Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 30

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Aukin skerðing á smábáta hneyksli - segir Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri á Bakkafirði MIKILL kurr er nú í eigendum smábáta og ibúum þeirra staða, sem háðir eru útgerð þeirra vegna fyrirhugaðrar aukinnar skerðingar á aflaréttum smábáta i frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða. Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri á Bakkafirði, segir að hann eigi tæpast orð til að lýsa furðu sinni á þessari fyr- irhuguðu skerðingu, en frekari takmörkun á veiðum smábáta en gildi i dag, sé algjört hneyksli. „Þeir alþingismenn, sem taka þátt f því að skerða veiðar báta Evrópumeistara- mót unglinga í skák: Þröstur tap- aði fyrir Norwood Amhem í Hollandi, frá Þráni Vigfússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRÖSTUR Þórhallsson tapaði skák sinni gegn alþjóðlega meist- aranum David Norheim frá Englandi í fjórðu umferð Evr- ópumeistaramóts unglinga í skák, sem tefld var i gær. Skák efstu manna mótsins, Sovét- mannsins Gelfand og Spánveij- ans Fernandez var ólokið i gærkvöldi, en Sovétmaðurinn hafði þá peð yfir og betri stöðu. Tveir næstu menn á mótinu, Liaf- bem Riemersma frá Hollandi og Vassily Ivanchuk frá Sovétríkjun- um unnu báðir skákir sínar í fjórðu umferð í gær og eru nú með þijá og hálfan vinning. Fimmta umferð verður tefld í dag, miðvikudag. undir 10 brúttólestum frá því, sem verið hefur, ættu að hugsa ráð sitt,“ sagði Kristinn í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta er lítilsvirðing við þær Qölskyldur, sem að þessum atvinnu- rekstri standa. Einhvers staðar verða byijendur í útgerð að hafa möguleika. Rétt er einnig að minna á að byggðarlög eins og Bakka- fjörður og Grímsey hafa átt fullt í fangi með að glíma við Atlants- hafið og veðurguðina, þótt stjóm- málamenn gangi ekki fram að auki og torveldi þessum aðilum að stunda atvinnurekstur sinn umfram það, sem þegar er orðið með bann- dögum. Til hvers á að trufla þessa at- vinnustarfsemi og búa til byggða- vandamál af þeim sökum? Er það til þess að geta sent Byggðastofnun á vettvang til að „leysa" málin eft- ir tvö ár eða svo? Tæplega því þama er um að ræða nýliðun og vaxtar- brodd í útgerð. Á smábátunum eru útgerðarmenn framtíðarinnar að byggja sig upp. Hvers konar lög- gjafarsamkunda er það, sem stundar það að skemma möguleika þessara manna? Raunverulega á maður ekki orð til að lýsa hneyksl- an sinni. Mér datt aldrei annað í hug, en þessi vitleysa fengist lag- færð í meðferð þingsins. Verði þetta jólagjöf Alþingis til arftaka í gjald- eyrisöflun landsmanna, hefur þessari þjóð verið unninn skaði, sem seint verður hægt að bæta fyrir,“ sagði Kristinn Pétursson. © INNLENT Reykjavík; Ekkert frost hefur enn mælst í desember MARGIR borgarbúar þurftu að skafa af rúðum bíla sinna í gærmorgun, í fyrsta sinn í des- ember, og aðeins hafði jörð gránað. Samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar mældist þó ekki frost í Reykjavík þessa nótt. Hiti í Reykjavík var 3 stig kl. 6 um morguninn. „Reykjavík er stór, en hiti er aðeins mældur á einum stað í borginni, efst í Hlíðunum," sagði^ Bragi Jónsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. „Sam- kvæmt mælingum okkar á Veðurstofunni hefur ekki enn mælst frost í Reykjavík í desemb- ermánuði. Hélan á bflrúðum stafaði af útgeislunarkælingu á fleti. Það er allt annars eðlis en hiti, en hann er alltaf mældur í tveggja metra hæð frá jörðu." Haffjarðará, Oddastaðavatn og jarðir sem land eiga að ánni. Morgunblaðið/Gói Haffjarðará metin á 66 milljóiiir króna EYJAHREPPUR, Kolbeinsstaða- hreppur og leigjendur jarðanna Kolviðarness, Gerðubergs og Stóra-Hrauns visuðu til mats- nefndar tilboði Óttars Yngvason- ar lögmanns og Páls Jónssonar, eiganda heildverslunarinnar Pól- aris í Haffjarðará, Oddastaða- vatn og 10 jarðir í Kolbeinsstaða- hreppi og Eyjahreppi í Hnappadalssýslu en það hljóðaði upp á 118 milljónir króna. Svan- ur Guðmundsson, oddviti Kol- beinsstaðahrepps, sagði að nefndin hefði metið Haffjarðará á 66 milljónir króna, Oddastaða- vatn á 1,7 milljónir króna og lækkað það verð sem upp var sett fyrir Gerðuberg, Kolviðar- nes og Stóra-Hraun. Svanur sagði að hrepparnir tveir og ábúendur jarðanna Gerðubergs, Kolviðamess og Stóra-Hrauns hefðu frest fram að jólum til að Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: Kaupskrámefnd á við af- ar mikinn vanda að etja „Síðan ég tók við þessu starfi hafa verið, má ég segja, stöðug- ar kvartanir yfir kaupi og kjörum á Keflavíkurflugvelli og það hefur allt saman farið fyrir kaupskrárnefnd. Ég hef út af fyrir sig ekki séð að annað kerfi leysi þetta hiutverk betur,“ sagði Steingrimur Hermannsson, utanríkisráðherra, í samtali við Morg- unblaðið aðspurður um viðbrögð hans við bréfi fundar trúnaðar- manna starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, þar sem fram kemur óánægja með kaupskrárnefnd og óskað er eftir breyt- ingum á henni. „Kaupskrámefnd er í ákaflega erfíðri stöðu. Hún þarf að bera saman launagreiðslur utan vallar og innan og inn í það spilar til dæmis launaskrið mjög mikið, sumt ekki staðfest, og svo fram- vegis. Kaupskrámefnd hefur afgreitt öll erindi, sem til hennar hafa borist núna. Ég veit að það em ekki allir ánægðir með þá af- greiðslu og ég hef hugsað mér að skoða ásamt Alþýðusambandinu og vinnuveitendum hvort það má koma þessum málum betur fyrir, en ég er ekki viss um að það sé svo auðvelt," sagði Steingrímur ennfremur. Hann sagðist telja að það þyrfti að vera einhver aðili eins og kaup- skrámefnd sem skæri úr í deilu- málum. Hann teldi það þó til bóta ef hægt væri að sameina öll félög- in á Keflavíkurflugvelli í eitt, enda hefðu margir minnst á þann mögu- leika við hann og talið til bóta. ákveða'hvort þeir myndu nýta for- kaupsrétt sinn. „Matsnefndin mat Hafijarðará á 66 milljónir króna og Oddastaðavatn á 1,7 milljónir króna," sagði Svanur. Nefndin lækkaði það verð sem upp var sett fyrir Kolviðames úr 6 milljónum króna í 2,2 milljónir króna, Gerðu- berg úr 6,5 milljónum króna í 4,7 milljónir króna og Stóra-Hraun úr 6 milljónum króna í 5 milljónir króna. Hins vegar keypti leigjandi Syðri-Rauðamels, Guðmundur Halldórsson, jörðina 14. desember sl. á því verði sem sett var upp rír hana eða 6,5 milljónir króna. !g tel að það verð hafi einnig ver- ið of hátt en það komst þó næst raunvirði. Óttar Yngvarsson og Páll Jóns- son gerðu í fyrra samning við böm Richards Thors um leigu á Haf- fjarðaránni til 10 ára fyrir um fjórar milljónir króna á ári. Sú upphæð er um töluvert lægri núna vegna þess að upphæðin er bundin gengi bandaríkjadals. Matsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt verð fyrir leiguna á ánni væri um 6 millj- ónir króna á ári. Við teljum að sú upphæð sé of lág þvi ég tel að við getum fengið 7 til 8 milljón króna telqur af ánni árlega. Við höldum því fram að með þessum leigusamningi sé verið að halda okkur frá forkaupsrétti því ef við keyptum ána fengjum við ekki meira en þessar 4 milljónir króna á ári í tekjur af hennii Við treystum okkur því ekki til að festa kaup á ánni. Hins vegar hefur Eyja- hreppur áhuga á því að eignast Höfða og Ytri-Rauðamel en þessar tvær jarðir eru um fjórðungur af hreppnum. Fimm bama Richards Thors em þinglýstir eigendur að Haffíarðar- ánni, Oddastaðavatni og jörðunum. í september seldi hins vegar Helga M. Thors tveimur systkinanna þtjár jarðanna, Höfða og Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi, Ölviskross í Kolbeins- staðahreppi og fíórðung árinnar á 19 milljónir króna en þeim kaupum hefur hins vegar ekki verið þing- lýst. Okkur var ekki boðið að nýta forkaupsrétt okkar á þessum eign- um og við munum höfða mál vegna þess,“ sagði Svanur. Umferðargetraun: Yerðlaun afhent á aðfangadag UM 30 þúsund skólabörn hafa nú spreytt sig á getraun um um- ferðarmál, sem kallast „í jóla- umferðinni". Frestur til að skila svörum rann út 18. desember og 275 böm verða heimsótt á morg- un, aðfangadag, og þeim afhent- ar bækur í verðlaun. Getraunin fólst í því, að bömin áttu að svara því hvemig jólasveinar ættu að hegða sér í umferðinni. Ein spumingin var til dæmis á þann veg hvort Giljagaur mætti halda á Stúf í framsætinu í jeppa þeirra sveina. í frétt frá lögreglunni segir, að aldrei áður hafi þátttaka í getrauninni ver- ið jafn góð og nú, en því miður sé ekki hægt að veita öllum bömum verðlaun, sem sendi rétt svör. Því verður dregið úr réttum lausnum og 275 böm í Reykjavík, á Suðumesjum í Hafnarfirði og fleiri þeim stöðum þar sem efnt var til getraunarinnar fá heimsókn frá lögreglunni á morg- un, þar sem þeim verður afhent bók ( verðlaun. Lögreglan, Umferðamefnd Reykjavíkur, Umferðarráð og Farar- heill ’87 óska bömum um allt land gleðilegra jóla og vonast til að eiga við þau góða samvinnu á nýju ári. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.