Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 54 LYFTINGAR Magnús Ver sterk- asti maður íslands Lyfti mestu þyngd sem íslendingur hefur lyft, 380 kg, á Jötnamótinu í lyftingum KRAFTAMAÐURINN Magnús Ver Magnússon gerði það gott á Jötnamótinu f lyftingum - þar sem mœttirvoru sterkustu menn íslands í kraftlyftingum. Magnús Ver lyfti mestu þyngd sem íslendingur hefur lyft þeg- ar hann lyfti 380 kg í hnébeyju í 125 kgftokki. agnús, sem lyfti 220 kg í bekkpressu og 350 kg í rétt- stöðulyftu, var maður mótsins. Hann lyfti mestu samanlagðri þyngd, 940 kg, og varð þannig stigahæsti maður mótsins. _ Jón Gunnarsson stórbætti íslands- met Halldórs Eyþórssonar í hné- beyju í 90 kg flokki - lyfti 320 kg. Hörður Magnússon setti met í 110 kg flokki - lyfti 360 kg. Kári Elíson setti íslandsmet í bekk- pressu í 75 kg flokki. Lyfti 174 kg, sem er afrek á heimsmælihvarða. Hörður Magnússon, sem lyfti 360 kg í hnébeyju, 190 kg í bekkpressu og 325 kg í réttstöðulyftu, setti íslandsmet í samanlögðu í 110 kg flokki, 875 kg. Kári Elíson var sigurvegari í 75 kg flokki, Jón Gunnarsson í 90 kg flokki, Hörður Magnússon 110 kg flokki, Magnús Ver Magnússon í 125 kg flokki og Hjalti Amason í +125 kg flokki. MorgunblaðiÖ/RAX Megnús Ver Maanússon sést hér hlaðinn verðlaunabikurum, eftir frækna framgöngu f Jötnamótinu. Það er ekki laust við að Hjalti Amason öfundi hann. FOLK ■ SÉRSAMBÖND ÍSÍ kjósa þessa dagana íþróttamann ársins úr sfnum röðum. Kristján Sig- mundsson, markvörður Víkings, var kjörinn handknattleiksmaður ársins af sfjóm HSÍ í vikunni ■ JÓN Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK, var fyrir skömmu útnefndur körfuknattleiksmann ársins hjá KKÍ. ■ FLUGLEIÐIR eru sem kunn- ugt er styrktaraðilar HSÍ og aðstoða sambandið með ýmsum hætti. Fyrirtækið sá m. a. um að flytja heims- og ólympíumeistara Júgóslavíu til og frá landinu í vikunni HSÍ að kostnaðarlausu. ■ ERNST Kunnecke hefur tek- ið við stjóminni hjá Winterslag, liði Guðmundar Torfason. Kunnicke, sem er 49 ára Vestur- Þjóðverji, er þriðji þjálfari liðsins á þessu keppnistfmabili, en hann Öálfaði Winterslag 1977 til 1979. I NORMAN Hunter var í gær rekinn frá Rotherham, sem er í 3. deild í Englandi. Hunter tók við stjóm liðsins fyrir 30 mánuðum og átta dögum, en liðinu hefur ekki gengið sem best að undanfömu og þvf fór sem fór. ■ KEITH Peacock, stjóri 3. deildarliðs Gillingham, greiddi í vikunni um 250 þúsund íslenskra króna fyrir fyrir son sinn, Gavin. Sá hefur verið í herbúðum QPR og leikið fimm leiki, en pabbinn fékk strák lánaðan fyrr á tímabilinu og hefur hann leikið átta leiki með Gillingham. Krlstján Slgmundsson. ■ JOHAN Gruyff, þjálfari Ajax f Hollandi, vill fá miðherja Porto lánaðan út tímabilið. Sá heitir Rabah Madjer og er frá Alsír, en kemur til með að leika með Bayem Mtlnchen næsta keppnistímabil. Málið skýrist eftir leik Porto og Penarol frá Uruguay um heims- meistaratitil félagsliða, sem fram fer í Tokyo á sunnudaginn. ■ FRANK Ordenewitz, mið- herji Werder Bremen, var valinn í vestur-þýska landsliðið í knatt- spymu, skömmu áður en hópurinn hélt í keppnisferð til Suður- Ameríku, en liðið leikur gegn Brasilíu á moigun og við Argentínu á miðvikudaginn. Ordenewitz, sem er 22 ára, lék með Bremen í Evr- ópukeppninni f fyrrakvöld og hélt til Brasilfu f gær. Klinsmann hjá Stuttgart er hinn miðheiji lands- liðshópsins, en báðir eru nýliðar og komu í staðinn fyrir Littbarski og Eckstein, sem eru meiddir. ■ MARK Dennis hjá QPR var í gær dæmdur í 53 daga keppnis- Jón Kr. Qíslason. bann, frá 24. desember til 15. febrúar eftir að hafa verið vísað af veili í leik gegn Spurs í síðasta mánuði. Það var 11. brottvísun leik- mannsins á ferlinum, en en hann hefur verið bókaður 77 sinnum á rúmlega 10 árum, sem er óvenju- legt met í ensku knattspymunni. Dennis lék ekki síðustu 14 leiki QPR fyrir viðureignina gegn Tott- enham vegna leikbanns og meiðsla og missir að minnsta kosti af 10 leikjum til viðbótar vegna þessa banns. Þetta er ein mesta refsing, sem leikmaður hefur hlotið í Eng- iandi, en 1974 vom Kevin Keegan og Billy Bremner dæmdir í fímm vikna bann eftir að hafa verið vikið af velli í leik Liverpoól og Leeds um góðgerðarskjöldinn. ■ RAGNAR Margeirsson, iandsliðsmaður í knattspymu frá Keflavík, fer ekki til Grikklands á næstunni. Gríska félagið Olympia- kos keypti í gær argentínska miðheijann Juan Heriberto Funes frá River Plate. V0RN Vamarieikur landsliðsins er höfuðverkur Sóknarieikur á heimsmælihvarða Jafnvægi verður að koma á milli vamar og sóknar Tveir erfíðir landsleikir í handknattleik, gegn heims- og olympíumeisturum Júgó- slavíu, em að baki. íslendingar geta vel við unað. Það kom margt gott fram og geta menn verið mjög ánægðir með sóknarleik landsliðsins. Strák- amir sýndu sóknar- leik á heimsmæli- hvarða. Aftur á móti kom enri einu sinni fram að vamarleik- urinn er höfuðverk- ur. Sóknarleikur hefur verið sterkasta vopn Bogdan, landsliðs- þjálfara. Hann er nyög snjall að skipu- leggja sóknarleik og leikfléttur. Bogdan vill oft gleyma vam- arleiknum í hinum mikla sóknarákafa sínum. Vamarleikur íslenska iiðsins var ekki nægilega traustvekjandi gegn Júgóslövum. Miðjan opnaðist oft mjög illa - bæði þannig að langskyttur Júgó- slava gátu skorað með langskot- um, eða þá sent knöttinn inn á línu - línusendingar sem gáfu mörk. íslensku vömina þarf að skipu- leggja þannig að leikmenn liðsins vinna sem ein liðsheild. Það hentar ekki gegn öllum þjóðum að leika með einn „veiði- mann" úti á vellinum. Þannig „húkkleikaðferð“ dugar ekki alltaf. Landsliðsmenn okkar eru það hávaxnir að þeir eiga hæg- lega að geta leikið 6-0 vöm með góðum árangri. Slakur varaarleikur landsliðsins er spegilmynd af vamarleik 1. deildarliðanna okkar. Aðeins eitt féiag, Valur, leikur sterkan vamarleik í deildinni og þá fær Einar Þorvarðarson, landsliðs- markvörður svo sannarlega að njóta sfn. GóAur sóknarlelkur Sóknarleikur íslenska landsliðs- ins gegn Júgóslövum var mjög góður. 55.6% sóknamýting var í fyrri leiknum - 47.8% í fyrri hálfleik, en 63.6% í seinni hálf- leik. í seinni leiknum var nýting- in 61.3% - 54.5% í fyrri hálfleik, en 68.1% í seinni hálfleiknum. Þegar aðeins skot að marki eru talin, kemur f ljós að fslensku landsiiðsmennimir skoruðu 25 mörk í fyrri leiknum - úr 32 skotum, sem er 78.1%. Í seinni Ieiknum skoraðu þeir 27 mörk úr 38 skotum, sem er 71% nýt- ing. Strákamir skoruðu 52 mörk í báðum leikjunum - úr 70 skot- um, sem er 74.2% nýting. Júgóslavnesku markverðimir vörðu 11 skot (15.7%), tvö skot höfnuðu f stöng (2.8%), eitt skot hafnaði í vöm (1.4%) og fjögur skot fóru fram hjá marki (5.7%). Landslið með þannig nýtingu á ekki að þurfa að tapa landsleikj- um, nema þá að vamarleikurinn sé slakur. Sóknarleikurinn er þó ekki allt. Það sýndu V-Þjóðveij- ar í Super Cup á dögunum. Aðalsmerki þeirra var geysilega Harka Varnarleikmenn Júgóslava taka Þorgils Óttar eng- um vettlingatökum. Þetta er kannski ot mikil harka. sterkur vamarleikur, frábær markvarsla og gífurleg barátta. Það dugði þeim til sigurs í mót- inu. Snúum okkur aftur að sóknar- leik íslenska liðsins. Við eigum margar mjög sterkar langskytt- ur, góða homamenn og línu- mann, Þorgils Óttar Mathiesen, sem er í fremstu röð í heiminum. Þá eigum við snögga leikmenn til að bruna fram í hraðupp- hlaup, leikmenn sem hafa gott auga fyrir línusendingum og gegnumbrotum. Landsliðið leik- ur mjög flölbreyttan sóknarleik. Mörkin 52 gegn Júgóslövum féllu þannigt 17 voru skoruð með langskotum, 9 af Ifnu, 8 úr homum, 8 eftir hraðupp- hlaup, 8 úr vítaksötum og tvö eftir gegnumbrot. Skotnýting leikmanna var mjög góð. Þorgils Óttar skoraði 10 mörk úr tíu skotum, sem er 100% nýting. Sigurður Sveins- son §ögur mörk úr fjórum skotum (100%), Valdimar Grímsson 7 mörk úr 8 skotum (87.5%), Páll Ólafsson 5 mörk úr 6 skotum (83.3), Guðmundur Guðmundsson 6 mörk úr 8 skot- um (75%), Sigurður Gunnarsson 5/1 mörk úr 7 skotum (71.4), Kristján Arason 11/7 mörk úr 18 skotum (64.7%) og Atli Hilm- arsson skoraði 4 mörk úr 9 skotum (44.4%). Þessi upptalning sýnir að við eigum mjög snjalla sóknarleik- menn og íslenska landsliðið er eitt sterkasta sóknarlandslið heims. Aftur á móti er vamar- leikurinn mikill höfuðverkur ein og stendur. Höfuðverkur sem Bogdan verður að lækna fyrír OL í Seoul. Sigmundur Ó. Steinarsson VARNARLEIKUR Vamarleikmenn verða alltaf að vera vakandi - þangaö til að flautað er til leiksloka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

282. tölublað (11.12.1987)

Aðgerðir: