Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 P % %11|| ■f; ■3» AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Baltic 13. jan. Helios 26. jan. Baltic 10. feb. NEWYORK Baltic 11. jan. Helios 24. jan. Baltic 8. feb. HALIFAX Helios 28. des. Helios 29. jan. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 3.jan. Eyrarfoss 10. jan. Álafoss 17. jan. Eyrarfoss 24. jan. ANTWERPEN Álafoss 5. jan. Eyrarfoss 12. jan. Álafoss 19. jan. Eyrarfoss 26. jan. ROTTERDAM Vessel 30. des. Álafoss 6. jan. Eyrarfoss 13. jan. Álafoss 20. jan. HAMBORG Álafoss 7. jan. Eyrarfoss 14. jan. Álafoss 21. jan. Eyrarfoss 28.jan. FELIXSTOWE Dorado 6.jan. Tinto 13. jan. IMMINGHAM Dorado 7. jan. Tinto 14. jan. BREMERHAVEN Tirtto 29. des. Dorado 5.jan. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÞÓRSHÖFN Reykjafoss 3. jan. Reykjafoss 16. jan. Reykjafoss 30. jan. Arhus Skógafoss 23. des. Reykjafoss 5. jan. Skógafoss 12.jan. Reykjafoss 19. jan. GAUTABORG Skógafoss 29. des. Reykjafoss 6. jan. Skógafoss 13. jan. Reykjafoss 20. jan. HELSINGBORQ Skógafoss 28. des. Reykjafoss 7. jan. Skógafoss 14. jan. Reykjafoss 21.jan. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 28. des. Reykjafoss 7. jan. Skógafoss 14. jan. Reykjafoss 21. jan. FREDRIKSTAD Skógafoss 30. des. Reykjafoss 8. jan. Skógafoss 15. jan. Reykjafoss 22.jan. HELSINKI Selfoss 6. jan. GDYNIA Dettifoss 28. jan. LENINGRAD Selfoss 8. jan. Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, isa- fjörður, Akureyri, Dalvik, Húsavík. Hálfsmánaðar- lega: Siglufjörður, Sauðár- krókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP í® Pósthússtræti 2. Sfmi: 27100 Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem voru brautskráðir á haustönn 1987. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 49 nemendur voru braut- skráðir á haustönn skólans Tæplega 600 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur Keflavfk. ^ FJÖRUTÍU og níu nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á laugardaginn. Athöfnin fór fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju, en brautskráning nemenda frá skólanum fer fram til skiptis í bæjarfélögunum á Suðurnesjum. Að þessu sinni voru 19 stúdentar brautskráðir, vélaverðir voru 11, byggingameistarar 8, á tveggja ára bóknámsbraut voru 6, af verknámsbraut voru 3 og 2 af iðnbraut. Að venju voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur. Þórdís Þormóðsdóttir, sem lauk stúd- entsprófí úr öldungadeild, hlaut þrenn verðlaun fyrir góðan náms- árangur; í dönsku, íslensku og félagsfræði. Guðrún E. Aðalsteins- dóttir fékk tvenn ferðlaun, fyrir þýsku og ensku. Guðbjörg Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyir góðan árangur í stærðfræði, Sveinn Vald- imarsson í raungreinum og þá fékk sunddrottningin frá Akranesi, Ragn- heiður Runólfsdóttir, viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á stúdents- prófí. Kári Húnfjörð, sem lauk námi í meistaraskóla byggingamanna, hlaut verðlaun fyrir frábæran námsárang- ur, en hann lauk stúdentsprófí í öldungadeild í fyrra og lauk þá 37 einingum á einni önn, en að meðal- tali ljúka nemendur 18-20 einingum á önninni. Gunnar Valdimarsson fékk einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur hjá byggingameistur- um. Ólafur Aðalsteinsson náði bestum námsárangri vélavarða og loks hlaut Ólafur Öm Jónsson viður- kenningu fyrir góðan námsárangur í vetur. Ólafur er á 2. ári í skólanum og hefur sýnt mikla hæfíleika í stærðfærði. Hjálmar Ámason skólameistari kvaddi nemendur sína og í ræðu sinni til þeirra lagði hann áherslu á nauð- syn þess að halda vörð um og varðveita íslenska tungu. Hjálmar sagði að íslensk tunga væri undir- staða sjálfstæðis þjóðarinnar sem nú væri sótt að úr öllum áttum í frum- skógi fjölmiðlunar. „Ég heyrði nýlega í ágætu útvarpserindi hvar þessi ásókn erlendra áhrifa var líkt við hinn þekkta gríska trójuhest sem dregin, væri hægt en bftandi inn í málið. Munurinn væri bara sá að út úr þessum trójuhesti stökkva ekki vígreifír baráttumenn heldur kónar á borð við Michael Jakson, He-man og fleiri. Og þeir virðast eiga sorg- lega greiðan aðgang að málvitund okkar. Afleiðingamar láta ekki á sér standa. Tölur frá bókasöfnum sýna að almennur bóklestur hefur hrunið á síðustu árum. Þar með er til hliðar lagður sá kennari íslenskrar tungu, bókin, sem þjóðinni hefur dugað fram til þessa enda einkennist málfar yngra fólks í dag af átakanlegri orð- fæð og skrípiorðum ásamt erlendum slettum. Eigi flölskrúðugt málfar að bera vott um djúpa og rÖkræna hugs- un má spyija hvort þessi átakanlega orðfæð sé líka merki hugsunarleysis og deyfðar. Við virðumst fljóta sof- andi að feigðarósi og höfumst fátt að. Með því móti er tilveru okkar, sem sjálfstæðrar, hugsandi vemr í hættu. Tilveru okkar, sem sjálfstæð- ir einstaklinar, er ógnað. Og ekki bara okkar sem einstaklinga heldur líka þjóðarinnar sem heildar. Þvf glatist tungan er skammt í að sjálf- stæði líði undir lok eins og dæmin sanna," sagði Hjálmar meðal annars f ræðu sinni. Nemendur á haustönn Fjölbrauta- skóla Suðumesja vora tæplega 600 taisins að sögn Ægis Sigurðssonar áfangastjóra og hefðu nemendur í ár verið heldur fleiri en á sama tíma í fyrra. í haust var nýbygging við skólann tekin í notkunn, í henni era 7 kennslustofur og rými fyrir kenn- ara. Ægir sagði að þeir hefðu orðið að kenna bóknámsfög víðsvegar um bæinn, en nú væri sú kennsla öll undir sama þaki sem auðveldaði allt skólahald frá því sem áður var. - BB l l i i imi i t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.