Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 28

Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Philby rýfur þöguina Kveðst ánægður í útlegðinni í Moskvu BREZKI njósnarinn og landráðamaðurinn Harold „Kim“ Philby sem sjaldan hefur heyrzt í eða sézt til síðan hann flúði til Sovétríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi, hefur rofið langa þögn og lýst því yfir í samtölum að hann lifi „mjög hamingjusömu Iífi“ í rólegu hverfi í miðborg Moskvu ásamt tryggri, rússneskri eiginkonu, sem er 25 árum yngri en hann og „kemur fram við hann eins og barn“. Hann vill „gjarnan skreppa til Englands, en aðeins einu sinni, og hefði jafnvel meiri ánægju af að heimsækja Frakkland, sem hann hefur í hávegum". Hann „talar enn afleita" rússn- esku“ og leitar afþreyingar í safni 15.000 bóka, sem hann á, og tíma- ritum og dagblöðum, sem hann fær send. Hann fær sér í staupinu, aðal- lega viskí og bjór, kann vel að meta „allt það sem lífið hefur upp á að bjóða og nýtur allra þæg- inda“. Böm hans af öðru hjónabandi (raunar er hann fjórkvæntur) heim- sækja hann oft. Hann er orðinn 76 ára gamall, lítur á Rússland sem heimili sitt og vill hvíla í rússneskri mold. Þessar upplýsingar hafa komið fram í viðtali sjónvarpsins og út- varpsins í Lettlandi við Philby, og í samtölum Xan Smileys, fréttarit- ara brezka blaðsins Daily Telegraph í Moskvu, við tvo Letta, sem hafa unnið með honum að gerð kvik- myndar um störf öryggislögregl- unnar KGB í Lettlandi. „Þriðji maðurinn“ Philby hefur látið fara eins lítið fyrir sér og hann hefur getað síðan hann hvarf í Beirút, þar sem hann var fréttaritari Observers, og flúði til Moskvu 1963, en sendi frá sér endurminningar 1968, My Silent War (Þögult stríð mitt), sem KGB bjó til prentunar. Þar segir hann: „Ég get haldið því fram að ég hafi verið sovézkur leyniþjónustuforingi í um 30 ár og verð það ugglaust þangað til ég dey eða neyðist til að setjast í helgan stein vegna elli- glapa.“ Nú virðist Philby viða að sér efni í nýja minningabók, rúmri hálfri öld eftir að sovézka leyniþjónustan réð hann til njósnastarfa. Hann gekk í brezku leyniþjónustuna (MI6) 1940 og varð yfirmaður þeirrar deildar hennar, sem fjallaði um Sovétríkin og Austur-Evrópu. Hann var neyddur til að láta af störfum 1951 vegna gruns um að hann væri „þriðji maðurinn", sem varaði njósnarana Guy Burgess og Donald Maclean við því að þeir yrðu hand- teknir áður en langt um liði og gerði þeim þar með kleift að flýja til Moskvu. Þegar Philby flúði þang- að sjálfur var hann gerður að ofursta í KGB og síðan hefur hann starfað sem ráðunautur öryggislög- reglunnar. Fyrrverandi hershöfðingi í KGB, Yanis Lukasevic, sem er af lettn- esku bergi brotinn, fékk Philby til að hjálpa sjónvarpinu í Lettlandi að minnast 70 ára afmælis öryggis- lögreglunnar með gerð framhalds- myndaflokks í fjórum þáttum, sem kallast „Refskák". Fyrsti þátturinn verður sýndur 13. desember. Lettneskir útlagar Tveir starfsmíenn lettneska sjón- varpsins spurðu Philby spjörunum úr í heila viku í síðasta mánuði í Riga, höfuðborg Lettlands, sem Rússar innlimuðu 1940 um leið og hin Eystrasaltslöndin, Eistland og Litháen. Myndaflokkurinn þjónar þeim tilgangi að fegra störf Lett- landsdeildar KGB og Philby gegnir því hlutverki að útskýra sögu KGB og aðferðir öryggislögreglunnar. Hann reynir einkum að sýna hvem- ig vestrænar leyniþjónustur hafi notað lettneska útlaga og sendiráð þeirra í London eftir stríðið 1939-1945 til að stunda áróður og njósnir gegn Lettlandi og hinum sovétlýðveldunum við Eystrasalt og hvemig andspyma gegn Rússum í Lettlandi hafi verið brotin á bak aftur á árunum 1946-1956. í einum þættinum spjallar Philby við lettneskan njósnara, sem lék tveim skjöldum. Njósnarinn segist hafa tekið á móti 30 lettneskum erindrekum, sem hafí verið sendir til Riga frá Svíþjóð og Bretlandi. Sumum þeirra mun hafa verið „snú- ið við“, en hinir munu hafa verið skotnir. Hinn 11. október var sýnt fjög- urra mínútna viðtal Lukasevics við Philby í þætti um útlaga í lettneska sjónvarpinu, sem kallaðist Dzent- erkrasts. Upptaka af þessu viðtali var sýnd í Moskvu í síðustu viku. Viðtalið fjallaði einmitt um það hvemig brezka leyniþjónustan hefði notað lettneska útlaga og sendiráð- ið í London eftir stríð. Sjónvarpsþátturinn um útlagana stóð greinilega í sambandi við mikla herferð sovézkra yfirvalda gegn lettneskri þjóðemishyggju, sem þau óttast að kunni að magnast á næstu mánuðum, því að 18. nóvember á næsta ári verða liðin 70 ár síðan lýst var yfir sjálfstæði Lettlands. Sovézkir fjölmiðlar hafa sakað vest- ræn ríki um að kynda undir mikla ólgu, sem hefur ríkt í Lettlandi, og haft í hótunum við „óróaöfl" þar. Fyrrverandi starfsmaður MI6, Tony Cavendish, sem þekkti Philby áður en hann flúði 1963, segir í viðtali við The Guardian að brezka leyniþjónustan hafí starfað í Eystrasaltslöndunum um 1950 eins og sjá megi í skráðum heimildum. Lettneskir, litháskir og eistneskir erindrekar voru fluttir í land í tund- urskeytabátum, „en þeir náðu ekki verulega miklum árangri, sumpart vegna Philbys", að hans sögn. Philby var þá tengiliður MI6 í Washington og eyðilagði m.a. að- gerðir gegn Albaníu á þessum ámm og olli þar með miklu manntjóni. „Anægður“ Philby talaði ensku í viðtalinu, en það var þýtt jafnóðum á rússn- esku. Hann er orðinn gráhærður og nokkuð boginn í baki. A bak við stól hans vom tveir göngustafir og hann var klæddur á enska vísu. Um síðustu helgi hafði lettneska útvarpið viðtal við Philby og spurði hann álits á fréttum um að hann hefði búið við sult og seyru í Sov- étríkjunum. Philby neitaði því harðlega, lýsti þeim áhuga sínum að fara aftur til Englands til að kynnast þeim breytingum, sem þar hefðu átt sér stað, en kvaðst ekki vilja dveljast þar lengur en í „fjórar eða fimm vikur". Hann lýsti einnig áhuga sínum á því að fara til Frakk- lands og að verða jarðsettur í Sovétríkjunum og kvaðst ekki alveg eins heilsuhraustur og þróttmikill og fyrir tíu ámm. „Hvernig get ég verið óham- ingjusamur?" spurði Philby. „Ég á dásamlega eiginkonu. Ég vinn með frábæmm vinnufélögum, ekki að- eins í Moskvu, heldur hvarvetna í Sovétríkjunum. Ég bý í þægilegri og rólegri íbúð í miðborg Moskvu, hef aðgang að erlendum ritum og fæ beztu læknisþjónustu, sem völ er á. Því em allar þessar sögur um að ég lifi í fátækt og þrái að kom- ast aftur til Englands tómt mgl.“ Sumt af því sem Philby sagði hafði áður komið fram í samtölum, sem Xan Smiley hafði átt við Arnis Zvirbulis, sem stjórnaði gerð Philby 1963: „Þriðji maðurinn." myndaflokksins um Lettlandsdeild KGB, og Imants Dekseniek, sem ræddi lengi við Philby, Philby virðist enn vera undir ströngu eftirliti KGB að sögn Smil- eys. Dekseniek (sem minnti Smiley á Alec Guiness í hlutverki George Smileys, söguhetju John Le Carr- és), sagði við hann: „Það var ekki einfalt verk að fá hann hingað til að taka þátt í gerð myndaflokksins í Lettlandi. Hann er enn í tengslum við vissar sérhæfðar stofnanir." „Philby er mjög vel á sig kominn eftir aldri,“ sagði Zvirbulis. „Hann er mjög grannur, hraustlegur og hress að sjá, glaðlegur og fullur af kírnni." Hann sagði að kona Philbys („eða í það minnsta lagskona hans“ eins og hann komst að orði) væri „frekar lagleg", en hvorki hann né Dekseniek mundu hvað hún heitir. Því hefur verið haldið fram að hún hafí starfað fyrir KGB fyrr á árum og þar með verið ein af frægum „Natösjum" sovézku leyniþjón- ustunnar, sem svo eru kallaðar. Hún hugsar greinilega vel um heilsu hans, talar við hann á ensku, kvart- aði þegar henni fannst viðtöl Lettanna við hann dragast á lang- inn, gaf honum lyf og stjanaði við hann. Sir Roger Hollis: „Hann minntist kannski á hann . . .“ Iðrast einskis „Hann iðrast einskis og kveðst ekki vera með slæma samvizku. Nú finnst honum að Sovétríkin séu ættjörð hans, en hann hefur að vísu staðið í tengslum við þau í mörg ár,“ sagði Dekseniek. „Hann sagði einnig að hann hefði ekkert óttazt þegar hann lá undir grun áður en hann flúði.“ Sjálfur sagði Philby: „Ef einhver er sannfærður um að það sem hann fæst við sé rétt og að skoðanir hans séu hið eina rétta er hann fullur sjálfstrausts og viss í sinni sök.“ Þegar Smiley spurði hvort Philby hefði sagt eitthvað neikvætt um Sovétríkin sagði Dekseniek: „Nei, ég get fullyrt að hann gerði það ekki. Raunar spurði hann ekki um það og hann impraði heldur ekki á slíku.“ Zvirbulis kvaðst aldrei hafa heyrt minnzt á Burgess og Maclean eða George Blake, útsendara Rússa, sem strauk úr brezku fangelsi. En Rússann Penkovsky, sem njósnaði fyrir Breta? spurði Smiley. „Nei ég hef aldrei heyrt hans getið.“ Hvað um Sir Roger Hollis, fv. yfirmann brezku leyniþjónustunnar MI5, sem sumir segja að hafi verið útsendari Rússa? „Kannski minntist hann á hann, kannski ekki,“ sagði Dekseni- ek. Smiley segir: „Mönnum er það ennþá hulin ráðgáta hvað hann hugsar og hvað honum finnst." Þótt Philby hafi rofið þögnina á hann greinilega margt eftir ósagt. GH Philby bregður fyrir I Moskvu: „Vill hvíla í rússneskri mold.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.