Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
A4
ff • • þetta akall
um meiríþroska - þaðermín tilraun
Um Ásmund
Sveinsson og
safnið hans
Ásmundarsafa við Sigtún. Ljósmynd/Kristinn Helgason
Ibók um listmanninn Ás-
mimd Sveinsson sem út
kom hjá Helgafelli árið
1961 ritar Halldór Lax-
ness inngang sem hann
kallar Viðstaða í mynd-
skeramu.
Þar lýsir hann í upphafí
heimsókn sinni í æsku að Kolstöðum
f Miðdölum þar sem Ásmundur
Sveinsson er fæddur og uppalinn og
þar sem hann dvaldist sín ungdóms-
ár við venjuleg sveitastörf í hópi 6
bræðra. Halldór Laxness lýsir því
þegar hann og Stefán Hvítdælaskáld
riðu í hlað á Kolstöðum „ ... og á
hlaðinu stóðu Kolstaðafeðgar sjö. í
endurminningu minni hefur þessi
mynd meir svip af eilífð þjóðsögunn-
ar en stundlegieikanum. Það hefði
eins getað verið árið þúsund að sjö
karlar stóðu þar. Útúr þessum hópi
sté einn maður fram og gekk rak-
leitt inn í birtu sögunnar myndsnill-
ingur í alþjóðlegri merkingu þess
orðs, Ásmundur Sveinsson."
Og á öðrum stað segir: „ ... hann
^hefur gert vandamál samanlagðrar
heimslistarinnar að íslensku við-
fangsefni; og islensk viðfangsefni
að heimslist. Þetta verk hefur líf
bæði af sögu vorri og náttúru. Það
er átakanlegt og seiðmagnað,
Hvfldarlaus tröllaleg átök búa þar;
en stundum einnig ofurgnægð
lífsfagnaðar og sóldýrkunar. Boð-
skapur andskotans í hinni íslensku
þjóðsögu, hvíldu þig, hvíld er góð, á
ekki heima i þessu verki."
Ekki er hægt að lýsa ævistarfí
Ásmundar Sveinssonar betur i fáum
orðum — og er raunar engu þar við
að bæta.
Þegar hann settist að hér í
Reykjavík að loknu námi í sínu fagi
var hann langskólagenginn heims-
borgari. Hann tók strax til við
listsköpun með óþijótandi eljusemi
en eyddi jafnframt tíma og kröftum
til að byggja sér hús — fyrst við
Freyjugötu en síðar við Sigtún þar
sem hann byggði í tveim áföngum
íbúðarhús og vinnustofur. Allir ís-
lendingar sem komnir eru til vits og
ára þekkja „kúluhúsið" svokallaða
vestan við íþróttasvæðið í Laugardal
með öllum höggmyndunum í garðin-
um. Og varla koma svo útlendir
gestir til Reykjavikur, hvort sem er
á eigin vegum eða í hópum með
ferðaskrifstofum, að þeir gefí sér
ekki tíma til að líta þar við til þess
að kynna sér verk þessa stórbrotna
og gagnmerka listmanns.
Asmundur Sveinsson lést í hárri
elli 9. des. 1982 en hafði áður ánafn-
að Reykjavíkurborg safnið og húsið
eftir sinn dag. Skömmu eftir lát
hans var ráðinn safnvörður á vegum
borgarinnar til safnsins, Gunnar B.
Kvaran, listfræðingur, sem hafði
reyndar gert sér sérstakt far um að
Móðirjörð (1936). (Sýnishorn úr litskyggn ubókinni.) Ijósmyndir/Kristinn Helgason
r