Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
47
Meint misnotkun
föður á dóttur:
Akvörðun um
málshöfðun ,
í næstu vikir
BÚIST er við að embætti ríkis-
saksóknara afgreiði í næstu viku
mál miðaldra manns, sem er sak-
aður um að hafa misnotað dóttur
sína kynferðislega í 5 ár.
Maðurinn, sem er búsettur á
Suðurlandi, var handtekinn þann
14. október og hefur setið í gæslu-
varðhaldi síðan. Rannsóknarlög-
regla ríkisins sendi málið til
ríkissaksóknara til ákvörðunar um
málssókn um miðjan nóvember.
Maðurinn er sakaður um misnotkun
á dóttur sinni undanfarin 5 ár, en
hún er nú 14 ára gömul. Hann var
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6.
janúar, en búist er við að málið
verði afgreitt frá ríkissaksóknara í
næstu viku.
Þó Fischer
sé hættur
lifir goð-
sögninenn
Nýr bæklingur: —
„Oáfengt.
Já, takk“
ÁTAK gegn áfengi og öðrum
fíkniefnum, sem er samstarf rúm-
lega fjörutíu aðila, samtaka,
stofnana og stjórnmálaflokka,
hefur gefið út bæklinginn „Óá-
fengt. Já, takk.“ Bæklingurinn er
prentaður í 20.000 eintökum og
dreift til matvöruverslana fyrir
jólin. Ýmsir aðilar styrktu útgáf-
una.
C-
Aukin áhersla á heilbrigði og holl-
ar lífsvenjur, svo og aukin þekking
á áhrifum áfengis á heilbrigði hefur
leitt til vaxandi áhuga fólks á öðrum
drykkjum en áfengi. í kjölfar þess
hefur fjölbreytni og framboð ýmissa
ávaxta- og gosdrykkja aukist. Einnig
er nú um fleiri tegundir óáfengra
vína að velja en fyrr.
í bæklingnum er minnt á ýmsar
ástæður fyrir því að fólk neytir ekki
áfengis. Sumir vilja varðveita og
tryggja heilsu sína og útlit sem best,
ná árangri í starfi eða íþróttum,
vemda böm sín fædd og ófædd eða
halda hæfni sinni óskertri í flóknum
heimi hraðans. Aðrir telja áfengi með
öllu óþarft og vilja njóta lífsins alls- .pc*
gáðir.
í bæklingnum er sérstaklega bent
á að öllum veitingahúsum með
vínveitingaleyfi ber að hafa á boð-
stólum úrval óáfengra drykkja á
hóflegu verði. Þar er minnt á að sá
sem biður um óáfengan drykk með
matnum á veitingahúsi á að geta
fengið drykk er hæfír réttinum sem
hann hefur pantað, ekki síður en sá
sem kýs áfenga drykki.
Átak gegn áfengi bendir á að
stefnt er að því að draga úr neyslu
áfengis fram til næstu aldamóta. Því
er i bæklingnum fjöldi ljúffengra
uppskrifta að óáfengum drykkjum
við allra hæfi og við allar aðstæður.
Jól og áramót eru kjörinn tími til að
endurskoða lífsstefnu sína og venjur,
þar á meðal áfengisneysluvenjur.
Stefnum að bættu heilbrigði.
Minni áfengisneysla. Betri heilsa.
(Fréttatilkynning.)
„Hann var aldrei taugaveiklaður,
hann horfði beint fram á við og
allar hliðar taflmennsku hans voru
framúrskarandi,“ segir Mednis.
Mednis bætir því við að Fischer
hafi ekki enn fengið það tilboð
um að snúa aftur sem honum
hafi fundist nógu gott. „Það leik-
ur enginn vafi á því að hann er
oft á báðum áttum um hvort hann
eigi að snúa aftur," segir Mednis.
Á veggjum Manhattan skák-
klúbbsins í New York þar sem
undrabamið vann sína fyrstu
sigra hangir olíumálverk af Fisch-
er þar sem hann stýrir hvítu
mönnunum einbeittur á svip. I
næsta herbergi sýnir svart-hvít
ljósmynd aðdráttarafl snillingsins
strax á unga aldri. Hann situr
þungt hugsi með hönd undir kinn,
umkringdur hópi áhorfenda.
Manhattan klúbburinn var
stofnaður árið 1887 og nú er rek-
inn þar skákskóli fyrir unga
skákmenn. Ef til vill í þeirri von
að nýr Fischer komi fram í dags-
ljósið. Klúbbfélögum fjölgaði
gífurlega í þá mund er Fischer
malaði úrvalslið þessa heims í
upphafí áttunda áratugarins. En
félögunum fækkaði þegar Fischer
hvarf af sjónarsviðinu. í fyrstu
gerðu menn ráð fyrir að þetta
væri bara eitt af þessum uppá-
tækjum Fischers en á sjöunda
áratugnum hætti hann þrisvar
sinnum taflmennsku um lengri
eða skemmri tíma. Þó sjálfskipuð
útlegð mannsins sé líkast til var-
anleg í þetta skipti hefur orðstír
hans engan hnekki beðið. „Ó hve
við söknum hans,“ segir Dougias
Bellizzi formaður Manhattan
skákklúbbsins.
Byggt á Reuter.
GOÐSÖGNIN um Bobby Fischer lifir góðu lífi meðal
fremstu skákmanna heims þó 15 ár séu liðin síðan hann
lék sinn síðasta leik. Bandaríkjamaðurinn sem varð að
þjóðhetju þegar hann heimti heimsmeistartignina úr
höndum Boris Spassky árið 1972 í Reykjavík hefur ekki
teflt opinberlega síðan þá.
Þótt mörgum ofbyði heimtu-
frekja Fischers og duttlungar þá
vildi hann veg skáklistarinnar
ætíð sem mestan. Honum er að
þakka há verðlaun á skákmótum,
betri aðstaða fyrir keppendur og
aukin virðing manna fyrir skák-
íþróttinni. En Bobby var ætíð
kurteis þegar sest hafði verið að
tafli og krafðist þess hins sama
af félögum sínum. Sovéski stór-
meistarinn Eduard Gufeld segir
frá þv? að eftir kandídatamótið í
Curacao neitaði Fischer að ferðast
með sömu flugvél og Pal Benkö
því hann grunaði hann um að
hafa selt síðustu skákina sem
er seljist enn grimmt og bætir
við: „Bobby er Elvis Presley skák-
arinnar, nafn hans halar inn
peninga þó ferlinum sé lokið".
„í hvert sinn sem teflt er um
heimsmeistaratitilinn svífur andi
Fischers yfir vötnum," segir Larry
Parr ritstjóri bandaríska skák-
tímaritsins Chess Life.
Fischer sem er stigahæsti skák-
maður sögunnar missti titilinn
árið 1975 án taflmennsku þegar
hann neitaði að fallast á fyrir-
hugaða tilhögun einvígis hans og
Karpovs.
Eliezer Agur sem skrifað hefur
greinar um skákir Fischers í tíma-
Fischer þungt hugsi i einvíginu við Spassky í Reykjavík árið 1972.
hann tefldi í mótinu. Slík var
ærutilfinning Bobbys.
Marga skákáhugamenn dreym-
ir enn um að Fischer snúi aftur
til skákborðsins. Aðrir þykjast
vita að Fischer myndi nú bera
skarðan hlut frá borði í viðureign
við Karpov eða Kasparov og sætta
sig við að meistarinn skuli hafa
hætt á toppnum. Reyndar sagði
hinn öflugi bandaríski skákmaður
Reuben Fine sem einnig var sál-
fræðingur fyrir um að eitthvað
þessu líkt myndi gerast í skák-
heiminum. Fine sem skrifaði bók
um sálfræði skákarinnar sagði
menn sem keppa að heimsmeist-
aratign líta á heimsmeistarann
sem föðurímynd. Þegar ímyndin
væri yfirunnin þá hefði viðkom-
andi unnið bug á þráhyggju og
viss tómleiki gripi um sig. Auð-
velt er að heimfæra þetta upp á
Fischer því faðir hans yfírgaf
hann og móður Fischers þegar
Bobby var komungur.
Bandaríski skákbókasalinn Ed
Labate segir að bækur um Fisch-
rit leynir ekki aðdáun sinni: Þegar
hann „hætti að tefla virtust mögu-
leikar hans takmarkalausir".
Fischer er nú 44 ára gamall
og býr í kyrrþey í Pasadena í
Kalifomíu. Hann lætur sér nægja
tekjur af sölu bóka sinna. Ekki
verða menn varir við nokkurn
áhuga hjá Fischer að taka á ný
þátt í keppni. Sumir segja að
Fischer lifi mjög fábrotnu lífi, lesi
bækur um öfgastefnur í stjóm-
málum og afneiti fólki sem hefur
samband við fjölmiðla. Sagt er
að vinunum fari sífellt fækkandi.
„Bobby lifir í kyrrþey. Hann hitt-
ir einungis nánustu vini og þeir
halda vemdarhendi yfir honum,"
segir sterkur skákmaður. Að sögn
vina hans tekur Fischer þó ein-
staka sinnum eina og eina skák
og fylgist með hvað er að gerast
í skákheiminum. „Það er lítil von
til þess að Bobby snúi aftur,"
segja kunnugir. Fyrr á þessu ári
hafnaði Fischer kostaboði um að
taka þátt í alþjóðlegu móti. „Hann
hefði getað þénað svimandi upp-
hæð,“ segir einn þeirra sem til
þekkja. Fischer neitar að láta taka
viðtal við sig og þeir hinir fáu sem
hitta hann neita að gefa upplýs-
ingar um daglegt líf Fischers.
„Þannig hefur Bobby misst alla
vinina," segir einn hinna von-
sviknu.
Shelby Lyman . sem sér um
vikulega sjónvarpsþætti frá ein-
víginu í Sevilla eyddi fyrir
skemmstu stærstum hluta eins
þáttarins í að fjalla um Fischer.
Ljósmyndir sýna ungan dreng í
stuttbuxum með snoðaðan koll.
Þrettán ára gamalt undrabamið
var farið að ferðast um allan heim
til að taka þátt í skákmótum.
Myndinni lýkur þegar Fischer
stígur út úr flugvélinni í Keflavík
sem færði hann á vit einvígisins
við Spassky. „Það er bara einn
Fischer á öld,“ segir Lyman.
Edmar Mednis stórmeistari
sem skrifaði árið 1973 bók um
hvemig leggja mætti meistarann
að velli, segir að Fischer hafi ver-
ið öflugasti skákmaður allra tíma.
|Á TAKK!
10
ást.uður
f yri r
.k') drekka
óáiengt