Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
25
Varsjárbandalagið:
Ceausescu mun ekki sitja
fundinn með Gorbatsjov
Vín, Reuter.
FORSETI Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, mun ekki vera viðstaddur
fund Varsjárbandalagsins í Austur-Berlin, sem hefst i dag. Vestræn-
ir sendimenn austantjalds telja að með þvi sé hann að lýsa andstöðu
sunu við stefnu Gorbatsjovs.
Vestrænir sendimenn í höfuð-
borgum austantjalds segja að vitað
sé að Ceausescu sé önnum kafinn
heima fyrir. Órólegt hefur verið í
Rúmeníu að undanförnu vegna lé-
legs ástands í efnahagsmálum og
vöruskorts í landinu. Annríkið er
þó ekki talin ástæða fjarveru hans
á fundinum á morgun, heldur vilji
hann með henni lýsa yfir andstöðu
sinni á stefnu Sovétleiðtogans.
Gorbatsjov mun í dag gera leið-
togum Varsjárbandalagsins grein
fyrir umræðum hans og Ronalds
Reagan Bandaríkjaforseta í Wash-
ington. Ceausescu er eini leiðtoginn
leppríkja Sovétríkjanna, sem verður
fjarverandi á fundinum í Austur-
Berlín, en utanríkisráðherra
Rúmeníu, Ioan Totu, mun sitja
fundinn fyrir hönd hans.
Reuter
Á myndinni má sjá Erich Honecker, kommúnistaleiðtoga í Austur-
Þýskalandi, taka á móti Ioan Toto, utanríkisráðherra Rúmeníu, i gær.
JOLATILBOD
SAMSUNG ORBYLGJUOFN
til að létta undir með jólabakstr-
inum og eldamennskunni.
Samsung 553T örbylgjuofninn er
einmitt rétti ofninn fyrir þig,
ekki of lítll, og ekki of stór.
17 lítra, 500 vatta með fimm
mismunandi hitastillingum og
snúningsdiski. Matreiðslunámskeið
fylgir að sjálfsögðu með.
13.900,- stgr.
JAP1SS
BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SÍMI 27133