Morgunblaðið - 24.12.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
51
Jón Páll i kunnuglegri stellingu á kraftlyftingamóti i Skotlandi.
af mér þegar stropuð egg voru
annars vegar. En Guðmundur Guð-
mundsson fósturafi sagði einatt um
stropuð egg, að betra væri að fá
kjúkling en egg og bruddi gogga
og drakk stropuna með bestu lyst,
enda var hann hraustur kallinn.
— Svenni lagðist stundum í
skarfafar til að drýgja aðföng heim-
ilisins. Þegar hann kom heim saltaði
hann svo skarfinn ofan í tunnur og
þá tók við ægilegt tímabil. Mér
fannst vera skarfur í matinn dag
eftir dag. Skarfurinn var hamflett-
ur, en það vildi sitja eftir í honum
fínn dúnn sem erfitt var að ná úr
kjötinu, og þegar maður fékk dún-
inn upp í sig var eins og að borða
mat fullan af hárum, þetta fór
óskaplega í okkur systkinin. Samt
var þetta borðað. Sveinki bróðir
minn hafði lítið dálæti á þessum
mat og vildi helst ekki borða og
fékk hann fljótlega viðumefnið
skarfur. Að auki var hann stundum
kallaður „tertusvangur“, en hann
gat borðað ógrynnin öll af súkkul-
aðitertum. Sjálfur var ég mjög
sólginn í tjómatertur.
— í sveitinni var ég alltaf að
æfa eitthvað, gerði armbeygjur og
hoppaði upp á olíutunnur jafnfætis.
Við bjuggum í tveggja hæði húsi
og í stigaopið á efri hæðinni setti
ég járnkall og hífði mig upp. Þessar
æfíngar gerði ég á hveijum degi
og stundum oft á dag ef ég var
ekki upptekinn við vinnu. Við bæinn
voru gamlir kvamarsteinar og eitt
sinn háði ég keppni við annan strák
um hvort gæti jafnhattað steinun-
um. Hann var nokkuð eldri en ég,
en eitthvað hafði ég nú betur. Þeg-
ar við emm að rembast þetta kemur
Svenni aðvífandi og stingur þremur
fingrum í gatið á steininum og lyft-
ir með annarri hendi. Þetta þótti
hrikalegt enda vom steinarnir
þungir, liðlega fimmtíu kíló.
— Eitt sumarið var ég sendur út
í eyjar á undan fjölskyldunni. Afi
var að fara þangað, þá orðinn sjúkl-
ingur svo að ég var honum til
trausts og halds og vomm við tveir
einir saman á eynni. Einhveiju sinni
þurfti afi að bregða sér til Flateyjar
og var ég þá orðinn einn eftir. Ég
notaði tækifærið og fór beint í
byssuskápinn og tók byssuna hans
pabba og nokkuð mörg skot. Ég
gerði nú ekkert illt af mér því að
ég vissi hvemig átti að meðhöndla
þessi verkfæri, en gerði mikið af
því að skjóta í mark. Svartbakinn
lét ég þó ekki í friði, en mér tókst
heldur illa upp í skotfiminni og
kannski var hólkurinn ekki nein
galdrasmíð. Ég labbaði víða um
eyna og fjömmar með byssuna í
algerri einsemd. Einn daginn var
ég á hringferð og er ég kominn
fram á bjargsyllu er mér bregður
illilega því ég hafði gengið fram á
öm sem er að rífa í sig lunda.
Hann vissi ekkert af mér og þegar
ég var kominn fast að honum í
svona fimm metra fjarlægð, þá
hefur hann sig til flugs og það er
einhver sú tignarlegasta sjón sem
ég hef séð. Þetta fiðraða flykki
breiddi út vængina og sveif upp
fyrir framan mig. Auðvitað kom
mér ekki til hugar að skjóta á öm-
inn, en ég varð alveg agndofa að
sjá þetta ferlíki heíja sig til flugs.
Ominn hafði gert mikinn usla í
eyjunum þetta sumarið, en þegar
hann flýgjur lágt yfir verða æðar-
kollurnar svo skelkaðar að þær
fljúga upp af hreiðrunum og á eftir
kemur svartbakurinn og étur úr
eggjunum. En þarna á klettasyll-
unni lágu lundahræin um allt.
— Þó að alltaf hafi verið gaman
úti í eyjunum var mjög skemmtilegt
að koma í bæinn aftur eftir sumar-
dvöl, þá var eins og maður hefði
verið í einangrun, því það var svo
mikil kyrrð í eyjunum. Þar var bara
gamall traktor sem lítið var notað-
ur, en engin farartæki önnur nema
báturinn. Og þegar maður kom í
bæinn var maður að ærast úr
hávaða, vegna umferðar og skark-
ala.
— Ég steig fyrstu íþróttasporin
í Hólminum í Glímuskóla Sveins
fósturpabba, þá fimm ára gamall.
Öðrum íþróttum kynntist ég nokkr-
um árum síðar í Hafnarfirði, því
að þar bjuggu amma og afi sem
ég dvaldist hjá á hvetju hausti rétt
áður en skólar byijuðu. Þar byijaði
ég að taka þátt í leikjanámskeiðum
hjá Geir Hallsteinssyni. Ekki var
ég mikill boltamaður um þetta leyti,
en fylgdist alltaf með útimótunum
í handknattleik í Firðinum. Þar fékk
maður vænan skammt af FH og
Haukum og ég man eftir strákunum
sem núna eru meðal þeirra bestu,
til dæmis Kristján Arason, sem á
þessum tíma var að hefja feril sinn.
Meira að segja sá ég strax að þama
var efni á ferð. Gömlu FH-ingarnir
eru mér einnig minnisstæðir: Geir,
Biggi B., Hjalti og aðrar boltakemp-
ur. En ég varð semsagt mikill
aðdáandi handknattleiks upp úr
þessu.
— Alveg frá þeim tíma er ég
fyrst man eftir mér langaði mig til
að hafa eigin fjárráð. Og fljótlega
skildi maður að leiðin til að eignast
seðla er að vinna fyrir þeim. Frændi
minn var múrari í Hafnarfirði. Eitt
haustið er ég dvaldi hjá ömmu og
afa réð ég mig í vinnu hjá honum.
Ég var átta ára gamall en gat raun-
verulega hjálpað honum, svo ég
fékk að sjálfsögðu kaup. Jafnsterk-
ur og stálpaður og ég var eftir aldri
gat ég borið fyrir hann vatnsfötur
og eitthvað var maður að msla til
sementspokum! Ég vann ekki fullan
vinnudag heldur frá 10 til 3. Mok-
aði ég upp peningum í þessu, gat
keypt mér reiðhjól og hvaðeina. En
peningamir vom ekki einir vinnu-
hvetjandi: Fengi ég hrós frá ein-
hveijum fyrir dugnað keppist ég
ólmur við af enn meiri móði. Alltaf
var maður að setja sér takmörk til
að fá útrás fyrir kappið og keppnis-
skapið og eitt var það að hlaupa
heim úr vinnunni. Skipti þá ekki
máli hvar í bænum við vomm að
vinna, alltaf skyldi ég hlaupa heim
og það í einum spreng! Ég mátti
alls ekki stoppa, hvergi! Stundum
var komið blóðbragð í munninn
síðasta sprettinn upp tröppumar og
inn í hús. Það var sem sagt þó
nokkur langhlaupari í mér fyrir svo
sem 100 kílóum síðan!
AS-TENGI
Allar gerðir
Tengið aldrei
stál-í-stál
Sö&artaffijgMir <J)fe(raæ®®ini & <B®
VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 21480