Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 15

Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 B 15 „Án sannleikans þrífast engar bókmenntir, engar listir, ekkert réttlæti“ r SJA: Bragarbót reharfarBHÍ^ Grunsamlega sam- vinnuþýðir sak- borningar Allir þeir tuttugu og tveir, sem handteknir voru fyrr á þessu ári í Singapore fyrir þátttöku í meintu marxísku samsæri, sem hafði átt að miða að því að steypa ríkisstjóm landsins af stóli, hafa nú verið látnir lausir að sex manns undanskildum. Menn eru þó ekki allir sáttir við meðferðina á þeim í fangelsinu. Stjómin í Singapore hefur skipað svo fyrir, að tímaritið Asiaweek, sem gefið er út í Hongkong, minnki upplag sitt í Singapore um 94%. Hér er um að ræða hefndarráðstöf- un vegna þess að ritið hefur birt grein, þar sem gefið er í skyn að fangamir hafí verið pyndaðir. Aðdróttanimar í Asiaweek vom af mjög svipuðum toga og eftir- grennslanir breska blaðsins Obser- ver leiddu í ljós sem virtust benda til þess að fangamir hefðu verið pyndaðir eða hafðir í stanzlausum yfirheyrslum. Þessir meintu samsærismenn vom teknir höndum í maí í vor við mikinn úlfaþyt. Stjómin í Singapore lýsti yfir því að hún hefði afhjúpað alvarlegt pólitískt samsæri. Stjómin notaði völd, sem hún hefur samkvæmt umdeildum ör- yggislögum til að hafa menn í haldi án réttarhalda. Hún lét jafnframt taka upp umdeilda sjónvarpsþætti þar sem hinir handteknu játuðu sakargiftum. Prófessor Jayakumar innanríkis- ráðherra neitar því á hinn bóginn blákalt að fangamir hafi verið pyndaðir og að játningar þeirra fyr- ir framan sjónvarpsupptökuvélar hafi verið afleiðing þvingana eða fyrirheita um mildari refsingar. Fullyrðingar Jayakumars em í algerri mótsögn við framburð þeirra sem standa fómarlömbunum nærri. Ekki er þó hægt að skýra frá nöfn- um þeirra því að það gæti komið sér illa fyrir þá sem enn em í vörzlu og aukið á erfiðleika hinna sem hafa verið látnir lausir en em enn undir ströngu eftirliti. Pullyrt er að mótstaða fanganna hafi verið brotin á bak aftur með afar harðneskjulegum hætti. Til dæmis héldu lögreglumenn vöku fyrir einum þeirra í 100 klukku- stundir og aðrir vom líka þvingaðir til að halda sér vakandi langtímum saman. Einnig er sagt að yfirheyrsl- ur hafi farið fram í herbergjum þar sem ískaldur blástur úr loftræsti- kerfum lék um fangana. Þeir sem yfirheyrslunum stjómuðu vom kappklæddir en fangamir hinsveg- ar harla léttklæddir. Þá er sagt að játningamar fyrir framan sjónvarpsvélamar hafi verið æfðar hvað eftir annað til þess að þær yrðu eins „eðlilegar" og hægt væri. Enn segir sagan að upptök- umar hafi tekið tvo daga vegna þess að menn hafi reynt til þrautar að ná fram þessum „sannfærandi" áhrifum. Jayakumar segir að allar þessar aðdróttanir séu ósannar. Hann vek- ur athygli á því að hvorki fangamir né ættingjar þeirra hafi borið fram kvörtun opinberlega. Ráðherrann fjallaði sérstaklega um Jenny Chin, en hún var í hópi þeirra sem hand- teknir vom og er nú komin til heimahaga sinna. Ráðherrann benti á að hún hefði getið þess sérstak- lega, þegar hún var látin laus, að hún hefði hlotið góða meðferð. Hann lét hins vegar hjá líða að minnast á, að maðurinn hennar er í hópi sexmenninganna, sem enn em í haldi. - STEVE VINES <&==£> „Skriffinnunum virtist standa á sama þótt fólk væri búið að missa áhugann á því „andlega fóðri“, sem frá þeim kom. Það virtist engu máli skipta þótt almenningur væri hættur að sækja leikhús og listsýn- ingar. Þessir menn niðurlægðu fólk og vanmátu hugsjónir þess, siðferðis- vitund, menningarstig og pólitíska vitund sovésks almennings, sem er fullfær um að ákveða sjálfur hvað hann vill í menningarlegum efnum og hvað hann vill ekki." Þessum orðum virðist beint til Piotr Demichev, sem hefur átt sæti í stjómmálaráðinu í 23 ár og var menningarmálaráðherra frá 1974 og fram á síðasta ár. „Nýjar myndbirtingar í listum þurfa á að halda stuðningi og skiln- ingi,“ segir áfram í leiðaranum, sem er ekki hægt að skilja öðruvísi en einhuga stuðning við tilraunastarf- semi nýlistamanna, en þeir hafa sjaldan átt upp á pallborðið hjá stjómvöldum. „Opinberar menningarstofnanir og þær stofnanir flokksins, sem hafa með hugmyndafræðina að gera, ættu að taka upp sveigjan- legri stefnu og einlægara samstarf við samtök listamanna. Án sann- leikans þrífast engar bókmenntir, engar listir, ekkert réttlæti. Án „glasnost", hinnar opnu umræðu, og lýðræðis, engin raunveruleg sið- ferðisvitund," vom lokaorð leiðar- ans. Tékkneski andófshópurinn Charta ’77 hefur komið á framfæri upplýsingum sem „hnuplað" var úr herbúðum kom- múnistaflokksins í landinu og herma að loftmengunin í Prag sé geigvænleg. Samkvæmt þessum heimildum er hleypt 20 sinnum meira magni af brennisteinsdíoxíði þama út í andrúmsloftið en heim- ilt er samkvæmt reglugerðum. Frá þessu segir í frétt í blaði andófshópsins undir fyrirsögninni: „Við viljum aftur fá að draga and- ann.“ Em tékknesk yfirvöld þar hvött til þess að endurskoða stefnu sína í orkumálum með það fyrir augum að koma í veg fyrir frek- ari mengun. Súrt regn, sem stafar af brenni- steinsdíoxíði í andrúmsloftinu, hefur þegar eyðilagt fjórðung skóglendis í Bæheimi, að sögn embættismanns í Tékkóslóvakíu, en skógamir era mikilvægustu náttúmauðlindir landsins. Þar við bætist að jarðvegur er mjög meng- aður víða í Iandinu. Skordýraeitur, tilbúinn áburður og útblástur frá bifreiðum hefur valdið því að málmar á borð við kvikasilfur og blý hafa stórlega mengað jarðveg- inn og veldur þetta þegar hinum mestu vandræðum, eins og stjóm- völd hafa nú mátt viðurkenna. - MISHA GLENNY málsin's sé sá að ástandið sé stór- háskalegt og ekkert bendi til þess að úr því verði bætt að sinni. ÞÚSUND ÁR — Kirkja frá árinu 900 og jafngömul konungshöll gnæfa yfir þetta forna hverfi í Prag. Hvort tveggja liggur und- ir skemmdum vegna mengunar. Mengun í Prag tuttugu sinnum ofan hættumarka Víetnömum kannennað stórfjölga vestra HÖRMUNGAR - Jafnvel yat- nið var þrotið þegar þetta bátafólk fast í hafi. OPNAR DYR í fréttinni segir að mengunin í höfuðborginni hafi þegar haft í för með sér uggvænlegar afleiðingar fyrir heilsufar borgarbúa. „Þessi óheillaþróun kemur meðal annars fram í vaxandi tíðni hjarta- og æðasjúkdóma sem og berkla. Of- næmi og sjúkdómar í öndunarfær- um hijá auk þess skólaböm," segir þar líka, en að auki er talað um þvagfærasjúkdóma og vaxtar- tmflanir sem enn eina afleiðingu af loftmenguninni. Byggingar í Prag hafa líka orð- ið fyrir barðinu á hinu spillta lofti, enda má víða sjá þær umluktar vinnupöllum vegna viðgerða. Til skamms tíma hafa áhyggjur Tékka af umhverfismálum einkum beinzt að iðnaðarhémðunum í norðanverðum Bæheimi, en þar em lífslíkur að jafnaði þremur áram skemmri en annars staðar í Tékkóslóvakíu. Sautjánda flokksþing tékk- neska kommúnistaflokksins var haldið í marz síðastliðnum, en við það tækifæri lýsti Gustav Husak forseti yfir því, að fjárfesting til umhverfisvemdar yrði ríflega tvö- földuð samkvæmt þeirri fimm ára áætlun sem nú er í gildi og lýkur árið 1990. Ýmsir telja þó að nývaknaður áhugi stjómarinnar á umhverfis- málum og vistfræði risti ekki djúpt. í fréttinni frá Charta ’77 segir, að hugsanlega telji sumir borgarbúar að ástandið muni skjótlega batna, en mergurinn Fyrir skömmu rofaði lítillega til í samskiptum Banda- ríkjanna og Víetnams og gæti það leitt til þess að hundrað þúsunda flóttamanna kæmu til Bandaríkjanna 12 áram eftir að Víetnamstríðinu lauk, að sögn Brace Beardsley, en hann er fyrsti bandaríski embættismað- urinn nánast frá stríðslokum sem fengið hefur að heimsækja Ho Chi Minh-borg til viðræðna um flóttamannavandamálið. Hann segir að reynt verði eft- ir föngum að hraða þessum málum. Sextíu þúsund Vietnamar hafa þegar haldið til Banda- ríkjanna samkvæmt áætlun sem gerð var til að stöðva hina háska- lega fólksflutninga á opnum bátum. Því til viðbótar era 670.000 Víetnamar „komnir á skrá“ og hafa sótt um að fá að flytjast búferlum til Banda- ríkjanna. Þegar Beardsley hélt til Víet- nam hafði hann meðferðis skrá yfir 95.000 manns sem Banda- ríkjamenn vildu taka á móti eins fljott og unnt væri að koma þeim á milli landanna. Á henni vora meðal annars böm sem banda- rískir hermenn höfðu eignast með víetnömskum stúlkum, menn sem áður höfðu starfað fyrir Bandaríkjamenn svo og ættingjar Víetnama, sem þegar höfðu setzt að í Bandaríkjunum. Beardsley tókst að eiga viðtöl við 1067 manns, og aðeins níu þeirra hlutu synjun. Hafizt verð- ur handa um að koma þessu fólki til Bandaríkjanna nú í nóvember að undangenginni læknisskoðun. Undanfarin tvö ár hafa engar viðræður farið fram um flutning á Víetnömum til Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada og annarra vestrænna ríkja. Vestrænir stjómarerindrekar í Bankok kenna Víetnömum um þessar tafír en þær hafa leitt til þess að fólk hefur enn á ný haldið út á hafið á bátskeljum til að freista þess að öðlast ný heimkynni. Um það bil 15 þúsund manns hafa þegar lagt út í slíka hættufor það sém af er þessu ári. Um tvö hundrað Bandaríkja- menn hafa sótt um að böm, sem þeir eignuðust á sínum tíma með víetnömskum konum, fái að flytj- ast til Bandaríkjanna og bandarísk sljómvöld hafa þegar lofað að veita þeim og þeirra nánustu dvalarleyfi, að sögn Beardsley. „En þessi böm era ekki lengur böm,“ minnti hann jafnframt á. „Þau era baldnir táningar. Sum era orðin tvítug. Þau eiga sjálf maka og era sjálf búin að eign- ast böm. í flestu tilvikum búa þau við lélegt atlæti, lakan húsa- kost og slæma heilbrigðisþjón- ustu og em að auki skelfilega menntunarsnauð. “ - BEN BARBER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.