Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 59

Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 59 Það má framleiða marga gersemi úr gullinu Frá Vísindamiðstöðinni Allt á fleygiferð í skautahöllinni meira. Þá er hitinn úti að mjaka sér í nánd við 50 gráður.„ Núna er rólegra, segir forstjórinn mér,„ enda hitinn ekki svo mikill á þessum árstíma." Ég rak augun í það í bæklingi um Skautahöllina, að gert var ráð fyrir sérstökum tímum fyrir stráka og öðrum fyrir stelpur. Og að strák- amir áttu einir að sitja að stóra svellinu. Ég spurði því þennan væna mann, hvemig á því gæti staðið, að hann virti ekki reglur sem um skautahöllina gilda. Hann benti út á völlinn, þar sem kátir krakkar renndu sér af ákefð. „Hvað held- urðu að gæti gerzt hér,“ sagði hann.„Það er engin hætta á að neinn komist upp með ósiðsemi. Annað hvort væri nú, en hér kynn- ast krakkamir ósköp heilbrigðan hátt. Ég held að foreldrar séu mjög ánægðir, ef þeir vita af krökkunum sínum hér. 0g það hefur breytt andrúmsloftinu í höllinni eftir að ég ákvað að leyfa báðum kynjum að vera saman. Það er engin ástæða til að búa til fleiri vandamál en bráðnauðsynlegt er,“ sagði Abdul- wahab. Svo fómm við í te upp á skrifstofuna hans og hann sýndi mér nýtt merki, sem var nýbúið að teikna fyrir höllina. Hann sagðist ekki vera nógu ánægður með það. „Kannski ég geri bara merki sjálf- ur. Þeir kunna ekki við annað en taka það og nota ef það kemur frá mér.“ Við herra Abdulwahab kvöddumst svo með virktum og ég hét því að senda honum kort frá Tjöminni, þegar hana legði. Nafnið á Kuwait þýðir „litli kast- ali. “ Því er skipt niður í fjögur umdæmi eða héruð, þar er höfuð- borgin auðvitað eitt, hin heita Jahra, Hawalli og Ahmadi. Landið er ekki stórt tæpir 18 þúsund ferkílómetrar og að megninu til eyðimörk. Veðráttan er langtum breytilegri en ég átti von á. Hæsta hitastig sem hefur mælzt var 51 stig í júlí 1978, en algengt að hann sé 45 stig júlí og ágúst. Lægstur hefur hitinn orðið 6 stiga frost í janúar 1964, en mér skilst að með- alhitinn sé í þeim mánuði um 8 stiga hiti. Þessum veðrabreytingum fylg- ir afar misjafnlega mikil úrkoma, stundum rignir árið allt 22 milli- metra og síðan hoppar rigningin í 352 millimetra það hið næsta. Að því er bezt er vitað búa um 1,8 milljón manns og spáð að árið 2000 verði íbúafjöldinn kominn í 3 milljónir. Það vakti athygli mína, þegar ég gluggaði í tölur, að fijó- semi hjá Kuwaitum er minni en hjá útlendingunum, sem búa í landinu eða 3.7 % á móti 5.1% Og eru þó Arabar þekktir fyrir annað en spara við sig bameignir. Þótt glansinn hafí dofnað af olíu- ævintýrinu bíða mörg verkefni varðandi þróun annarra atvinnu- greina. Mér var sagt, að engar hömlur yrðu settar í náinni framtíð á því, að innflutningur manna frá Austurlöndum nær og fjær héldi áfram. Mér fannst meiri vinsemd með Kuwaitum og Austurlandabú- unum, en í ýmsum öðrum Flóaríkj- um. En svona blandað þjóðfélag hefur líka sínar veiku hliðar. Út- lendingamir - að Palestínumönnun- um frátöldum - setjast ekki að. Þeir vinna í nokkur ár og safna sér fé og fara. Kannski er þetta ein skýringin á því, hversu höllum fæti Flókaríkin standa gagnvart írönum. Kuwaitar eiga það sameiginlegt með öðrum olíuríkjum við Flóann, að hafa notað gróðann í mikið upp- byggingarstarf í þjóðfélaginu. Miðstöð allra rannsókna er Vísinda- stöð Kuwait. Ég tók mér ferð á hendur þangað einn morguninn og hitti þar stúlkuna Reem A1 Hus- seini, sem sagði mér frá því helzt sem er unnið að. Vísindastöðin er í stórri og til- komumikilli byggingu í útjaðri höfuðborgarinnar. Rannsóknar- starfssemin er ótrúlega íjölþætt. Auðvitað em ofarlega á blaði olíurannróknir, þróun á byggingum í olíuiðnaðinum og samhliða þeim jarðvegs og efnarannsóknir. Þá er að geta umhverfisrannsókna, til dæmis á eðli sandstorma. Inní þeim væri einnig könnun á olíumengun í vatni og sjó. Mikil áherzla er á matvæla- og akuryrkjurannsóknir. Gerðar hafa verið í auknum mæli tilraunir með sauðfjárrækt og hænsnarækt og lofar góðu. Aðkall- andi er að finna beztu leiðina til að hreinsa salt úr sjó, og tilraunir með að nota slíkt hreinsað vatn til vökvunar hafa tekizt vel. Þá skal nefna líftækni á ýmsum sviðum, erfðarannsóknir og í raungreinum er auðvitað verkfræði, rafeinda og laserrannsóknir, tölvuþróun og ég veit ekki hvað. Loks má nefna rann- sóknir á að nýta meira sólar- og vindorku og er þá aðeins stiklað á stóm. Það er augljóst af öllu að þama er ekki sparað til að gera vísinda- mönnum kleift að stunda rannsókn- ir sínar. Stúdentar í háskóla Kuwait njóta og góðs af starfinu og em þar í þjálfun ákveðinn tíma eftir tilteknum skilyrðum. Flestir vísindamennimir em kuwaitskir, en einnig margir erlendir. Allir hafa doktors eða mastersgráðu í sinni grein. Mér hafði auðvitað leikið hugur á að komast út í eyðimörkina. En vegna ólgunnar óróans em tak- markanir settar við ferðum manna. Það fer maður að skilja og virða, eftir að hafa verið þama stund. Svo að það verður að bíða betri tíma. En bedúínahefðin er sterk í landinu, eins og víðar og þeir menn stoltast- ir, sem með réttu geta lýst því yfír að þeir séu bedúínar. Svo var kominn tími til að halda heimleiðis. Með stuttri viðkomu í Bahrein.Það er án efa jafn misjafnt og mennimir, hvað verður eftir- minnilegast þegar heim er komið frá nýjum og framandlegum stað. Það er hvorki stríð né vísindi, sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Kuwait. Það er allt þetta sítrón- ute. Og svo gosbrunnamir sem dönsuðu. Ef ég væri gosbrunnur, vildi ég eiga heima þar. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Þorláksmessuganga Þorláksmessuganga verður farin í fímmta skipti miðvikudaginn 23. desember og verður gengið að venju frá Hlemmtorgi niður Laugaveginn. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 17.45 og kyndlar tendrað- ir. Gangan leggur af stað klukkan 18.00. Þrír kórar verða með í för. Bamakór Kársnesskóla, Hamra- hlíðarkórinn og Háskólakórinn. Göngunni lýkur á Bakarabrekkunni með stuttu ávarpi og söng. Fréttatilkynningu þessari fylgir éftirfarandi ávarp: Um þessi jól hefur mannkynið meiri ástæðú til bjartsýni en oft áður. Mestu veldi heims, Bandaríkin og Sovétríkin, hafa loks komið sér saman um að fækka gereyðingar- vopnum. Við berum öll þá von í brjósti að samningamir tákni upp- haf nýrra tíma. Tíma þar sem valdamenn hlusta á rödd almenn- ings, fólksins í löndunum, fremur en á gjallandi herforingja. Við megum þó ekki láta blindast af bjartsýni. í raun er vinnan rétt að hefjast. Hvert sem við lítum sjáum við sveltandi böm þriðja •heimsins í skugga allsnægta Vest- urlanda. Sumir landsfeður þessara bama kaupa fremur vopn en brauð. Fyrir andvirði einnar sprengjuflug- vélar má útrýma sulti á stómm landsvæðum. Fyrir andvirði kafbáts má kenna þúsundum barna í þriðja heiminum að lesa. Þeirra vegna og vegna okkar eig- in bama megum við ekki sofna á verðinum, þótt byrinn sé hagstæð- ur. Við viljum: ☆ stöðva vígbúnaðarkapphlaupið til þess að forða mannkyni frá fortímingu, ☆ að íslensk stjómvöld styðji á alþjóðavettvangi algert bann við kjamorkuvopnatilraunum, ☆ að íslensk stjómvöld beiti sér fyrir því að fjármagn það sem var- ið er til vígbúnaðar verði notað til þess að seðja hungur þeirra sem svelta, ☆ vinna gegn því að ísland verði vettvangur aukins vígbúnaðar, ☆ hafna kjamorkuvopnum á landi okkar og í hafinu umhverfís, ☆ spoma gegn hvers kyns ofbeldi í fjölmiðlum, gegn sölu stríðsleik- fanga og leggjum áherslu á uppeldi til friðar. Til að búa bömum okkar örugga framtíð verðum við öll að leggja okkar af mörkum í þágu friðar. Gleðileg jól. Friðarhópur fóstra, Friðar- hreyfing íslenskra kvenna, Friðarsamtök listamanna, Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna, Samtök islenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök um kjarnorkuvopnalaust ís- land. Hægindastóll með ruggu og snúning. Staðgreiðsluverð kr. 12.500.- VALHÚSGÖGN ÁRMULA 8. SIMI 82275. r Demantur ^ fyrir döm una Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.