Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 F astgengisstefna er bezta kaupmáttartryggmgin eftír Ólaf Björnsson Margur elur nú ugg f bijósti vegna þess að dökkt útlit virðist vera í kjaradeilum þeim, sem yfír- vofandi eru nú upp úr áramótum. Ótta gætir þegar um það, og því miður ekki að ástæðulausu, að fram- undan séu átök á vinnumarkaðinum með öllum þeim óþægindum, sem slíkt gæti valdið öllum almenningi. Ekki er það þó tilgangur þessa greinastúfs, að gera tillögur um það hvemig þennan vanda beri að leysa, því til þess telur sá, er þetta ritar, sig skorta nauðsynlegar forsendur. En hinsvegar leyfí ég mér að benda á nokkur atriði almenns eðl- is, sem kjaramálin snerta, sem ég tel að þyrftu meiri umfjöllun en hingað til hefír átt sér stað í þeim umræðum, sem verið hafa nú að undanfömu um þessi alvarlegu mál. Hverjir bera ábyrgðina? Þegar kjaradeilur eru yfírvofandi, eins og nú, gefur ríkissstjóm sú, er að völdum situr jafnan yfírlýsingar um það, að hún muni ekki hafa afskipti af því, hvað um sé samið, en hinsvegar hljóti hinir gerðu samningar að verða á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Ríkisstjómin sé að vísu til viðtals um það við aðila vinnumarkaðarins, ef slíks sé óskað, að beita sér fyrir aðgerðum til þess að greiða fyrir samkomulagi um kjarasamninga, enda bijóti slíkar aðgerðir ekki í bága við þá grund- vallarstefnu, sem ríkisvaldið hefír markað í efnahagsmálum. Yfírlýsingar í þessa vem hafa einnig verið gefnar síðustu vikur og daga af ríkisstjóm þeirri er nú sit- ur. Einhver ágreiningur virðist vera um það innan ríkisstjómarinnar, hvort frumkvæðið að hugsanlegum þríhliða viðræðum eigi að koma frá ríkissstjóminni eða aðilum vinnu- markaðarins, sbr. tilvitnanir §öl- miðla síðustu daga annarsvegar í ummæli Þorsteins Pálssonar forsæt- isráðherra um þetta atriði en hinsvegar Steingríms Hermanns- sonar utanríkisráðherra. Ekki skal hér tekin afstaða til þess skoðana- munar, enda er spumingin hér um “taktík" ekki stefnumörkun. Mikil- vægara er hitt, að gera sér grein fyrir því hvað við er átt, þegar talað er um það, að aðilar vinnumarkaðar- ins eigi að bera ábyrgð á þeim samningum, sem þeir gera. Hvorki þær ríkisstjómir, er að völdum hafa setið síðustu 4-5 áratugi og allar munu hafa gefíð einhveijar slíkar yfírlýsingar, þegar kjaradeilur voru yfírvofandi, né núverandi ríkisstjóm hafa svo mér sé kunnugt, gefið skil- greiningu á því í hveiju ábyrgð aðila vinnumarkaðarins á gerðum Iq'ara- samningum sé fólgin. En allur almenningur mun leggja í þetta þann skilning, að ábyrgð aðila vinnumarkaðarins á samningagerð sinni sé í því fólgin, að atvinnuveg- ina sé hægt að reka á grundvelli þessara samninga án þess að til samdráttar og atvinnuleysis þurfí að koma. Ég hygg líka að flestir, ef ekki allir þeir stjómmálamenn, sem slíkar yfirlýsingar hafa gefíð úr ráðherrastóli muni samþyklqa þennan skilning. En er yfírleitt staðið við þessar yfírlýsingar? Nei! Stundum er að vísu samið innan þeirra marka, sem ákvarðast af stefnu stjómvalda í gengismálum, peningamálum og Qármálum ríkisins og reynir þá ekki á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins á gerðum samningum. En stundum er oft eftir meiri eða minni átök á vinnumarkaðinum - samið um kaup- hækkanir, sem vinnuveitendur telja, með réttu eða röngu eftir atvikum, að ofbjóði greiðslugetu sinni, svo að öllu óbreyttu, hljóti að leiða til vemlegs samdráttar og atvinnuleys- is. Þá er farið á fund ríkisstjómar- innar þrátt fyrir gefnar yfírlýsingar hennar um það, að aðilar vinnu- markaðarins yrðu sjálfír að bera ábyrgð á gerðum samningum og sagt: Nú höfum við verið neyddir til að semja um svo miklar kaup- hækkanir að ef ætlazt er til þess að við tökum þær á okkar herðar, þá verðum við að segja upp starfs- fólki okkar í stómm stíl þannig að afleiðingin verður mikið atvinnu- leysi. Nú kemur til kasta ykkar landsfeður góðir, að grípa til að- gerða, er fyrirbyggi slíka þróun. Ef standa ætti fast við gefnai yfírlýsingar stjómvalda um það, a£ kjarasamningar séu á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins en ekki ríkis- stjómarinnar mætti með tilvísun til yfírlýsinganna vísa málaleitun at- vinnurekenda á bug. En það mun sjaldan eða aldrei hafa átt sér stað hér á landi, hvort sem ríkisstjóm sú er að völdum hefír setið hefír kennt sig við hægri eða vinstri stefnu eða eitthvað þar á milli. Og hver em svo úrræðin til þess að fyrirbyggja það, að kauphækkanir, sem að dómi stjómvalda em óraun- hæfar, valdi ekki atvinnuleysi? Þau þekkja allir í okkar verðbólguþjóð- félagi: gengislækkun og gengissig til hjálpar útflutningsatvinnuvegun- um og þeim atvinnugreinum er keppa við innflutning og afnám hindrana er kunna að hafa verið í vegi þess að þeir, sem framleiða fyrir innlendan markað geti velt kauphækkunum yfír í verðlagið. En hver er það, sem borgar þennan brúsa? Það eru auðvitað fyrst og fremst launþegamir sjálfír, sem þannig em sem neyteiidur látnir borga sér þær launahækkanir, sem þeir hafa fengið sem þátttakendur í framleiðslunni. Verðbólgnsamningar eða fast gengi Árið 1977 vom gerðir kjarasamn- ingar bæði á almennum vinnumark- aði (sólstöðusamningar) og við opinbera starfsmenn, sem fólu í sér mjög miklar kauphækkanir öllum til handa. Að því ég bezt veit skaut orðið „verðbólgusamningar" fyrst upp kollinum í kjölfar þeirra samn- inga og hefír það síðan verið notað um samskonar samninga eins og t.d. þá sem gerðir vom síðustu mánuði ársins 1984. Meira mun orðið þó hafa verið notað af atvinnu- rekendum en launþegum og á það sér eðlilegar skýringar. En hvemig á að skilgreina merk- ingu þessa orðs? Sjálfsagt er það nokkuð mismunandi hvaða merk- ingu þeir, sem orðið nota leggja í það, en hér verður reynt að skil- greina orðið þannig, að það geti gegnt nytsömu hlutverki í málefna- legum umræðum um kjaramálin. Hugmyndin að þeirri skilgreiningu á rót sína að rekja til samtals, sem ég og góður vinur minn Sigurður Ingimundarson, alþm. og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins áttum fyrir tæpum 30 ámm og skulu þau orðaskipti okkar, sem þetta mál snerta, nú rifluð upp í stuttu máli. Þetta var í nóvember 1959 að nýafstöðnum síðari kosningunum til Alþingis er fram fóm það ár. Sigurð- ur hafði þá í fyrsta sinn verið kosinn á þing af lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Aðalstarf Sigurðar var þá stærðfræðikennsla við Verzlun- arskóla íslands en ég hafði þá með höndum dálitla tímakennslu í hag- fræði við skólann. Eftir kosningam- ar fóm fram viðræður milli þingflokka Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um stjómar- myndun og vom þingmönnum þessarra flokka látnar í té ýtarlegar skýrslur um hina ýmsu þætti efna- hagsmálanna er Jónas Haraiz, er verið hafði efnahagsmálaráðunaut- ur minnihluta stjórnar Alþýðu- flokksins er þá sat við völd, hafði tekið saman. Sigurður kom þá að máli við mig einn daginn og spurði mig, hvort ég vildi líta með sér á skýrslur Jónasar og sagði ég, að það væri sjálfsagt. Einhvern næstu daga, þegar við hittumst á kennara- stofu Verzlunarskólans í kennslu- hléi, sem gefíð var þar um hádegisbilið til þess að kennarar og nemendur gætu fengið sér snarl og kallað var „löngu frímínútumar", settumst við niður við að skoða skýrslur Jónasar. M.a. vom þartaln- araðir fá ár aftur í tímann er sýndu annarsvegar þróun verðlags og hinsvegar þróun kaupgjalds, en með því að bera þetta saman má gera sér grein fyrir þróun kaupmáttar launa. Þá sagði Sigurður og hló við: „Mér sýnist þetta segja manni það, að launþegamir sjálfír hafí verið látnir borga sér 90% af þeim kaup- hækkunum, sem þeir hafa fengið á þessu tímabili." „Já, það er nú ein- mitt lóðið," svaraði ég. En þá hringdi skólabjallan svo að samtal okkar varð ekki lengra að því sinni. Ég er að vísu ekki ömggur um það, að ég muni þessa tölu rétt, en hygg hana þó ekki íjarri lagi. Verðbóigan var þá ekki komin á það stig, sem síðar varð að hún gleypti allar launa- hækkanimar eða jafnvel meira. Nú var orðið „verðbólgusamning- ar“ ekki mér vitanlega þá orðið til í íslenzku máli, svo að það bar ekki á góma í þessu samtali okkar. En ég get ekki látið mér detta í hug betri skilgreininingu á merkingu þess orðs en þá sem fólst í þeim orðum Sigurðar, sem ég hefí hér vitnað í. Minnist ég þessara orða- skipta okkar sem eins af fleiri dæmum, sem ég þekki um það, að greindir menn, þótt leikmenn séu í hagfræðilegum efnum geta orðað vandamálin á almenningi auðskilj- anlegri hátt, þannig að kjarni þeirra komi fram, en við lærðu hagfræð- ingamir, þegar við erum að reyna að þýða formúlur okkar á mál, sem skiljanlegt sé alþýðu manna. En samkvæmt þessu myndu „verð- bólgusamningar" vera samningar, sem atvinnurékendur gera í trausti þess, að kauphækkanir þær, sem um er samið verði fjármagnaðar á kostnað launþeganna sjálfra sem neytenda með því að velta þeim jafn- óðum yfír í verðlagið. Slíkt á sér þó ekki stað sjálfkrafa, heldur þarf þar til atbeina ríkisvaldsins og er gegnislækkun mikilvægasta að- gerðin af hálfu þess sem nauðsynleg er til þess að svo megi verða. Ef stjómvöld hinsvegar hvika ekki frá fastgengisstefnunni og aðilar vinnu- markaðarins trúa því, þá er ekki hægt að gera verðbólgusamninga í þeirri merkingu, sem hér hefur ver- ið lögð í þau orð. Atvinnurekendur verða þá að greiða hærra kaup af ágóða sínum þannig að tekjutil- færsla á sér þá stað milli þeirra og launþega, en verðlag helzt óbreytt að mestu, þannig að kauphækkan- imar verða raunhæfar kjarabætur. Fastgengisstefna og verðbólgu- samningar verða þannig andstæður. En hvað er raunhæft í þessum efn- um miðað við núverandi aðstæður í íslenzkum efnahagsmálum. Við skulum líta ofurlítið nánar á það. Frá gullfæti til verðbólgusamninga Þó að kjarasamningar þeir, sem gerðir hafa verið hér á landi allt frá lokum síðari heimsstyijaldar hafi í alltof ríkum mæli borið svipmót „verðbólgusamninga", eins og þeir hafa verið skilgreindir hér, þá fer því fjarri, að það sé skoðun mín, að það sé náttúrulögmál, að allar kauphækkanir, sem launþegum tekst að knýja fram, hljóti að velt- ast yfir í verðlagið og þannig í raun vera sóttar í vasa þeirra sjálfra sem neytenda. Ef svo væri, gæti kaup- gjaldsbarátta aldrei skilað neinum árangri í bættum kjörum. Það er á hveijum tíma háð stefnu þeirra, sem stjómvöld fylgja í peninga- og geng- ismálum, í hveijum mæli þetta getur átt sér stað. Tökum þar sem dæmi Ólafur Björnsson „Það skal síður en svo vefengt að þröngt sé í búi hjá ýmsum þeim atvinnu- greinum, sem framleiða til útf lutnings eða eiga í harðri samkeppni við inn- flutta vöru vegna kostn- aðarhækkana hér innanlands og að því er snertir útflutning til Bandaríkjanna vegna gengisfalls dollarans. gullfótinn, sem var hið ríkjandi pen- ingakerfi í flestum iðnvæddum löndum þijá fyrstu áratugi aldarinn- ar, að undanskildum árum fyrri heimsstyijaldar. Þá gátu atvinnu- rekendur ekki velt umsömdum kauphækkunum yfír í verðlagið. Þeim var meira að segja synjað um þá fyrirgreiðslu að fá meiri rekstr- arlán svo að þeir gætu greitt hærra kaup. Seðlabankinn svaraði mála- leitun atvinnurekenda um slíkt á þann veg, að gullforði bankans, sem samkvæmt gullfótarreglunum stjórnaði heildarútlánunum, ykist ekki þótt samið væri um hærra kaup. Gullfóturinn hefir þó verið óvirkur sem alþjóðlegur gjaldmiðill síðan 1931 og hér á landi hefír ekki verið um gullinnlausn að ræða síðan 1914. En þó að gullfóturinn hafí ekki verið endurreistur eftir síðari heimsstyijöld þá hefur verðbólga í nágrannalöndum okkar og öðrum helztu viðskiptalöndum verið lítil a.m.k. samanborið við það, sem hér hefír átt sér stað. Hvað hefír þá komið í stað gullfótarins og tryggt það, að verðbólga hefír a.m.k. verið hófleg? Það er stefna stjómvalda í peningamálum og gengismálum, sem fólgin var í því, að halda nokk- um veginn föstu gengi og haga Stefnunni í peningamálum og fjár- málum ríkisins í samræmi við það. Við aðila vinnumarkaðarins var sagt að þeir yrðu að semja innan þeirra marka, sem samrýmdist slíkri stefnu, ef þeir gerðu það ekki þá væri ábyrgðin þeirra á því, að slíkt gæti leitt til verulegrar aukningar í atvinnuleysi. Þetta hefír verið tek- ið alvarlega af aðilum vinnumarkað- arins og bæði kröfugerð og niðurstöður samninga verið í sam- ■ ræmi við það, því hvorki vinnuveit- endur né launþegar hafa óskað eftir samdrætti og atvinnuleysi. Hér á landi hafa þessi mál þróazt á annan veg og höfum við þar meg- inskýringuna á því, að verðbólga hefur lengzt af frá styijaldarlokum verið margföld á við það sem hún hefír verið í helztu viðskiptalöndum okkar. Að vísu hafa flestra, ef ekki allar þær ríkisstjómir sem setið hafa að völdum á þessum tíma talið það forgangsverkefni sitt að vinna gegn verðbólgunni. Jafnhliða hefir því verið lýst yfír, að kjarasamning- ar hlytu að vera á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. í þessu efni hef- ir núverandi ríkisstjóm ekki verið neinn eftirbátur forvera sinna. En gagnstætt því, sem gerst hefír í nágrannalöndunum þá hafa þeir samningar sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðinum stjómað stefn- unnni í gengismálum, peningamál- um og að talsverðu leyti einnig fjármálum ríkisins. Aðilar vinnu- markaðarins gera sína samninga oft um almennar launahækkanir sem eru margfaldar á við það sem gerist í þeim löndum, sem halda stöðugu verðlagi, en síðan er farið á fund ríkisstjómarinnar og sagt við hana að hún verði nú, þvert ofan í gefnar yfirlýsingar, að sjá til þess að ekki leiði atvinnuleysi af hinum gerðu samningum. Og niðurstaðan verður jafnan sú, að eftir nokkurt japl og jaml og fuður þá er með gengis- fellingu, lánsíjárþenslu og halla á fjárlögum tryggt, að ekki komi til samdráttar og uppsagna starfsfólks. Allar þær kjarabætur, sem samn- ingamir áttu að tryggja, fara að vísu þar með út í veður og vind og sömuleiðis viðleitni ríkisstjórnar til þess að draga úr verðbólgunni, en þar geta þeir sem við stjómvölinn sitja huggað sig við það, að þar hafí þeim a.m.k. ekki tekist verr en þeim, sem við völd vom á undan þeim. Fastgengið er eina raunverulega kaup- máttartryggingin í verðbólguþjóðfélagi eins og því íslenzka hlýtur það að vera eitt- hvert mesta vandamál, sem laun- þegasamtökin eiga við að etja hvernig tryggja megi það, að áunn- ar launahækkanir verði ekki að engu gerðar með samsvarandi verð- hækkunum, eða hvemig verð- tryggja megi kaupið eins og það oft er orðað. Megintilgangur slíkrar verðtryggingar verður alltaf sá, eins og mikilsvirtur verkalýðsleiðtogi orðaði það einhvern tímann í sam- tali okkar, að veita atvinnurekend- um og stjómvöldum aðhald um það að gæta hófs er þessir aðilar taka sínar ákvarðanir um hækkun verðs vöm og þjónustu. Það sem laun- þegasamtökin hafa einkum beitt sér fyrir í þessu skyni em sjálfvirk ákvæði um það í kjarasamningum, að kaup skuli hækka til samræmis við hækkun framfærslukostnaðar með ákveðnu millibili t.d. á þriggja mánaða fresti eins og algengast hefir verið hér á landi. í sjálfu sér er það líka rökrétt ályktun, að þar sem þeir aðilar, er hlut eiga að máli vilja gjaman spara sér þann kostnað er leiðir af vísitöluhækkun- um kaupgjalds, þá hljóti slík ákvæði að veita nokkurt aðhald í þessu efni. Meðan um hægfara verðbólgu er að ræða veita slík ákvæði á kjara- samningum tvímælalaust nokkra kaupmáttartryggingu, því að eitt- hvað er þá jafnan eftir í lok vísi- tölutímabilsins af þeim launabótum, sem greiddar vom í byijun þess. En þegar verðbólgan nær vissum hraða, þannig að kaupgjald tekur stökkbreytingum á fárra mánaða fresti, þá hverfur þetta aðhald, sem ákvæðin um vísitölubætur veita með öllu, þannig að kaupmáttartrygg- ingin verður jafnvel neikvæð. Smjörþef af þessu fengu launþegar fyrri hluta ársins 1983, þegar hraði verðbólgunnar varð slíkur, að þrátt fyrir ákvæði kjarasamninga um full- ar verðbætur á laun á þriggja mánaða fresti þá var kaupmáttur launa rýrari í lok vísitölutímabils en verið hafði áður en kom til greiðslu launabótanna í upphafí þess. Skýr- ingin á þessu er vafalaust m.a. sú, að þegar kaupgjaldið tekur þeim stökkbreytingum á þriggja mánaða fresti, sem leiðir af því að allt kaup hækkar um tveggja stafa hundraðs- tölu, þá grípur slíkt kaupæði jafnan um sig að seljendur vöru og þjón- ustu freistast til þess ef þeir geta komið slíku við, að hækka verðið jafnvel áður en kauphækkanimar hafa átt sér stað. í mikilli verðbólgu verða öll ákvæði um sjálfvirkar vísi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

282. tölublað (11.12.1987)

Aðgerðir: