Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 47

Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 47 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Eftir dagskrá í kirkjunni færðu kórfélagar og gestir sig í safnaðar- heimilið þar sem voru kaffiveitingar. Aðventutón- leikar á Nes- kaupstað Neskaupstað. KIRKJUKÓR Norðfjarðar hélt sína hefðbundnu aðventutón- leika sunnudaginn 13. desember. Á tónleikunum söng Laufey Eg- ilsdóttir frá Egilsstöðum einsöng við undirleik Sigurbjargar Helga- dóttur tónlistarkennara sem einnig er frá Egilsstöðum. Tveir ungir flautuleikarar, þær Sigrún Þor- bergsdóttir og Hildur Svavarsdóttir, báðar héðan af staðnum, aðstoðuðu kórinn. Þá lék stjórnandi og organ- isti kórsins, Ágúst Ármann Þorláks- son, einleik á orgel. Tónleikamir fóru fram í tvennu lagi, fyrst um klukkustundar dag- skrá í kirkjunni en síðan færðu kórfélagar og gestir sig í safnaðar- heimilið, en þar fór fram kaffisala á vegum kórsins og kórfélagar slóu á léttari strengi og skemmtu með léttri tónlist. Fjölmenni var á tónleikunum og gerður góður rómur að. — Ágúst. Lögreglublaðið er komið út LÖGREGLUBLAÐIÐ er nú kom- ið út í 22. sinn. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er grein um viðbrögð við sprengjuhótun, ný og fullkomin vegabréf eru kynnt, rætt um sprengjueyðing- ar og störf víkingasveitar lög- reglunnar. Lögreglublaðið er gefið út af Lögreglufélagi Reykjavíkur og er ristjóri þess Svavar G. Jónsson. Auk þess efnis sem talið er hér að ofan eru greinar um þjóðvegalögregluna, eldsvoða af völdum rafmagns, bílasíma, lögreglukórinn, nýjungar í fjarskiptamálum, vopnasmygl og fleira. Blaðinu er dreift til allra lög- reglumanna, ríkisstofnana og stjómsýslustofnana sveitarfélaga og allra þeirra er tengjast réttar- gæslu. Þá verður blaðinu einnig Saga um eitur- lyfjaviðskipti VASAÚTGÁFAN hefur gefið út skáldsöguna „Dóphringur í Danaveldi" eftir Frank Jensen. Þessi saga fjallar um eiturlyfja- viðskipti og segir í kynningu útgefanda að höfundurinn, Frank Jensen, hafi starfað um árabil í fíkniefnadeild dönsku lögreglunnar og lýsi því vel hvemig alþjóðlegir sölumenn dauðans starfa. Bókin er 160 bls. og skiptist nið- ur í 32 kafla. Steingrímur Pétursson íslenskaði en Kjartan Amórsson gerði kápumynd. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. dreift til almennings á Q'ölfömum stöðum fyrir jóíin. Lögreglublaðið er 126 blaðsíður, prentað í fjórlit á vandaðan glanspappír. Forsíðu- mynd er eftir Bjama Ólaf Magnús- son, lögreglumann. DÓPHRINGUR Skólavörðustíg 17a, sími 25115. Jarðabók um Eyjafjarðarsýslu TÍUNDA bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er komið út í nýrri ljósprentaðri útgáfu. Þetta tíunda bindi er um Eyjafjarðarsýslu og var samið á árunum 1712 og 1713. Á bókarkápu segir að um Jarða- bók Áma og Páls hafí m.a. eftirfar- andi verið ritað: Hún er merkasta heimild um hagsögu landsins á þessum tíma, hrein fróðleiksnáma um landshagi og efnahagsmál. En jafnframt er hún málfræðingum, sem við ömefnarannsóknir fást, ómissandi heimildargagn (Halldór Halldórsson prófessor). Hinni ljósprentuðu útgáfu verður væntanlega lokið á næsta ári og verður síðan gefið út ýmislegt efni sem snertir jarðabókarverkið. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræð- ingur sér um þá útgáfu og semur atriðisorðaskrá um öll bindin. Gerðusvovel! Sérlaijaöir \ réttir lieint til |)ín í vinnuna Nýttu dýrmætan vinnutímann í jólaönnum til Ms og njóttu vel, því eldhúsið okkar er opið til kl. 23:30 á hverju kvöldi. Við sendum af öllum matseðlinum okkar til þín ásamt meðlæti og drykkjarföngum að óskum. Vell dönn, mídíum eða rer? fiSKUR \ Suðuriandsbraut 14 • Pöntunarsími 681344 -Geymdunúmerið! \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.