Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 31

Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 31 V estur-Þýskaland: Sjónvarpsmaður hrakinn úr starfi vegna nasistafortíðar c u r soijth ^ WERNER Höfer, einn af þekkt- ustu sjónvarpsmönnum Vestur- Þjóðveija, var knúinn til að segja af sér á þriðjudag eftir ásakanir um að hann hefði á dögum Þriðja ríkisins verið einarður fylgis- maður nasista. Frá árinu 1952 hefur Höfer stjómað umræðuþætti á hádegi á sunnudögum sem nefnist Alþjóðleg- ur árdegisverður. Höfer hefur jafnan boðið til sín einum vestur- þýskum blaðamanni og fjórum erlendis frá til skrafs um atburði líðandi stundar. Alls hefur Höfer stýrt 1.800 slíkum þáttum oghorfa að jafnaði 2,3 milljónir manna á þáttinn. Þess má geta að íslenskur blaðamaður, Arthúr Björgvin Bolla- son, var gestur Höfers í október árið 1986 þegar leiðtogafundurinn í Reykjavík stóð yfir. Höfer hefur aldrei neitað því að hann var á sínum tíma í þýska nasistaflokknum. í síðustu viku birti tímaritið Der Spiegel hins vegar greinar sem Höfer skrifaði í nasista- blöð. I einni slíkri fagnar hann aftöku Karlroberts Kreiten konsert- píanista af gyðingaættum. Kreiten var tekinn af lífí í Berlín árið 1943 Japan: Vísinda- veiðar hefjast Tókíó, Reuter. TVEGGJA mánaða langur jap- anskur hvalveiðileiðangur hófst í gær þegar síðasta hval-móður- skip Japana lagði upp frá Yokohama með 123 menn um borð. Meðlimir Greenpeace- samtakanna efndu til mótmæla við brottför skipsins. Japönsku hvalfangararnir hefja veiðar við Antarktíku um miðjan janúar. Móðurskipið, Nissin Maru Nr. 3, lagði upp í gær en hvalveiði- bátarnir tveir sem fylgja henni leggja af stað á föstudag. Ætlunin er að veiða 300 hrefnur í vísinda- skyni. Við brottför Nissin Maru Nr. 3 efndu Greenpeace-samtökin til mót- mæla. Settu þeir upp borða sem á var letrað „gefum hvölunum líf“ og utblasinn hvalur var sjósettur í höfninni. Ekki kom til ryskinga og enginn var handtekinn. fyrir ógætileg ummæli sem hann lét falla við morgunverðarborð vin- konu sinnar. Þá var hann heldur ekki í náðinni hjá nasistum vegna þjóðernis og verkefnavals. Höfer heldur því fram að ritstjór- ar sínir hafi sett svæsnustu partana inn í greinar sínar og jafnvel um- skrifað áður en þær birtust. A mánudag ákvað yfirstjóm sjón- varpsstöðvarinnar sem Höfer vinnur fyrir engu að síður að beina til hans þeim eindregnu tilmælum að hann segði af sér. Það gerði Höfer sem er 74 ára gamall daginn eftir en tilkynnti um leið að hann ætlaði í mál við tímaritið Der Spieg- el. Sovétríkin: Þekktur andófsmað- ur fær brottfararleyfi Moskvu, Reuter. EINN helsti leiðtogi andófs- manna í röðum gyðinga í Sov- étríkjunum, dr. Aklexander Lemer, hefur fengið leyfi yfir- valda til að flytjast ásamt fjöl- skyldu sinni til ísraels. Sonur hans skýrði frá þessu í gær en Lemer sótti fyrst um brottfarar- leyfi árið 1971. Lemer er 74 ára gamall og var honum upphaflega neitað um brott- fararleyfi á þeim forsendum að hann byggi yfir ríkisleyndarmálum. Lemer var prófessor í fræðigrein sem nefnist stýrifræði en sam- kvæmt skilgreiningu orðabóka fást stýrifræðingar við rannsóknir og samanburð á miðlun og varðveislu upplýsinga í rafeindatækjum ann- ars vegar og taugakerfi mannsins hins vegar. Honum var vikið úr starfi eftir að hafa sótt um leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum og hefur mátt þola linnulausa áreitni af hendi yfirvalda í 16 ár. Sonur Lerners, Vladimir að nafni, sagði í samtali við blaðamann Reuters-fréttastofunnar að hringt hefði verið í Lemer og honum tjáð að honum og Qölskyldu hans væri frjálst að flytjast úr landi. Kvaðst hann búast við að fjölskyldan myndi sækja vegabréf sín eftir viku til tíu daga og flytjast síðan til ísraels í janúarmánuði. Auk Lemers mun sonur hans flytjast frá Sovétríkjun- um og með honum eiginkona hans s KiÆ P'-O^OSP fiö PIOIMEER HUÓMTÆKI Á g SILDIM s ' Elt n KOMIN og dóttir. Eiginkona Lemers árið 1981.' lést SAMBAND ISLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS Jólafundur SÍNE Samkvæmt lögum SÍNE skal halda jólafund í Reykjavík á ári hverju í jólavikunni. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Stúdentakjallaranum, Félagsstofnun stúdenta, mánudaginn 28. desember kl. 20.30. Atkvæðisrétt á jólafundi hafa allir félagsmenn SÍNE. Allar deildir SÍNE eiga að sjá til þess, að minnsta kosti einn fulltrúi mæti á fundinn. Á fundinum verða afgreiddir styrkir til deildanna. Á dagskrá fundarlns verða eftlrtaldlr llðlr: a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. b) Reikningsyfirlit frá 1. júlí til áramóta lagt fram. c) Skýrsla stjórnar og fulltrúa SÍNE í LÍN lögð fram. d) Féttir úr deildum um hauststarfið. e) Tillögur um árgjöld og skiptingu þeirra. f) Tillögur um lagabreytingar. g) Tillögur til ályktunar á vorfundum. h) Tillögur til ályktunar jólafundar afgreiddar. j) Tillögur um stjórn og endurskoðendur. k) Önnur mál. Mætum á jólafundinn og skipuleggjum starfið framundan. Gleðilegjól. S>l6rn SÍNE- JOLATRESSKEMMTUN1987 fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður í Átthagasal Hótel Sögu annan dag jóla kl. 14.30-17.00. Félag járniðnaðarmanna Félag bifvélavirkja Félag bifreiðasmiða Iðja, félag verksmiðjufólks Nót, sveinafélag netagerðamanna Félag blikksmiða Jólasveinar koma í heimsókn. Verð kr. 400,- Miðar seldir við innganginn. Hringdu til vina og ættingja erlendis um hátíðarnar... ...þú gefur ekki betri Dæmi um gjaldflokka á sjálfvirku vali til útlanda. Kostnaöur á mínútu. 1. Norðurlöndin (aö frátöldu Finnlandi) 2. Finnland og Holland ............. 3. Bretland ........................ 4. Frakkland, Spánn, V-ÞVskaland 5. Bandaríkin ...................... jólagjöf PÓSTUR OG SÍMI kr. 38. kr 41. kr. 43. kr. 49. kr. 85.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.