Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
25
Hvað er Morgunblaðið margspningið?
Vegna skrifa Ólafs M. Jóhannessonar
eftirHelga Pétursson
Ágæti Ólafur!
Stutt athugasemd við pistil þinn
laugardaginn 12.12., ætluð til birt-
ingar:
Við sem stöndum að þættinum
19:19 gerum okkur vel grein fyrir
því, að auglýsingar eru margar í
þættinum. Teljum reyndar auðsætt,
að það fylgi þessum árstíma og
þeirri staðreynd, að auglýsendur
telja auglýsingatma okkar skila
miklum árangri. Ólafur, — það er
ýmislegt nýtt og framandi að ger-
ast á flölmiðlasviði, — meðal annars
það, að sjónvarpsstöð verður að
standa á eigin fótum, — með eigin
tekjum. Við — eins og aðrir auglýs-
endur, gerum okkur einnig grein
fyrir því, að besti möguleiki okkar
til þess að ná til áhorfenda er í
gegnum 19:19. Þar vekjum við at-
hygli á lífsakkeri stöðvarinnar,
myndlyklum, rétt eins og Morgun-
blaðið hvetur til áskriftarkaupa á
síðum sínum. Stöð tvö er algjör
nýjung fyrir fólk í þessu tilliti, einn-
ig kollega í fjölmiðlun. Við erum
ekki einhver ríkisrekin rödd af
himnum, heldur er okkur mikil
nauðsyn á að hafa samband við
áskrifendur okkar, sem hafa tekið
sjálfviljuga ákvörðun um kaup á
áskrift og myndlykli.
Og líttu þér nær, Ólafur: Blaðið
þitt, Morgunblaðið, þennan sama
dag og þú býsnast yfir auglýsinga-
flóði hjá okkur, er 96 síður. Þar
af eru auglýsingar og fréttatilkynn-
ingar 67 síður. Morgunblaðið sjálft
er því 29 síður þann dag. Ég efast
um, að fjárhagsdeild Morgunblaðs-
ins vildi breyta þessu og skil það
vel, því öll verðum við jú að lifa.
En umræða um auglýsingar, beinar
og óbeinar, er þörf og nauðsynleg.
Hvenær erum við að auglýsa menn
eða málefni eða vörur eða fyrirtæki
í fréttum, greinum eða auglýsingum
og hvenær ekki?
Þakka annars mörg hlý orð í
okkar garð og málefnalega umfjöll-
un. .
Höfundur er umsjónarmaður
19:19 á Stöð 2.
Vestur á Melum hér í Reykjavík eiga þær heima vinkonurnar
Margrét Erla Hróðmarsdóttir og Þóra Jónsdóttir. Efndu þær
til hlutaveltu tíl ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins
og söfnuðu 550 kr.
I 70 AR
=k'ÁHI JMFTTTT
— GERIÐ VERÐSAM AIMBURÐ
1200* 000-
* Ví'>' V*.ff'j?',
............
< ♦ > X <♦•£»■<•<!> » *
****.'-*•••♦*-*
*<*♦*>I*íí <,(} -
•♦***••>w
ÍNNÍ-BOMBUR
mm
Íií:
[SVÍFBLYS
ÍKULUBLY S
*'**■ •
SÓLf R
:::::::
MgLao-li
Ihanoblys
■ 'TS
»«.x* ♦♦*!
.......
[14 00«
imu.s..
sSSsSiif*?
Íj:::]::::;
OPIÐ 28., 29., 30. DES. TIL KL. 18.30,
GAMLÁRSDAG TIL KL. 12.00.
wH Ananaustum, Grandagarði 2, símar 28855
Til skipa: Pains Wessex línubyssur, svifblys og handblys - vörur með gæðastimpli.
FariÖ varlega. GleÖilega hátíð.