Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 32
i- 32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Listin, lífið o g trúin Sköpunarþrá mannsins, menning hans, lífsviðhorf og lífskjör tvinnast saman með órjúfanlegum hætti í trúar- ' brögðunum. Við dáumst að náttúrunni, sköpunarverkinu öllu, dýrunum, blómunum og hafinu. Okkur er jafnframt ljóst að í stokkum og steinum býr ekki sá kraftur, sem verð- ur til af innri þörf og háleitum markmiðum trúarinnar. Fyrir 65 árum ritaði Sigurð- ur Nordal grein hér í Morgun- blaðið til heiðurs Páli ísólfs- syni, orgelleikara og tónskáldi. Hún er endurbirt í ritsafni Sig- urðar, sem kom út núna fyrir jólin. Þar segir meðal annars: „Eg gef lítið fyrir trúarlífið okkar, ef menn þykjast sækja meira af guðsblessun á trú- málafundi en í tónverk Bachs. Goethe segir um tónlist hans í bréfi til Zelters: „Mér var sem eg hlustaði á eintal hins eilífa samhljóms, eg þóttist finna, hvemig drottni hefði verið inn- anbijósts, þegar hann var að skapa heiminn.“ Betur verður þessu varla lýst með almenn- um orðum, betur verður varla lýst þeirri hlið tónlistarinnar, sem hvorki er stærðfræði né leikni, heldur andlegt efni, öll- um opið að nokkuru og engum til fullrar hlítar. Tónlistin er ekki óskapnaður og samt ekki eftirlíking neins, sem skapað er. Hún lætur ekki tímann auðan og fýllir þó ekki hugann og tímann á venjulegan hátt. Þess vegna er hugurinn svo nærri sínu innsta eðli undir áhrifum tónanna og engin list- arreynsla nær trúarreynslunni en hrifning af mestu tónverk- um.“ Líklega höfum við aldrei heyrt jafnmikið af léttri tónlist og nú og þá einkum vegna síbyljunnar í fjölmiðlunum. Sumt af þessu er hávaði og glamur eitt, en annað vinsæl afþreying. Mörg þessara laga eru við íslenska texta og ber að fagna því, þótt þeir séu að vísu harla misjafnir að gæðum. Ættu framleiðendur að leggja áherslu á meiri gæði að þessu leyti, svo mikilvægt sem það er að ungt fólk á íslandi sé agað við listræn tök og fram- leiðslu sem byggir á arfí okkar. Það fer ekki á milli mála að sumt af þessu efni er í and- stöðu við ummæli Sigurðar Nordals. Það er ekki í tengsl- um við hið fegursta og besta, kjarna sjálfrar tilveru manns- ins, trúna og andlegan styrk. Ögrun samtímans er ekki fólg- in í því að láta undan glamri og vondum textum. Reisulegir turnar og glæstar hvelfingar, steindir gluggar og tignarleg listaverk í máli og myndum eru sýnilegur vottur þess eins og tónlistin, að kristnir menn vilja sýna trú sína og virðingu fyrir almætt- inu í verki, virðingu fyrir jólabaminu, sem lagt var í jötu en ríkir þó á himnum hátt. Þannig hafa margir farið í langferð, staðið í sporum vitr- inganna og fært fram gjafir sínar. Þau sýnilegu tákn eiga að vera okkur áminning um hitt, sem kostar ekki jafn mikla fjármuni, líkamlega orku og erfiði, að halda hinu andlega efni trúarbragðanna hátt á loft og sækjast eftir að sýna í starfi virðingu fyrir boð- skap Krists. A það vantar mikið í þjóðfélagi okkar. Við látum eftir okkur að takast hart á um það, sem léttvægt er. Okkur er of gjamt að ýta því til hliðar eða leyfa að þró- ast af sjálfu sér, sem ekki vinnst nema með andlegum þrótti, sterkum vilja, aga og þolgæði. Hin stundlegu gæði eru okkur of ofarlega í huga. Langvinn baráttumál víkja fyrir stundarhagsmunum. Það sem litlu skiptir samkvæmt algiidum mælikvarða fyllir hugann og tímann. „Og hver yðar getur með áhyggjum aukið spönn við ald- ur sinn?“ spyr Jesús Kristur og heldur áfram: „Fyrst þér nú orkið ekki svo litlu, hví lát- ið þér allt hitt valda yður áhyggjum? Hyggið að liljun- um, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo grasið á vellinum, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kast- að, hve miklu fremur mun hann þá klæða yður, þér trú- litlir!" Minnumst þessara orða á helgum jólum og gefum okkur tóm til þess að lifa í anda þeirra. Með ósk um að það takist ámar Morgunblaðið les- endum sínum og landsmönn- um ölium gleðilegra jóla. Flestir skreyta jólatréð á Þorláksmessukvöld ... og flestir eru heimakærir á aðfangadagskvöld MEIRA en helmingur ís- lendinga skreytir jólatréð á Þorláksmessukvöld og tæp- lega 80% landsmanna borðar heima hjá sér á að- fangadagskvöld samkvæmt könnun sem Hagvangur gerði á jólasiðum Islend- inga. Sterk hefð virðist ríkja hjá íslendingum í þessum málum, en aðeins um 0,1% og 0,3% þeirra sem þátt tóku í könnunninni voru í vafa þegar þeir voru spurðir hvenær þeir skreyttu jóla- Hvenær skreytið þið yfirleitt Jólatréð ? Svör % Karlar.'y’o Konur,% Höfum ekki jólatré 23 2,9 4,1 1,9 Fyrir Þorláksmessu 94 12,0 13,1 11,1 Á Þorláksmessu 60 7,7 5,4 9,7 Á Þorláksmessukvöld 438 56,1 54,5 57,5 Á aðfangadagsmorgun 39 5,0 4,6 5,3 Áaðfangadag 92 11,8 .13,1 10,6 Mjög misjafnt 34 4,4 4,9 3,9 Veitekki 1 0,1 0,3 0,0 tréð og hvar þeir borðuðu á. aðfangadagskvöld. Könnunin fór fram um síðustu mánaðamót. Alls voru eitt þúsund manns í úrtakinu og svöruðu 78,1% þeirra. Þeir sem þátt tóku í könnuninni skreyta flestir jóla- tréð á Þorláksmessukvöld, eða 56,1%. Vestfirðingar eru hvað harðastir að halda þessari hefð, en 71% þeirra skreytir á Þorláks- messukvöldi. Svolítið er breytilegt eftir aldri hvenær fólk skreytir jólatréð. Greinilegt er að yngra fólkið skreytir frekar á Þorláksmessu- kvöld, eða um 67% þeirra þátttak- enda sem eru á aldrinum 18—24 ára. Eldra fólkið virðist forsjálla og um 20% þátttakenda yfir 50 ára skreytir tréð fyrir Þorláks- messu eða á Þorláksmessudág. Flestir þeirra sem skreyta jóla- Ik Samtals 781 100,0 Þau sem svöruðu FYRIR ÞORLAKSMESSU og A ÞORLAKSMESSU eða Á ÞORLÁKSMESSUKVÖLD eða Á AÐFANGADAGSMORGUN og Á AÐFANGADAG, eftir aldri Fyrir þorláksmessu og á Þorláksmessu 14,9% Á Þorláksmessukvöld 18-24 ára 25-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60 + ára 19,4% 16,1% 16,2% 27,3% 29,2% 47,7% 38,2% Fyrir þorláksmessu og á Þorláksmessu, eftir landshlutum Á Þorláksmessukvöld, eftir landshlutum Vestfirðir Reykjanes 25,0 Reykjavík 58,3% Reykjanes l—- 53,9% Á aðfangadagsmorgun og á aðfangadag, Hvar borðar þú yfirleitt á aðfangadagskvöldð ? Svör % Karlar,% Konur,% Heima 605 77,5 77,7 77,3 Hjá foreldrum/ tengdaforeldrum 122 15,6 15,3 15,9 Hjá börnum/ tengdabörnum 17 2,2 1,9 2,4 Hjá öðrum ættingjum/ vinum 19 2,4 3,0 .1,9 Mjög misjafnt 16 2,0 1,9 2,2 Veit ekki 2 0,3 0,3 0,2 tréð á aðfangadagsmorgun eða á aðfangadag búa á Suðurlandi og Austurlandi, en alls skreyta 22,7% þeirra sem búa í dreifbýli jólatréð á aðfangadag. Lang flestir íslendingar borða heima á aðfangadagskvöld, eða 77,5%. Tæplega 16% landsmanna borðar þó hjá foreldrum eða tengdaforeldrum. Aðrir sögðust borða hjá börnum og tengdaböm- um og hjá öðrum ættingjum og nokkrir sögðu að það væri misjafnt hvar þeir borða á að- fangadagskvöld. Það skal tekið fram að aðeins var spurt hvar fólk borðar á aðfangadagskvöld, ekki um það hvar menn dvelja um kvöldið. Einn aldurshópur sker sig veru- lega úr þegar spurt er hvar borðað er á aðfangadagskvöld. Er það fólk á aldrinum 25—29 ára, en yfír 40% þeigra borðar hjá foreld- rum og tengdaforeldmm. Gera má ráð fyrir að þetta sé í mörgum tilvikum fólk sem nýbúið er að stofna sitt eigið heimili og á ung böm. Bendir því allt til þess að vinsælt sé hjá ömmu og afa að bjóða unga fólkinu og bamabörn- unum að borða hjá þeim á aðfangadagskvöld. Samtals 781 100,0 Þau sem svöruðu HEIMA eða HJÁ FORELDRUM/ TENGDAFORELDRUM, eftir aldri Heima Hjá foreldrum/ tengdaforeldrum 18-24 ára 69,7% 25-29 árá 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60 + ára 51,0% 82,8% 87,8% ]79,8% 0,0% mHmKmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmKaammammmmaHmmmmmamam 6,5% 89,1% []l,8% tamsaKmBmmammmammmmmammmmmmmmmmmmmaa T Jöfnuður í ríkisfjár- máliun undirstaða jafn- vægis efnahagslífsins segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segir að sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að ná jöfnuði í ríkisfjármálum a næsta ári, sé undir- stöðuatriði í þeirri viðleitni að ná jafnvægi í efnahagslífinu á næsta ári, ná niður verðbólgu og lækka vexti. Hinsvegar séu framundan vandasöm verkefni vegna léglegrar afkomu útflutningsgreina, og kjarasamninga. Jón Baldvin Hannibalsson l]ár- málaráðherra lýsti því yfir í þing- ræðu í síðustu viku að Ijóst væri að ríkisstjórnin þyrfti að grípa til víðtækra efnahagsráðstafana þegar búið væri að afgreiða n'kisfjármálin og í samtali við Morgunblaðið á sunnudag rakti hann nokkur atriði sem hann taldi að stjórnin þyrfti að taka á. Þar sagði hann m.a. að koma þyrfti böndum á fjármagns- markaðinn og koma á hóflegum raunvöxtum, t.d. með því að að hætta að binda ráðstöfunarfé lífeyr- issjóðanna í byggingarlánasjóðum ríkisins, endurskipuleggja verð- bréfamarkaðinn og taka reglur um lánskjaravísitölu til endurskoðunar. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um ofangreind atriði sérstaklega, en sagði það ljóst að bregðast þyrfti við þcim nýja vanda sem íslending- ar stæðu frammi fyrir vegna versnandi viðskiptakjara síðustu vikur með lækkun bandaríkjadoll- ars og horfum á meiri viðskiptahalla en áður var gert ráð fyrir. „Ríkis- stjórnin hefur litið á það sem höfuðverkefni að ljúka fjárlagaaf- greiðslu og þeim tekjuöflunarfrum- vörpum sem fjármálaráðherra hefur lagt fram í tengslum við íjárlög. Sú ákvörðun að ná jöfnuði í ríkis- fjármálum strax á næsta ári er veigamikill þáttur og undirstöðuat- riði varðandi þá viðleitni að ná betra jafnvægi í efnahagslífinu á næsta ári, minni verðbólgu og lægri vöxt- um. En framundan eru vandasöm verkefni vegna léglegrar afkomu, einkanlega útflutningsgreina, og kjarasamninga,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Sérstök þörf á að- gerðum varðandi peningamarkaðinn segir Steingrímur Hermannsson STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra segist vera sani- mála Jóni Baldvin Hannibalssyni fjármálaráðherra um að ríkisstjóm- in þurfi að gera viðtækar ráðstafanir í efnahagsmálum, sérstaklega varðandi peningamarkaðinn. Hann segir þetta ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en hann efi ekki að forsætisráðherra hafi fmmkvæði um það ef eitthvað hlé skapast. Steingrimur segir sérstaka þurfa að taka á þenslu og peningamálum. „Ég er þeirrar skoðunar, sem ég ert verið á stórum þáttum peninga- hef hvað eftir annað iýst, að það verði að koma miklu sterkari bönd- um á þennan peningamarkað," sagðj Steingrímur við Morgunblað- ið. „í þessu þjóðfélagi okkar, sem er í engu jafnvægi, þá gilda ekki sömu markaðslögmál og í þjóðfé- lögum þar sem verðbólga er kannski 3-5% og jafnvægi á peningamark- aði. Ég vísa gjarnan til erindis Tryggva Pálssonar' þar sem hann sagði að efirlit hafi skort eða ekk- markaðar, eins og til dæmis kaupleigu, erlendum lántökum og svo framvegis. Ég óttast að mjög margir séu djúpt sokknir í það fen að taka kaupleigu- eða skuldabréf- alán með miklu hærri vöxtum en viðurkenndir eru í bankakerfinu og mér skilst að það sé orðið algeng- ara en ekki að kröfur séu seldar með afföllum, enda kaupa þessi ávöxtunarfyrirtæki upp hvert gjald- þrota fýrirtækið eftir annað.“ I samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sagði fjármálaráðherra að endurskoða þyrfti reglur um vfsi- tölubindingu. Steingrímur sagði að það hefði oft verið rætt, meðal ann- ars í síðustu ríkisstjóm, að endur- skoða verðtryggingu og vísitölu- bindingu lána. „Við komust þó ekki langt með það því Seðlabankinn skaut flestar hugmyndimar í kaf. Við komum því þó í gegn að lán- skjaravísitalan var endurskoðuð mánaðarlega, en ekki á 3ja mánaða fresti, en ég er ekki viss um að við getum breytt svo miklu þar um, því það em orðnar svo miklar skuld- bindingar á núverandi lánskjara- vísitölu. Ég held þó að ef takist að koma verðbólgu niður fyrir 10% eigi að afnema alla vísitölubindingu fjármagns," sagði Steingrímur Her- mannsson. Uppörvun að fá Luft- hansa tíl samstarfs - segir Lucien Shummer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá Cargolux örvun að hafa fengið jafn öflugt flugfélag og Lufthansa til sam- starfs við okkur, sagði Shummer að lokum. Lufthansa telur greinilega, að Cargolux eigi framtíð fyrir sér. Jafnframt er líklegt, að Lufthansa álíti það hagkvæmt að eiga að- gang að flugvellinum hér í Luxemborg. Þetta kann líka að vera einn þáttur i viðleitni Lufthansa til að færa út starfsemi sína til undirbúnings þvi, að Evrópubandalagið verður gert að einum heima- markaði 1992. Þetta kom m. a. fram í viðtali, sem Lucien Shummer, aðstoðar- framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá flugfélaginu Cargolux í Luxem- borg, átti við Morgunblaðið, en þar var hann spurður álits á kaupum Lufthansa á 24,5% af hlutafé Car- golux 26. nóvember sl. Shummer sagði, að Lufthansa virtist hafa fullan hug á því að láta Cargolux starfa áfram sem sjálfstætt flugfé- lag með svipuðu sniði og það gerði nú. Þannig yrði engin breyting á stjórn félagsins að svo komnu. Hann tilgreindi hins vegar ekki, af hveijum Lufthansa hefði keypt hlutabréfin. Cargolux á nú þijár flugvélar, sem allar eru í vöruflutningum. Fljúga þær einkum til Austurlanda Qær, eins og Dubai, Singapore, Taiwan, Japans og Thailands, en einnig til þriggja borga í Banda- ríkjunum, það er San Francisco, Seattle og Miami. Á sínum tíma áttu Flugleiðir hlut í Cargolux, en Shummer sagði, að Flugleiðir hefðu selt hlutafé sitt í félaginu í fyrra. Lucien Schummer var spurður að því, hvort Cargolux hygðist nú færa út kvíamar og auka flugflota sinn. Sagði hann þá, að mjög erfítt væri nú að fá flugvélar til vöruflutn- inga. Þær lægju einfaldlega ekki á lausu og að sinni væru engin áform uppi um að auka við flugflota fé- lagsins. - En það er vissulega mikil upp- Bæklingur um uppeldisrétt og -skyldu Rannsóknastofnun uppeldis- mála hefur gefið út bæklinginn „Uppeldisréttur - uppeldis- skylda“ eftir Sigurð Pálsson. Að sögn höfundarins fjallar bækl- ingnrinn um réttindi og skyldur foreldra og stofnana til að fræða og ala upp börn. „Kveikjan að þessari ritgerð minni er þörfin á að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Hún fjallar m.a. um rétt foreldra til að ráða uppeldismótun og menntun bama sinna en það jaðrar við það að íslensk löggjöf tryggi ekki rétt foreldra gagnvart bömum sínum,“ sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.