Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
9
HUGVEKJA
Aðfanga-
dagurjóla
eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON
Jóh. 1: 1.-4.
Fæðing
Bam að fæðast. Alltaf er það
sama undur og kraftaverk —
þetta einfalda en þó jafnframt
stórbrotna, að Drottinn Guð
gefur, skapar og blessar. Á
þeirri stundu kallar hann for-
eldra til ábyrgðar. Það er ekki
alltaf auðvelt fyrir væntanlega
foreldra að horfast í augu við
það sem verður með breytingum
á lífsháttum og aðstæðum.
Væntanlegt barn kallar svo
skilyrðislaust á ýmislegt sem
foreldrar eru ekki tilbúnir að
gefa, mæta eða að horfast í
augu við.
Þegar bam bíður þess að fá
að fæðast virðist í dag vera um
valkosti að ræða. Væntanleg
móðir getur mætt lækni og fé-
lagsráðgjafa og sagt að hún
treysti sér ekki til að eiga bam-
ið. Hún getur ákveðið að fæða
það en síðan að gefa það hjón-
um sem hafa þráð það lengi
mest af öllu að geta eignast
bam og hún getur ákveðið að
eiga bamið.
Við þá foreldra sem er þetta
erfítt vil ég segja: Fóstureyðing
getur aldrei bætt, hún getur
skilið eftir nístandi samvizkubit
og einnig það að konan getur
ef til vill aldrei orðið móðir á
ný. Hinir tveir valkostimir geta
sýnst erfiðir en þeir geta aldrei
orðið verri og þeir geta síðan
veitt svo ómælda gleði og ham-
ingju. Orðið heilög jól í orðanna
fyllstu merkingu.
Bam fæddist í jötu og það
urðu hin fyrstu jól. Höfðu þau
ekki kviðið því sem yrði? Áreið-
anlega. Ung kona með köllun í
bijósti sem hún trúði á og vildi
hlýða og væntanlegur faðir,
sem efaðist um svo margt, en
hafði fengið vitmn í draumi.
Þau urðu á versta tíma að hlýða
kalli keisarans, sem lét skrá-
setja alla þegnana til þess að
tryggja skattlagningu og hver
og einn varð að fara til sinnar
heimaborgar, hvemig sem á
stóð. Unga stúlkan, sem var
komin að því að fæða bam,
varð því að leggja af stað með
manni sínum út í óvissuna. Og
þegar stundin kom fundu þau
ekkert húsaskjól.
Bamið fæddist í jötu og unga
konan varð móðir og karlmað-
urinn varð faðir. Allur kvíði,
ótti og þjáning var á braut og
ekkert nema gleði og fögnuður,
kærleikur og umhyggja var í
huga þeirra beggja. Við tóku
árin hans, þegar þau fengu að
sannreyna köllunina og vitrun-
ina, ekki aðeins með gleðinni,
heldur einnig með sorginni og
þjáningunni.
Bam fæddist og helg urðu
jól. í Jóhannesarguðspjalli er
sagt frá þvi með þessum orðum:
„í upphafí var orðið og orðið
var hjá Guði og orðið var Guð;
það var í upphafí hjá Guði. All-
ir hlutir em gjörðir fyrir það,
og án þess varð ekkert til, sem
til er orðið. í því var líf og lífíð
var ljós mannanna og ljósið
skín í myrkrinu og myrkrið hef-
ur ekki tekið á móti því.“
Jóhannes guðspjallamaður
tengir fæðingu Jesú Krists við
sköpunina, fyrstu orð biblíunn-
ar í fyrstu Mósebók: „í upphafí
skapaði Guð himin og jörð.“
Jesús var Messías, sonur Guðs
og Guð. Sköpunin er tengd
N líkingu hins talaða orðs, sem
við sköpum frá hinum ósýnilega
heimi, sem hugsun okkar er, til
orðsins, sem aðrir heyra og
verður á þeirri stundu hluti hins
sýnilega og áþreifanlega. Þessi
sköpun Guðs varð eins og ljós
sem lýsir í myrkri. Myrkrið er
ímynd allra erfíðleika, alls
kvíða, sorgar og þjáningar og
við getum aðeins með einu
móti hmndið myrkrinu á braut:
Með því að kveikja ljós.
„Ljósið skin í myrkri.“ Það
em jól. Sá fögnuður sem við
lifum á dýrmætustu stundum
lífs okkar, þegar við skynjum
nálægð Guðs blessunar og tök-
um á móti gjöfum hans, orði
hans og leiðsögn hans. Ég held
að sú stund sé stærst gefín og
bezt þegin við fæðingu bams.
Þá opnast allar tilfínningar til
fómar og kærleika, vemdar og
umhyggju. Bamið, svo vamar-
laust í stómm myrkum heimi,
kallar á allt það bezta sem með
okkur býr og á þeirri stundu
er eigingiminni hrandið á braut.
Þá skín ljósið. Myrkur áhyggna
og kvíða og þeirrar hugsunar
að bamið taki frá okkur tíma
og tækifæri til að lifa lengur
áhyggjulausu lífí er fjarri. Og
fóstureyðing er fjarlægust af
öllu.
Jólin koma til okkar með
misjöfnum hætti. Þau reyna
alltaf að kveikja okkur trúar-
ljós. Þau minna á allt sem er
okkur dýrmætt, sem getur
tengst gleði og sorg, hamingju
og eftirsjá. Þau gefa okkur
tækifæri til að skilja hversu
stutt er þar í rhilli og hvemig
sorgin getur verið okkur dýr-
mæt. Jólin em okkur einnig
tækifæri til að lifa sáttargjörð
— að sættast við Guð og sætt-
ast við þann sem maður er í
ósátt við og sé hann náinn ætt-
ingi, þá umlykur boðskapur
jólanna þá sátt sem að heilind-
um er unnið að.
Barn fæðist. Þar er upphaf
jóla. Frá Guði á himnum komu
þau og urðu í hjarta móðurinn-
ar og föðurins sem áttu ekkert
að gefa nema ást og kærleika
en í þeirri gjöf vom jólin sjálf.
Því hlýtur að vera erfítt að lifa
jól dagsins í dag af svo miklum
nægtum með svo dýmm, keypt-
um gjöfum. Það em jól hins
dekraða bams, en ekki jól
bamsins, sem biður um að fá
að fæðast, biður um kærleika
og vemd, biður um tíma for-
eldra, biður um að því séu
kenndar bænir og signing, sem
leiði það í trú á Drottin Guð,
þannig að það sé fært um að
taka á móti honum í ljósum
jólanna, frásögnum guðspjall-
anna, söng og lögum sálmanna
og að með innri augum sjái þau
fyrir sér fjárhirðana, vitringana
og englana sem sungu: „Dýrð
sé Guði í upphæðum og friður
á jörðu með þeim mönnum, sem
hann hefur velþóknun á.“
í dag klukkan sex hringja
klukkumar inn jólin. Guð gefí
þér hæfíleika bamsins að taka
á móti jólunum, að taka á móti
Jesú Kristi með trúartrausti og
opnum huga.
Guð gefí þér heilög jól.
FERÐASKRIFST 0 FAN SAGA ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM
VIÐ VEITUM ALHLIÐA FERÐAÞJÓNUSTU HVAR OG HVERT SEM ER:
Viðskiptaferðir, einstaklingsferðir, vörusýningar, innanlandsferðir, rútuferðir, hópferðir og leiguflug.
Leitaðu ekki langt yfir skammt því ferðaúrvalið hjá okkur er meira en þig grunar.
Costa del Sol, Italía, Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Túnis, Marokkó, Egyptaland, Ástralía, Kína,
Indland, Bandaríkin, Austurlönd fjær og Karabíska hafið.
Þetta eru þau lönd m.a. sem við bjóðum ferðir til árið 1988.