Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
fclk f
fréttum
ÁLFTANESSKÓU
Göngum við í kringum...
Bömin f Álftanesskóla í Bessa-
staðahreppi, nágrannar forset-
ans, héldu jólaskemmtun nú fyrir
skemmstu. Þegar Morgunblaðs-
menn bar þar að var jólaskemmtun
yngri bamanna á aldrinum 6 til 9
ára f fullum gangi. Krakkar úr 11
ára bekk vom að sýna leikritið
„Jólagrautinn" sem íjallar um sam-
skipti manna og búálfa. í þetta sinn
hafði mannfólkið nærri gleymt að
færa búálfunum jólagrautinn en
gleymist það, boðar það árs ógæfu.
Allt fór þó vel að lokum, rétt eins
og f ævintýmnum og að „Jóla-
grautnum" loknum tók frumsamin
JBakkabræðrasyrpa" 6. bekkinga
við. Hún vakti mikla hrifningu
meðal áhorfenda, sem klöppuðu
leikumnum lof í lófa. Þá var gert
örstutt hlé á skemmtuninni og not-
uðum við tækifærið til að spjalla
við þau Þómnni Jóhönnu Júlíus-
dóttur 8 ára, Viktoríu Jensdóttur 6
ára og Hlyn Þór Hjaltason 7 ára.
Þau vom hin hressustu og sögðu
að sér þætti mjög gaman á skemmt-
uninni. „Það er leiðinlegast að hafa
ekki alvöru jólatré," gall Hlynur
við, stríðnislegur á svip. öll komu
þau fram á skemmtuninni, léku og
sungu og sögðust ekki hafa verið
vitund feimin. Þau vom þó á því
að skemmtilegast af öllu væri að
búa til jólaskraut. Við vildum ekki
te§a þau lengur því nú var komið
að því að syngja og dansa f kringum
jólatréð og var mikill hamagangur
í öslq'unni þegar verið var að skipa
krökkunum í hringi í kringum jóla-
tréð. Fljótlega gat þó dansinn
hafíst, að sjálfsögðu á „Göngum
við í kringum..."
Mannfólkið hafði nærri gleymt að færa búálfunum jólagrautinn.
Morgunblaðið/Þorkell
„Við vorum ekkert feimin,“ sögðu Hlynur Þór Hjjaltason, Viktoría
Jensdóttir og Þórunn Jóhanna Júlfusdóttir í Álftanesskóla.
Chris-
Maria
sýnir
okkur
dýrðina.
CHRIS-MARIA HuBER
Greiðsla í lagi
Pað verður mörgum starsýnt á
makkann hennar Chris-Mariu
Hulber þar sem hún þrammar um
götur Vestur-Berlfnar. Hárið, sem
nær henni í mittisstað, er allt flétt-
að f 82 örþunnar fléttur og hefur
hún hengt litlar bjöllur neðst f
hveija fléttu. í þeim klingir í hvert
sinn serhhúnhreyfir höfuðið en það
gerist æði oft, þvf Chris-Maria er
söngkona og dansari. Hún segir það
allt annað líf að vera með fléttum-
ar, „hárið varð mjög fljótt skítugt
áður en ég fléttaði það en nú þarf
ég ekki annað en að bleyta það og
vinda eins og borðtusku. Mjög hag-
kvæmt." „Ekki svo,“ segja þeir sem
fjármálavitið hafa, því einn galli er
á gjöf Njarðar; Á átta vikna fresti
þarf að laga fléttumar og þvo og
það tekur litla 15 klukkutfma. Fyr-
ir þá handavinnu mkkar hár-
greiðsludaman hennar Chris hana
um 22 þúsund krónur.innifalið í
verðinu er kaffí og meðlæti.
Keuter
TELPUKORNIÐ
MABEL
Faðmlag
við Eirík
Vélmennið Eiríkur hlaut langt
og innilegt faðmlag frá
henni Mabel þegar hann af
sjálfsdáðum bað um eitt slfkt.
Mabel, sem er orðin 10 ára, er
hreint ekki vön að vélmenni
ávarpi hana og varð því heldur
hvumsa þegar Eiríkur lauk upp
munni sínum. Hún var þó fljót
að jafna sig og rauk um háls
hans og rak honum rembings-
koss að auki. Eiríkur var að
vonum alsæll með viðbrögðin og
unir nú hag sínum stómm betur
en hann hefur verið til sýnis f
stórversluninni Harrods í Lund-
únum. Reyndar er Eiríkur falur
fyrir 80 þúsundir króna en sölu-
mönnum leikfangadeildar
Harrods hefur gengið treglega
að selja hann.
Mabel og Eiríkur faðmast f
jólaösinni.