Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 skrifstofustgóri. Samvinnubankinn opnar útibú á Höfn Hðfn, Hornafirði. Á tuttugu og fimm ára afmæli Samvinnubankans, 17. nóvember sl., var opnað útibú bankans á Höfn í Hornafirði. Bankinn er til húsa á Hafnar- braut 36, en þar var áður til húsa hluti af Hafnarskóla. Bankinn býð- ur öll almenn bankaviðskipti. Starfsmann bankans eru fjórir og útibússtjóri er Edvard Ragnarsson. - JGG 2. í jólum ★ SANNKALLAÐ JÓLABALL ★ Hljómsveitin KARMA og Kristjana sjá um stemmninguna meðallskonar uppátækjum og jólasprelli. Uppúr miðnætti mætir Bjartmar Guðlaugsson fjallhress að vanda og flytur með hljómsveit öll sín bestu lög. Þrusustuð til kl. 03.00. hótel SELFOSS Qteáiíeft jól ^aricett homcin °9 ch kótet SEIFOSS i Eyravej'i 2, simi 2500» Bergþóra í betra lagi Hljómplötur Sveinn Guðjónsson BERGÞÓRA Árnadóttir lætur ekki deigan síga í þeirri við- leitni sinni að koma tónsmíðum sínum og hugsjónum á fram- færi við landsmenn. Á undanf- örnum árum hefur hún sent frá sér hljómplötur með jöfnu milli- bili og má þar finna mörg prýðisgóð lög og innihaldsríka texta þótt oftast hafi þau farið fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Það er eins og að herslumuninn hafi alltaf vantað og einhverra hluta vegna hafa lög Bergþóru ekki náð alþýðu- hylli, þótt hún eigi vissulega sinn aðdáendahóp meðal vísna- vina. Nýja platan hennar, „í seinna lagi“, á sjálfsagt ekki eftir að breyta miklu hvað varðar almennar vinsældir, en platan er þó að mínum dómi tvimælalaust framfaraspor á tónlistarferli Bergþóru. „í seinna lagi“ ber þess glöggt vitni að Bergþóru hefur vaxið ásmegin með árunum og virðist nú ná mun betri tökum á við- fangsefni sínu en áður. Þá sakar ekki að hljóðfæraleikur er betri en á fyrri á plötum hennar og útsetningar hnitmiðaðari og líflegri, þar sem gítarleikarinn Tryggvi Hiibner á dijúgan hlut að mál. Þá hefur upptökustjórinn Sigurður Rúnar Jónsson unnið gott verk, en sum laganna eru tekin upp á hljómleikum, sem haldnir voru í Stemmu og sýndir í Ríkissjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Hefur vel tekist til með þá upptöku sem og raunar alla aðra tæknivinnu á plötunni. Ég hef með sjálfum mér reynt að leita skýringa á því hvers vegna Bergþóru hefur ekki tekist að ná eyrum landans betur en raun ber vitni. Lög hennar eru mörg piýðis- góð og þótt hún sé ef til vill engin afburðasöngkona er hún alls ekki slæm sem slík. Helst dettur mér í hug að innihald textanna kunni að eiga þar einhvem hlut að máli. Þeir eru yfirleitt tregablandnir og lausir við bjartsýni. Ef til vill er það viðfangsefni orðið svolítið „þreytt" í dag. Öll lögin á plötunni, sem eru ellefu talsins, em eftir Bergþóm auk þess sem hún hefur samið nokkra af textunum. Fjögur lag- anna hafa áður komið út á hljómplötum og rýrir það alls ekki gildi þessarar plötu þar sem hér er um að ræða lög úr hópi hinna Bergþóra Árnadóttir. bestu, sem hún hefur sent frá sér, en það em lögin „Tvenn spor“, „Draumur", og „Frá liðnu vori“ og „Ljóð án lags“. Af nýrri lögunum má nefna „Sandkom" sem dæmi um ágæta sköpunarg- áfu Bergþóm sem lagasmiðs, án þess að ástæða sé til að gera sérs- taklega upp á milli tónsmíðanna á þessari plötu. í heild er hún hin áheyrilegasta og hefði þess_ vegna alveg getað borið heitið „í betra lagi“. Model: Ekki meir, ekki meir HLJÓMSVEITIN MODEL er um margt afar sérkennilegt fyrirbrigði í tónlistarsögunni. Hún var stofnuð sérstaklega til að taka þátt i Eurovision-for- keppni, laut í lægra haldi, en lifði það samt af. Það út af fyrir sig er afrek. Líklega hef- ur mönnum þar á bæ ekki þótt fullreynt með keppnislag sveit- arinnar „Lífið er lag“, enda hefur það nú verið endurútgef- ið á nýrri hæggengri hljóm- plötu sem ber nafn hljómsveit- arinnar. Margir hafa lýst vanþóknun sinni á þeirri hugmynd að halda lífínu í Módel og ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að taka undir þær skammir. Ég verð þó að játa að mér fannst hug- myndin ekki góð, kannski fyrst og fremst vegna þess tónlist hljómsveitarinnar höfðar ekki til mín persónulega. Það út af fyrir sig gefur mér þó engan rétt til að níða skóinn niður af hljómsveit- inni eða plötunni sem slíkri. Henni er auðvitað ætlað að höfða til annars þjóðfélagshóps, sem þegar hefur meðtekið þetta tónlistar- form og það fólk hefur auðvitað fullan rétt á að hafa sína tónlist í friði fyrir einhveiju geðvonskur- öfli í körlum úti I bæ. Skylt er og að geta þess að eitt lag á þessari plötu er dágott að mínum dómi og talsvert hafíð yfír önnur, en það er „Ástarbréf (Merkt X)“ eftir Reginu Richards við ágætan texta Eiríks Hauks- sonar. Hnitmiðaður flutningur hljómsveitarinnar á þessu lagi gæti ef til vill náð að réttlæta útgáfu plötunnar, auk þess sem hljóðfæraleikur yfírhöfuð og tón- gæði á allri plötunni eru eins og best verður á kosið í þessari teg- und tónlistar, enda eru hér á ferð einhveijir mestu fagmenn á þessu sviði á íslandi. Það sem ég hygg að hafí hins vegar aðallega farið fyrir bijóstið á mönnum varðandi þessa plötu er umgjörðin. Hún lyktar dálítið af sýndarmennsku og „gervigla- mor“. Það er eitthvað „óekta“ við þetta allt saman. Tökum dæmi: Jóhann Ásmundsson, félagi þeirra Gunnlaugs og Friðriks úr Mez- zoforte spilar bassann í meira en helming laganna og er hlutur hans í tónlistinni öllu burðugri en bakraddakvennanna. Hann fær þó ekki að vera með á glansmynd- inni, enda hefur hann sjálfsagt ekki þótt passa þar inn í. í auglýs- ingu, fréttatilkynningum og myndbandsskotum af hljómsveit- inni er því gert skóna að Edda Borg sé hljómborðsleikari flokks- ins. Á plötuumslagi eru hins vegar þær upplýsingar að allur hljóm- borðs- og hljóðgervlaleikur sé í höndum Don Snow og Eyþórs Gunnarssonar. Þá hefur aðstand- endum plötunnar þótt ástæða til að geta þess að Simbi hafi annast hárgreiðslu á hljómsveitarmeðlim- um og Elín Sveinsdóttir förðun. Það er eins gott að hafa það á hreinu. Myndbandsskotið af hljómsveitinni, þar sem meðal annars er reynt að gera töffara úr manni, sem greinilega er það ekki að eðlisfari, hefur þó líklega riðið baggamuninn. Eflaust hefur þessi uppákoma fallið í kramið hjá unglingum en á fullorðið fólk virkar þetta „hallærislegt.“ Ég vil taka það skýrt fram, að það er ekki af illgimi eða kvikind- isskap í garð aðstandenda plöt- unnar, sem ég læt þessi orð falla. Þvert á móti tekur mig sárt að sjá gott fólk og frábæra tónlistar- menn sitja í svona súpu. í þessu sambandi dettur mér eiginlega ekkert annað í hug en orð skálds- ins í kvæðinu um Hallgrímskirkju forðum: „Ekki meir, ekki meir“. / / CASABIMCA M HATIBARNAR 26. des. annar í jólum - opið til kl. 03.00. 30. des. sjötti í jólum - opið til kl. 01.00. 31. des. gamlárskvöld - opið til kl. 04.00. 1. jan. nýársdagur - opið til kl 03.00. 2. jan. annar í nýári - opið til kl. 03.00. Gleðileg jól og farsælt komandi ár! 3AZP JAZZTONLEIKAR hvert sunnudagskvöld 27. des. Frá Bloomington Indiana. Heiti potturinn - Duus-húsi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.