Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 25
hún var þá ófrísk að öðru bami
okkar.
Pragkonsert gerir alla samninga
við útlönd fyrir tékkneska tónlistar-
menn og þeir gerðu saming fyrir
mína hönd við „konservatoríum á
Eskifirði" eins og skólinn var kynnt-
ur í auglýsingunni. Eg fór svo í
framhaldi af þessu til Islands eftir
að hafa útfyllt ógrynnin öll af um-
sóknum og pappírsblöðum fyrir
tékknesk yfirvöld og þannig fengið
leyfí til fararinnar. Eg vissi lítið um
ísland þegar ég fór og ekkert um
Eskifjörð og var því hálf áhyggju-
fullur. Þegar ég kom til Eskifjarðar
fékk ég hálfgert áfall, það var nú
ekki aðeins að þar væri ekki til
Konservatoríum þar, heldur var þar
varla til hljóðfæri. Það var gamall
flygill í félagsheimilinu á Reyðar-
firði, sem búið var að fara illa með.
Menn höfðu drepið í nokkrum síga-
rettum á honum og vantaði hvíta
efnið ofan á margar nótumar. Það
var ekki hægt að spila á þetta hljóð-
færi. Eg varð að laga það sjálfur
og stilla það. Mig langaði mikið til
að fara strax í burtu en það gat
ég ekki því Pragkonsert hafði eins
og fyrr sagði gert samning fyrir
mína hönd og honum gat ég ekki
breytt. Ekki bætti úr skák að ég
talaði enga ensku, bara þýsku, en
ekki var vitað um neinn sem talaði
hana þar um slóðir. Það skildi mig
því enginn í fyrstu og ég var nær
algerlega einangraður þar til í ljós
kom að stúlka sem vann í kaup-
félaginu hafði unnið á ferðaskrif-
stofu og gat túlkað dálítið fýrir
mig. Mér hafði verið lofað nýrri
íbúð en hún var ekki tilbúin þegar
til kom. Þetta var allt virkilega er-
fitt. Það vildi mér til að fólkið þama
fyrir austan var allt af vilja gert
að hjálpa mér.
Þurfti að venjast
mörgu nýju
Ég þurfti að venjast mörgu nýju.
T.d. rokinu og rigningunni sem allt-
af fer beint framan í mann. Ég
reyndi fýrst að vera með regnhlíf
en það hlógu allir að mér og fljót-
lega fauk regnhlífm út í veður og
vindi í orðsins fyllstu merkingu. Ég
man líka hvað mér brá við þegar
loðnubræðslan fór í gang. Hún er
við hliðina á kirkjunni á Reyðarfírði
og eitt sinn skömmu eftir áramót
þegar ég fór á æfingu í kirkjunni
og þá lagði allt í einu þessa hræði-
legu fýlu fyrir vit mín. Ég spurði
hvaða vonda lykt þetta væri og var
sagt að þetta væri „peningalykt",
verið væri að bræða loðnu. Ég hélt
að fýlan ætlaði að kæfa mig og
varð að halda fyrir nefið meðan ég
hljóp inn í kirkjuna. Ég vandist
þessari lykt aldrei.
Ég bjó á Reyðarfírði og kenndi
þar og á Eskifírði því tónlistar-
kennslan var sameiginleg fýrir báða
kaupstaðina. Hugarfar fólksins
þama var mjög ólíkt því sem ég
hafði átt að venjast. Eg ólst upp
við jámharðan aga og vandist því
að þurfa að skila öllum mínum verk-
efnum eins vel og mér var framast
unnt. Ég rak mig hins vegar fljót-
lega á það að þó ég setti krökkunum
fyrir þá skiluðu þau oft illa sínum
verkefnum og æfðu sig ekki eins
og þeim bar. Þegar ég fór að ávíta
þau fyrir þetta þá sögðu þau bara
að það væri svo mikill fískur að þau
þyrftu að vinna og þar við sat.
Þetta sjónarmið skildu allir þama
nema ég sem aldrei hafði kynnst
því að fólk kæmi óæft í tíma og
gleymdi nótunum. Ég varð sjálfur
að „gleyma“ sígildri tónlist og fara
að kenna t.d. lög Elvis Presley sem
ég hafði aldrei heyrt á æfínni fyrr.
Krakkarnir komu með þau til mín
á kassettu og svo varð ég að skrifa
þau niður og útsetja á nóttunni.
Nemendumir áttu fæstir orgel,
sumir áttu píanó og nokkrir raf-
magnsorgel með trommusettum. Á
þetta varð ég að kenna og helst að
gera kraftaverk. Ef krakkamir voru
ekki farnir að spila eftir tvo þijá
tíma þá komu sumar mömmurnar
þungar á brún og sögðu mér að ég
kynni ekkert að kenna. En þrátt
fyrir allt þetta var Þetta lær-
dómsríkt tímabil og ég kynntist
mörgu sem mér fannst skemmti-
legt, sérstaklega þegar ég hugsa
til baka, en ég mundi ekki vilja
endurtaka það.
Smám saman fór þetta allt að
lagast, konan mín og bömin komu
til mín, við fengum góða íbúð og
fórum að geta bjargað okkur í
málinu. Það endaði með því að við
vorum þama eystra í sex ár og leið
þar að mörgu leyti vel og kynnt-
umst mörgu góðu fólki.
Eftir að við fluttum til Reykjavík-
ur fyrir tveimur árum þá hef ég
haft fleiri tækifæri til þess að spila.
Ég fæ mikla útrás í tónlistinni.
Þegar ég er eitthvað þungur til
sálarinnar þá spila ég verk eftir
Chopin og Frans Lázt, þeir vora
rómantískir og dálítið sér á parti
ef svo má segja. Þegar ég er í þann-
ig skapi hlusta ég líka gjaman á
píanókonserta eftir Tchajkovskí og
Grieg, mér fínnst Grieg mjög góð-
ur. Sé ég hins vegar í góðu skapi
þá spila ég nútíma tónlist, mér
fínnst stundum gaman að henni þó
rómantíkin eigi yfírleitt betur við
mig.“
í tónlistina leggja menn
ástir sínar og sorgir
Ég spyr Pavel hvemig menn fari
að því að fá fram rómantísk áhrif
í tónlist og hann segir mér að það
geri menn með því að nota styrk-
leikabreytingar, fallegar laglínur og
túlkun með minnkandi og vaxandi
hraða.
„í slíka tónlist leggja menn mikl-
ar tilfinningar," segir Pavel. „í hana
leggja þeir ástir sínar og sorgir, og
tjá þannig allt það sem þeir þrá en
aldrei fá.“ Orðum sínum til áherslu
stendur Pavel nú á fætur og geng-
ur að flyglinum við gluggann og
fer að spila á hann angurblíðar
laglínur sem fá tregann til að bæra
á sér. Heimshryggðin er sammann-
lega tilfinning og allir sem hafa
kynnst henni þekkja hana aftur
hvort sem hún birtist í mynd, tali
eða tónum.
Í þann mund sem Pavel lýkur
leik sínum kemur kona hans inn
með upptöku frá æfingu Skagfirð-
ingakórsins sem hún stjómar. Hún
segir mér að hún fái Pavel stundum
til að leika undir á æfíngum og þá
fái hann kannski söngnótumar en
leiki svo undir sönginn nánast af
fíngram fram. Hún leyfir mér að
heyra upptökumar og það er
skemmtilegt samræmi í léttleikan-
um í söng og undirleik. Ég sé á
Pavel að honum fínnst ekki mikið
til koma og fljótlega biður hann
konu sína að slökkva á segulband-
inu. Hún verður svolítið vandræða-
leg og segir mér að Pavel líki ekki
sérlega vel lagaflutningur af þessu
tagi. Hann ypptir öxlum og segir
að sér fínnist þess háttar ekki vera
„professional". Okkur Violetu kem-
ur saman um að lífsgleðin sé líklega
ekki „professional", en ómissandi
engu að síður. Mér gengur mun
betur að skilja afstöðu Pavels þegar
kona hans dregur fram möppu með
myndum frá Tékkóslóvakíu. Þar í
vora nefnilega líka geymd prófskír-
teini Pavels. Þar er skemmst frá
að segja að hann fékk hæstu ein-
kunn í öllum fögum alla sína
skólatíð, frá því hann hóf nám í
bamaskóla og þar til hann lauk
háskólanámi. Það er því ekki ein-
kennilegt þó hann geri miklar
kröfur bæði til sjálfs sín og annarra.
Það kemur fram í samtali okkar
að Pavel stjómar Kantötukómum,
sem starfar í tengslum við Fríkirkj-
una. Kantötukórinn var stofnaður
vorið 1986 og hélt sína fyrstu tón-
leika síðast liðna páska. Kantötu-
kórinn heldur tónleika í Fríkirkjunni
þriðja og fímmta desember n.k. og
ætlar að flytja þar jólalög og tékkn-
eska jólamessu eftir Jakob J. Ryba,
sem að sögn Violetu er veralega
skemmtilegt verk.
Út frá þessu spjalli spinnast
umræður um metnað í tónlist. Pav-
el segir mér að hann eigi bágt með
að skilja þann anda sem hér ríki.
Hér hugsi fólk oft einum of mikið
á þann veg að allt sé í lagi komist
menn í gegnum verkefni en ekki á
þann veg að gera hlutina eins vel
og mögulegt er, eins og alið sé upp
í fólki í Tékkóslóvakíu. Ég segi
honum þá skoðun mína að Islend-
ingum sé töm sú lífsskoðun að „allt
reddist". Pavel hlustar alvarlegur
og segir svo: „Þetta „reddast"
kannski hjá ykkur hér en ekki hjá
mér. íslendingar byggja mikið á
ættartengslunum og halda mikið
saman og hjálpa ættingjum sínum
og vinum. Þannig „reddast allt“ hjá
þeim en ég get ekki byggt á neinu
slíku, því þó ég sé nú orðinn íslensk-
ur ríkisborgari þá er ég eigi að síður
ættlaus maður hér og hef ekkert
til að byggja á nema verk mín og
þess veg^na legg ég metnað minn í
þau. Ég og fjöldskylda mín verðum
að spjara okkur án nokkurrar að-
stoðar eða ættartengsla. Það er oft
erfítt og við höfum stundum verið
einmana en þetta gerir það að verk-
um að ef vel gengur þá getur maður
þakkað sjálfum sér það og engum
öðram. Hér höfum við aftur á móti
frelsi til að fara okkar ferða og það
finnst mér mikilvægt. Ef maður á
peninga þá getur maður farið og
keypt sér farmiða hvert á land sem
er án nokkurra íhlutunar. í Tékkó-
slóvakíu þarf að sækja um gjaldeyri
og fáist hann verður maður að fá
leyfí til að fara úr landi og útfylla
alls kyns pappíra. Allt tekur þetta
tíma og bakar mikla fyrirhöfn. Auk
þess getur maður aldrei verið viss
um árangurinn. Fyrir margra hluta
sakir tók ég þá ákvörðun fyrir
tveimur áram að gerast íslenskur
ríkisborgari ef ég ætti þess kost
og nú er svo komið að ég er orðinn
Islendingur og ætla að vera það
áfram með öllum þeim kostum og
göllum sem því fylgir.
Texti: Guðrún
Guðlaugsdóttir
Sumir vaUn°
OQ
Latex dýna
Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum
sem gerð er úr ekta ndttúrugúmmíi.
Latex dýnan fjaðrar vel og veitir líkamanum
góðan stuðning. Þyngri líkamshlutar sökkva hœfi-
lega djúpt í dýnuna en hún veitir jafnframt stuðning
undir hina léttari.
Stabiflex rúmbotn
Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður
rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex
dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar í full-
komnu samrœmi við hreyfingar og þyngd líkamans.
♦Sveigjanleiki gúmmlsins
tryggir rétta fjöðrun.
♦Hryggsúlan helst bein
og það slaknar á vóðvum.
♦Stabiflex rúmbotninn er sniðinn undir Latex
dýnuna - samvirkandi og hljóðlaust kerfi.
•Fallegt áklœði stiginu réttu.
að eigin vali.
♦ Latex gúmmíið baegir
♦ Loftrœstikerfi heldur frá ryki og sýklum.
loftinu hreinu og raka-
Latex dýnan: Dýnan lagar sig ao
líkamanum - hryggsúlan er bein
Of hörð dýna.
Of mjuk dyna.
• Hœgt er að hœkka rúmbotninn
undir höfði og fótum.
♦ Þverrimlamir eru gerðir úr límtré
og bogna upp á við um miðjuna
- eru sveigjanlegir.
♦Botnramminn er gerður
úr níðsterku límtré.
♦ Þvernmlamir hvíla á veltiörmum
úr gúmmti sem hreyfast eftir
þrýstingi.
Dugguvogl 8-10 Sími 84Ó55