Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 23 Hvað hefði Kristur gert? eftir Ragnar Tómasson Með margvíslegum hætti verður jólahátíðin mönnum hugleikin. Trú- aðir og efagjamir, ungir sem aldnir, finna flestir fyrir þeim sérstæða frið sem færist yfir mannlífið. Fjöl- skyldur og vinir njóta samvista frá erli dagsins og í huga okkar ríkir samúð með þeim sem þjást og líða skort. Oftast fmnum við þó sárt til þess að viljinn til að hjálpa og fá einhveiju áorkað dugar alltof skammt. Þjáningin linast ekki og skorturinn helst. Margt gott er þó unnt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Nú um hátíðimar dveljar tugir meðbræðra okkar á bak við lás og slá í íslenskum fangelsum. 011 ger- um við okkar mistök og hljótum að gjalda þeirra, fangar jafnt sem fijálsir. Langflestir þessara manna em þó þann veg gerðir að af þeim stafar engin hætta fyrir samfélagið, Ragnar Tómasson þó þeir fengju að dvelja með fjöl- skyldum sínum um jólin. Við teljumst vera kristin þjóð. Við trúum á boðskap Jesú Krists „Sú spurning kemur í hugann hvort það sé nauðsynlegt að fangar séu læstir inni, fjarri fjölskyldum og vinum, um j ólahátíðina. “ og leitumst við að tileinka okkur kristilegt hugarfar, eða er ekki svo? Sú spuming kemur í hugann hvort það sé nauðsynlegt að fangar séu læstir inni, fjarri fjölskyldum og vinum, um jólahátíðina. Er bitur- leiki þeirra sem misgert hefur verið við svo mikill að þeirra vegna megi ekki sýna föngum og fjölskyldum þeirra neina samúð? Er það ekki helsti prófsteinninn á gildi kris- tinnar trúar hvort hún megnar í raun að láta samúð og skilning víkja burt heift og hatri? Þarf ógæfan að hitta okkur sjálf eða okkar nán- ustu til að við skynjum skyldur okkar við þá sem minna mega sín? Jólahátíðin minnir á höfund krist- innar trúar, sjálfan Jesúm Krist og leiðsögn hans um lífsins veg. í huga minn kemur afar einföld og jarð- bundin spuming: Hvenær hefði Hann svarað spumingunni um jóla- leyfi fanga? Með því að ég þykist vita svarið em jólin mér og okkur flestum miklu meira en ljúfir dagar hvíldar, áts og skemmtunar. Þau fá okkur til að staldra við og leiða hugann að því hvaða skyldur við höfum sem kristin þjóð gagnvart hveijum og einum okkar með- bræðra. Sem ég les þessar hugrenningar mínar yfir stend ég mig að því að spyija sjálfan mig: Hvað ertu nú að skipta þér af þessu? Já, til hvers að vera að blanda sér í annarra manna mál? Höfum við ekki öll nóg með okkar eigin daglegu vanda- mál? Jú, það er nú sennilega meinið, að við erum alltof upptekin af sjálf- um okkur — bæði ég og þú. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Treystirðu annarri filmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? íslandssaga a-k eftir Einar Laxness BÓKAÚTGÁFA menningarsjóðs hefur gefið út íslandssögu a-k eftir Einar Laxness, fyrra bindi af tveimur i flokknum Alfræði menningarsjóðs. Er þetta önnur útgáfa, aukin og endurskoðuð svo mjög að ný má heita. íslandssaga a-k kom fyrst út 1974 og ijallar um hlutaðeigandi efni und- ir uppflettiorðum í stafrófsröð eins og önnur rit í flokki þessum. Hefur Einar Laxness talsvert fjölgað upp- flettiorðum í hinni nýju útgáfu, auk þess sem fyrra efni er víða endur- skoðað og heimildargreinar auknar til muna. íslandssaga a-k er unnin í prentsmiðjunni Odda. Hún er 287 bls. að stærð og prýdd myndum, sumum fágætum. Rit í flokki þess- um, auk íslandssögu Einars Laxness, eru eftirtalin: Hannes Pétursson: Bókmenntir. Ólafur Bjömsson: Hag- fræði. Hannes_ Pétursson og Helgi Sæmundsson: íslenskt skáldatal I-II. Ingimar Jónsson: íþróttir I-II. Vil- hjálmur Skúlason: Lyflafræði. Guðsteinn Þengilsson: Læknisfræði. Þorsteinn Sæmundsson: Stjömu- fræði-Rímfrasði. Hallgrímur Helga- son: Tónmenntir I-II. FAÐU ÞER BIRGÐIR í FRYSTINN 3 STÆRÐIR 1 BRAGÐ- TEGUNDIR mmmsMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.