Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 35
35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
Gaman að lifa
Maður og bill
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Ami Johnsen: FLEIRI KVISTIR.
25 viðtalsþættir. Bókaútgáfan
Örn og Örlygur 1987.
Flest viðtalanna í Fleiri kvistum
eru eins konar svipmyndir úr lífi
fólks. Sjaldan er kafað djúpt, en
samtölin oft skemmtileg og létt
yfir þeim. Fyrri viðtalsbók Árna,
Kvistir í lífstrénu, var að mestu
leyti helguð sérkennilegu fólki, jafn-
vel skrýtnu, en nú er safnið göl-
breyttara. Meðal þeirra sem Ámi
ræðir við eru til að mynda Veturliði
listmálari, Ási í Bæ, Lási kokkur,
Matthías alþingismaður og fyrrum
ráðherra og Baddi í Vogum.
Ámi er jafnvígur á hina ýmsu
menn, kvisti og venjulega, en því
ber ekki að neita að hann nýtur sín
einna best þegar talað er við furðu-
fugla og ærslabelgi. Það hafa áður
birst góð viðtöl við Lása kokk, en
ekki er viðbót Áma af lakara tagi:
„Ég hef alltaf fengið það sem ég
vildi, alla tíð, og meira er ekki
hægt að fá. Það er gaman að lifa
og ég lifi, en þegar ég fer þá fer
ég þangað sem ég á að fara, í Himn-
aríki og þá sé ég fólkið mitt og
tala við það. Ég veit að það gengur
ekki alltaf vel að komast inn í Himn-
aríki, en ég spekúlera bara í sjálfum
mér þannig að ég veit að þetta
gengur vel.“
Viðtalið við Matthías Bjarnason
er ítarlegt, svörin beinskeytt og vel
rökstudd. Matthías skýrir m. a.
hvað hann átti við með orðinu
„gróðapungar" á sínum tíma og
lýsir yfir því í framhaldi að hann sé
í senn einstaklingshyggjumaður og
félagshyggjumaður. Ætli Matthías
tjái ekki vel í þeim orðum sjálfstæð-
ismennsku af gömlum skóla og
skoðanir slíkra manna hljóta að
verða lífseigar þrátt fyrir nýja
strauma.
Veturliði Gunnarsson segir
dæmigerða sögu af Jóni Engilberts
og Þórbergi Þórðarsyni og lætur
ekki sitt eftir liggja við að gæða
orðin lit.
Baddi í Vogum er fulltrúi glað-
lyndisins eins og fleiri menn sem
Árni ræðir við. Þegar Baddi er
spurður hvort hann fari á rall er
svarið á þessa leið:
„Já, aldeilis, ég fer á böllin í
Keflavík til að dansa og ég fer ekki
upp á annað en dansa. Eg tek svona
einn og einn af nýju dönsunum, en
gömlu dansana kann ég alla. Mér
er alveg sama hvernig dömurnar
eru, þær eru allar' góðar, en þó
þykir mér betra að hafa þær þétt-
Árni Johnsen
holda, svo takið sé gott.“
Ási í Bæ og Binni í Gröf eru
fulltrúar heimbyggðar Árna í Vest-
mannaeyjum og reyndar eru fleiri
af þeim slóðum í bókinni. Hver
kannast ekki við nafn Guðlaugs
Friðþórssonar?
Nokkra sérstöðu hafa viðtölin við
Gunnar Gunnarsson, Ríkarð Jóns-
son og Þóru Borg, heimildar- og
menningarlegt gildi þeirra fer ekki
á milli mála.
Fleiri kvistir er bók sem tilvalið
er að líta í á jólum, svona uppskrift
að jólabók, en í henni eru þættir
sem að öllum líkindum munu eiga
líf fyrir höndum.
Békmenntir
Erlendur Jónsson
Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka: MAÐUR OG BÍLL. 463
bls. Vörubílstjórafél. Þróttur.
1987.
Fátt hefur hingað til verið skrifað
um samgöngusögu. í þessari bók
Ingólfs Jónssonar frá Prestsbakka
er rakinn aðdragandi og upphaf
bílaaldar á íslandi, en fyrst og
fremst er hér á ferðinni vörubíl-
stjóratal. Tekur það vitanlega mikið
rúm því langt er síðan flutningar
hófust með vörubílum. Og vörubíl-
stjórum hefur síðan fjölgað jafnt
og þétt. Vörubílstjórafélagið Þrott-
ur stendur fyrir útgáfunni, enda er
ritið að stofni til saga þess þó vitan-
lega sé vfða farið út fyrir þann
ramma, enda naumast unnt að ein-
skorða þvílíka sögu við eitt félag.
Ingólfur upplýsir t.d. að fyrsta stöð-
in hafi verið stofnsett 1923, hét
Vörubílastöð Reykjavíkur. En
»vörubílaakstur kemur til sögunnar
í Reykjavík á síðari árum fyrri
heimsstyijaldar«. Nokkuð seint,
mundu menn segja ef hliðsjón er
höfð af að bílar voru þá búnir að
rúlla á vegum Evrópu og Norður-
Ameríku í allnokkur ár. Skýringin
er þó einföld ef betur er'að gáð.
Fyrstu bílamir, sem keyptir voru
hingað skömmu eftir aldamót og
síðan fluttir út aftur, voru ekki
nógu kraftmiklir fyrir íslenskar að-
stæður. Ingólfur hefur eftir bílstjóra
sem byijaði að aka 1918: »Þá v'oru
götur í Reykjavík ýmist illfærarar
eða ófærar ef rigndi, sérstaklega
Bergstaðastræti og Hverfisgata.«
Götur og vegir löguðust að vísu
smásaman. En allt ' »fram undir
1940 urðu menn að sæta sjávarföll-
um til að geta ekið fyrir Hvalfjarð-
arbotn,« svo dæmi sé tekið. Um
1930 var farið að aka vestur í Dali
og norður yfir Holtavörðuheiði. Af
frásögnum má ráða að þess háttar
ferðir hafa mátt kallast leiðangrar.
En vörubílstjórar fluttu líka fólk.
Fram um 1940, og raunar lengur,
var algengt að hús eða bodd! væru
sett á vörupalla og var bíllinn þá
Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka
orðinn að fólksbíl og kallaður
boddíbíll eða kassabíll samanber
vísuna sem Ingólfur vitnar til og
endar svona: Þá leynist stundum
lagleg stúlka / í Ijótum kassabíl.
Vemlegur ljómi lék í fyrstunni
um bílana og hvaðeina sem þeim
tengdist, þar með talinn aksturinn.
í kreppunni vom bílar orðnir marg-
ir en atvinna stopul. Þá varð lifí-
brauðið að ganga fyrir öðm.
Skömmu fyrir jólin 1935 lýstu
bílstjórar yfír sínu fyrsta verkfalli;
kallað bensínverkfallið. Það var háð
vegna þess að tilkynnt hafði verið
að hækka ætti bensínlítrann um
fjóra aura — úr 28 í 32.
Eins og fyrr segir taka æviskrár
bílstjóranna yfir meirihluta þessar-
ar bókar. Þær em í meginatriðum
byggðar upp í líking við önnur sams
konar töl nema hvað þama er lögð
sérstök áhersla á atriði sem við
koma starfínu. Þá em birt viðtöl
við allmarga gömlu bílstjórana. Þar
kemur fram margs konar fróðleikur
um fmmskeið bílaaldar á íslandi.
Auðvitað væri of djúpt í árinni
tekið að segja að nokkur ein stétt
manna hafí annarri fremur breytt
lífínu í landinu á þessari öld. Hitt
er þó víst að þeir, sem taldir em
upp í riti þessu, hafa ekki átt
minnstan þátt i því. Sem sagt: fróð-
leg bók um ökumenn og bíla á
liðnum ámm.
Að orða þjáninguna
Békmenntir
Friðrika Benónýs
Marblettir í öllum regnbogans
litum. Ljóð eiginkonu drykk-
fellds skalds. Höfundur:
Norma E. Samúelsdóttir.
Útgefandi: Sama.
Samræmi
Blautt
sleipt gólfið
óöryggi
Kaldar hendur
fiskur
Fiskur
hávaði
bein og aftur
stingandi bein
Hér var hvíldin
knöpp ljóð, þar sem einfaldar mynd-
ir koma hughrifunum til skila, og
hins vegar lengri, frásagnarkennd
ljóð, þar sem allt er sagt á flötu
hversdagsmáli, án mynda; prósi
sem klipptur er niður í mislangar
línur, en er engu nær því að verða
ljóð fyrir það.
Bókin er, eins og undirtitillinn
ber með sér, lýsing á því helvíti sem
drykkjumannskonan gengur í gegn-
um og þeirri ást sem lifir af, þrátt
fyrir alít. Þetta þema hafði Márta
Tikkanen einnig í bók sinni Ástar-
saga aldarinnar (Iðunn 1981 ísl.
þýðing Kxistín Bjamadóttir) og
mörg ljóðin í Marblettum bera
mjög sterkan keim af ljóðum Tikk-
anen (t.d. Lífshlaup bls. 5 og
Engillinn og púkinn bls. 25). Út á
það er í sjálfu sér ekkert að setja,
nema hvað sá samanburður sem
af því hlýst er Normu óhagstæður.
Nýraunsæi í ljóðlist hefur gengið
sér til húðar, nýjungar þess orðnar
klisjur, sem jafnvel einlægnin
megnar ekki að veita líf.
Ljóðin í Marblettum eru einlæg
lýsing á þjáningu, en það er aðeins
í stuttu, myndrænu ljóðunum* sem
höfundi tekst að ummynda þá þján-
ingu í ljóðlist.
HIÐ MAGNLAUSA RÉTTLÆTI
samræmi
hávaði hið ytra
hið innra
grænu rauðu
appelsínugulu
merkin
ekki ónýta
bónusinn
óskiljanlega
ógnvekjandi lítil fjárráð
Krefjandi þarfir barnanna
Fátækt
Hér fann ég þó frið
í æpandi glamri
gleymsku um stund
í beina og orma
leit
Hagur þjóðarinnar
var í rnínum
höndum
Líf
En fjarri
í seilingu
meðal blómálfa
Snyrti
og pakka
bleikum
karfa
Þessi tvö ljóð eru dæmigerð fyrir
ljóðabókina Marblettir í öllum
regnbogans litum eftir Normu E.
Smúelsdóttur. Annars vegar stutt,
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Inge Sclioll: Hvíta rósin
Einar Heimisson þýddi
Ljóðaþýðingar: Helgi Hálfdanar-
son
Útg. Menningarsjóður 1987
Aragrúi bóka hefur verið skrifað-
ur og gefinn út um heimsstyijöldina
síðari, það eru víst ekki nein ný
sannindi. Málið frá ýmsum hliðum,
en ekki fáar um gyðingaofsóknir
nazista, með tilheyrandi afleiðing-
um. Ollu. færri bækur hafa verið
samdar um það fólk í Þýzkalandi
Hitlers, sem gat ekki sætt sig við
það sem þar gerðist og varð að
gjalda fyrir með lífi sínu. Venjulegt
þýzkt fólk, sem áttaði sig á grimmd-
inni og sýndi viðleitni.
Hversu margt þetta fólk var
veit náttúrlega enginn. Þjóðveijum
hefur löngum verið legið á hálsi
fyrir að hafa snúið sér undan, eða
ekki viljað horfast í augu við fólsku-
stjórn Hitlers og með því hafa
Þjóðveijar sem þjóð verið dæmdir
og fundnir sekir. Vísast voru þeir
margir, sem litu í hina áttina og
forðuðust að viðurkenna, hvað var
að gerast. Hvað þá heldur að þeir
vildu trúa. Eftir á hafa heyrzt varn-
aðarorðin þeirra margra, að þeir
hafí hreinlega ekki vitað, hvað var
að gerast. Þar af leiðandi hafi þeim
verið ógemingur að aðhafast nokk-
uð í málinu.
En einhveijir voru þeir sem
reyndu að beijast gegn níðingsverk-
unum. Um þann hóp, sem kenndi
sig við Hvítu rósina, fjallar þessi
yfírlætislausa en athygliverða’bók.
Inge Scholl segir hér sögu systkina
sinna Hans og Sophie, sem ásamt
nokkrum vinum sínum, stóðu að
því að semja, fjölrita og síðan dreifa
bréfi, þar sem reynt var að benda
fólki á, hvað væri að gerast í kring-
um það. Kannski bjóst þessi litli
hópur aldrei við að vinna „sigur“ á
Hitlersstjórninni. Raunar veltir Inge
Scholl því einmitt fyrir sér, hvað
þau hafi vonað. Hveiju þau hafi
talið, að þau gætu fengið áorkað.
Hún hallast að því að það hafí ver-
ið „hin magnlausa réttlætiskennd"
sem knúði ungmennin áfram. En
loks komst upp um þau og þau
voru líflátin.
Hún lýsir því einnig, þegar Hitl-
er er nýkominn til valda. Það fer
alda fögnuðar um landið, hann ætl-
ar að endurreisa mikilleik þess og
hann ætlar að gefa öllum tækifæri
til vinnu og starfa. Hafí maður í
huga ástandið sem var í Þýzkalandi
á árunum milli 1920 og 1930, getur
þá nokkur heilvita maður, með
sanngimina í lagi legið Þjóðvetjum
á hálsi þótt þeir létu fagurgala Hitl-
ers villa sér sýn um hríð? Sennilega
ekki.
Höfundur fer einmitt um þetta
nokkrum orðum og það kemur
fram, að systkini hennar og vinir
þeirra höfðu gengið í Hitlersæsk-
una, full eftirvæntingar, með trú á
framtíð og þau fyrirheit, sem gefín
voru. En það leið ekki á löngu unz
þeim fór að blöskra hvemig Hitlers-
æskan var misnotuð, til framdráttar
Systkinin Hans og Sophie. Þau
hagsmunum nazista og ekki aldeilis
beitt í þeim þroskandi ferli sem þau
höfðu trúað.
Þetta er yfirlætislaus bók, eins
og ég sagði og höfundur er ekki
stórorður. En það er margt á henni
að græða, og hún leiðir manni
líflátin í febrúar 1943.
margt fyrir sjónir, sem ekki er
hvunndags í huga okkar, þegar
hvarflað er til þessa tíma.
Ég fæ ekki betur séð en Einar
Heimisson hafí unnið verk sitt af
vandvirkni og þýðingar Helga Hálf-
danarsonar listilegar.
Jóla- og nýárskveðja!
Ættingjum mínum, vinum, nærog fjær, fyrrum samstarfs-
mönnum, svo og starfsfólki Landakotsspítala, Heilsuhælis
NLFÍ, Rauöa kross-hótelsins og Hrafnistu í Laugarásnum,
sendi ég hugheilar jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir liðn-
arstundir.
Hilmar Nordfjörð,
loftskeytamaður,
Hrafnistu.