Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 2

Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Rómantík á norðurslóðum Brúðurin kom í flugvél en brúðguinimi atogara fsafírði. GRÆNLENSKI raekjutogarinn Nagtoralik frá Sisimiut kom til ísafjarðar síðastliðinn föstudag. Aðalerindið var að taka olíu og vistir, en á bryggjunni beið ung kona, Tordis Grétarsdóttir Kra- gesteen frá Þórshöfn I Færeyj- um, en hún hafði komið fljúgandi til Isafjarðar daginn áður. Erind- ið var að giftast unnusta sínum, Össuri Simonsen, 1. vélstjóra á skipinu. Hjónavígslan fór fram í kapell- unni í Hnífsdal og annaðist sóknar- presturinn, séra Jakob Agúst Hjálmarsson, vígsluna. Nýráðinn organisti, Gyða Halldórsdóttir, lék við upphaf og 'lok athafnarinnar, auk þess sem hún söng einsöng við undirleik Beötu Joó. Ástæða giftingarinnar í Hnífsdal var sú, að þau Tordis og Össur höfðu ákveðið að gifta sig í Þórs- höfn um jólin. En þar sem brúð- guminn gat ekki fengið fri í skiprúminu ákváðu þau að hittast við þessar óvenjulegu aðstæður frekar en að seinka brúðkaupinu. Tordis er af íslenskum ættum. Hún er fædd á Sandi í Færeyjum en faðir hennar er íslenskur. Brúðhjónin eyddu svo hveiti- brauðsdögunum í brúðarsvítunni á Hótel ísafirði um helgina, en á mánudagsmorgun hélt eiginmaður- inn með skipi sínu vestur á Græn- landshaf, en eiginkonan. fór fljúgandi áleiðis til Færeyja. Úlfar Morgunblaðið/Sveinn Guðbjartsson Brúðhjónin ásamt sóknarprestinum á fsafírði í Hnífsdalskapellu. Útvegsbankamálið: SÍ S efnir ekki til frekari „ÞRÁTT fyrir góða málefnalega stöðu hafa Sambandið og sam- starfsfyrirtæki þess ekki hug á því, að svo stöddu, að efna til frekari deilna um þetta mál eða langvarandi málaferla við ríkið út af sölu hlutabréfanna en bíða átekta eftir aðgerðum rikisins um endurskipulagningu banka- kerfisins í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir meðal annars í ályktun sem bor- ist hefur frá SÍS um þá ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- i dag li i(Wii> kí JOLATIU'.f) deilna herra, að hafna tilboði Sam- bandsins í hlutabréf ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og hætta að svo stöddu viðræðum nm sölu bréfanna. „Við lítum svo á, að meðferð stjómvalda á þessu máli hljóti að teljast ámælisverð og ekki í sam- ræmi við viðskiptahætti. Samband íslenskra samvinnufélaga hefir hins vegar jafnan ástundað vinsamleg samskipti við stjómvöld og mun gera það hér eftir sem hingað til,“ segir ennfremur í ályktuninni. Þar segir einnig að þær ástæður sem viðskiptaráðherra færi fram fyrir synjun sinni hafí ekki við rök að styðjast. Ekki verði séð að sala hlutabréfanna til Sambandsins eða samstarfsfyrirtækja þess hafi brotið í bága við stefnu ríkisstjómarinnar í bankamálum. Engin skilyrði eða fyrirvarar hafí verið í tilboði ríkis- stjómarinnar. Af hálfu viðskipta- ráðherra hafí heldur ekki annað komið fram, þegar bréfið um sam- þykkt SÍS um kaupin var lagt fyrir hann, en að skiiyrði væru uppfyllt. „Við teljum því ljóst að raunveruleg synjunarástæða viðskiptaráðherra fyrir því að standa við tilboð ríkis- sjóðs gagnvart Sambandinu sé af pólitískum toga,“ segir í ályktun Sambands íslenskra samvinnufé- laga. INNLENT Morgunblaðið/SPB Elisabet Hauge og litli sonurinn rétt áður en þau lögðu af stað heim til Valþjófsstaða af sjúkrahúsinu á Húsavik í gær. „Ekki í vafa um að beltin björguðu öllu“ — segir Elísabet Hauge, sem ól barn eftir útafakstur í Kelduhverfi „ÉG VAR orðin svolítið sein fyrir, var á leið í mína síðustu kennslustund fyrir jólin, en það tókst ekki betur til en þetta. Ég hafnaði utan vegar. Það má ekki tala mikið um þetta enda má maður vist ekki keyra svona hratt þegar hálka er á vegum,“ sagði Elisabet Hauge i samtali við Morgunblaðið í gær, en hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu fyrir skömmu að missa stjóm á bíl sinum, komin átta og hálfan mánuð á leið, með þeim afleið- ingum að fæðingin fór af stað. Elísabet er 33 ára gömul, tón- listarkennari í Skúlagarði, og býr hún ásamt manni sínum Bimi Halldórssyni að Valþjófsstöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þau áttu tvo stráka fyrir, 6 og 7 ára, svo að nú bætist sá þriðji í hópinn. Móður og nýfædd- um syni heilsaðist prýðilega er blaðamaður ræddi við Elísabetu í gærmorgun og voru þau mæðgin- in að tygja sig til heimferðar þá um daginn. Litli drengurinn átti ekki að koma í heiminn fyrr en þann 5. janúar á næsta ári, en svo virðist sem hann hafí ekki haft meint af, að minnsta kosti var hann nógu stór, 55 sm og 15 merkur. „Þetta var laust fyrir klukkan 13 á miðvikudaginn. Ég ók heim- an frá mér, en lenti ekki í hálku fyrr en nær dró Skúlagarði. Svo missti ég einfaldlega stjóm á bflnum. Bfllinn stakkst á nefíð vinstra megin við veginn og datt aftur niður. Ég var ég í öryggis- beltum, guði sé lof, og er ég ekki í neinum vafa um að beltin björg- uðu öllu. Engin umferð var þama svo ég kom mér út úr bflnum og fór að ganga, en þá var legvatnið farið að leka niður. Ég gekk í um það bil 20 mínútur í hálkunni að bænum Hóli og hringdi þaðan til Kópaskers. Sjúkrabfll þaðan kom skömmu siðar. Ég var komin á sjúkrahúsið á Húsavík um kl. 15 og fæddi um kl. 19 þá um kvöld- ið,“ sagði Elísabet. Hún sagði að hræðslutilfinning- in hefði komið yfír sig um leið og hún missti stjóm á bflnum. Hinsvegar hefði sú tilfinning horf- ið þegar bfllinn loksins staðnæmd- ist utan vegar. Þá hefði aðalatriðið verið að hugsa rökrétt og bregð- ast rétt við á þeirri stundu. Elísabet sagðist hafa verið þokka- lega vel klædd. Veðrið hafi verið ágætt, sól og blíða þennan dag. Eldey býður í þrjú skip Keflavflc. Útgerðarfélagið Eldey hf. hef- ur nú gert tilboð i þijú fiskiskip sem eru um og yfir 200 tonn. Jón Norðfjörð stjóraarformaður Eld- eyjar hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gæti ekki gefið upp nöfnin á skipunum á þessu stigi, en menn væru bjart- sýnir á að samningar tækjust. Eldeyjarmenn höfðu áður gert tilboð í Amarnesið ÍS sem er togari, en þar strönduðu samn- ingar á óvissu í kvótamálum. Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hefst 1. janúar næstkomandi og í tilefni af þvi gefur Morg- unblaðið iesendum sínum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spurningum sem kunna að vakna varðandi staðgreiðslukerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskatt- stjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins 691100 kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spum- ingar sínar. Sem kunnugt er var Eldey hf. stofnað að tilstuðlan nokkurra at- hafnamanna á Suðumesjum og er félagið eign heimamanna sem hafa lagt til hátt í 100 milljón krónUr í hlutafé. Á stofnfundi félagsins kom fram að þróun í útgerð á Suðumesj- um væri orðið alvarlegt áhyggjuefni og mörg fískveiðiskip með mikinn kvóta hefðu verið seld burtu að undanfömu. Væri Eldey hf. ætlað það hlutverk að snúa þessari þróun við til betri vegar fyrir Suðumesja- menn. Nú hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri til félagsins, hann heitir Bragi Ragnarsson 36 ára út- gerðartæknir úr Mosfellsbæ og hyggst hann flytjast suður með sjó í kjölfar ráðningarinnar. Jón Norð- §örð sagði að línur skýrðust væntanlega á milli jóla og nýárs í tilboðsmálum því dagsetningar væm á tilboðunum. BB Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Hvítanes strandar í Homafirði Hðfn í Homaflrði. M.S. HVÍTANES strandaði um klukkan 7 í gærmorgun er það var nýkomið inn úr Homafjarðarós. Skipið var á leið til Hafnar í Homa- firði til að taka saltfisk. Reynt var að ná skipinu á flot á flóðinu klukkan 18 í gær en án árangfur og verður aftur reynt á árdegis- flóðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.