Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI > Staðgreiðsla skatta Hér fara á eftir spumingar les- enda Morgunblaðsins um stað- greiðslu opinberra gjalda og svör embættis ríkisskattstjóra við þeim. Guðrún Ingimarsdóttir, spyr: Hvemig snýr staðgreiðslukerfið að iðnaðarmanni sem hefur tekið að sér verk sem hann vinnur á þessu ári og t.d. fram í mars á næsta ári en fær það ekki greitt fyrr en verkinu er að fullu lokið? Hvemig eru orlofsgreiðslur skatt- lagðar? Svar: 1. Hafi reikningur vegna einhvers hluta verksins verið gef- inn út fyrir áramót teljast þær tekjur tilheyra 1987. Uppgjör á staðgreiðslu iðnaðarmannsins eft- ir áramótin fer eftir sömu reglum og gilda um aðra sjálfstætt starf- andi menn. Hann telst launagreið- andi enda þótt hann greiði engum laun. Honum ber að reikna sér endurgjald (reiknuð laun) og gera mánaðarleg skii í samræmi við endurgjaldið. 2. Hafi orlofsféð verið lagt inn á sérgreindan orlofsreikning launamanns fyrir áramót telst það tilheyra árinu 1987 og verður það því ekki skattlagt í staðgreiðslu. Ef maður er í launuðu orlofi, t.d. opinber starfsmaður, falla þau laun sem greidd era út á orlofstí- manum undir staðgreiðsluskyld laun. Hjalti Elíasson, spyr: Hvað þarf einhleypur sjómaður að greiða í skatt af tekjum uppá 1,5 milljónir króna miðað við að hann sé 8 mánuði til sjós á árinu? Hvað þarf hann að greiða af 2,5 milljón- um? Hvað hefði hann þurft að greiða samkvæmt gamla kerfinu? Svar: Sé miðað við þær for- sendur sem nú liggja fyrir, þ.e. að skatthlutfall sé 35,2%, per- sónuafsláttur kr. 177.554 á ári, sjómannaafsláttur kr. 408 á hvem lögskráningardag og að dagamir verði 200, má búst við að af 1.500.000 kr. tekjum verði greiddar kr. 268.846 í stað- greiðslu eða 17,92% af heildar- tekjum. Af tekjum sem nema 2.500.000 kr. á ári greiðist sam- kvæmt þessu kr. 620.846 eða sem nemur 24,83% af heildartekjum. Ekki er raunhæft að bera saman eldra álagningarkerfi við stað- greiðslukerfið en rétt þykir að geta þess að sjómannaafsláttur er að nokkra ákvarðaður með hlið- sjón af 12% frádrætti sjómanna og hinum sérstaka frádrætti sjó- manna vegna lögskráningardaga. Skattþrep í tekjuskatti gamla kerfisins vora 18%, 28,5% og 38,5%. Útsvar var nokkuð mis- munandi eftir sveitarfélögum, en almennt frá 10—10,5%. Sjúkra- trygpngargjuld var 2% af út- svarsstofni yfir vissri fjárhæð og einnig vora álögð kirkjugarðs- og sóknargjöld mismunandi eftir sóknum. Þá var og innheimt sérs- takt gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Guðmundur Ólafsson, spyr: Fái launþegi greiddan bííastyrk með föstum greiðslum mánaðar- lega hefur hann þá ekki mögu- leika á að fá útlagðan kostnað vegna aksturs dreginn frá skatti? Svar: Bílastyrkur er skattlagð- ur í staðgreiðslu en við endanlegt uppgjör fæst sannanlegur útlagð- ur kostnaður frádreginn. Guðlaugur Jóhannsson, spyr: Mér skilst að orlof vikukaups- manna sé skattlagt. Koma þeir sem fá greitt mánaðarlega ekki betur út hvað varðar orlofið í stað- greiðslukerfinu? Svar: Um þetta vísast til svars við spumingu Guðrúnar Ingim- arsdóttur. Núpur í Dýrafirði: Strákarnir bökuðu kökur fyrir litlu jólin Núpi, Dýraíirði. SAMKVÆMT veiyu voru litlu jólin haldin hátíðleg við Grunn- skóla Mýrahrepps síðasta skóla- dag fyrir jól. Fluttar voru skrítlur, upplestrar, söngur og haldin spurningakeppni. Svo voru borðaðar kökur sem strák- arnir höfðu bakað. Í skólanum era nú 5 piltar í heim- anakstri auk tveggja stúlkna í forskóla einn dag í viku. Tveir starfsmenn era við skólann, þau Valdimar Gíslason skólastjóri og Edda Amholtz kennari. — Kári Morgunblaðið/Kári Jónsson Frá litlu jólunum í Grunnskóla Mýrahrepps. Ég óska ölliun vinum og vandamönnum mínum - gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir hið liðna. Svana Jóhannsdóttir Hodgson, p.o. box 56, Cummaquid, Mass, U.S.A. Fjölmennt var á litlu jólunum í Stykkishólmi og margt gert sér til skemmtunar.Morgunblaðlð/Árnl Helgason Litlu jólin haldin í Stykkishóhni Stykkishólmi. LITLU jólin voru haldin fyrir skömmu í Stykkishólmi. Tvær skemmtanir voru haldnar; fyrir yngstu nemendurna í Grunnskól- anum og fyrir eldri nemendur i Nýja skólanum. Yngstu nemendurnir komu sam- an í gamla barnaskólanum og var það ánægjuleg stund. Börnin höfðu teiknað og málað ósköpin öll af myndum sem minntu á jólin og hengt út í glugga og á veggina. I nýja skólanum vora síðan hald- ÁHEIT TIL HJÁLPAR Gírónúmer 6210 05 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK ® 62 10 05 OG 62 35 50 X-Jöfðar til X Xfólks í öllum starfsgreinum! in litlu jólin fyrir eldri bekkina. Þar Um kvöldið fengu börnin síðan hófst skemmtunin á því að sóknar- að dansa í félagsmiðstöðinni. presturinn talaði til bamanna. — Ámi Morgunblaðið/Kári Jónsson Vegagerð ríkisins hefur staðið í ströngu við almennt viðhald vega í sýslunni vegna einmuna veðurblíðu ( vetur. Mýrahreppur: Sumarstörf við viðhald Núpi, Dýrafirði. SÖKUM einmuna veðurblíðu og hlýinda í allan vetur hefur Vega- gerð ríkisins staðið í ströngu við almennt viðhald vega í sýslunni. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar verkstjóra hefur verið mikið að gera v;3 heflun og lagfæringar sýsluvega, sem annars er unnið við á vorin og sumrin. í desember vega Annars sagði Guðmundur að þjóðvegurinn gegnum sýsluna væri að mestu orðinn bundinn föstu slit- lagi og því að miklu viðhaldsfrír. Því væri það að í slíku árferði væri meira aflögu til að sinna sýsluveg- unum út frá honum. — Kári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.