Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Vatnið Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðmundur Daníelsson: Vatnið. Skáldsaga. Bókaútgáfa Menning- arsjóðs. Reykjavik 1987.251 bls. Guðmundur Daníelsson á að baki meira en hálfrar aldar rithöfundar- feril. Ritaskrá hans telur yfir 50 verk og sjálfur er hann orðinn 77 ára gamall. Hann er að sjálfsögðu einn af þekktustu og virtustu rithöf- undum þjóðarinnar. Þrátt fyrir háan eldur er hann í fullu ijöri til skrifta að því er virðist. Á þessari bók er a.m.k. engin leið að greina elli- merki. Það eitt sér maður að lífsreyndur maður og þrautþjálfaður höfundur heldur um penna. Óneitanlega finnst mér ég færast mikið í fang að fara að rita um jafn mikilhæfan höfund og Guðmundur Daníelsson er. Ég tel mig á engan hátt þess umkominn að gera neina úttekt á verki hans. Þetta verður því lítið annað en kvittun fyrir lestur með þakklæti fyrir þá eftirminnilegu stund sem lesturinn tók. Þessi bók höfundar ber ótvíræð höfundareinkenni hans, sem komu snemma fram og ég man raunar vel eftir þegar ég las á unglingsárum Á bökkum Bolafljóts. Það er einhver undarleg dýpt og mér liggur við að segja myrkur í mannskilningi hans. Ég fann til einhvers geigs er ég las þá bók. Og í öllum bókum Guðmund- ar sem ég hef lesið er að finna einhvem óhöndlanlegan og óútskýr- anlegan sannleika, sem kemur ekki alltaf notalega við lesandann. Kannski er það af þessum sökum sem Guðmundur hefur aldrei orðið neinn tískuhöfundur. Því að enginn getur kvartað yfir skorti á stílsnilld eða öðrum þeim formsins gæðum sem menn vilja að ritverk séu prýdd. Það er erfitt að lýsa þessari sögu Guðmundar því að yfirborð hennar og atburðarás segir ekki mikið. En svið sögunnar virðist vera Þingvalla- vatn og jörðin Nesoddi þar á bakkanum og raunar Þjóðgarðurinn sjálfur eins og hann leggur sig. Eyj- an Bjartey í Vatninu kemur og mikið við sögu. Bára Álfsdóttir er aðalper- Guðmundur Daníelsson sóna sögunnar. Hún er alin upp á Nesbala, dóttur útlends veiðimanns sem drukknaði í Vatninu. Bára á heima á Nesodda ásamt móður sinni og stjúpföður. Nú, móðir Báru fyrir- fer sér í vatninu, hverfur þar til elskhuga síns. Og Bára endar þar líka ævidaga sína ásamt sínum ást- vini. Þessi saga er að mínu viti magn- þrungin ástarsaga. Hún íjallar um ást milli manna, en einnig djúpa ást til náttúrunnar, til Vatnsins sem býr yfir því dularafli að draga alla sem elska það til sín. Höftindur kafar djúpt í samskipti manns og náttúru, svo djúpt að eign- arréttarhugtakið leysist upp og erfítt verður að vita hver á hvem. Eignar- réttarhugtakið verður raunar bæði fáránlegt og hlægilegt, þegar náttúr- an er orðin söluvara. Það verður þannig hjákátlegt þegar kaupmaður- inn í Reykjavík kaupir jörð Báru og þykist eiga hana. Friðlýsingarstefna ríkisstjómarinnar verður líka furðu- lega utangama þegar hún er séð í þessu ljósi. Það er eitthvað allt annað að _„eiga“ land og að „njóta" þess. í þessari bók sinni hreyfir Guð- mundur Daníelsson vissulega við mikilvægum spumingum og gerir það sums staðar svo vel að eftir- minnilegt verður. Þessi saga er ákaflega íslensk í orðsins bestu merkingu. Það er í henni rammur safi blóðs og moldar. Vatnið er skáldsaga þeirrar gerðar að hún á það skilið að vel sé eftir henni tekið og að hún verði lesin af mörgfum. Stundir verða að árum Bókmenntir Erlendur Jónsson Óskar Þórðarson frá Haga: Á HLJÓÐUM STUNDUM. Kvæði. 108 bls. Hörpuútgáfan. 1987. Þeir, sem lásu Æskuna í gamla daga, litu á Óskar Þórðarson frá Haga sem eins konar lárviðarskáld. Hann var líka fyrirmynd þeirra sem reyndu að yrkja fyrir Æskuna. Dag einn var bemskan að baki og búið að segja upp áskrift að Æskunni. Sjálfsagt hefur maður búist við að einn góðan veðurdag tækju að koma út bækur eftir þetta ágæta skáld. En árin liðu, fleiri og fleiri, hraðar og hraðar; og sýnt var að skáldið, sem forðum orti í Æskuna, hafði snúið sér að öðru. Þar til fyrir fjór- um árum að Óskar sendi frá sér endurminningar, maður kominn á efri ár. Nú koma svo ljóð hans, ort á hálfri öld, hin elstu frá 1936. Þá var Óskar sextán ára. Og orti vel — fyrir sinn aldur, mjög vel. Þar fór gott efni. En Óskar varð ekki atvinnurithöfundur heldur erfiðis- maður; og segir nú um sjálfan sig að hann kæri sig »kollóttan um stefnur, ef einhverjar em, en leggur afurð sína í skúffu og hirðir ekki um að sníða af vankanta.« Þótt safn þetta sé allmikið að vöxtum er berlegt að skáldskapur- inn hefur verið Oskari tómstunda- iðja. Hann hefur að sönnu fylgst með breytingum þeim sem orðið hafa á ljóðlistinni þá hálfu öld sem safnið spannar og lagað sig eftir þeim að nokkm. Erfitt er þó að stíga þess háttar skref til fulls fyr- ir þann serh mótaður er af öðmm tíma, einkum ef skáldskapariðkan- imar em hjáverk einungis. En sem dæmi þess hvemig Óskar leitast við að koma tíl móts við nýja tíma, án þess þó að hverfa frá uppmna sínum, dettur mér í hug að taka ljóð sem heitir Vinátta. A vináttu okkar í vöku og reynd ég veit ekki skil í minningu þess sem við fundum og misstum engin íjarlægð er til og þrátt fyrir allt er það hamingja okkar að hafa mætst ég rétti þér hönd til að horfast í augu við draum Óskar kallar ljóðagerð sína tóm- stundagaman en kveðst þó vona að lesandinn hafi nokkra ánægju af að lesa kvæðin sín. Það hafði undir- ritaður, en svarar ekki fyrir aðra. Þegar öllu er á botninn hvolft er safn þetta of seint á ferð, allt of seint. Eitt vil ég þó undan skilja: Ferskeytlur hefur Óskar ort og skipar allnokkrum þeirra aftast í bókinni. Svo lífseigt er það form að litlu breytir hvort góð vísa var ort fyrir fimmtíu ámm eða — í gær! Og stökur Óskars eru smelln- ar; eins og raunar fleira í þessari bók. Úr einu atriða leikritsins Hinn eini sanni Seppi eftir Tom Stoppard. Ljósmynd/G.Sv. Leikgleði í Dynheimum Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri. Hinn eini sanni Seppi eftir Tom Stoppard. Leikstjóri: Skúli Gautason. Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri hefur starfað í rúman áratug. Hann varð til eftir námskeið í leik- list, sem haldið var á vegum æskulýðsráðs bæjaríns veturinn 1975 til ’76. Síðan hefur starfsem- in eflst og félögum ijölgað og þegar árið 1978 fékk Saga inn- göngu í Bandalag íslenskra leik- félaga. Lengst af hafa sýningar klúbbins verið í félagsmiðstöðinni Dynheimum á Akureyri, sem er í næsta nágrenni við aðalleikhús bæjarins. Félagar Sögu em ungir að ámm og með réttu má segja, að klúbburinn sé vettvangur ný- liða, sem þó em komnir misjafn- lega langt áleiðis á reynsluvegi Thalíu. Þetta er því leikhús eftir- væntingar og fyrirheita og ekki ofsögum sagt, að ánægjulegt sé að koma á leiksýningu í stærsta salnum í gamla Lóni eða Dyn- heimum, eins og húsið heitir nú. Raunar er aðstaða þar býsna góð, m.a. ágæt lýsing og vönduð tæki til hljómflutnings. Þá er hátt til lofts í salnum, svo áhorfendur eiga létt um andardrátt og líður í alja staði vel. Á fmmsýningu á Hinum eina sanna Seppa eftir Tom Stoppard ríkti ósvikin leikgleði, sem verkið gefur ærið tilefni til. Er um að ræða skoplegan útúrsnúning á dæmigerðu sakamálaleikriti með hnyttinni þátttöku tveggja gagn- rýnenda, sem sitja í hliðarstúku og hafa að ýmsu að hyggja á meðan á sýningu stendur og meira en góðu hófi gegnir, áður en yfir lýkur. En höfundurinn, Tom Stoppard, sem upphaflega bar nafnið Straussler, er tékkneskur Breti og víðkunnur fyrir frumleg leikhúsverk. Hann hóf ritferil sinn sem blaðamaður í Bristol á Eng- landi, en fluttist síðar til Lundúna og starfaði þar á eigin vegum, þ.e. „freelance". Fyrst kom hann fram sem leikritahöfundur árið 1960 og var leikrit hans „A Walk on the Water" sýnt í bresku sjón- varpi 1963 og á sviði í Hamborg og Vínarborg árið 1964. Síðan . hefur hann skrifað fjölda verka fyrir sjónvarp og útvarp, auk þess sem virt leikhús víða um heim hafa sýnt leikrit hans, eitt þeirra „Albert’s Bridge" hlaut viður- kenninguna „Prix Italia" 1968. Og allt til þessa dags hefur Stopp- ard notið gengis í hörðum heimi óvæginnar samkeppni, sem ósjaldan verður honum að yrkis- efni, og þá er hann snjallastur í beinskeyttri ádeilu og í nákvæmri beitingu orðaleikja. Það veltur því á miklu að vel sé til þýðinga van- dað og hefur Guðjón Olafsson a.m.k. gætt þess, að snara Seppa á lýtalausa íslensku og lipra. Og greinilega gætir leikstjórinn Skúli Gautason þess að leikarar komi textanum vel og greinilega til skila. Er býsna gaman að fylgjast með því, hversu þeir vanda fram- sögn og þó án þess að draga úr hressilegum og óþvinguðum við- brögðum. Friðþjófur í. Sigurðsson og Magnús Sigurólason leika gagnrýnendur og lætur Magnúsi sérlega vel að ærslast og leika snaggaralega persónu. Eru þeir félagar kostulegar andstæður, enda vel við hæfi í þessu tilviki. Inga Vala Jónsdóttir er skondin lítil yfirstéttarfrú og hressilega ýkt, en ekki fer á milli mála, að nokkurs er að vænta af Þráni Bijánssyni, sem leikur alvörugef- inn og dularfullan major í hjóla- stól. Aðrir Ieikarar eru þau María Loftsdóttir í hlutverki ungrar blómarósar, Þóra A. Jósefsdóttir leikur frú Puðu, Haraldur Daví- ðsson sjarmörinn Símon Graf- stein, Ámar Kristinsson hinn ábúðarmikla Seppa lögreglufor- ingja og Rebekka Þráinsdóttir sýnir mikið þolgæði í hlutverki líks, sem liggur á senunni frá upphafi til enda sýningarinnar. Það er ástæða til að fagna sýn- ingu sem þessari og hvetja fólk til þess að styrkja þá listrænu viðleitni og njóta þeirrar ósviknu leikgleði, sem er við völd þessa dagana í Dynheimum. Og víst er, að leikstjórinn hefur unnið vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

282. tölublað (11.12.1987)

Aðgerðir: