Morgunblaðið - 11.12.1987, Side 1

Morgunblaðið - 11.12.1987, Side 1
128 SÍÐUR B/C/D 282. tbl. 75. árg.________________________________FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræðurnar í Hvíta húsinu Þriðja fundi þeirra Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, er nú lokið en þessi mynd er frá viðræðum þeirra í skrifstofu Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á miðvikudag. Á milli þeirra sitja túlkarair. Arangurinn einvörðungn P a sviði afvopnunarmála n, frá Á8geiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Bandaríkin: Viðskipta- halli aldrei verið meiri Washington, London, New York. Reuter. HALLINN á viðskiptum Bandaríkjanna við útlönd var meiri í október en hann hefur áður verið í einum mánuði. Af þeim sökum féll gengi dollar- ans og sömu sögu er að segja af verðbréfamarkaðnum. Efnahagssérfræðingar höfðu flestir búist við, að hallinn í októ- ber yrði á bilinu 14-15 milljarðar dollara, heldur meiri en í septem- ber, en þess í stað varð hann 17,63 milljarðar dollara. Hafði hann áður verið mestur í júlí sl., 16,47 millj- arðar. Embættismenn viðskipta- ráðuneytisins kenna aðallega um meiri olíu- og bílainnflutningi. Seðlabankar í Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi og Sviss skár- ust í leikinn með dollarakaupum en þrátt fyrir það lækkaði gengi dollarans og hefur ekki í annan tíma verið lægra gagnvart jap- önsku jeni eða rúm 129,05 jen fyrir dollarann. f Wall Street hafa hlutabréf hækkað í verði undanfama daga um 135 stig samkvæmt Dow Jo- nes-vísitölunni en þegar fréttir bárust um viðskiptahallann lækk- aði verðið um 49 stig og var 47 stigum lægra en á miðvikudag þegar kauphöllinni var lokað. I kauphöllum í Evrópu lækkuðu hlutabréf einnig allmikið. í október jókst útflutningur Bandarikjamanna nokkuð frá fyrra mánuði og var 21,75 millj- arðar dollara en meira munaði um, að innflutningur jókst verulega, úr 35,06 milljörðum í 39,38 millj- arða dollara. Viðskiptahallinn gagnvart Japan jókst úr 4,63 mill- jörðum í 5,86 og gagnvart Evrópu úr 1,71 milljarði í 3 milljarða. Geoffrey Littler, formaður sam- starfsnefndar um efnahagslega samvinnu og þróun á vegum OECD, sagði í gær, að fulltrúum iðnríkjanna þætti sem gengisfall dollarans væri orðið nóg til að leið- rétta það misgengi, sem verið hefði í viðskiptum þjóðanna. LEIÐTOGAR risaveldanna þeir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti hafa náð árangri í viðræðum um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna, þó svo að niðurstöður leiðtogafundarins í Washington séu ekki í samræmi við væntingar margra. Banda- rískur embættismaður segir, að rannsóknir og tilraunir vegna geimvarna standi ekki í vegi fyr- ir frekari samningum. Þá hefur verið ákveðið að fela samninga- mönnum risaveldanna í Genf að leita leiða til að ná samkomulagi um eftirlitsákvæði hugsanlegs samnings um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna og túlkun ABM-sáttmálans um tak- markanir gagneldflaugakerfa. Þá hefur náðst bráðabirgðasam- komulag um svonefnd undir- mörk sem gerir ráð fyrir því að hvoru stórveldinu verði heimilt að ráða yfir 4.900 lgarnaoddum í langdrægum kafbáta- og land- eldflaugum, verði vopnum þessum fækkað. Stjómmálaskýrendur og emb- ættismenn telja að sá andi, sem ríkjandi hefur verið í viðræðum leið- toganna og sendinefnda þeirra, gefi tilefni til bjartsýni á frekari viðræð- ur. Er það einkum nefnt að vænta megi árangurs í viðræðum þeirra Georges Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og hins sovéska starfsbróður hans, Edúards She- vardhadze á næstunni. Þrátt fyrir þetta er ljóst að bandarískir emb- ættismenn hafa orðið fyrir von- brigðum vegna þess hve lítið miðaði í viðræðum leiðtoganna um mann- réttindamál, sem fulltrúar Banda- ríkjastjórnar lögðu ríka áherslu á, og veru sovéska innrásarliðsins í Afganistan. Gorbatsjov sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að nákvæm tímasetning brottflutn- ingsins væri háð því skilyrði að Bandaríkjamenn hættu að styðja frelsissveitir í Afganistan, sem beij- ast gegn sveitum Sovétmanna og leppstjómar þeirra í Kabúl. Gor- batsjov lét í ljós vonir um að unnt yrði að leysa þennan ágreining risa- veldanna. Samkvæmt ummælum bandarísks embættismanns, sem ekki vildi láta nafns síns getið, urðu leiðtogamir ásáttir um að heimilað- ar skyldu rannsóknir og tilraunir vegna geimvama. Virðist sam- komulagið vera eftirgjöf af hálfu Sovétmanna en á Reykjavíkurfundi leiðtoganna setti Gorbatsjov það sem skilyrði fyrir samningum um aðra þætti afvopnunarmála, að rannsóknir og tilraunir Bandaríkja- manna vegna geimvama yrðu takmarkaðar við rannsóknastofur. Á blaðamannafundinum í gærkvöldi sagði Gorbatsjov, að Reykjavíkur- fundurinn hefði ekki verið til einskis. „Hefðum við ekki hist í Reykjavík, hefði ekkert gerst hér,“ sagði hann á tveggja tíma iöngum fundi sínum. Gorbatsjov hélt frá Washington rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma til Austur-Berlínar, þar sem hann hittir leiðtoga Var- sjárbandalagsins. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðir við starfsbræður sína í Atl- antshafsbandalaginu í Briissel í dag. Klukkan tvö í nótt ávarpaði Reagan bandarísku þjóðina í sjón- varpi og greindi henni frá niðurstöð- um fundarins. Greinilegt er að í fjölmörgum ágreiningsefnum ríkjanna tveggja hefur lítið sem ekkert miðað í átt til samkomulags. Sovétmenn hyggj- ast ekki styðja tillögu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem gerir ráð fyrir því að bannað verði að selja vopn til írans og umræður um ástand mannréttindamála í Sov- étríkjunum hafa reynst árangur- lausar. Sjá fréttir um leiðtogafundinn á miðopnu og síðu 24-25. Kveðjuávörpin við Hvíta húsið ollu vonbrigðum Washington, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunbladsins. RIGNINGIN setti svip á kveðjuathöfnina fyrir MíkhaU S. Gorbatsjov, leiðtoga Sovétrikjanna, og konu hans Raisu Gorbatsjova hér við Hvita húsið í gær. Fjöldi manns hafði safnast saman á grasflötinni sunnan við Hvita húsið til þess að fylgjast með kveðjuathöfninni. Flestir við- staddra, ef ekki allir, urðu fyrir miklum vonbrigðum með kveðjuávörpin. Andrúmsloftið á þessum þriðja leiðtogafundi risa- veldanna hefur verið mjög jákvætt og þótt lofa góðu. Áttu flestir fréttaskýrendur hér vestra von á því að leiðtogamir kveddust með sameiginlegum tímamótayfírlýsingum og þeir bjartsýnustu töldu jafnvel að greint yrði frá nýju markverðu samkomu- lagi, annaðhvort um mannréttindi eða afvopnunar- mál. Um kl. 14.20 (19.20 ísl. tími) gengu leiðtogamir saman hingað út á grasflötina fyrir sunnan Hvita húsið og fluttu ræður, en mörgum þótti lítið um niðurstöður þeirra. Báðir gáfu það eitt í skyn, að ástæða væri til bjartsýni. Engar ákveðnar yfirlýsing- ar voru gefnar, hvorki hvað varðar leiðtogafund í Moskvu á næsta ári né um ágreiningsefni ríkjanna. í dynjandi rigningu hlýddu fréttamenn og gestir á ávörp leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í garði Hvíta hússins, en þrátt fyrir vinsamleg orð í garð hvor annars og vinsamleg ummæli um þjóðir hvor annars var ljóst af viðbrögðum gesta og frétta- manna, að þeir töldu ekki að um mikinn árangur væri að ræða á þessum fundi fyrir utan samning- inn, sem undirritaður var.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.