Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Brodsky tekur við bók- menntaverðlaunum Nóbels Joseph Brodsky sést hér taka við Nóbelsverðlaununum í bók- menntum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs í gær. Brodsky er fæddur í Sovétríkjunum en býr nú í Bandaríkjunum. Irland: Lögregla finnnr tóm vopnabyrgi Dyflinni, Reuter. ÍRSKA lögreglan fann í gær neð- anjarðarbyrgi á stærð við hús þar sem talið er að írski lýðveldis- herinn, IRA, hafi ætlað að fela miklar vopnasendingar sem von var á erlendis frá. Talið er að byrgið hafi átt að vera til reiðu fyrir 150 tonna vopnafarm sem gerður var upptækur af frönsk- um yfirvöldum í október þegar bátur með fimm manna áhöfn var tekinn útifyrir ströndum Bretagne-skaga. Byrgið er á bóndabæ nærri Arklow í austurhluta landsins, það er afar rammgert. Lögreglumenn urðu að nota höggbora tii að komast í gegn- um jámbenta steinsteypuna sem lokaði byrginu. Um 7.000 manna lið lögreglu og hermanna hafa að undanfömu gert víðtæka leit að vopnageymslum og byrgjum á írlandi. Tölvuskemmdarverk: „Veiruforrit“ gera usla í tölvuheiminum VEIRUR geta valdið lifandi verum talsverðum óþægindum og vanlí- ðan. Hið sama getur átt við um tölvur þó þar sé um annars konar „veirur" að ræða. Smitleiðin er sú sama og meðal manna — sam- skipti við jafningja sína. Likt og við smitumst af kvefaðri manneskju á förnum vegi, „smitast" tölvurnar þegar þær eru tengdar öðrum tölvum. Þær tala saman og skiptast á gögnum og forritum. Það út af fyrir sig er gott og blessað, en það versnar í málinu ef „tölvu- veira“ fylgir með í kaupunum. í tölvuheiminum er veira sakleys- islegt forrit sem aðeins er nokkur hundruð.línur á lengd og því vart greinanlegt, sé því fyrirkomið innan annars forrits, sem er mörg þúsund línur að lengd. Fyrstu tilfellin mátti í raun telja slys: leifar af úreltum forritum, sem vöknuðu til lífsins á ný þegar nýjar skipanir komu til sögunnar. Nú eru veirumar hins vegar búnar til af ásettu ráði. Sumar veirumar em tiltölulega góðkynja. Þær geta til dæmis sagt tölvunni að setja nokkrar línur úr einhverri sonnettu Shakespeares á skjáinn öðru hveiju. Kannski leiðin- legt til lengdar, en skaðlaust. Flestar tölvuveirumar em þó búnar til af meiri illgimi. Lífeðlisfræðileg- ar veirur taka bólfestu í frumum, fjölga sér og breiðast svo út koll af kolli. A sama hátt getur tölvu- veira hulist í minni tölvunnar, kallað upp skrár (bæði kerfís- og texta- skrár) og smitað þær — það er að segja gert afrit af sjálfri sér í hverri skrá. Síðan kann veiran að valda því að á tilsettum tíma þurrkast allar smituðu skrámar út, mglað efnisskrána (directory) eða minnið, breytt upplýsingum eða einfaldlega slökkt á tölvunni. Ein slík veira, sem eigendur Amigu-tölvunnar frá Commodore hafa orðið fyrir barðinu á að undanfömu, getur fyrirvara- laust lagt það forrit, sem er f notkun á þeim tíma, í rúst og endurstillt tölvuna að því loknu. Eigendur ann- arra tegunda örtölva hafa átt í svipuðum erfíðleikum. Nær öll tölvukerfi, sama hversu fullkomin þau annars em, em næm fyrir veirum þessum. Flugumferð- artölvur, netkerfi banka, skrárkerfi sjúkrahúsa og hemaðartölvur geta allar smitast, séu þær tengdar öðr- um tölvum, sem iðulega þarf að gera. í sumum tilfellum hefiir engu mátt muna að afleiðingamar yrðu skelfilegar. í marsmánuði árið 1985 varð vatns- og rafmagnsveita Los Angeles-borgar fyrir því að allar tölvuskrár þeirra fmsu fastar vegna kerfissprengingar. „Kerfíssprengj- ur“ era svipaðar veiranum á margan hátt, en em yfírleitt ekki smitandi. Enginn verður þeirra var fyrr en ákveðnum skilyrðum er full- nægt, en þá springa þær. í Los Angelses var það einungis fyrir heppni að vatns- og rafmagnsveitan lamaðist ekki algerlega. Það er þó mun einfaldara að finna veiru en að hafa hendur í hári skapara hennar. Tiltölulega einföld forrit geta legið í leyni svo mánuðum skiptir áður en þau verða virk og þá getur forritarinn verið löngu farinn. Starfsmenn fyrir- tækja geta til að mynda komið veira fyrir í skrifstofutölvu sinni, sem mun engan óskunda gera fyrr en notandanafn eða lykilorð viðkom- andi er þurrkað út úr minnisbanka kerfisins.' Verði höfundinum einn góðan veðurdag sagt upp, getur hann því komið fram hefndum án þess að þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut. Og það sem meira er: veiran getur eytt sjálfri sér um leið og hún eyðir öðmm skrám og forritum og þannig horfið spor- laust. Það heyrir til undantekninga að illvirkjunum sé náð og takist það er afskaplega lítið hægt að gera, því oftar en ekki þarf fyrirtækið á þeim seka að halda, til þess að greiða úr flækjunni. Það er mun auðveldara að koma í veg fyrir hið stafræna óráð en að lækna það — líkt og gerist í okkur mönnunum. Samlíkingin nær lengra, því eina leiðin til þess að Friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló: Sendið þjóðum okkar plógjárn í stað sverða - sagði Oscar Arias forseti Costa Rica Osló, Reuter. OSCAR Arias, foseti Costa Rica, tók í gær við friðarverð- launum Nóbels í viðhafnarsal Oslóarháskóla. Hann beindi þeim orðum til risaveldanna að þau hættu að skipta sér af málum Mið-Ameríku og létu íbúa hennar um að leysa sín eigin vandamál. „Ef þeir geta ekki látið vera að hlaða upp vopnabúram, þá segi ég í nafni guðs, þeir ættu þá að minnsta kosti að láta okkur í friði,“ sagði Arias í ræðu þegar hann tók við verðlaunum sem nema fjórtán og hálfri milljón íslenskra króna. Arias vísaði til orða Jesaja spá- manns í ræðu sinni: „Ég segi við þá með þungri áherslu: látið Mið- Ameríkubúa ákveða framtíð Mið-Ameríku . . . Styðjið friðar- viðleitni og ekki stríðsöfl. Sendið þjóðum okkar plógjám í stað sverða, sniðla í stað spjóta.“ Arias er 86. handhafi friðar- verðlauna Nóbels. Hann er jafn- framt sá yngsti sem þau hefur hlotið, 46 ára gamall. Hann hefur þegar notað sviðsljósið sem um- leikur nóbelsverðlaunahafa til að gagnrýna Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta harðlega fyrir að sjá kontra-skæmliðum í Nicaragua fyrir vopnum og fjármagni. Arias fékk verðlaunin fyrir að semja og hrinda af stað friðaráætl- un fyrir hina stríðshijáðu Mið- Ameríku. En mörg ljón em í vegi friðaráætlunarinnar. Um síðustu helgi slitnaði upp úr samningavið- ræðum kontra-skæmliða og stjómvalda í Nicaragua. Arias beitir sér nú fyrir vopnahléi á svæðinu yfir jólahátíðina. Athöfnin í gær var mjög hátíð- leg. Margt fyrirmenna tók þátt í henni. Meðal viðstaddra var norska konungsfjölskyldan og Willy Brandt fyrram kanslari Bandaríkin: Skammbyssa fannst í brakí flugvélarinnar Farið var án leyfis inn í flugstjórnarklefann San Luis Obisbo, Kaliforniu, Reuter. SKAMMBYSSA fannst í gær í flaki flugvélarinnar, sem fórst í Kaliforníu á mánudag, og ljóst er að einhver kom í leyfisleysi inn í flugstjórnarklefa vélarinn- ar áður en hún fórst. Richard Bretzing, yfirmaður rannsóknar flugslyssins, sagði að í segulbandsupptöku á samtölum flugmanna vélarinnar kæmi fram að einhver hefði komið inn í flug- stjómarklefann án leyfis áður en vélin fórst með 43 manns innan- borðs. Hann sagði að þessar upplýsingar renni stoðum undir þær gmnsemdir að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað fyrir slysið. Haft er eftir flugmanni á ann- arri vél að hann hafi heyrt neyðar- kall frá flugvélinni og flugmennina tilkynna flugumferðarstjómm að skotið hafí verið úr byssu í vélinni. Aður hafa komið fram gmnsemdir um að maður sem sagt var upp störfum hjá PSA-flugfélaginu, sem átti umrædda flugvél, hafi ætlað að farga sér og vélinni til að koma fram hefndum á fyrirtækinu. Vestur-Þýskalands og handhafi friðarverlaunanna árið 1971. Egil Aarvik formaður norsku nóbelsnefndarinnar lofaði Arias sem fremsta talsmann lýðræðis á svæði þar sem lönjgum hafa ríkt einræðisstjómir. „Astandið í Mið- Ameríku nú vekur vonir með mönnum því færi hefur verið gefíð á friði," sagði Aarvik og bætti við að verðlaununum væri líka ætlað að heiðra forseta Nicaragua, Hondúras, E1 Salvador og Guat- emala sem skrifuðu ásamt Ariasi undir friðarsamkomulagið. Arias sagði í gær að athöfnin væri sérstaklega hjartnæm því sonur sinn Oscar Felipe ætti nú átta ára afmæli. Afmælisbamið sat út í sal við hlið tólf ára gamall- ar systur sinnar. „Ég segi við hann Reuter Oscar Arias forseti Costa Rica tekur við friðarverðlaunum Nóbels úr hendi Egils Aarvik formanns norsku nóbelsnefndarinnar í við- hafnarsal Oslóarháskóla i gær. fyrir hönd allra bama í heimalandi samþykkja hemaðarlegar lausnir mínu að við munum aldrei láta fyrir Mið-Ameríku,“ sagði Arias undan ofbeldi, við munum aldrei að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

282. tölublað (11.12.1987)

Aðgerðir: