum við í tvö ár og nú síðast vorum við fimm ár í landinu. Við förum sennilega ekki út aftur í bráð enda eru dætur okkar komn- ar í framhaldsskóla. Miklar breytingar Og hvemig er svo að búa aftur á íslandi? — Það er ágætt en vissulega hafa orðið hér miklar breytingar og að sumu leyti fínnst okkur heimili okkar vera enn í Eþíópíu. Við höfum átt heima þar næstum allan okkar búskap, á kristniboðs- stöðinni í Konsó eignuðust dætur okkar sína fyrstu vini og þær líta enn á stöðina sem sitt annað heim- ili. Þetta eru náttúrlega tveir gjör- ólíkir heimar, ísland og Eþíópía og allar starfsaðstæður eru ólík- ar. Menn líta tímann ólíkum augum, í Eþíópíu hafa menn alltaf tíma til að setjast niður og ræða málin en hér á landi em allir á spani. Við vorum vel undir það búin að flytjast til Eþíópíu, frædd- umst um land og þjóð og lærðum málið og vissum því að mörgu leyti út í hvað við vorum að fara. Það liggur við að það sé meira átak að flytja hingað aftur og kynnast íslensku þjóðfélagi aftur! íslendingar eru almennt upp- teknir af lífsgæðakapphlaupinu og við hljótum að verða fyrir áhrif- um og berast með straumnum en ég held að kristnir menn á íslandi verði að gæta vel að því að láta ekki þessa eftirsókn eftir efnisleg- um gæðum ná undirtökunum. Það gildir áreiðanlega miklu meira frumskógarlögmál hér en úti í Afríkulöndum. Við höfum rekið okkur miklu meira á þennan mun núna þegar við erum alkomin heim, það er annað þegar við dvöldum hér nokkra mánuði í senn miili þess sem við vorum við störf ytra. Menn muna kannski eftir því sem unglingamir sögðu í sjón- varpinu á dögunum, að fullorðnir hefðu ekki tíma til að sinna þeim. Sjónvarpið og fjölmiðlar ráða ferðinni, ráða fjölskyldulífinu þrátt fyrir að efnið sé ekki alltaf upp á marga fiska. Sjónvarp get- ur verið gott og skemmtilegt tæki en við verðum að kunna að nota það og það má ekki ná valdi jrfir okkur. Lengi gætum við haldið áfram að fá Jónas til að bera saman þessi ólíku lönd en við spyijum hann nú um kristniboðsstarfíð. A vegum Sambands ísl. kristniboðs- félaga hafa kristniboðar starfað í Eþíópíu í yfir 30 ár og síðustu árin einnig í Kenýu. Jónas er spurður hvort alltaf sé þörf fyrir kristniboða. Kirkjan þarf aðstoð — Markmið kristniboðans er auðvitað að boða fólkinu kristna trú sem það síðan iðkar og boðar öðrum í kirkju sinni. Þannig gerir hann sjálfan sig óþarfan. í Eþíópíu tók lútherska kirkjan við öllum eignum kristniboðsins fyrir nærri 15 árum og innlendir leið- togar stjóma nú þar öllu starfi. í dag starfa kristniboðar þar frem- ur sem ráðgjafar og sérfræðingar á afmörkuðum sviðum þannig að það mætti kannski segja að við gætum yfirgefíð landið hvenær sem væri þess vegna. En vitanlega þarf ung kirkja aðstoð fyrstu ár- in, ráðgjöf og fjármagn en við drögum okkur smám saman í hlé. Fyrir fáum ámm vom yfir 200 kristniboðar í landinu á vegum samstarfsaðila okkar en nú em þeir kringum 100 og á sama tíma hefur starf kirkjunnar aukist. Vilja yfirvöld fækka kristniboð- um? — Þau hafa vissulega gert þeim erfítt fyrir á ýmsan hátt til dæmis með því að endumýja ekki alltaf dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem fara heim í leyfi og þau hafa iðulega takmarkað ferðafrelsi kristniboða. Yfírvöld gera líka kirkjunni erfitt fyrir og takmarka oft samkomu- og guðs- þjónustuhald hennar. Þetta hefur á hinn bóginn orðið til þess að styrkja söfnuðina og leiðtoga þeirra, þrengingamar þjappa fólk- inu saman og um leið og það reynir á trúna sér fólkið hvað hún er því mikils virði. Kirkja í þreng- ingum er oft meira lifandi en sú kirkja sem getur starfað fyrir- hafnarlaust. Vilja íbúar í Eþíópíu taka kristna trú? Era þeir ekki sælir í sinni trú og er ekki bara verið að færa þeim slæma menningu? — Þeir vilja taka við hinni kristnu trú. Við emm oft sakaðir um að vilja koma inn hjá þeim vestrænum menningaráhrifum og vissulega breytist mikið með til- komu kristninnar. Menn verða hins vegar að gæta að því að Afríkubúinn hugsar á allt annan hátt en við. Þar em andleg gæði og líkamleg ekki aðskilin. Okkur finnst fráleitt að bera út böm, brenna á þeim magann ef þau era veik eða skera úr þeim úfinn — þetta er hluti af trúarbrögðum þeirra. Ef við ætlum að fá þá til að breyta þessu verða þeir að láta af sinni heiðnu trú og það er allt- af róttæk breyting fyrir þá að taka upp aðra trú. Það er svo margt sem kristin trú færir þeim sem breytir öllu lífi þeirra til batn- aðar. Þess vegna fylgir svo margs konar fræðsla og hjálp starfi kristniboðsins, það lætur sér annt um manninn allan. Hefur áhrif — Þannig er kristniboðið hjálp til sjálfshjálpar sem hlýtur að vera besta þróunarhjálpin. Oll þróunar- hjálp hefur mikil áhrif og við getum nefnt dæmi veginn sem lagður var til Konsó. Þar kom kristniboðið hvergi nærri en það urðu ótrúlegar breytingar sem á iífí fólks með tilkomu hans, bæði jákvæðar og neikvæðar. Þannig er með alla þróunarhjálp. Okkar verk er áð reyna að draga úr neikvæðu áhrifunum. Það fylgir því alltaf róttæk breyting að taka kristna trú. Þannig ætti það að vera hjá okk- ur og það gerist einnig hjá Afríkubúanum, segir Jónas Þóris- son að lokum. Geta má þess að í dag, sunnudag, er kristniboðs- dagur og er þess minnst víða í kirkjum og á samkomum. Starf- semi Sambands ísl. kristniboðs- félaga er borin uppi af ftjálsum framlögum og er áætlað að hún kosti um 8 milljónir króna á næsta ári. LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA — próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störíin geíur Fanny Jónsdóttir, deildarstióri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.