Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 19

Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 19 „Kæra Herdís“ eftirÞórarin Jón Magnússon Það er með miklum hroka, sem Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri Heims- myndar gerir athugasemdir í Morg- unblaðinu á laugardaginn við skrif mín í blaðinu daginn áður. Finnst henni ég í meira lagi „vogaður" að ávarpa persónu hennar í tilefni af dylgjum hennar í garð okkar Magn- úsar Hreggviðssonar vegna setu okk- ar í undirbúningsnefnd fyrir nýaf- staðna lesendakönnun. Herdís hefur engan einkarétt á umræðum um les- endakönnun þessa og ástæðulaust fyrir hana að ráðast að mér með ofstopa þegar ég á kurteislegan hátt leyfi mér að upplýsa menn um það, að þrátt fyrir vitneskju mína um að lesendakönnun stæði fyrir dyrum var nákvæmlega engin kynningarherferð í gangi á vegum SAM-útgáfunnar mánuðina fyrir könnunina. Gagmýni Herdísar í fjölmiðlum undanfarið hefur einmitt byggst á því, að vegna setu minnar í undirbún- ingsnefnd (það var einn einasti fund- ur, sem ég sat með nefndinni) hafí ég getað hrundið af stað kynningar- herferð. í grein minni í Morgun- blaðinu sl. föstudag skýrði ég frá því, að síðasta tölublað Húsa & híbýla var nákvæmlega ekkert auglýst og blaðið þar á undan með einni einustu auglýsingabirtingu. Útkomu Samú- els stöðvuðum við í haust og hófum ekki að nýju fyrr en í þessum mán- uði og þrátt fyrir að við vorum að taka við Vikunni á síðasta ári höfum við ekki enn hafið áskriftarherferð og kynningarherferð var ákveðið að láta bíða fram yfír áramót og tengja 50 ára afmæli blaðsins. Þetta voru einfaldlega þær upplýsingar sem ég var að koma á framfæri í grein minni. Mér fannst ástæðulaust að sitja undir því, að Herdís væri að gefa í skyn með skrifum sínum og útvarpsviðtali, að kynningarátak gæti hafa átt þátt í því að H&H og Vikan komust í annað og þriðja sæti lesendakönnunarinnar. Heimsmynd situr neðar og er það vafalaust ástæðan fyrir óróleika Herdísar. Herdís segir í laugardagsblaðinu, að sér þyki „nöturlegt að ég skuli telja mig’þess umkominn að svara fyrir gagnrýni sem beinist að Há- skóla Islands". Ég vil vekja athygli Herdísar á því, að ég hef ekki sett á blað eitt orð þar að lútandi. Skipti mér ekkert af því orðaskaki, sem Herdís vill eiga þar í. Og heldur hef ég ekki gert tilraun til að svara fyr- ir Fijálst framtak sem Magnús „Mér fannst ástæðu- laust að sitja undir því, að Herdís væri að gefa í skyn með skrifum sínum og útvarpsvið- tali, að kynningarátak gæti hafa átt þátt í því að H&H og Vikan kom- ust í annað og þriðja sæti lesendakönnunar- innar.“ Hreggviðsson stýrir. Hins vegar get ég ekki látið eins og dylgjur Herdís- ar vegna setu minnar á áðumefndum nefndarfundi komi mér ekkert við. „Markmið vísindanna er að leita sannleikans og enginn hefur fullyrt að Þórarinn Jón Magnússon standi þar í vegi," segir Herdís í laugar- dagsblaðinu. Og áður hefur hún látið hafa eftir sér í viðtali við Morgun- blaðið: „Það er ekki hægt að fullyrða að þessir útgefendur hafi haft áhrif á könnunina," en getur síðan ekki stilit sig um að tala um grunsemd- ir. Það var af þessu tilefni sem mér fannst ástæða til að stinga niður penna. Sýna fram á að góð útkoma tímarita SAM-útgáfunnar í lesenda- könnuninni stafaði einfaldlega af vin- sældum ritanna, en ekki vegna kynn- ingarátaks eða áskriftarherferðar. Grunsemdir þar að lútandi em ástæðulausar. Að lokum vil ég taka fram, að þó mér í niðurlagsorðum mínum í föstu- dagsblaðinu yrði það á, að ávarpa ritstjóra Heimsmyndar með orðunum „kæra Herdís" táknar það ekki að mér finnist ég þekkja hana eitthvað. Ég þekki konuna ekki nokkum skap- aðan hlut. Þykir mér vænt um að hún skuli einmitt láta þess getið í grein sinni í laugardagsblaðinu og forða þannig slæmum misskilningi, sem hugsanlega hefði getað hlotist af þessu ávarpi. Eg geri ekki ráð fyrir að ritstjóri Heimsmyndar hafí ekki sagt sitt sfðasta orð og eigi eftir að skrifa nokkra pistla til viðbótar í dagblöðin vegna könnunarinnar — svona til „tilbreytingar" frá skrifunum í Heimsmynd. Ég hef hins vegar kom- ið á framfæri því sem ég vildi sagt hafa. Höfundur er ritsijóri og útgef- andi. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Loðdýrabúið i Eyrarlandi er í eigu bræðranna Sveins og Þorvarðar Ingimarssona. Eru þeir nú með 370 minkahvolpa en hyggjast stækka búið seinna. Fyrsta loðdýra- búið í Fljótsdal Geitagerði, FljótsdaJ. HÉR I sveit reis fyrsta loðdýra- búið sfðastliðið haust. Það er á Eyrarlandi, í eigu bræðranna Sveins og Þorvarðar Ingimarssona. Fengu þeir fyrstu dýrin, 370 minkahvolpa, í desem- ber. Þeir hyggjast stækka búið seinna, en húsið tekur um það bil 1.000 dýr. Hingað til hefur ein- göngu verið stundaður hér sauð- fjárbúskapur, ef frá er talið eitt kúabú, sem sett var á laggimar fyrir fjórum árum. Eftir langan góðviðriskafla fyrir hátiðar hefur veðráttan verið sveiflu- kennd síðan um áramót. 12. janúar gekk í hvassa norðaustanátt með slyddu. Snjór hlóðst mjög í tijágróð- ur og braut greinar og jafnvel heil tré. Upp úr miðjum mánuði kólnaði og var frost í 4—5 daga um og yfir 20 gráður. Storka er mikil nú í byij- un febrúar og jarðlaust að kalla. í öllum sveitum hér blóta menn þorra um þessar mundir að góðum og gömlum sið. Fljótsdælingar halda væntanlega sitt þorrablót 20. febrú- ar, á þorraþræl. GVÞ KRAFAN ER: HAGKVAMNI MÓTI REKSTURINN - HVERNIG VERÐUR HENNI MÆTT? EFNI: Hlutverk stjórnandans • Fjármál • Hagræðing starfsmannahalds • Upplýsingaöflun o.m.fl. LEIÐBEINENDUR: Gunnar Maack og Reynir Kristinsson, ásamt öðru starfsfólki Hagvangs hf. TÍMIOG STAÐUR: 23. og 24. febrúar kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. iW 19.FEB. SIMI: 621066 621066 LáZ£ rrm ER MARKAÐSKONNUN A ÞINU FÆRI? Þarf hún ekki að vera neitt stórmál? Getur hún bent þér á nýja, ónotaða möguleika til söluaukningar? EFNI: Öflun upplýsinga • Úrvinnsla upplýsinga • Notkun upplýsinga við ákvarðanatöku. LEIÐBEINANDI: Christian Dam, framkvæmdastjóri hjá Vikurvörum hf. TÍMI ÖG STAÐUR: 22. febrúar kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. Engin ein stjórnunaraðferð er algild. Rétt greining aðstæðna er forsenda fyrir því hvaða aðferð beri að beita hverju sinni. NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR í LYKILSTÓÐUM FYRIRTÆKJA, STOFNANA OG FÉLAGASAMTAKA. Brian Murrey er reyndur ráðgjafi í stjórnendaþjálfun. Hann hefur m.a. unnið fyrir Uniroyal og British Steel. TÍMI OG STAÐUR: 22.-23. feb. kl. 9.00-17.00 að Hótel Sögu. ST. INNRITUN TIL 19.FEB. SÍMi. STARFSMANNAFRÆÐSLA ER EINN MIKILVÆGASTI ÞÁTTUR REKSTRAR- INS OG ÞARF AÐ SKILA HÁMARKS ÁRANGRI EKKI SÍÐUR EN AÐRIR Þess vegna þarf hún að lúta öruggri stjórn. Aðferðina lærirðu hér. LEIÐBEINANDI: Randall Fleckenstein, M.A. Ed.s. TÍMIOG STAÐUR:22. og23. febrúarkl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJUKA I: Mannlegi þátturinn 16. og 17. febrúar STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKIR FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. Stjórriunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.