Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
21
Ráðhúsið - eitt
mesta listaverk sem ís-
lensk kona hefur gert
eftir Benedikt
Gröndal
í deilunum um ráðhúsið við
Tjömina hafa komið fram tvær
hugmyndir, sem ástæða er til að
taka undir og vekja frekari athygli
á. Önnur er sú skoðun Grétars
Eiríkssonar, fuglafræðings, að ráð-
húsið muni bjarga fuglalífi á
Tjörninni en ekki granda því. Hin
er ábending Gísla Sigurðssonar, rit-
stjóra Lesbókarinnar, um að pexið
um staðarvalið hafi skyggt á þá
staðreynd, að íslendingum hafí
áskotnast teikning af forkunnar
fögru og vel hönnuðu húsi, sem
þegar hafí vakið athygli erlendis
sem ágæt byggingarlist.
Fáir þekkja íslenskt fuglalíf og
unna því eins og Grétar. Hann veit
hvað hann fer, er hann segir að
slík bygging við norðurenda Tjam-
arinnar muni frekar bjarga lífríki
hennar en spilla því. Við þetta má
bæta, að bygging yfír borgarstjóm
og borgarstjóra á þessum stað er
eins konar „ábyrgð" á Tjörninni um
alla framtíð. Er ekki augljóst, að
borgaryfírvöld búsett á þessum stað
muni leggja sig sérstaklega fram
um að vemda lífíð á Tjöminni og
reka byggingarvarga á brott? Óró-
legt náttúruvemdarfóik getur tekið
ró sína í trausti þess, að nú fær
tjamarlífíð eilííðarábyrgð og öflug-
an vemdara.
Sjálf teikningin af ráðhúsinu hef-
ur fengið minna rúm í umræðunni
en staðsetningin.en skiptir þó höf-
uðmáli. Auðvitað eru skoðanir á
húsinu skiptar, en þeim fer fjölg-
andi sem trúa, að þetta hús muni
verða klassísk bygging, er fellur
einstaklega vel að staðháttum. Er
það viðurkenning á þessu sjónar-
miði, að Architectural Review skuli
flalla um teikninguna með merk-
ustu opinberum byggingum, sem
eru á dagskrá víða um lönd.
Ég er þeirrar skoðunar, að þetta
ráðhús sé þegar í teikningu eitt
mesta listaverk, sem íslensk kona
hefur unnið. Mér er auðvitað ljóst,
að Margrét Harðardóttir hefur unn-
ið húsið með manni sínum, Steve
Christer, og allur sómi rennur til
beggja jafnt, hvernig sem þeirra
samvinnu er háttað. Lofíð verður
um síðir nóg til skiptanna fyrir þau
hjónakomin.
Nútíma byggingalist er alþjóðleg
í eðli sínu, enda þótt oft megi sjá
áhrif einstakra þjóða eða menning-
arsvæða. Hitt er þó algengara, að
menn og hugmyndir teigi sig yfir
höf og landamæri. Finnskir meist-
arar hafa byggt víða um lönd.
Japanskir byggja nú sum merkustu
hús í Bandaríkjunum. Dani teiknaði
frægustu byggingu í Ástralíu.
Það er engin íslensk byggingalist
til nema torfbæimir og hamraborg-
ir Guðjóns Samúelssonar. Og þó.
Einn fremsti húsameistari heims-
byggðarinnar var til skamms tíma
Finninn Alvar Aalto. Hann teiknaði
Norræna húsið í Reykjavík, og varð
fyrir þeim áhrifum af umhverfínu,
að hann mótaði íslenskt fell, notaði
meira að segja dimmbláan lit á efri
hluta hússins. Ef til vill eiga spek-
ingar komandi ára eftir að benda
á, að ráðhúsið rísi í „gegnsæi og
léttleika" upp úr Tjöminni okkar
eins og alíslensk álfahöll.
Umræður um slíka byggingu á
svo elskuðum stað hljóta að verða
miklar og heitar. Þær eru nauðsyn-
legar, en bera ekki alltaf beinan
árangur. Gagnrýnin átti mikinn
þátt í því að leggja síðustu hug-
mynd um ráðhús í Tjöminni á
hilluna. Þessi sama gagnrýni hefur
ráðið úrslitum um það, hvers konar
hús er nú valið fyrir þennan stað.
Þannig hefur umræðan áhrif, en
má ekki verða til þess, að aldrei
verði hægt að reisa opinberar bygg-
ingar, sérstaklega yfir stofnanir
lýðveldisins.
Hér á íslandi er furðulega mikill
munur á myndarskap bygginga ein-
staklinga og fyrirtækja annars
vegar og sjálfs ríkisins hins vegar.
Forseti Islands, ríkisstjóm, stjóm-
arráð og Hæstiréttur em í svo
ómerkilegu húsnæði (með allri virð-
Benedikt Gröndal
„Ég er þeirrar skoðun-
ar, að þetta ráðhús sé
þegar í teikningu eitt
mesta listaverk, sem
íslensk kona hefur unn-
ið. Mér er auðvitað
Ijóst, að Margrét Harð-
ardóttir hefur unnið
húsið með manni sínum,
Steve Christer, og allur
sómi rennur til beggja
jafnt, hvernig sem
þeirra samvinnu er
háttað. Lofið verður
um síðir nóg til skipt-
anna fyrir þau hjóna-
kornin.“
ingu fyrir gamla ' húsinu við
Lækjartorg) að það er þjóðar-
skömm. Verslunarhallir, hótel og
mjólkurstöðvar rísa af myndarskap.
Menningin fylgir í humátt á eftir,
til dæmis með bókhlöðunni. En ríkið
sjálft situr í lágreistum húsum og
leiguskrifstofum. Þarf þó enginn
stofnun svo mjög á því að halda
að sýna myndugleik, vekja stolt og
virðingu þegnanna, sem sjálft lýð-
veldi Islands.
Nú hefur ríkið sýnt þau 'tilþrif
að kaupa kynstur af gömlu og
ósamstæðu húsarusli umhverfís
Amarhvol. Væri bragð að, ef ætlun-
in væri að rífa mikið af þessu til
að rýma fyrir viðeigandi nýbygg-
ingum. Líklegra er þó, að lappað
verði upp á allt draslið á sem fljót-
legastan hátt. Eins og þegar
íslenska ríkið kom sér upp ráð-
stefnusölum með því að innrétta
undir þaki í aflóga rúgbrauðsgerð
í verksmiðjuhverfi. Hvflík reisn!
Ekki er það niðurstaða af þessum
vangaveltum, að hér skorti stórhýsi
með turnum fyrir æðstu stofnanir
ríkisins. Þvert á móti spinnst þetta
inn í umræðu um ráðhúsið við
Tjömina vegna þess, að það er hóf-
lega stór, opinber bygging og öll
sniðin við okkar aðstæður. í þeim
anda ætti að leysa byggingamál
lýðyeldisins.
Reykvíkingar eiga eftir að verða
stoltir af þessu ráðhúsi, og þeir
munu sýna bömum sínum og gest-
um það og ganga um almenning
hússins, þar sem opið verður til
Tjamarinnar, en hægt að fræðast
um allt landið hið innra. Ungur
arkitekt úr Garðabæ orti þetta, og
borgarstjórinn skildi það. Sem betur
fer hefur hann manndóm og víðsýni
til að gera það að veruleika, hvað
sem tautar.
Höfundur er sendiherra.
Skyrta kr. 1.890,-
Bindasett kr. 990,-
Skyrta kr. 1.890,-
Peysa m/leöri kr. 7.890,-
Bindi kr. 890,-
Ruskinnsjakki kr. 13.590,-
Rúllukragapeysa kr. 3.690,
Buxur kr. 3.950,-
AUSTURSTRÆTI 22 - SIMI 45800