Morgunblaðið - 14.02.1988, Page 23

Morgunblaðið - 14.02.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 23 Helgi Jónsspn við tré- skurðinn. Á veggnum sést hluti af verkefna- safni skólans. væri þijátíu og þriggja ára að aldri og starfaði sem loftskeytamaður í Gufunesi. Fyrir fimm árum „plataði" frænka Önnu hana á tréskurðar- námskeið og nú stundar hún tréskurðamámið á þriðja.og §órða stigi. „Ég er núna aðallega að fást „akantus“ sem er á fjórða stigi, mér fínnst skrautverk skemmti- legra en hrein myndverk." Er tréskurður ekki óskaplegur vandi? „Það geta allir gert þetta, menn verða bara að byija á byijuninni og gefa sér tíma.“ Getur þú þekkt eigin gripi frá öðrum gerðum eftir sömu fyrir- mynd? „Já, það skilja allir eitthvað eftir af sjálfum sér í verkinu." Hvað gerir þú við þá gripi sem þú býrð til? „Sumt á ég ennþá en sumt hef ég gefið vinum og ættingjum." Aðspurð sagðist Anna verða að viðurkenna að það hefði komið fyr- ir að hún hefði skorið sig. — En þá hefði verið haft á orði að um hreinan listaskurð væri að ræða. Bjarai Egilsson segir að menn eigi ekki að flýta sér við tréskurð. núna er þrettán ára og sá elsti átta- tíu og sex. Skólinn er frístundaskóli sem starfar aðallega á kvöldin og á laugardögum. Námsþátttaka er frá tveimur mánuðum og allt upp í tíu ár, eftir vilja þátttakenda." Eru nemendur þfnir eingöngu frá Reykjavík? „Nei, alls ekki. Fólk kemur í reglubundna tfma einu sinni í viku frá Akranesi, Selfossi og Keflavík en fólk sem kemur lengra að dvelur í borginni og fær þá fleiri kennslu- stundir á meðan." Fundarhamarinn brotnaði Nú hefur þú starfað lengi við tréskurð, þó með hléum sé. Hvaða grip telur þú merkastan af þeim sem þú hefur unnið við? „Sá hlutur sem einna helst má telja sögulegan eða jafnvel heims- pólitískan var fundarhamarinn hans Ásmundar Sveinssonar. Eins og menn kannski vita, lærði sá ágæti myndhöggvari tréskurð áður en hann lagði fyrir sig höggmynda- gerð. Nú bar svo til árið 1952 að rfkisstjórn íslands fékk Ásmund til að gera fundarhamar sem gefa skyldi allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Gerði Ásmundur hamar- inn úr völdum viði og kom síðan með hann til þáverandi meistara míns og bað hann að skera áletrun í gripinn. Meistarinn teiknaði letrið og rétti mér síðan hamarinn og sagði mér að skera. Var nú hamar- inn sendur vestur um haf og fréttist ekki af honum fyrr en 1960 er Anna Lilja Jónsdóttir við tréskurðinn. Khrústsjov, þáverandi Sovétleið- togi, sat fund allsheijarþingsins. Upphófust nú mikil læti í þingsal, svo að forseti þingsins, Boland frá írlandi, barði helst til fast með Ásmundarhamri, svo hann brotn- aði. Ekki þori ég að fullyrða að á þessum fundi hafi Khrústsjov notað skóinn sinn fyrir fundarhamar en hann vakti mikla athygli með því í þessari Ameríkuferð." Hvaða tréskurðarverk eru helst keypt? „Mín vinna hefur að langmestu lejiti verið í tengslum við skólann. ÞÓ hef ég gert nokkur verk fyrir kirkjur og þá oftast minningargjaf- ir. Einnig þó nokkuð af tréskiltum sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Eina sjáanlega leiðin til að halda lífi í fallegum tréskurði sem list- grein sýnist mér sú, að meta hann til verðmæta á sama hátt og góð málverk. Falleg tréskurðarmynd á stofuvegg andar frá sér hlýju efnis- ins, auk þess má „spila" á hana með markvissri lýsingu. Þetta mættu ungir listamenn á uppleið gjarnan hafa í huga.“ Ekki hættulegt tómstundagaman Fulltrúa Morgunblaðsins lék hugur á að að sjá hvemig vinnu- brögðum við tréskurð væri háttað. Nemendur hafa fyrirmynd („mód- el“) fyrir augum. Þeir fá útlínu- teikningu sem er yfirfærð á viðinn með kalkipappír. Því næst er högg- við í línumar og tálgað með margvíslegum gerðum tréskurðar- jáma. Lágmarksfjöldi járna í byijun er tólf til fimmtán, upplýsti Hannes. Við athugun á áhöldunum fór ekki hjá því að það vekti eftirtekt hve beitt þessi áhöld vom. Blaða- maður spurði því Hannes Flosason hvort notkun þeirra sé ekki hættu- leg. Hann svaraði: „í byrjun legg ég megináherslu á réttar handstöð- ur og rétta beitingu jámanna. Strax í lok fyrsta verkefnis hafa nemend- ur fengið þessa leiðsögn og síðan árétta ég þessi atriði sífellt á meðan nemandi er hjá mér. Þetta er al- gjört undirstöðuatriði til þess að árangur náist. Beiting Kkamans verður að vera rétt hvort sem um er að ræða tréskurð eða tónlistar- iðkun.“ Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Hannes hvenær hann yrði var við „persónueinkenni" í verkum nemenda sinna og ef svo væri, hvenær þau kæmu í ljós. Hannes sagði: „Sérhvert verk hefur sín per- sónueinkenni og engin tvö verk eru eins þótt þau séu unnin eftir sömu . fyrirmynd. Samanburð má gera á tveimur söngvurum sem syngja sama lagið, en þó á svo ákaflega mismunandi hátt. Gildi tréskurðarverks fyrir þann sem það sker liggur ekki aðeins í ánægjunni við gerð hlutarins, held- ur einnig í því að skoða hann og snerta, kannski löngu síðar og upp- lifa aftur í huga sér stundimar sem fóm í þessa sköpun." Fulltrúa Morgunblaðsins lék hugur á að fá upplýst hversu lengi væri verið að búa til til dæmis spjald á gestabók. „Hér í skólanum höfum við snúið við venjulegri tíma- mælingu eins og hún gerist í atvinnulífinu. Við spyijum ekki hve lengi við emm að vinna hvert verk heldur hve mikla kunnáttu, æfingu og ánægju við getum fengið út úr hveijum hlut sem við geram. Oft má segja: Því lengur því betra. Við eigum aðeins mínútuna, augnablik- ið sem við lifum á og ef við njótum þess sem við emm að gera viljum við að mínúturnar okkar verði sem flestar. Þetta viðhorf hefur sérstaka þýðingu fyrir eftirlaunafólkið mitt og þá sem um miðjan aldur hefja undirbúning þeirra ára. Þar að auki er tréskurður frábært móteitur gegn streitu." Hreinn listaskurður — ífingurinn Fulltrúi Morgunblaðsins gekk um kennslustofuna í skóla Hannesar Flosasonar og fór höndum um smíðisgripina. Allt í einu tmfluðu upphrópanir skólameistarans þessa listrænu upplifun. „Fínlegt, fallegt, rétt spenna og form.“ Lærimeistar- inn var önnum kafinn við að skoða handverk Önnu Lilju Jónsdóttur. Blaðamaður tók Önnu tali. Að- spurð upplýsti hún hann um að hún Verkfærin verða að bíta Bjarni Egilsson er sextíu og þriggja ára, kvæntur og starfar sem umsjónarmaður með dagheimilum Styrktarfélags vangefinna og fatl- aðra. Hann hafði lengi langað til að læra tréskurð en fyrst fyrir þremur ámm hefði hann látið verða afþví. — Og nú stundar Bjami nám í skurðlistaskólanum á þriðja og fjórða stigi. Aðspurður sagði Bjami að það þyrfti nokkra þrautseigju við tré- skurðinn og það þýddi ekkert að flýta sér. Ennfremur tjáði Bjami fulltrúa Morgunblaðsins að viðar- tegundir væm miserfíðar, mahóní væri til dæmis létt og auðvelt í skurði en eik væri aftur á móti þyngri og þá þyrfti mikið að höggva og beija. Það væri mikilvægt að halda góðu biti í verkfæmnum en það væri einnig kennt í skólanum. Bjami kvaðst geyma námsverk- efnin sem gerðu honum mögulegt að styðjast við þau við sína eigin hönnun á gjöfum til vina og kunn- ingja. Þér verður ekki visað út Heimir Hallsson er tuttugu og þriggja ára, kvæntur og starfar í verslunarmiðstöðinni Kaupstað. Heimir sá nokkra smíðisgripi hjá kunningja sínum sem er nemandi í skurðlistaskólanum; hann langaði líka til að prófa og var vel tekið. Heimir sagði að tréskurður krefðist þolinmæði og einbeitni en þetta væri mjög góð afþreying og jafnaðist fyllilega á við tíu tíma svefn. Blaðamaður innti Heimi eftir því hvort þekkti eigin gripi, hefði jafn- vel eigin persónulegan stíl. „Já, ég myndi nú ætla það. Ég er hrifnari af grófari skurði heldur en hámá- kvæmri fínvinnu. Það má sjást að viðurinn er tálgaður." Heimir tjáði fulltrúa Morgun- blaðsins að smíðisgripir sínir söfnuðust fyrir heima hjá honum. Hann skoðaði þá stundum og at- hugaði hvað hann gæti nýtt sér til að gera aðra gripi. Til.dæmis sótt fyrirmynd úr einu verki og skorið hana út í öðm, með nauðsynlegum breytingum. Það væm margir möguleikar í tréskurði. I þá mund sem blaðamaður er að yfirgefa staðinn vindur sér ung stúlka inn um dymar og býður gott kvöld. „Má ég vera með í kvöld, ég kemst ekki á mánudag- inn. „Sjálfsagt," segir Hannes. „Og hvar má ég vera,“ segir stúlkan. Svarið var í bundnu máli: „Úti í homi í einum kút ætla ég þér að vera. Þér verður ekki vísað út viljirðu koma og skera." Viðtal: PLE Myndir: Arai Sæberg Heimir Hallsson við tréskurðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.