Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
■'it
Hermenn á verði í Port-au-Prince: tekur herinn völdin?
Ofbeldi
ógnar lýðræðisþróun
á Haiti
ÍBÚAR svertingjalýðveldisins Haiti á eynni Hispaníólu
á Karíbahafi ganga að kjörborðinu í dag og kjósa
nýtt þing og nýjan forseta í fyrstu fijálsu kosningun-
um, sem þar hafa farið fram í þrjá áratugi. Lands-
menn hafa beðið kosninganna milli vonar og ótta.
Skálmöld hefur ríkt í landinu, en stjómvöld hafa lítið
gert til að stöðva hana og í marga mánuði hefur
margt þótt benda til þess áð ekkert geti orðið af
kosningunum. Tortryggnustu íbúar landsins hafa ta-
lið víst að herinn muni gera byitingu og verið í vafa
um það eitt hvort yfirmenn hans létu til skarar skríða
fyrir eða eftir kosningaraar.
Baby Doc: eínræðisherra í útlegð.
Erfitt hefur reynzt að efna til
lýðræðislegra kosninga á
Haiti þar sem þjóðin hefur
enn ekki náð áttum eftir miskunn-
arlausa stjóm „vúdú“-einræðis-
herrans Francois („Papa Docs“)
Duvaliers og sonar hans og arf-
taka, Jean-Claude („Baby Docs“)
Duvaliers. Hættulegt tómarúm
myndaðist þegar stjóm þeirra feðga
og yfirstéttar múlatta var steypt
af stóii 7. febrúar 1986 eftir víðtæk-
ar mótmælaaðgerðir og Baby Doc
og Michelle, illa þokkuð brúður
hans, flýðu í flugvél til Frakklands
með hluta fjölskylduauðsins. Síðan
hafa þau dvalizt nálægt Cannes í
skrauthýsi, sem er í eigu kaupsýslu-
mannsins Adnans Khashoggi frá
Saudi-Arabíu.
í Rússlandi?
Auðæfi Baby Docs hafa verið
metin á um hálfan milljarð punda
og hann mun hafa lagt fé á banka
í Sviss áður en yfírvöld á Haiti hóf
baráttu fyrir því að innstæður hans
víða um heim yrðu frystar. Sumir
telja að hann hafi komið hluta
auðæfa sinna til Rússlands með
hjálp tengdaföður síns, sem flutti
inn Lada-bíla. í sumar komst
franskur dómstóll að þeirri niður-
stöðu að hann væri ekki bær um
að fjalla um ákærur gegn honum
um fjársvik. Ástæðan væri sú að
hann væri „forseti til lífstíðar" (eins
og faðir hans hafði einnig verið)
og því opinber embættismaður. Sér-
stakur dómstóll yrði að ijalla um
mál hans.
Þótt þorri landsmanna yrði að
þola eymd og hörmungar á dögum
einræðisstjómar Duvalier-ættar-
innar höfðu þúsundir Haiti-búa,
ríkir jafnt sem fátækir, beinan hag
af henni, því að hún útvegaði þeim
atvinnu og gerði þeim kleift að
stunda fjárdrátt og einokunarstarf-
semi að vild. Áhrif þessara „duvali-
erista" eru enn mikil.
Einnig eimir enn eftir af áhrifum
illræmdra öryggissveita, „Tonton
Macoutes", sem allir urðu að hlýða
skilyrðislaust á Duvalier-árunum. í
þessum stormsveitum voru um
300.000 menn, gráir fyrir jámum.
Jafnvel herinn, sem hafði aðeins
7.000 mönnum á að skipa, varð að
beygja sig fyrir þeim.
Bráðabirgðastjóm, sem liðsfor-
ingjar mynduðu undir forsæti Henri
Namphys hershöfðingja eftir flótta
Baby Docs, leysti upp Macoutes-
sveitimar og hét fijálsum kosning-
um. En herinn virðist hafa komizt
að samkomulagi við yfírstjóm sveit-
anna til að afstýra blóðsúthelling-
um. Samkvæmt því fengu leiðtogar
Fóraarlamb: Ekkja Yves Yolels forsetaframbjóðanda með
mynd af eiginmanni sinum.
þeirra, þar á meðal frú Max Adolp-
he, sem einna verst orð fór af, að
fara í útlegð.
Blóðbað
Blóðsúthellingar og verkföll hafa
einkennt kosningabaráttuna, en
stjóm Namphys hershöfðingja hef-
ur ekki verið í hættu og haldið að
sér höndum. Verkföllin og mikil
mótmæli hófust í júní þegar stjóm-
in hafnaði beiðni yfirkjörstjómar
um aðstoð á þeirri forsendu að það
mundi stríða gegn hlutleysi, sem
hún yrði að sýna. Um leið gerðu
herforingjamir völd kjörstjómar-
innar því sem næst að engu. Frá
því um svipað leyti hafa jafnframt
hópar óþekktra manna „í grænum
einkennisbúningum" verið viðriðnir
ýmsa glæpi, sem hafa ekki alltaf
verið pólitískir.
Lítil sem engin samvinna hefur
verið með herforingjunum og
starfsmönnum kjörstjóma, en
stjómin hefur orðið að draga í land.
Afstaða hennar síðustu vikumar
fyrir kosningamar virðist sýna að
hún vilji að þær fari friðsamlega
og heiðarlega fram. Allir andstæð-
ingar stjómarinnar, nema vinstri-
öfgamenn, hafa verið sammála um
að kosningar séu eina leiðin til að
koma stuðningsmönnum Duvalier-
ættarinnar frá.
í júlí vom um 250 landbúnaðar-