Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 48

Morgunblaðið - 29.11.1987, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 RögnvaldurRögn- valdsson - Minning Fæddur 21. október 1912 Dáinn 15. nóvember 1987 Þó að flæði flest mín sker, fjúkið næði um hreysi. Guð á hæðum gefðu mér gieði og æðruleysi. (R.R. - Spékoppurinn) Þessar ljóðlínur setti Rögnvaldur saman. Rögnvaldur fæddist að Litlu- Þverá í Miðfirði, hann var sonur Rögnvaldar Hjartarsonar Líndal bónda á Hnausakoti og Margrétár Bjömsdóttur, Fossi, Hrútafirði. Foreldrar hans bjuggu ekki saman. Fyrstu átta æviárin dvaldi hann hjá föður sínum, þá lést hann, fór hann þá til móður sinnar. Hennar naut ekki lengi við, tveim árum síðar kveður hún son sinn hinsta sinni með þeirri bæn að hann standi allt- af með lítilmagnanum. Þessari bæn var hann trúr. Hann var róttækur í skoðunum en hafði til að bera sveigjanleika og hlýju að ógleymdri kímninni er setti svip á allt hans umhverfi. Eftir að foreldra hans naut ekki lengur við dvaldist hann fyrst hjá Bjama móðurbróður sínum að Mýr- um í Hrútafirði en síðan var hann að Bessastöðum í sömu sveit. Á unglingsárunum var hann tvo vetur í Reykjaskóla f Hrútafirði. Á árunum 1934—39 var Rögn- valdur í byggingavinnu og við sölumennsku hjá tryggingafélagi í Reykjavík. Þá liggur leiðin norður í Mývatnssveit og kynntist hann þar eftiriifandi konu sinni, Hlín Stefáins- dóttur frá Haganesi. Þar bjuggu þau til 1950 er leiðin lá til Akur- eyrar. Dætumar urðu þijár. Margrét, fædd 26. maí 1940, þá dóttir er fæddist andvana, þá Ulfhildur, fædd 1. september 1946, bama- bömin eru sex og ólst elsti sonur Margrétar, Rögnvaldur Dofri, að hluta til hjá afa sínum og ömmu. Er Rögnvaldur varð 75 ára, i októ- ber sl., dvaldi hann hjá Dofra og Qölskyldu hans í Reykjavík, bar hann sig svo vel að þau uggði ekki hve stutt væri í lokaþáttinn, farið var í sund og sá gamli klæddi sig í sitt fínasta púss og skrapp í þing- húsið að heilsa upp á vini sína, hann lék við hvum sinn fingur. Mér er oftast glatt í geði, gieymi því sem miður fer. Eigir þú nóg af innri gleði eyðist skuggi dagsins hver. Þeir eiginleikar er Rögnvaldur lýsir svo vel sjálfur voru rikir í fari hans, og leiddu til þess að fjöl- mennt var oft í kringum hann. Minnisstæð em árin er hann var „náðhússtjóri“ þeirra Akureyringa, skólastrákar sátu þar daga langa, tefldu og spiluðu, þeir ylja nú marg- ir hin mýkri sæti þjóðfélagsins. Utangarðsmenn áttu þar einnig afdrep og vitum við að Rögnvaldur- ætlaði sér ekki alltaf af í aðstoð sinni við þá. Hin síðari árin var hann húsvörður í Ráðhúsinu á Ak- ureyri. Hlín og Rögnvaldur vom ólík, en þau auðguðu hvort annað og um- hverfi sitt. Brennandi áhugi á þjóðmálum og heimsmálum ein- kenndi daglegt líf þeirra, nú þegar allar hugsjónir em að þynnast út í sinnuleysi fólks er lekur niður fyrir framan „skjáinn" eftir langan vinnudag. Ekki þannig séð að sú kynslóð er þau tilheyrðu hafí ekki unnið, heldur það að þau létu ekki mata sig athugasemdalaust. Það var andleg veisla að sækja þau heim, það var farið með vísur, flutt tónlist og gripin bók til að vitna í, slíku fólki fer fækkandi er svo gott á með að miðla af lífsreynslu sinni. Veit ég að Hlín heldur merkinu uppi, þó lífsfömnauturinn hafi flutt sig um set. Það er stutt milli þeirra karla er okkur hafa verið einna kærastir. Þess vegna er draumur eins barna- bama Rögnvaldar ylur í nepjunni þar sem það sá föður okkar, Helga Stefánsson, og Rögnvald komna „heim“ í Haganes. Vonin hún er mannsins máttur, mæld við hugsjón hvers og þrár. í sorginni er hún sigurþáttur, sárin græðir, þerrar tár. Þannig kveður Rögnvaldur okk-' ur. Blessuð sé minning hans. Bryndís Helgadóttir, Hildur Helgadóttir. Jón Sigurðs Jóns- son — Minning Fæddur 22. nóvember 1926 Dáinn 21. nóvember 1987 Á mánudag verður til moldar borinn Jón Sigurðs Jónsson, Lund- arbrekku 2, Kópavogi. Hann var faeddur að Saurum í Hraunhreppi, Mýrasýslu, 22. nóv- ember 1926. Jón ólst upp ásamt þrem systmm sínum á heimili for- eldra sinna, Jóns Guðjónssonar bónda að Fíflholtum, Hraunhreppi og Ingigerðar Þorsteinsdóttur frá Háholti í Gnúpveijahreppi. Hann var af traustum ættum af Mýmm og úr Amesþingi. Jón stundaði nám í Héraðsskólanum að Laugarvatni og síðan í Samvinnuskólanum. Að námi loknu gerðist hann kennari um skeið á heimaslóðum sínum í Borgarfírði. Síðan lá leið hans til Reykjavík- ur, þar sem hann stundaði verslun- arstörf meðan heilsa og starfskraft- ar leyfðu. Lengst af við skrifetofustörf hjá Ölíufélaginu hf., þar sem hann ávann sér vinsældir og traust fyrir góð störf. Um skeið starfaði hann í Starfsmannafélagi Olíufélagsins og var í stjórn þess um tíma. Jón var víðlesinn og fróðleiksfús og kunni góð skil á sögu landsins og fróðleik öðmm, af lestri góðra bóka, og átti gott með ,að koma fróðleik sínum á framfæri við við- mælendur sína. Fyrir rúmum fimm ámm varð Jón fyrir sárri reynslu er hann varð fyrir líkamlegu áfalli, sem skerti starfeþrek hans og heilsu svo mjög, að hann gekk ekki eftir það heill til skógar. En áhugi hans og dugn- aður við að endurheimta þrek sitt var óbilandi og fékk hann nokkurn bata með dugnaði sínum. Eigi má sköpum renna. Jón varð bráðkvaddur hinn 21. nóvember sl. stundu fyrir sextugasta og fyrsta afmælisdag sinn. Með Jóni er fallinn frá traustur maður, sém meðan kraftar vom óskertir, var dugmikill starfsmaður og traustur stuðnings- maður íjölskyldu sinnar og frænd- liðs, sem sakna hans nú mjög. Mestur er söknuður aidraðrar móður, sem sér nú á bak einkasyni sínum, sem reyndist henni góður til hinstu stundar. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá Olíufélaginu hf. flytjum við móður hans, systmm og öðm venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Jónsson, Teitur Jensson. Kveðjuorð: Guðjón Pálsson, Vestmannaeyjum Fréttin um andlát Guðjóns vinar okkar Pálssonar kom okkur á óvart, þó svo að við gengjum þess ekki duldir, að hennar gæti verið von, hvenær sem var. Samt sem áður eigum við erfitt með að sætta okk- ur við, að Guðjón á Gullberginu sé hættur á sjónum, því það em aðeins örfáir dagar síðan við hittum hann — að venju — eldhressan í tali og ekki skafandi utan af hlutunum. Hann sagðist vera á leið á spitala, „það væri um smávegis meðhöndlun við krankleika að ræða, sem þjáð hefði hann tvö síðastliðin ár“. Svona var hann, hugumstór og kjarkaður, og gaf aldrei eftir hænufet, allra- síst hvað sjálfum honum viðvék. Ef hægt er að segja, að einhver hafi komið vel út með sitt dags- verk, þá var Guðjón á Gullberginu fremstur í flokki. Það var alltaf upplífgandi að heyra í Gauja úti á miðunum, þegar ekkert var að hafa, því aldrei kom fram svartsýni hjá honum og alltaf væri von betri tíðar. Gaui var iðinn við talstöðina og þó talandi hans benti, oft á tíðum, til þess að hann væri harður og miskunnarlaus, þá leyndist ann- að undir hvassri orðræðu hans, og við, sem störfuðum á sama vett- vangi og hann, skildum þessar áherzlur. Þau vom mörg ógleyman- leg orðatiltækin og áherzlumar, sem Gauji lagði sér til munns og munu þau lifa í minningu okkar. Við, sem undir þetta ritum, emm sammála um, að Guðjón, vinur okk- ar, hafði haft alveg einstakan persónuleika og góða lund til að bera og er minningin um hann okk- ur einkar kær. Ef við lítum yfír feril Guðjóns, sem skipstjóra og útgerðarmanns, kemur í ljós, að hann var einstak- lega kappsamur og sækinn, farsæll og mikill aflamaður og í fremstu röð íslenzkra loðnuskipstjóra. Guð-. jón fór vel með allt sem hann hafði undir höndum, hugði vel að skipi og búnaði og ekki síst að vellíðan áhafnar sinnar, en með honum réri sami mannskapurinn, að heita má, ámm saman. Fyrir einum tveim árum, þegar Guðjón fór að finna til þess sjúk- dóms, sem dró hann til dauða í blóma lífsins, aðeins 51 árs gamlan, var engan bilbug eða uppgjöf að fínna í fari hans, kjarkurinn og bjartsýnin voru hans aðalsmerki. Nú er hljótt á loðnumiðunum og skarð fyrir skildi, þegar Guðjón er allur. Á þessari stundu er okkur þó efst í huga þakklæti til hans fyrir að hafa fengið notið vináttu hans og drengskapar. Á þessari sorgarstundu sendum við ekkju Guðjóns og bömum hans, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðjóns Páls- sonar. Gísli Jóhannesson, Guðbjörn Þorsteinsson, Haraldur Ágústsson, Ingimundur Ingimundarson, Runólfur Hallfreðsson, Hrólfur Gunnarssón. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. IJ S.HELGASOH HF ISTEINSMIÐJA ■■ . — -•••--—* — .. m* SKOvWUVEGI 48 SiMI 76677 t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR HILDIBRANDSDÓTTUR, Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á Sjúkrahúsi Keflavíkur og Garðvangi, Garði, fyrirfrábæra umönnun iveikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Haraldur Hinriksson, Guðrún S. Jónasdóttir, Grétar Hinriksson, Sjöfn Georgsdóttir, Julíus Hinriksson, Margrét Ágústa Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför möður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, VILHELMÍNU SOFFÍU TÓMASDÓTTUR, Hofsvallagötu 18, Reykjavík. Einnig viljum við færa starfsfólki á deild A-7 kærar þakkir. Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Elín V. Guðmundsdóttir, Halldór M. Sigurgeirsson, Elisabet Þórólfsdóttir, Thelma Sigúrgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, börn, barnabörn og systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auösýndu okkur sam- úð og hlýhug vegna fráfalls sonar míns, bróður okkar og vinar, GUÐFINNS ÞORSTEINSSONAR, sem fórst með Hvítingi VE 21. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem að leitinni stóöu. Jóna Þorstelnsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Sigurður Norðdahl, Sigursteinn Þorsteinsson, Regina Óskarsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug vegna fráfalls sonar okkar og bróður, ÓLA KRISTINS SIGURJÓNSSONAR, sem fórst með Hvítingi VE 21. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem að leitinni stóðu. Sigurjón Ólafsson, Þórunn Gústafsdóttir, Mary Sigurjónsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir. -b

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.