Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
1
-|Í
Molar af gnægtaborðinu
Þingflokkarnir svara fyrirspurn „Bróar“ um þróunaraðstoð
Brú nefnist félagsskapur
áhugafólks um þróunarlönd, þró-
unarsamvinnu og neyðarhjálp. A
aðalfundi sl. vor var samþykkt
að senda þingflokkunum fyrir-
spurnir um þessi málefni. Fara
svör þeirra hér á eftir. Þess ber
að gæta að svörin hafa borist á
nokkuð löngu tímabili og enn-
fremur að ekki ber að líta á þau
sem formlega afstöðu flokkanna,
en fremur sem innlegg í umræðu
um þessi mál — nema annað sé
tekið fram. Brú hefur óskað eft-
ir að fá svörin birt í Morgun-
blaðinu.
Fyrirspumin frá Brú var á
þessa leið:
Opinbert framlag íslendinga
til þróunarsamvinnu og hjálpar-
starfs í þróunarlöndum er innan
við tíunda hluta þe'ss sem Sam-
einuðu þjóðimar hafa sett
velmegunarþjóðum heims sem
mark að keppa að og flest Norð-
urlanda era komin fram úr.
Vorið 1985 ályktaði Alþingi að
þessu marki skyldi náð á sjö
ámm. Siðan þá hefur framlagið
lækkað.
Af þessum ástæðum vill Brú,
félag áhugamanna um þróunar-
lönd, biðja stjóramálaflokka og
framboð, sem eiga fulltrúa á
Alþingi, að skýra afstöðu sína til
þessa máls. Við förum þess á leit
að m.a. verði tekið mið af eftir-
farandi atriðum:
a) Hvernig ætlar viðkomandi
flokkur (samtök) að beita sér
fyrir þvi að ályktun Alþingis
verði framfylgt?
b) Hvaða hátt er vænlegast að
hafa á þessu framlagi: fastan
lið á fjárlögum, sérstakt gjald
i þessu skyni eða aðrar leiðir?
c) Hvaða hugmyndir hefur ykk-
ar flokkur (samtök) um
framkvæmd þróunarsam-
vinnu og hjálparstarfs í
þróunarlöndum?
Alþýðuflokkurinn
Á minnisblöðum, sem lögð voru
fram við stjómarmyndunarviðræð-
ur núverandi ríkisstjómar, var
rækilega á það bent hve illa Islend-
ingum hefði gengið að uppfylla
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
framlög til þróunarmála. Jafnframt
var á það bent, að Alþingi hefði
ekki framfylgt eigin ályktun frá
198r um framlög til þessa mála-
flokks. I stjómarsáttmálanum er
hins vegar lítið fjallað um þróunar-
mál, — aðeins sagt, að auka beri
framlög til þróunarmála.
Það hefur verið yfirlýstur vilji
Alþingis og ríkisstjóma á undan-
fömum árum að gera betur í
þróunaraðstoð, án þess að þar hafi
verulegar breytingar orðið á. Um
framkvæmd ályktunarinnar frá
1985 þarf ekki að hafa mörg orð.
Henni hefur ekki verið framfylgt.
Alþingi íslendinga hefur ekki tekið
Ti ' mark á eigin ályktunum, ekki fylgt
eftir eigin ákvörðunum. Framlög til
þróunarmála eru í engu betra horfi
en þau hafa verið á undanfömum
árum.
Það hlýtur að vera meginverkefni
áhugamanna um þróunaraðstoð
innan þings sem utan, að knýja á
um að ályktuninni frá 1985 verði
framfylgt.
Spurt hefur verið hvort tryggja
eigin framlög til þróunarmála með
beinum framlögum á fjárlögum, eða
huga að sérstökum mörkuðum tek-
1 justofni, t.d. ákveðnum hundraðs-
hluta af söluskatti. Markaður
tekjustofn er að mínu mati freist-
andi aðferð til að tryggja framlög
til þróunaraðstoðar. Það má hins
vegar ekki verða til þess að hækka
söluskattsstigið, sem þegar er alltof
hátt. Hvort tiltekinn hundraðshluti
verður tekinn af söluskatti, eða
framlög ákveðin á fjárlögum skiptir
ekki máli, heldur það hvort vilji er
fyrir hendi að auka framlögin og
ná því marki, sem t.d. aðrar nor-
rænar þjóðir hafa þegar náð, þ.e.
markmiði sáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar,
að ekki væri fráleitt að leggja á
sérstakan þróunarskatt, beinan
skatt. Slíkur skattur myndi stuðla
að því, að hver greiðandi yrði sér
meðvitaður um þátt sinn í aðstoð
við þróunarlöndin og þá ábyrgð,
sem við berum hvert og eitt gagn-
vart samborgurum okkar á móður
Jörð. Þá er mjög brýnt, að auka
alla umfjöllun um þróunarmál, eink-
um á Alþingi, en einnig í samfélag-
inu almennt, og þá ekki síst í skólum
landsins.
Varðandi framkvæmd þróunar-
muna, og markmið og verk-
efnaval stofnunarinnar verði
skilgreint nákvæmlega nokkur
ár fram í tímann.
— Að komið verði á fót sjóði, er
láni áhættuíjármagn til undir-
búnings verkefna í þróunarlönd-
um._
— Að íslendingar taki þátt í þróun-
arsamstarfi OECD-ríkjanna og
í starfi DAC-nefndarinnar.
Árai Gunnarsson
Borgaraflokkurinn
Mér, undirrituðum, hefur verið
falið að svara fyrirspum yðar og
skýra afstöðu þingflokks Borgara-
flokksins til aðstoðar við þróunar-
lönd. Það er um leið harmað hversu
það hefur dregist að svara erindi
yðar, en vegna aðstöðuleysis í upp-
að fyrirtæki og einstaklingar á Is-
landi hefðu að nokkru leyti frum-
kvæði um að taka að sér.
Hugsanlegt væri, að myndaður yrði
sérstakur þróunarsjóður með lög-
boðnum fjárframlögum ríkisins í
samræmi við ályktun Alþingis frá
1985. Fyrirtæki og einstaklingar í
samvinnu við aðila í þróunarlöndun-
um gætu síðan sótt um styrk til
verkefna á sviði hjálparstarfs, at-
vinnulífs og menningarmála, svo
dæmi séu tekin.
Júlíus Sólnes
Sjálfstæðisflokkurinn
a. Með störfum sínum á Alþingi
og í ríkisstjóm.
b. Heppilegast er að hafa um þetta
fastan lið á Qárlögum.
c. í álytkun landsfundar Sjálfstæð-
samvinnu og neyðarhjálpar er rétt
að benda á eftirfarandi atriði.
— Að framlagi okkar verði ráðstaf-
að samkvæmt þörfum þróunar-
landa, en fari ekki eftir
atvinnuhagsmunum á íslandi.
— Að aðstoðin fari til fátækustu
landanna.
— Að þegar verði gerð úttekt á
allri þróunaraðstoð íslendinga til
þessa. Hve miklum ijármunum
hefur verið varið af opinberri
hálfu og sjálfstæðra stofnana,
og hvemig hefur skiptingin ver-
ið í tvíhliða og marghliða
verkefni, neyðarhjálp og þróun-
arsamvinnu.
— Að þegar verði komið á öflugu
samstarfi íslenskra hjálparstofn-
ana, svo fjármunir megi nýtast
betur. Einnig að leitað verði eft-
ir nánara samstarfi við norrænar
þróunarstofnanir, samvinnu um
verkefni og þjálfun íslenskra
starfsmanna.
— Að fræðsla um þróunarmál og
málefni þriðja heims verði aukin
og efld í skólum landsins.
— Að allt starf Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands verði eflt til
hafi kjörtímabils hefur verið óhægt
um vik.
Borgaraflokkurinn hefur mikinn
áhuga á samstarfi við ríki þriðja
heimsins, svokölluð þróunarlönd.
Ef til vill eigum við íslendingar
meira sameiginlegt með mörgum
þessara ríkja en okkur grunar.
Þannig flytjum við fyrst og fremst
út óunnið hráefni og erum tiltölu-
lega einangraðir frá §ármagns-
heimi vestrænna iðnríkja.
Þingflokkur Borgaraflokksins
mun fylgjast vel með framvindu
mála á Alþingi, sem lúta að sam-
starfi við þróunarlöndin. Við erum
þeirrar skoðunar, að til þes að að-
stoð okkar við þróunarlöndin komi
að sem mestu gagni, sé vænlegast,
að hún sé byggð á samstarfi um
ákveðin verkefni. Dæmi um slíkt
eru þeir samningar um rafvæðingu
sveita í Kenýa, sem voru langt á
veg komnir í tíð Alberts Guðmunds-
sonar, þáverandi iðnaðarráðherra.
Þannig er það skoðun okkar, að
opinbert framlag íslendinga til
hjálparstarfs í þróunarlöndum eigi
fyrst og fremst að beinast til ákveð-
inna verkefna, sem æskilegt vaeri
isflokksins 1985 var tekið á
þessu máli með svofelldum
hætti: „Vegna hinna frjálslyndu
mannúðarviðhorfa sem eru
grunnþáttur sjálfstæðisstefn-
unnar hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn sérstakri skyldu að gegna
við mótun og framkvæmd skyn-
samlegrar stefnu gagnvart
þróunarríkjunum. Auka skal
framlag til þróunaraðstoðar og
renni það fyrst og fremst til
verkefna sem íslendingar geti
sjálfir framkvæmt. Skal með
ráðum og dáð hlúð að viðleitni
þróunarríkjanna til að komast
til bjargálna, ekki síst með frjáls-
um utanríkisviðskiptum."
Sigurbjörn Magnússon,
f ramkvæmdastjóri.
Kvennalistinn
Á síðasta þingi vöktu Kvenna-
listakonur máls á málefnum
þróunaraðstoðar bæði við afgreiðslu
fjárlaga og í umræðum um skýrslu
utanríkisráðherra. Einnig beindu
þær sérstakri fyrirspurn til utanrík-
isráðherra um málefni Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands. Til
glöggvunar eru hjálögð afrit af
ræðum sem fluttar voru við þessi
tækifæri af hálfu Kvennalistans.
Þar kemur fram afstaða Kvenna-
listans til málefna þróunarsam-
vinnu svo og hvemig Kvennalistinn
hefur leitast við að fá því til leiðar
komið að við ályktun Álþingis um
opinber framlög til þróunarsam-
vinnu verði staðið. Mun Kvennalist-
inn áfram beita sér með þessum
hætti til að knýja á um að ályktun
Alþingis verði framfylgt, þ.e. verði
Kvennalistinn áfram í stjómarand-
stöðu. Verði Kvennalistinn hins
vegar aðili að ríkisstjóm gefst betra
færi á að sjá til þess að staðið verði
við ályktun Alþingis.
Hvað b) lið fyrirspumarinnar
varðar telur Kvennalistinn vænleg-
ast að framlög til þróunarsamvinnu
komi beint úr ríkissjóði á fjárlögum
ár hvert, enda hefur Alþingi þegar
samþykkt að svo skuli vera. Þar
sem slík samþykkt liggur fyrir telj-
um við ekki æskilegt að sérstakt
gjald eða skattur verði lagður á
landsmenn í þessu skyni, enda er
skattheimta á almenning þegar
gífurleg og vandséð hvernig rétt-
mætt er að taka eitt málefni fram
yfir annað á þennan hátt og rök-
færa aukna skattlagningu til þess
frekar en annarra knýjandi verk-
efna.
Síðasti liður fyrirspumarinnar er
all víðtækur og ekki gefst færi á
að svara honum ítarlega hér. í
stuttu máli leggur Kvennalistinn
áherslu á að þróunarsamvinnu verði
beint að vandlega undirbúnum
tvíhliða verkefnum þar sem íslensk
þekking, jafnt huglæg sem tækni-
leg, nýtist til hins ýtrasta. Við
leggjum áherslu á að jafnan fari
fram ítarlegar kannanir á aðstæð-
um og samfélagsháttum í viðtöku-
landinu áður en verkefni em
ákveðin til þess að tryggt megi
vera að þau komi viðtakendum að
raunverulegu gagni og stuðli í
reynd að þeirri þróun til sjálfshjálp-
ar sem öll þróunarsamvinna miðar
að.
Samkvæmt lögum er undirbún-
ingur og framkvæmd slíkra verk-
efna í höndum Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands, og teljum við það
eðlilegt. Hins vegar álítum við að
neyðaraðstoð sé betur komin í hönd-
um aðila eins og Hjálparstofnunar
kirkjunnar og Rauða krossins sem
hafa aðgang að alþjóðlegu hjálpar-
starfsskipulagi sem ríkið hefur
aftur á móti alla jafnan ekki.
Fyrir hönd Kvennalistans,
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir.
Alþýðubandalagið'
a) Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins telur að standa beri við
samþykkt Alþingis frá vordög-
um 1985, þ.e.a.s. að auka beri
framlög til þessa málaflokks í
áföngum þar til tilsettu marki
er náð. Alþýðubandalagið hefur
á hverju ári við afgreiðslu fjár-
laga gagnrýnt ónógar fjárveit-
ingar til þróunarsamvinnu og
bent á að ótvíræð samþykkt
Alþingis væri brotin.
b) Þingflokkurinn telur að hér
hljóti f.o.f. að verða um framlög
úr ríkissjóði að ræða og sér ekki
ástæðu til .að ráðstafa í þennan
málaflokk mörkuðum tekju-
stofni fremur en í fjölda önnur
verkefni. Þingflokkurinn hafnar
þó ekki þeim möguleika að afla
sérstakra tekna í þessu skyni
og lýsir sig tilbúinn til viðræðna
um slíkt ef aðrir stjómmála-
flokkar telja það vænlegt til
árangurs.
c) Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins telur að við allt starf á sviði
þróunarsamvinnu verði að taka
mið af séríslenskum aðstæðum,
smæð þjóðarinnar og sérhæf-
ingu í atvinnulífí og menntun.
Því beri að miða beina aðstoð
okkar sem mest við hóflega
verkefnisstærð, viðráðanlegar
aðstæður og sérsvið svo sem
sjávarútveg eða nýtingu jarð-
hita. Að öðru leyti er eðlilegt
að nokkur hluti þess fjár sem