Morgunblaðið - 24.12.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
55
þar sem rætt var við nokkra unga
tónlistarmenn sem léku á tónleikun-
um.
Fyrstan hittum við fyrir Hrafnkel.
Egilsson 13 ára flautu og sellóleik-
ara. Hann hefur lært á selló í sex
ár en hóf flautunám fyrir tveimur
árum. „Fyrir mörgum árum sá ég
hljóðfærakynningu og langaði þá
til að læra á flautu. En þá var ég
of lítill til að halda á henni svo ég
fór að læra á selló. Seinna langaði
mig svo til að bæta flautunni við
og gerði það.“ Ekki sagðist hann
geta gert upp á milli hljóðfæranna,
til þess væru þau of ólík. Hann
sagðist ætla að halda áfram að
læra, að minnsta kosti þar til grunn-
skólanum lyki. Aðspurður hvort
hann væri óstyrkur þegar hann léki
á tónleikum, sagði hann það mjög
misjafnt. „Ég er búinn að yfirvinna
taugaóstyrkinn að mestu leyti því
ég kem svo oft fram. Hér eru haldn-
ir tónleikar mánaðarlega."
Á tónleikunum lék einnig fiðlu-
kvartett, en hann skipa þær Ólöf
Kjartansdóttir 8 ára, Sigrún Daní-
elsdóttir 10 ára, Steinunn A.
Jónsdóttir 10 ára og Signý Gunn-
arsdóttir 11 ára. Þær eru allar á
öðru ári í námi og léku þijú jólalög.
Þegar við spurðum þær hvort þeim
fyndist erfitt að spila fyrir áhorf-
endur sagði Sigrún svo ekki vera
en hinum fannst það dálítið erfitt.
Morgunblaðið/BAR
Hrafnkell Egilsson lét sér nægja
að leika á flautuna að þessu sinni.
Við forvitnuðumst um hvort þær
hlustuðu á klassík og þær sögðust
hlusta töluvert á sinfóníur og óper-
ur. Margir krakkar hlustuðu á
klassík, en þar væru stelpurnar í
meirihluta. Þá greip Árni Rúnar
Kjartansson, bróðir Ólafar fram í
og sagði þessu þveröfugt farið í
Árni Rúnar Kjartansson lék
menúett eftir Bach.
sínum bekk, þar væru það eingöngu
strákar sem hlustuðu. Hann leikur
á selló og hefur lært í þrjú ár og
segist helst vilja verða einléikari.
Að svo búnu kvöddum við hljóð-
færaleikarana ungu enda orðið
áliðið.
FOSSVOGSSKÓLI
Jólaskemmtun hjá börnunum
Óskum viÖskiptavinum
okkar og landsmönnum öllum gleÖi-
legra jóla ogfarsœldar ákomandi ári.
Tölvuvinnsla og kerfishönnun hf.
Hárgreiðslustofan, rakarastofan
ogsnyrtistofan
Hótel Sögu
tilkynna:
Frá 1. janúar ’88 til 8. febrúar ’88 verða stof-
ur okkar lokaðar vegna gagngerðra breytinga.
Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun og
vonumst til að sjá þig hjá okkur í glæsilegu
húsnæði á nýju ári.
Opnum 8. febrúar ’88.
Hárgreiðslustofan
Hótel Sögu
Rakarastofan
Hótel Sögu.
Snyrtistofan
Hótel Sögu
Óperukvöld
sunnudaginn 27. desember
Signý Sæmundsdóttir
Borðapantanir í síma 29499
Við hlökkum fíl 1988
- þá fjölgum við ferðum og bœtum við nýrri borg.