Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 69

Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 69 Blönduós: Lionessur gefa eldri borgurum myndbönd Blönduósi. NÝSTOFNAÐUR Lionessu- klúbbur á Blönduósi, sem ber nafnið Liljur, færði ellideild Hér- aðshælisins á Blönduósi mynd- bönd að gjöf. Það hefur löngum verið sagt að jólin séu hátíð bamanna og er þá líkast til hægt að líta á þessa full- yrðingu í víðara samhengi og álíta sem svo að átt sé við bamið í okk- ur öllum. Það vill stundum gleymast í öllu amstrinu fyrir jólin og jafnvel oftar að til eru þeir einstaklingar sem lítið ber á en hafa unnið sinn starfsdag og dvelja nú á elliheimil- um. Konur í Lionessuklúbbnum Liljum hugsuðu til gamla fólksins á aðventunni og fóru í heimsókn á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi og færðu gamla fólkinu að gjöf myndbönd með stiklum Ómars Ragnarssonar. Einnig sungu Lion- essumar jólalög fyrir heimilisfólkið og ríkti sannkölluð jólastemmning í setustofu ellideildarinnar og kunnu eldri borgaramir vel að meta þessa heimsókn. — Jón Sig. Konur úr Lionessuklúbbnum Liljur færðu ellideild Héraðs- hælisins á Blönduósi myndbönd og sungu jólalög. Morgunblaðið/Árni Helgaaon Stykkishólmur: Litlu jólin í „spítalaskólanum“ Stykkishólmi. LITLU jólin voru haldin fyrir börn á dagheimilinu á Sjúkrahús- inu í Stykkishólmi fyrir skömmu. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi hefur í áraraðir rekið hér af miklum myndarskap dagheimili fyrir böm. Hefur þetta komið sér ágætlega Það er alltaf gaman á litlu jólun- um. fyrir mæður sem stunda störf utan'****' heimilis. Þá var í áraraðir rekið af sömu aðilum bamaheimili og komu þangað böm víðsvegar að. Þetta var til mikils hagræðis, vel sótt og vel metið. Systir Lovísa hefur allaf verið í fararbroddi dagheimilisins og haft með sér gott lið. Litlu jólin er árviss viðburður og kom fréttaritari við á litlu jólunum sem haldin voru á föstudaginn. Þar voru samankomin böm og fullorðn- ir og var sungið og dansað í kringum jólatréð. Auk þess sem Jón Svanur var með harmonikkuna sína og spilaði falleg jólalög og víkivaka. - Árni Aðventukvöld í Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði. AÐVENTUKVÖLD var haldið fyrir skömmu i Fáskrúðsfjarðar- kirkju. Á aðventukvöldinu sungu böm úr sunnudagaskólanum jólalög og voru með ýmsa helgileiki. Einnig sýndu þau brúðuleik og ein stúlka lék á blokkflautu. Stjómandi sunnu- dagaskólans er Ingigerður Jóns- dóttir. Kirkjukórinn söng síðan jólalög undir stjóm Jónatans Buckley en hann er hér tónlistarkennari. I lok- in fór sóknarpresturinn, sr. Þorleif- ur K. Kristmundsson, með stutta bæn. — Albert Börn úr sunnudagaskólanum sungu jólalög á aðventukvöldi sem haldið var í Fáskrúðsfjarð- arkirlqu. Morgunblaðifl/Albert Kemp Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Jólatónleikar a Skagaströnd Skagaströnd. HINIR árlegu jólatónleikar Tón- listarskólans á Skagaströnd voru haldnir 16. desember. Tónleik- arnir voru haldnir i sal grunn- skólans og var salurinn troðfull- ur af fólki sem skemmti sér hið besta. Alls komu um 35 nemendur fram á tónleikunum og spiluðu á blokk- flautu, þverflautu, píanó og gítar. Meðal atriða á tónleikunum var leikur á gítar og blokkflautur. Þá söng skólakórinn 2 lög og 3 ungar stúlkur sungu saman lag. Nemendur Tónlistarskólans eru nú um 40 talsins og kennarar eru 2, þær Steinunn Berndsen og Jane Sillar. MikiII uppgangur hefur verið flr-* tónlistarllfínu á Skagaströnd und- anfarin 2-3 ár og eru margir smeykir um að breyting geti orðið til hins verra ef hugmyndir um að færa rekstur tónlistarskólanna al- farið yfír á sveitarfélögin verða að veruleika. -ÓB.____

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.