Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 63— Teikning/Margrét Hallgrimsd. Nágrenni Viðeyjarstofu með byggingum, tóftum og hæðarllnum ásamt rannsóknarsvæðinu sem var að baki Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. dóttur fomleifafræðing sem var einn af stjómendum uppgraftarins og Ragnheiði Þórarinsdóttur borgar- minjavörð kom fram að á þessu stigi væri aðeins búið að rannsaka lítinn hluta rústahólsjns sem er norðan við Viðeyjarstofu. í sumar vannst aðeins tími til að kanna jaðar húsarústanna sem í ljós komu. Þar er nú aðeins komið niður á suðurvegg bygginga og inn á gólf — ekki einu sinni inn á mitt gólf. Það er því ekki síður áhugavert sem eftir er og vafalaust hægt að fylla betur í myndina af lifinu þama fyrr á öldum. í gröf „stóra mannsins" með út- flúraða innsiglishringinn á fingri var ýmislegt sem benti til að hringurinn væri embættistákn — hringurinn var óvenjú stór og opinn — sem gæti bent til þess að hann hafí gengið mann fram af manni og jafnvel bor- inn utan yfir hanska Og það væri hægt að velta því fyrir sér hvers vegna þessi maður fékk hann með sér í gröfina. Margrét er spurð hvort einhveij- um ábótanna í gömlum heimildum hafí veri lýst þannig að kæmi heim til þessa stærð. Hún segir að bæði Alexíusi Páls- syni og Ogmundi Pálssyni (ábóti 1515—1521) hafi verið lýst þannig að þeir hafi verið miklir vexti og rammir að afli. „Þó þarf ekki að vera að þama sé kominn annar þeirra," segir Margrét og bætir við: „Eldstæðin þijú við þessa gröf gefa líka tilefni til ígrundunar. Það hefur verið siður allt frá jámöld að mynda þríhyming við grafir höfðingja og frímúrarar nota þetta tákn sem helgitákn við greftrun. Að sögn sén- fræðinga gæti verið um mörkun á Leðuraskjan sem geymdi vaxtöflumar. Á henni má greina laufamynstur. TmTTgTTm'TTrm^i|i.lfimii^ Ein af töflunum fimm með letri — hugsanlega upphaf sendibréfs. Þessar töflur eru einn merkasti fundur sem um getur hér á landi frá 15.-16. öldþegar klaustur var starfandi í Viðey. Jarðvegssnið gegnum jarðhýsið (mannvirki 9.) Ijósmynd/Hans U. Vollertsen altari píslarvotts að ræða og þríhym- ingurinn tákn heilagrar þrenningar, tákn um að dýrlingur hafi verið graf- inn þama. En nefna mætti fleiri athyglis- verða fundi. Úr rústum torfhússins frá 10,—11. öld fannst kljásteinn og snældusnúður. Þá má nefna slípaðan stein, Hklega jaspis, sem gæti hafa verið eldfæri — notaður til að slá eld, en hann er eyddur eins og af núningi í annan endann. Ekki má gleyma að minnast á vaxtöflumar sem eru einn merkasti fundurinn sem gerður hefur verið hér á landi. Búið er að aldursgreina töflumar til 15. 'eða 16. aldar og lesa úr áskrift að hluta. Á einni tölfunni hafa nokkur íslensk orð verið greind, hugsanlega uppkast að sendibréfi. Á annarri töflu er kristinn texti á latínu og á þeirri þriðju einhver texti á lágþýsku, en ekki hefur verið lesið endanlega úr þeim. Vaxtöflur vom notaðar á miðöld- um til að gera uppkast áður en fært var í letur á skinnhandrit og líka vom þær notaðar til útreikninga. Slíkar töflur með varðveittu letri hafa einu sinni áður fundist á Norð- urlöndum. Oftar hafa fundist leifar af slíkum trébútum en ekki með varðveittu vaxi með letri. Töflumar fundust undir rennu eða frárennsli úr húsi þar sem jarðvegur var mjög þéttur og rakur og þar fannst reyndar mest af lífrænum leifum sem geymast vel við slíkar aðstæður. Töflumar em í forvörslu á Þjóð- minjasafninu þar sem þær em rannsakaðar í samvinnu við sænska sérfræðinga frá embætti sænska þjóðminjavarðarins," sagði Margrét. Og Ragnheiður bætir við: „Þess má reyndar geta að í sumar var hér á ferð Svíi, Lars Uno Johanson að nafni, sem er einna fremstur sér- fræðinga á Norðurlöndum í varð- veislu lífrænna efna. Hann tók í sundur töflumar en það var mikið vandaverk og heillaðist svo af verk- efninu að hann gaf vinnu sína. Hann taldi ekki óhætt að senda töflumar til Svíþjóðr til nánari rannsóknar — taldi það oft áhættusamt. Þær em nú í baði í sérstakri upplausn þar sem hætta er annars á að þær morkni og verði að dufti þegar þær koma í venjulegt andrúmsloft. Stef- án Karlsson handritafræðingur við Ámastofnun er nú að vinna við að lesa úr letrinu." Þær Ragnheiður og Margrét bentu á að það sem gefist hefði tími til að rannsaka í sumar væri ekki nema lítill hluti af þeirri heildarrann- sókn sem þyrfti að fara þama fram til þess að hægt væri að draga end- anlegar ályktanir um staðinn. Það sem nú væri komið í ljós væri hins vegar fullgild forsenda fyrir fram- haldinu. Þær bentu einnig á að fomleifa- uppgröftur gæti verið hvatning fyrir ferðafólk og gesti að koma út í Við- ey þar sem mörgum þætti áhugavert að fylgjast með hvemig slík vinna færi fram. Ennfremur sögðu þær ánægjulegt hve Reykjavíkurborg hefði staðið myndarlega að fomleifa- rannsóknum á síðasta ári og hefði það víkkað mjög starfssvið Árbæjar- safns. Því vildu þær fagna. í sumar sögðu þær ráðgerða sýningu í Ár- bæjarsafni á helstu munum sem hefðu komið í ljós við uppgröftinn í Viðey. H.V. Grunnmynd af mannvirki 10 þar sem sjá má hlaðna langvegginn eftir endilöngu sem líklega er suðurveggur klausturrúsar. Norðan veggjarins er tilheyrandi gólflag svo greinilega sést að ekki er einu sinni komið inn á mitt gólfið. Örin sýnir hvar vaxtöflurnar fundust. (Vinnublað úr skýrslunni.) Teikning/Margrét Hallgrimsd. é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.