Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 A4 ff • • þetta akall um meiríþroska - þaðermín tilraun Um Ásmund Sveinsson og safnið hans Ásmundarsafa við Sigtún. Ljósmynd/Kristinn Helgason Ibók um listmanninn Ás- mimd Sveinsson sem út kom hjá Helgafelli árið 1961 ritar Halldór Lax- ness inngang sem hann kallar Viðstaða í mynd- skeramu. Þar lýsir hann í upphafí heimsókn sinni í æsku að Kolstöðum f Miðdölum þar sem Ásmundur Sveinsson er fæddur og uppalinn og þar sem hann dvaldist sín ungdóms- ár við venjuleg sveitastörf í hópi 6 bræðra. Halldór Laxness lýsir því þegar hann og Stefán Hvítdælaskáld riðu í hlað á Kolstöðum „ ... og á hlaðinu stóðu Kolstaðafeðgar sjö. í endurminningu minni hefur þessi mynd meir svip af eilífð þjóðsögunn- ar en stundlegieikanum. Það hefði eins getað verið árið þúsund að sjö karlar stóðu þar. Útúr þessum hópi sté einn maður fram og gekk rak- leitt inn í birtu sögunnar myndsnill- ingur í alþjóðlegri merkingu þess orðs, Ásmundur Sveinsson." Og á öðrum stað segir: „ ... hann ^hefur gert vandamál samanlagðrar heimslistarinnar að íslensku við- fangsefni; og islensk viðfangsefni að heimslist. Þetta verk hefur líf bæði af sögu vorri og náttúru. Það er átakanlegt og seiðmagnað, Hvfldarlaus tröllaleg átök búa þar; en stundum einnig ofurgnægð lífsfagnaðar og sóldýrkunar. Boð- skapur andskotans í hinni íslensku þjóðsögu, hvíldu þig, hvíld er góð, á ekki heima i þessu verki." Ekki er hægt að lýsa ævistarfí Ásmundar Sveinssonar betur i fáum orðum — og er raunar engu þar við að bæta. Þegar hann settist að hér í Reykjavík að loknu námi í sínu fagi var hann langskólagenginn heims- borgari. Hann tók strax til við listsköpun með óþijótandi eljusemi en eyddi jafnframt tíma og kröftum til að byggja sér hús — fyrst við Freyjugötu en síðar við Sigtún þar sem hann byggði í tveim áföngum íbúðarhús og vinnustofur. Allir ís- lendingar sem komnir eru til vits og ára þekkja „kúluhúsið" svokallaða vestan við íþróttasvæðið í Laugardal með öllum höggmyndunum í garðin- um. Og varla koma svo útlendir gestir til Reykjavikur, hvort sem er á eigin vegum eða í hópum með ferðaskrifstofum, að þeir gefí sér ekki tíma til að líta þar við til þess að kynna sér verk þessa stórbrotna og gagnmerka listmanns. Asmundur Sveinsson lést í hárri elli 9. des. 1982 en hafði áður ánafn- að Reykjavíkurborg safnið og húsið eftir sinn dag. Skömmu eftir lát hans var ráðinn safnvörður á vegum borgarinnar til safnsins, Gunnar B. Kvaran, listfræðingur, sem hafði reyndar gert sér sérstakt far um að Móðirjörð (1936). (Sýnishorn úr litskyggn ubókinni.) Ijósmyndir/Kristinn Helgason r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.