Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
13
óvættur er grátbroslegt dæmi um
þversagnirnar sem oft má sjá í
lífinu. Maður skyldi nú halda að það
hefði verið nægileg refsing að fá
ekkert nýtt á jólunum þó ekki bætt-
ist við að jólakötturinn tæki mann
í ofanálag, en það er sjaldan ein
báran stök. Fátæklingar fengu jafn-
an fáar gjafir, helst kerti og spil
eins og frægt er orðið, en þeim sem
betur máttu ■ sín fénaðist aftur á
móti hitt og þetta. M.a. fékk Árni
Thorsteinsson litla fallbyssu á fall-
byssuvagni frá Steingrími skáldi
frænda sínum í jólagjöf, á því má
sjá að það að gefa stríðsleikföng
er ekkert nútímafyrirbæri eins og
margir halda. Árni og bróðir hans
Hannes áttu líka gott safn tindáta,
m.a. Idníánahermenn, „svo ekki var
lengi verið að kom af stað styijöld
ef svo bar undir“, segir Árni enn-
fremur í bók sinni Harpa minning-
ana.
Á svipuðum tíma og Árni lék sér
með fallbyssuna sat lítil drengur,
Stefán Hannesson í afskekktu heið-
arbýli og átti hreint ekki von á
miklum glaðningi þó jólin gengju í
garð. Hann fékk kerti og kjötsúpu
en nánast aldrei jólagjafir, ekki einu
sinni ný spil. Hann og uppeldis-
systkini hans áttu saman gömul
spil, óhrein og gölluð og aðeins 47
að tölu. En þó það vantaði í spilin
voru þau Stefáni og hinum börnun-
um mjög dýrmæt. Eitt sinn þegar
hann og þrír aðrir strákar sátu yfir
spilum á jóladaginn var þeim sagt
að fara út í Mýri að sækja hross.
Það var vonskuveður en þeir voru
í jólaskapi og stukku á móti storm-
inum. Þá vildi það óhapp til að
spilin duttu úr barmi Stefáns og
urðu samstundis að fjaðrafoki. Þeir
eltu spilin út um allt, meira að segja
út í fljót og urðu blautir upp í klof,
en höfðu uppúr krafsinu 39 spil. Á
þessi dýrmætu spil var lengi spilað.
Smám saman týndu þau þó tölunni
og voru tuttugu þegar Stefán spil-
aði á þau síðast, en þá voru þau
orðin harla lúin og rytjuleg.
Þrátt fyrir einangrun og lítið til-
hald á jólunum miðað við það sem
gerist í dag var jólahátíðin það
æfintýri í huga drengsins í heiðar-
býlinu að hann lét seinna svo um
mælt í blaðagrein í Heima er best:
„011 jólafastan var eins og heim-
reið, óslitinn skeiðvöllur til Þorláks-
messu, sem var næst í útjaðri
jólanna. Það tímabil var í huga
mínum þesslegt að nefna mætti
jólagrundir. Tilhlökkun okkar krak-
kanna var nóg til þess, að gera þær
sléttar og bjart yfir þeim, þrátt fyr-
ir langnætti og misjafna veðráttu."
Þó margt sé breytingum undir-
orpið verður mannlegt eðli líklega
samt við sig hvernig sem allt velt-
ist. Löngun fólks til þess að gleðjast
og gleðja aðra er og verður vafa-
laust alltaf fyrir hendi. Hvernig
menn fara að því að ná því tak-
marki er háð tíma og rúmi hveiju
sinni. Eitt er víst að allt sem menn-
imir geta notið takmarkast við að
borða, sjá, heyra og skynja snert-
ingu. Aðferðirnae til að gleðjast og
gleðja aðra hljóta því jafnan að
miðast við það. Þegar allt kemur
til alls eru breytingarnar því varla
meiri en öldur sem rísa og hníga á
djúpu vatni.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Kennitala notuð frá ára-
mótum hjá hinu opinbera
KENNITALA mun gilda í við-
skiptum hins opinbera frá og
með 1. janúar næstkomandi.
Kennitalan verður auðkennitala
þjóðskrár og kemur í stað nafn-
númers. Að sögn Hallgríms
Snorrasonar hagstofustjóra
verður þó ekki um að ræða ein-
föld skipti á þessum tölum og
mun fólk þurfa að hafa bæði
nafnnúmer og kennitölu sína á
takteinum enn um sinn.
Kennitalan er nú víða þegar kom-
in í notkun. Til dæmis em öll
skattkort auðkennd með kennitölu
og þar kemur nafnnúmer hvergi
fram. Einnig verður kennitala notuð
á nýrri tollskýrslu sem fljótlega lítur
dagsins ljós.
Um síðustu helgi var auglýsing
i blöðunum um að allar kröfur um
greiðslur frá ríkissjóði eiga að vera
á reikningi með kennitölu en ekki
nafnnúmeri annars fáist þær ekki
greiddar.
Upphaflega var að því stefnt af
hálfu Hagstofunnar að kennitala
yrði alfarið tekin upp um þessi ára-
mót. „En við getum ekki ráðskast
allt of mikið með það hvenær menn
breyta þessu kerfi. Menn verða að
ráða því svolítið sjálfir, enda kostar
það töluvert að breyta tölvukerfum.
Við töldum ástæðu til að gefa bæði
fýrirtækjum og stofnunum tíma til
að gera þessar breytingar. Það fýlg-
ir þvi minni kostnaður ef þessu er
breytt um leið og gerðar em aðrar
breytingar á tölvukerfum," sagði
Hallgrímur.
Þrátt fyrir að nafnnúmerin verði
ekki notuð daglega verða þau ekki
úr sögunni. Ýmsar kröfur og skuld-
bindingar sem em skráðar á
nafnnúmer nú verða það áfram.
Þess vegna verður áfram haldin
skrá yfir öll nafnnúmer svo lengi
sem þörf krefur.
Nafnnúmerakerfið var upphaf-
lega notað við að raða í stafrófsröð
í þjóðskrá og á þeim forsendum er
það spmngið. Kennitalan hefur ver-
ið til sem svonefnt fæðingamúmer
í þjóðskrá og er breytingin því ekki
mjög mikil.
Kennitalan byggist á fæðingar-
degi, -mánuði og -ári, t.d 24.12.87.
Næst kemur tveggja stafa raðtala
og síðan er níundi stafurinn svoköll-
uð vartala, nokkurs konar öryggis-
tala. Hún er reiknuð út frá tölunum
átta sem á undan koma eftir ákveð-
inni formúlu og á að koma í veg
fyrir að rangar tölur séu slegnar inn
í tölvur. Tíundi stafurinn táknar
öldina sem viðkomandi er fæddur
á. Þeir sem fæddust fyrir síðustu
aldamót hafa því töluna 8 aftast,
þeir sem fæddust á þessari öld bera
töluna 9 aftast og þeir sem fæðast
eftir árið 2000 fá töluna 0.
Hjá fyrirtækjum verður þetta
með öðmm hætti. Ef fyrirtæki er
skráð 1. desember fær það ekki
töluna 01.12.87, heldur 41.12.87.
Tölunni 40 er bætt við skráningar-
daginn til þess að greina einstakl-
inga frá fyrirtækjum.
Nokkrar stofnanir, t.d. innan
heilbrigðiskerfisins, hafa notað
fæðingarnúmerið um langa hríð
sem auðveldar þeim að taka upp
þessa nýju kennitölu.
„Við höfum hvatt til þess að
kennitalan verði tekin upp nú um
áramótin, en munum þó halda
áfram að úthluta nafnnúmemm til
fullorðinna einstaklinga og fyrir-
tækja út næsta ár. Tvö ár em síðan
hætt yar að gefa unglingum nafn-
númer," sagði Hallgrímur Snorra-
son hagstofustjóri.
4ÓLADAQSKRÁ
UTVARPSiríS
RÁS 1
Aðfangadagur jóla kl. 15.40
Síðasti draumur
eikitrésins gamla
Jólaævintýri eftir H.C. Ander-
sen. Steingrímur Thorsteinsson
þýddl. María Sigurðardóttir les.
Aðfangadagur jóla kl. 19.10
Jólatónleikar Útvarpsins
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur;
Páll P. Pálsson stjórnar. Einleikarar:
Þorkell Jóelsson, Lárus Sveinsson.
Ásgeir Steingrímsson. Sigurður I.
Snorrason og Örn Magnússon.
a. Konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta
eftirAntonio Vivaldi.
b. Ktarinettukonsert nr. 4 ÍD-dúreftir
Johann Melchior Molter.
c. Konsertínó nr. 2 í Es-dúr fyrir horn
og hijómsveit eftir Antonio Rosetti.
d. Píanókonsert í D-dúr eftir Franz
Joseph Haydn.
Aðfangadagur jóla kl. 20.00
Jólavaka Útvarpsins
a. Jólasöngvar og kveðjur frá
ýmsum löndum.
Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir.
b. Friðarjól (hefst kl. 20.55). Biskup
íslands. herra Pétur Sigurgeirsson,
flytur ávarp og jólaljós kveikt.
c. „Ó, jesúbarn, þú kemur nú í
nótt" (hefst kl. 21.00). Jól í íslenskum
skáldskap tuttugustu aldar.
Flytjendur: Nína Björn Árnadóttir og
Kristjáh Franklín Magnús.
Aðfangadagur jóla kl. 22.20
Jólaþátturinn úr
oratoríunni Messíasi
eftir Georg Friedrich Hándel.
Flytjendur: Margaret Marshall
sópran, Catherine Robbin messó-
sópran, Charles Brett kontratenór,
Anthony Rolfe Johnson tenór, Saul
Quirke drengjasópran, Monteverdi-
' kórinn og Ensku barokkeinieikar-
arnir; John Eiiot Gardiner stjórnar.
RÁS 2
Aðfangadagur jóla kl. 18.00
„Kom blíða tíð"
íslenskir kórar og einsöngvarar
syngja jólasálma.
Aðfangadagur jóla kl. 21.00
Við tvö og jólin
Guðrún Birgisdóttir talar m.a. við
tvenn ung hjón um jólahald í
föðurhúsum og fyrsta aðfangadags-
kvöld nýrrar fjölskyldu.
RÁS 1
Jóladagur kl. 13.30
Maríukirkjan í París
Dagskrá um sögu kirkjunnar.
Lesið úr skáldverkum sem henni
tengjast og leikin tónlist.
Sigurður Pálsson tekur saman.
Jóladagur kl. 14.30
„Ljómar jata lausnarans"
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur
aðventusálma, mótettur og messu-
þætti frá 16. og 17. öld eftir m.a.
Palestrina. Lasso. Sweelinck, Hassler,
Praetorius og Schútz.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Kynnir: Guðný Ragnarsdóttir.
(Hljóðritun Ríkisútvarpsins).
Jóladagur kl. 16.20
Við jólatréð
Sungin barna- og göngulög við
jólatréð. Helga Gunnarsdóttir
stjórnar. Kór Melaskólans í Reykjavík
og Karl Möller og félagar leika með.
Jólasveinar og skrýtið fólk fer með
gamanmál. Séra Árni Bergur
Sigurbjörhsson ávarpar bömin.
Vilborg Dagbjartsdóttir talar um
bernskujól sín og segir jólasögu.
Umsjón: Gunnvör Braga.
Kynnir: Elísabet Brekkan.
Jóladagur kl. 20.30
Af fornum kirkjustöðum
við Arnarfjörð
Finnbogi Hermannsson sækir heim
Álftamýri og Hrafnseyri við leiðsögn
Kjartans Ólafssonar. Fyrri þáttur.
RÁS 2
Jóladagur kl. 15.00
„Vesalingarnir"
Sigurður Skúlason kynnir söngleikinn
.Vesalingana’ sem gerður er eftir
skáldsögu Victors Hugo, ,Les
Miserables'. Fyrri þáttur.
Síðari þátturinn er á dagskrá nk.
laugardag kl. 15.00.
RÁS 1
Annar í jólum kl. 9.40
Barnaleikrit: „í leit að
jólum" eftir Hugrúnu
Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Annar í jólum kl. 10.25
Jól í koti
Ásdís Skúladóttir tekur saman
dagskrá um minningar og túlkun
fjögurra íslenskra skálda á jólahald-
inu. Lesari ásamt henni: Sigurður
Karlsson.
Annar í jólum kl. 14.50
Jólatónleikar Kammer-
sveitar Reykjavíkur í.
Áskirkju 20. þ.m.
Einleikarar: Lárus Sveinsson, Ásgeir
Steingrímsson, Rúnar H. Vilbergsson,
Laufey Sigurðardóttir og Arnaldur
Arnarsson.
Leikin verða verk eftir Antonio
Vivaldi. Giuseppe Tartini. Mauro
Giuliani og Francesco Manfredini.
Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir.
Annar í jólum kl. 20.30
„Skín í rauðar
skotthúfur"
Jólaþáttur í umsjá Arndísar
Þorvaldsdóttur og Ingu Rósu
Þórðardóttur.
(Frá Egilsstöðum).
RÁS 2
Annar í jólum kl. 17.00
Góðvinafundur
- þáttur Jónasar Jónassonar.
Meðal gesta eru dr. Sigurbjörn
Einarsson biskup. Þorgerður Ingólfs-
dóttir, Hamrahlíðarkórinn, Þorkell
Sigurbjörnsson og ungir listamenn
sem syngja og leika jólagjafir sínar
til hlustenda. (Einnig útvarpað nk.
mánudagskvöld kl. 22.07).
GLEÐILEG JÓL
RIKISUTVARPIÐ
ÚTVARP
ALLRA
LANDS-
MANNA
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★