Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 11

Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 11 Borgarspítalinn: Nýr yfirlæknir svæfinga- og gj örgæsludeildar Landsbankinn kaupir smámynt af Flugleið- um með 30% afföllum LANDSBANKINN kaupir erlenda smámynt af Flugleiðum með 30% afföllum. Fyrirtaekin hafa með sér sérstakan samning' um þessi viðskipti og eru þau undantekning frá þeirri almennu reglu að bankar kaupi ekki erlenda smámynt. STJÓRN sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi hinn 13. nóvember sl. að ráða Ólaf Þ. Jónsson í stöðu yfirlæknis á svæfinga- og gjör- gæsludeild Borgarspítalans frá 1. janúar 1988. Þorbjörg Magn- Flytur trúin fjöll? - dregur bjórinn úsdóttir, sem verið hefur yfir- læknir deildarinnar frá upphafi, hefur sagt starfi sínu lausu frá sama tíma. Ólafur Þ. Jónsson lauk lækna- prófí frá Háskóla íslands árið 1962. Hann stundaði framhalds- nám við Massachusetts General Hospital í Boston, Serafímerlasa- rettet í Stokkhólmi og háskóla- sjúkrahúsið í Lundi. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í svæf- ingum og deyfíngum við Borg- arspítalann frá árinu 1969. Hann var dósent í svæfíngalæknisfræði við Háskóla íslands um 5 ára skeið. Ólafur Þ. Jónsson Ólafur var formaður læknaráðs og jafnframt yfírlæknir Borg- arspítalans 1983 til 1987. Foreldrar Ólafs eru Jón Þor- varðarson, fyrrum sóknarprestur, og kona hans, Laufey Eiríksdóttir. Ólafur er kvæntur Báru Þor- grímsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni. „Ef við gerum undantekningu frá þeirri reglu að taka ekki við erlendri smámynt þá kaupum við hana með 30% afföllum," sagði Hannes Þorsteinsson aðalféhirðir Landsbankans. „Þá gildir einu hver myntin er. Kostnaður okkar vegna þessara viðskipta er mjög mikill. Við sendum úr landi um það bil hálft tonn af erlendri mynt á ári og fraktin og úrvinnslan er mjög kostnaðarsöm. Helst viljum við vera lausir við þetta en gerum undantekningu í þessu tilfelli. Við auglýstum fyrir 3-4 árum að afföll- in hækkuðu úr 10 í 30% vegna þess að mikið tap var á þessari þjónustu en Flugleiðir settu hækk- unina ekki fyrir sig.“ Hannes tók skýrt fram að ekki væri skipt er- lendri smámynt í afgreiðslum bankans og hér væri um undan- tekningatilfelli að ræða. Sólon Sigurðsson forstöðumaður gjaldeyrisdeildar Búnaðarbankans sagði að bankinn keypti aldrei er- lenda smámynt og gilti einu hvort afföll væru boðin eður ei. „Það tíðkast almennt ekki hjá bönkum, hvorki hér né erlendis, að kaupa erlenda smámynt og við höfum þá reglu í heiðri. Auk þess hljóta þessi viðskipti að vera óhagkvæm vegna mikils tilkostnaðar," sagði Sólon Sigurðsson. úr heildarneyslu áfengis og bætir þj óðarheilbrigði? MORGUNBLAÐINU hefur boris eftirfarandi fréttatilkynning fr. Áfengisvarnaráði: í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist ályktun 133 lækna um bjórinn þar sem fram kemur að þeir telja litla ástæðu til að ætla að leyfí til sölu áfengs bjórs muni hafa veruleg áhrif á heildarneyslu áfengis hérlendis eða vandamál vegna áfengisneyslu. Veigamesta atriðið varðandi bjórinn er hvort hann leiði til auk- innar heildameyslu áfengjs í landinu. Bjór er ekki aðeins nýtt form áfengis hér, honum fylgja einnig nýir siðir og venjur. Af þeim sökum m.a. eru sterkar líkur á að áfengisneysla muni aukast verði bjórinn leyfður. Læknamir halda því fram að einu hliðstæður erlendis bendir til að heildameysla muni lítið breytast. Sú hliðstæða sem næst stendur okkur íslendingum em Færeyjar, en þar var sala á áfengum bjór leyfð um mitt sumar árið 1980 með mikl- um takmörkunum eins og menn trúa að yrði raunin á hér. Árið 1979 drukku Færeyingar að meðal- tali 5,3 lítra af hreinum yínanda á íbúa, 15 ára og eldri. Árið_ 1986 var neyslan komin í 6,1 lítra. Áfeng- isneysla íslendinga stóð hins vegar í stað á þessum tíma, 4,5 lítrar bæði þessi viðmiðunarár. Því er þess hér með óskað að einhver hinna 133 lækna, sem hér um ræðir, bendi opinberlega á þær hliðstæður sem þeir ýja að í ályktun sinni og rökstyðji þá skoðun sína að heildameysla muni ekki aukast verði sala á áfengum bjór heimiluð, svo og að líklegt sé að neyslan bein- ist frekar að veikum drykkjum (les: bjór) en sterkum. Einnig væri fróð- legt að heyra álit þeirra á þeirri stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, sem kemur m.a. fram í drögum að heilbrigðisáætlun fyrir íslendinga, að draga þurfí úr neyslu áfengis eins og kostur er. Eðlilega spyrja menn sig að því hvort líklegt sé að heimild til sölu áfengs bjórs í landinu stuðli að því. ÖD PIOIMEER HUÓMTÆKI IOI oi DAII óskar landsmönnum gleöilegm L/TvA%/ jólaogfamlskomandiárs Nýársfagnaður Hátíðarmatseðill Kalkún ogkjúklinga Marías HúmarBisque Léttsteiktur nautahryggur ‘A la Chateaubriand Dessert Sublime Yfirmatrciöslumaöur: Francoif^ Louis Fons Yfirþjónar: Gísli GuÖmundsson - fíaldur Sæmundsson VERÐ AÐEINS KR. 4.500,- fyrir Ijúfíenga hátíðar- máltíð og stórkostlega skemmtun, hatta, skraut og knöll. Nú verður SÖNGUR, GLEÐIOG GAMAN í Broadway með hinum frábæru, landsþekktu og sívinsælu skemmtikröftum sem höfða til landsmanna allra Hljómsveitir Ingimars Eydals ásamt söngvur- unum Þorvaldi Halldórssyni, Erlu Stefáns- dóttur, Helenu Eyjólfsdóttur, Grími Sigurðs- syni og Ingu Eydal rifja upp lögin A sjó - í sól og sumaryl - O hún er svo sæt - Bjórkjallarann - í fyrsta sinn ég sá þig - Róti raunamæddi o.fl. o.fl. Dansarar frá Dansstúdíói Alice sýna frábæra tilburði við túlkun þessara sígildu laga. Handrit og verkstjórn: Saga Jónsdóttir. Ómar Ragnarsson og Haukur Heiöar flytja gamanmál eins þeim einum er lagið. Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Miða- og borðapantanir í síma 77500 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.