Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 40

Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson > Um ástina Ég ætla I tilefni dagsins að skrifa um kærleika og ást manna á meðal. Öll viljum við verða hamingjusöm í ást og veltum því eðli ástarsam- banda töluvert mikið fyrir okkur. Staðreyndin er hins vegar sú að skilnaðir eru tíðir og þvi er greinilegt að margt fer miður i mannlegum sam- skiptum og ekki tekst alltaf jafn vel til og við viljum. Sjálfsþekking Ég held að fyrsta forsenda þess að geta átt gott ástar- samband sé sú að þekkja sjálfan sig og vera nokkurn veginn heilsteyptur persónu- leiki. Önnur forsenda góðs ástarsambands er sú að elska ástvin okkar vegna eigin verðleika, þ.e. að elska hann sjálfan eins og hann er, en ekki að elska draum okkar um ástina. Draumaprinsinn Ef við hugleiðum þessi atriði sjáum við um leið það sem . oft fer miður í ástarsambönd- um. í fyrsta lagi, ef við þekkjum ekki okkur sjálf, þá vitum við ekki hverjar þarfír okkar eru og vitum um leið ekki hvaða einstaklingar eru góðir fyrir okkur og hverjir ekki. Hvað varðar að elska drauminn um ástina þá þekkjum við það sjálfsagt flest að við erum oft að elt- ast við einhverja innri mynd af ástinni. Konan min á að vera svona og svona. Og svo þegar hún uppfyllir ekki kröfumar verð ég fyrir von- brigðum eða reyni að breyta henni til sæmræmis við drauminn. Að sjálfsögðu með slæmum afleiðingum. VinnubrjálœÖi Auk þess er hið séríslenska fyrirbæri. Streitan, lífsgæða- kapphlaupið og vinnan er það mikil að fólk flarlægist hvort annað og fer á endanum yftr um, eins og sagt er. Þreyta, lífsleiði og óánægja brjótast fram og eyðileggja sambönd okkar. Þetta þýðir í raun að ef við fslendingar viljum bæta ástarsambönd okkar, -þurfum við m.a. að hægja á ferðinni, vinna minna og slaka á óheyrilegum kröfum. f stað þess þurfum við að taka ti. við að rækta sam- skipti okkar hvort við annað. Ástin krefst vinnu eins og annað og henni þarf að gefa tíma og aðhlynningu. Hin fullkomna ást Hið fullkomna ástarsam- band? Það má reyna. Konan min kemur til mín og segir: „Elskan mín, þú veist mig hefur alltaf langað í nám til Þýskalands. Hvað segir þú um að vera eftir hér heima, sjá um börnin og senda mér peninga til að iifa á?“ Ég svara að sjálfsögðu og segir: „Ástin mín, þó það nú væri, ef þú verður hamingjusöm við það að fara til Þýskalands þá verð ég ánægður.“ Þó þetta dæmi sé kannski lang- sótt, er boðskapur þess eigi að síður sannur. Það að elska er að vilja sjá þann sem við elskum njóta sín. Að elska er að hjálpa hvort öðru, jafn- vel þó sú hjálp sé stundum á skjön við eigin þarfir. Sá sem er eigingjam, þvingar eða ætlar sér að þröngva öðrum í farveg sem hentar eigin þörfum fær aldrei ást til baka. Sá sem gefur og hjálp- ar öðrum fær kannski ekki . sjálíkrafa ást til baka, en hann fær þakklæti og mögu- leikar hans á því að öðlast ást og hamingju verða tölu- vert meiri. GARPUR GLEÐILEG JOL,G/?ETTlR.'OPN- AOÚ PAtCKriNA >/NA,rÉLAS/. HVAV TEFUK >1G? y'gz ER , j 1 BAR4AÐN7OTA1 >6TTA ETR BESTI Pasu(?’ARSiMS. ALLÚR AGREININCSUR ER GLEy«DUR OGGRAFINN OG ALLIR sVna ÖLLUM. ASTOÐ /VIEÐ pvi AÐ GEFA GJAFIR SEAI pEIR HAFA BOlÐ TIL FÐA TOMMI OG JENNI UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK om,mo..pon'ttell me IT'5 60IM6TO RAlN! Æ, nei, það ætlár þó ekki að fara að rigna? Bændurnir þurfa regn! Bændur? Hvaða bændur? Já, einmitt... mér hættir til að gleyma ... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þrátt fyrir 35 punkta á milli handanna og tvo fimmliti liggja spil NS ekki nógu vel saman til að réttlæta alslemmu. En það er erfitt að sleppa henni: Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ DG842 V G53 ♦ 106 ♦ G85 Norður ♦ Á763 VÁD984 ♦ Á82 ♦ K Austur ♦ 9 ♦ 1076 ♦ 97543 ♦ 10962 Suður ♦ K105 ♦ K2 ♦ KDG ♦ ÁD743 Spilið kom upp í tvímennings- keppni og mörg pör freistuðust til að reyna sjö grönd. Þau byggjast klippt og skorið á því að hjartað gefi 5 slagi. Til þess þarf liturinn að brotna 3-3 eða G10 að vera tvíspil. Fyrir- framlíkur á því eru einungis 39%. Lesandinn sér að legan er hagstæð, en kemur hann auga á það hvernig einn sagnhafinn tapaði spilinu, eigi að síður? Sagnir höfðu gengið þannig: Vestur Norður Austur Suður — 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass 6 grönd Pass Vestur sá á sínum spilum að makker gat ekki átt málaðan mann. Hann vissi líka að hjartað lægp vel fyrir sóknina. Eina raunhæfa vonin væri því að leiða sagnhafa á villigötur — gefa honum kost á því að spila af sér. Hann kom því út með hjarta- gosann!! Hugmyndaríkt útspil, sem gekk fullkomlega upp þegar sagnhafi drap strax á kónginn og svínaði níunni í næsta slag. Umsjón Margeir Pétursson f Evrópukeppni skákfélaga í ár kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Nigel Short, sem hafði hvítt og átti leik, og Búlgarans Velikov. 23. Dxh6! - Dxc4, 24. Hxg7+! - Rxg7, 25. Rg5 - He8, 26. Hgl - Dd4, 27. Dh7 - Kf8, 28. Rxe6+! — Rxe6, 29. Dh6+ og svartur gafst upp, því mátið blas- ir við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.