Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 29. NÓVEMBER 1987 ARFUR BARY DOCS Að lokum lýsti hún 12 forsetafram- bjóðendur vanhæfa 2. nóvember vegna tengsla þeirra við Baby Doc, þar á méðai Desinor, tvo aðra fv. fjármálaráðherra og tvo fv. yfír- menn hersins. Um leið tilkynntu kjörstjómarmenn að bæjar- og sveitarstjómakosningar færu ekki fram fyri' en 20. desember, sama dag og síðari lota forsetakosning- anna. Desinor lýsti því yfír að yfírkjör- stjómin væri að „sá fræjum borgarastyrjaldar" með ákvörðun sinni. FVam að þessu höfðu hann og margir aðrir fulltrúar gömlu stjómarinnar talið sig enn eiga möguleika á því að varðveita for- réttindi sín. Þegar sú von brást hófst mikií hryðjuverkaalda og allt benti til þess að stuðningsmenn Duvalier-ættarinnar væru stað- ráðnir í að koma í veg fýrir að kosningamar færu fram. í ijóra daga ætlaði allt af göflum að ganga. Eldsprengjuárás var gerð á skrifstofur yfírkjörstjómar og flest gögn hennar eyðilögð. Skotið var á skrifstofur nokkurra fram- bjóðenda og reynt að kveikja í þeim og eldur var lagður að fyrirtækjum í eigu Emmanuels Ambroise, full- trúa í yfírkjörstjóm, sem hefur manna mest beitt sér fyrir harðari aðgerðum gegn áhrifum Duvalier- ættarinnar. Ein árásin beindist gegn kosn- ingaskrifstofu eins vinsælasta m m m> ■» aiia tmitifti frambjóðandans, Sylvio Claude, sem er kristilegur demókrati og sat nokkmm sinnum í fangelsi á valdaárum Duvalier-feðga. Síðan árásin var gerð hefur hann neyðzt til að skipta stöðugt um næturstað og reynt að koma eins lítið fram opinberlega og hann hefur getað. Fáorður forseti Namphy hershöfðingi kom fram opinberlega í fyrsta skipti í margar vikur þegar mestu ofbeldisverkun- um linnti og skipaði sig yfírhers- höfðingja, en minntist varla á hryðjuverkin. Furðu hefur vakið á Haiti og erlendis hve lítið hann hefur reynt að stuðla að''því að kosningabaráttan gengi eðlilega fyrir sig og hvemig hann hefur að- mestu leitt ofbeldið hjá sér og hundsað tilmæli frambjóðenda og kosningastarfsmanna um vemd. Hershöfðinginn, sem er fáorður og einrænn, hefur sem minnst viljað tala um ástandið, en hann lýsti því yfír í upphafí að sökudólgamir yrðu handteknir, ef þeir yrðu nafngreind- ir, og enn hefur engum tekizt það. Viðbúnaður við forsetahöllina: stormsveitir endurskipu- lagðar á laun? Dökk sólgleraugn Á síðustu vikum kosningabarátt- unnar dró verulega úr ofbeldinu, en síðustu daga hafa ofbeldisverkin magnazt á ný. Mikils taugaóstyrks hefur gætt í Port-au-Prince til hins síðasta, fyrst vegna dularfulls hvarfs nokkurra manna og óupp- lýstra morða í fátækrahverfum borgarinnar. Sjónarvottar segja að morðingj- amir hafi verið með dökk sólgler- augu, sem vom tákn Tonton Macoutes-sveitanna. Skrám með númemm bifreiða og leigubíla, sem þeir em taldir nota, hefur verið dreift meðal fólks í fátækrahverfun- um. Enginn hefur verið á ferli á göt- um Port-au-Prince eftir kl. 9 á kvöldin og þrálátur orðrómur verið á kreiki um að herinn muni gera byltingu. Æ meira hefur borið á gmnsemdum um að Macout- es-sveitimar hafí verið endurskipu- Namphy hershöfð- ingi: afskiptalítill. lagðar á laun með þegjandi stuðningi eða samþykki vina þeirra í hemum til að koma af stað skálm- öld og hræða kjósendur. „Hræðsluandrúmsloft hefur skapazt," segir Gregoire Eugene, einn forsetaframbjóðendanna. Jafn- vel bjartsýnustu menn viðurkenna að lýðræði eigi erfítt uppdráttar í slíku andrúmslofti. Fæstir ganga svo langt að kenna herforingjastjóminni um hryðju- verkin á síðustu mánuðum, en telja nær víst að nokkrir háttsettir menn í hemum séu í hópi þeirra Duvalier- sinna, sem beri ábyrgðina. Þeir halda því fram að margir Macoute- liðar hafí verið teknir í herinn og að fjölgað hafí í honum úr 7.600 mönnum í 12.000 á þessu ári. Bandaríkjamenn, sem hafa stutt yfirkjörstjómina með nokkurra milljóna dollara íjárhagsaðstoð, létu í ljós vonbrigði með morðölduna og afstaða þeirra varð til þess að her- inn lét handtaka þijá menn, sem vom grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni á skrifstofu yfírkjör- stjómar. Nöfn þeirra voru hins vegar ekki birt og þeir voru látnir lausir eftir nokkurra daga yfír- heyrslur. Sumir hafa talið að Namphy hafí ekki viljað að kosningamar færa fram. Upp á síðkastið hafa aðrir sagt að hann vilji ná sér niðri á kjörstjómarmönnum og frambjóð- endum, sem hann fyrirlíti og neiti að ræða við. Helzta skýringin á aðgerðarleysi hans virðist vera deila hans og kjörstjómarmanna. „Ég held að herinn hafí viljað sanna fyrir yfírkjörstjóminni að kosningar gætu ekki farið fram án hjálpar hans,“ segir Eugene forsetafram- bjóðandi, sem hefur talið sig njóta stuðnings hersins. „Þess vegna hafa þeir ekkert aðhafzt, þótt ástandið hafi hríðversnað." Frambjóðendur miðjumanna hafa skipulagt baráttu sína bezt. Ef allt verður með felldu má vera að einhver þeirra taki við völdunum. Þeir era: • Marc Bazin, fv. starfsmaður Alþjóðabankans, sem hefur árang- urslaust reynt að.efna til samstarfs við aðra hópa miðjumanna. • Leslie Manigat, sem hefur dvalizt í útlegð og kennt stjómvís- indi í háskóla í Venezúela. Hann er skæðasti keppinautur Bazins og hefur hafnað öllum tilboðum hans um samstarf. • Claude, hinn vinsæli frambjóð- andi kristilegra demókrata. • Gerard Gourde, lögfræðingur og leiðtogi fjölmennustu mannrétt- indasamtaka Haiti. Hann nýtur stuðnings bandalags vinstrisinna, sem skipulagði verkföllin í sumar og kallar sig nú FNC („Þjóðfylking- una til samstilltra aðgerða"). Enginn forsetaframbjóðendanna virðist hafa tryggt sér ótvíræða forystu í kosningabaráttunni, m.a. vegna þess að Haiti-búar eru óvan- ir stjórnmálum. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að herinn taki öll völd, en Baby Doc á varla aftur- kvæmt til Haiti. Hann er óvelkom- inn gestur í Frakklandi og verður e.t.v. að hrökklast þaðan, en fá önnur lönd vilja taka við honum. Á Haiti eru stuðningsmenn hans á undanhaldi. GH Bókauppboð verður haldið sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.00 íTemplara- höllinni, Eiríksgötu 5. Bækurnar verða til sýnis íTemplarahöllinni, Eiríksgötu 5, sunnu- Klausturhólar, daginn 29. nóvember kl. 14.00-16.00. sími 19250. ss&» í Reykjavík og á Akureyri í dag kl. 13.00-17.00. Bílvangur sf., Höfðabakka 9, og Véladeild KEA, Akureyri. íááftiil 4 mmB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.