Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
23
Helstu þættir í þróun húsagerðar og heimila á (slandi,
síðustu tuttugu árin, raktir og studdir ríkulega myndskreyttum
dæmum og samræmdum grunnteikningum.
Tímamótaverk um íslenskan arkitektúr.
Pétur H. Ármannsson arkitekt er höfundur verksins.
Ljósmyndir tóku Guðmundur Ingólfsson,
Kristján Magnússon og Ragnar Th.
Sigurðsson, allir í fremstu röð
ÖOk ^ meðal íslenskra Ijósmyndara.
]goobok
HEIMIU&
Ymis skemmtiatriði í miðbænum á morgnn:
Jólasveinar aka
um á hestvagni
Ný bílastæði á Völundarlóð tekin í notkun
Jóhanna Álfheiður Steingríms-
dóttir
Bók af bökk-
um Laxár
ÚT ER komin hjá Almenna bóka-
félaginu bókin Á bökkum Laxár
eftir Jóhönnu Álfheiði Stein-
grímsdóttur í Árnesi í Aðaldal.
I kynningu útgefanda segir m.a.:
„Jóhanna í Árnesi segir frá margs
konar atburðum sem gerst hafa á
bökkum þessarar frægu laxveiðiár,
flestir á hennar dögum, en Jóhanna
er borin og barnfædd á Nesi í Aðal-
dal. Og hún segir frá mannlífinu á
þessum slóðum og baráttunni við
hina fögru á, sem svo margir þekkja
og unna, en getur stundum orðið
erfið viðfangs, ekki síst að vetrin-
um.
Efni bókarinanr er afar íjöl-
breytilegt, skemmtilegar laxveiði-
sögur, fyrirburðir, slysfarir, þættir
um heimamenn á bökkum Laxár,
svo sem Steingrím í Nesi, föður
Jóhönnu, Huldu skáldkonu, Lissý á
Halldórsstöðum, Egil á Húsavík
o.s.frv. Og um frásagnarlistina þarf
ekki að spyrja, Jóhanna í Árnesi
kann hana og hefur sannað það
áður í sínum fyrri bókum.
Á bökkum Laxár er 168 bls. að
stærð og prentuð í Prentsmiðju
Árna Valdemarssonar.
frá Hlemmi í hestvagni, sem ekur
niður Laugaveg. Einnig verða jóla-
sveinar á ferð um miðbæinn með
góðgæti handa bömum. Kl. 14
hefst dagskrá á vegum Steina hf.,
hljómsveitin Grafík og Bjartmar
Guðlaugsson koma fram, og verð-
ur Bjartmari afhent gullplata.
Kl. 15 mun Lúðrasveit verka-
lýðsins leika jólalög á Hlemmi, og
mun hún síðan leika * á ýmsum
stöðum fram eftir degi. Kl. 16.
leikur Hornaflokkur Odds Bjöms-
sonar fyrir framan verslunina
Pennann í Austurstræti, og laust
eftir kl. 16 syngur Skagfirska
Söngsveitin fyrir vegfarendur í
Austurstræti. Björgunarsveitin In-
gólfur verður með kynningu á
starfsemi sinni á Lækjartorgi og
fyrir framan Landsbankann,
Laugavegi 77. Félagar sveitarinn-
ar munu selja heitt kakó, pipar-
kökur og kerti. Kl. 7.30 verða
þeir síðan með flugeldasýningu á
Arnarhóli.
Ný bílastæði, á svokallaðri Völ-
undarlóð, verða tekin í notkun í
miðbænum á morgun, en einnig
vilja samtökin um gamla mið-
bæinn beina þeim tilmælum til
starfsfólks verslana að eftirláta
viðskiptavinunum þau stæði sem
næst eru miðbænum, og nota held-
ur þau stæði sem lengra em frá.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá verðlaunaafhendingunni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Fríða og Sigrún Ammendrup, Júlía Björg-
vinsdóttir, Steindór Emil Sigurðsson og Eygló Guðmundsdóttir forlagsstjóri.
Isafold gefur út bók með
verðlaunauppskríftum bama
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
Ánægjustundir f eldhúsinu, mat-
reiðslubók fyrir börn, en hún er
afrakstur uppskriftasamkeppni
meðal barna í tilefni af 110 ára
afmæli ísafoldarprentsmiðju.
Verðlaun í samkeppninni voru
afhent á miðvikudag.
Uppskriftimar í bókinni, sem eru
110 talsins, eru merktar nöfnum
bamanna sem sendu þær. Bókin
skiptist í 5 kafla sem nefnast Drykk-
ir, Kaldir réttir og grænmetisréttir,
Heitir réttir, Ávaxtasalöt og græn-
metisréttir og Bakstur og sælgæti.
Auk uppskriftanna eru í bókinni
ýmis heilræði, leiðbeiningar um mál
og vog, öryggi og slysahættu, holl-
ustu og heilbrigði, nesti og garðveisl-
ur. Hússtjómarkennaramir Anna
Gísladóttir og Bryndís Steinþórs-
dóttir höfðu umsjón með útgáfunni
og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson mynd-
skreytti bókina sem öll er litprentuð.
Aðalverðlaun fyrir uppskriftir í
bókinni fengu systumar Sigrún og
Fríða Ammendrup en auk þess vom
5 viðurkenningar veittar, ein fyrir
hvem kafla. Þær hlutu Ásbjörg Val-
garðsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir,
Júlía Björgvinsdóttir, Steindór Emil
Sigurðsson og Tjörvi Jónsson.
SAMTÖKIN um gamla mið-
bæinn gangast fyrir ýmsum
uppákomum í miðbænum á
morgun, laugardag, en þá
verða verslanir opnar til kl. 18.
Búist er við miklum fjölda fólks
i miðbæinn i góða veðrinu, að
því er segir í fréttatilkynningu
frá samtökunum. Hljómsveitin
Grafík, Bjartmar Guðlaugsson,
jólasveinar og flugeldasýning
eru meðal þeirra skemmtiat-
riða sem vegfarendum í
miðbænum er boðið upp á.
Dagskráin verður sem hér seg-
ir: Kl. 14 leggja jólasveinar af stað
Tolli sýnir á
Holiday Inn
ÞORLÁKUR Kristinsson, Tolli,
sýnir nú málverk í Gallerí Sig-
túni á Holiday Inn. Sýningin
stendur til áramóta, og er opin
frá 18-22 á virkum dögum og frá
14-22 um helgar.
Þetta er tólfta einkasýning Tolla,
en hann hefur einnig tekið þátt í
nokkrum samsýningum hérlendis
og erlendis.
Nú er boðið upp á sérstakt jóla-
hlaðborð með dönskum hætti í
hádeginu og á kvöldin á Holiday
Inn, og er hægt að fá jólaglögg með.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tolli ásamt nokkrum verka sinna á Holiday Inn.