Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
, 62
Fomleifarannsóknir í
Síðastliðið sumar fór fram fornleifauppgröftur í
Viðey á vegum Árbæjarsafns. Margrét
Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur sendi nýlega
frá sér skýrslu um þessar rannsóknir.
I fyrsta kafla skýrslunnar er samantekt um Viðey
og skriflegar heimildir sem eynni tengjast. Stutt
ágrip er þar einnig um jarðsögu og gróðurfarssögu
Reykjavíkur og nágrennnis. I öðrum kafla er fjallað
um klaustur á Islandi og rakin í stórum dráttum
saga Viðeyjarklausturs.
I þriðja kafla gerir Margrét grein fyrir aðferðum
sem notaðar voru við fornleifarannsóknirnar, sem
fram fóru á afmörkuðu svæði. Þá er fjallað um
rannsóknir á graf reitnum og gerð grein fyrir
munum sem fundust við uppgröftinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur o g Ragnheiður
Þórarinsdóttir borgarminjavördur.
veri reist á 10. öld.
í lýsingu á mannvirki 10, sem
hugsanlega eru leifar Viðeyjar-
klausturs, segir að í ljós hafí komið
veggur hlaðinn úr tveimur samhliða
röðum af 50—60 sm breiðum stein-
um og á milli steinaraðanna var um
1 m millibil. Athyglisverður fundur
var í gólflögum þessa mannvirkis —
vaxtöflur frá byijun 16. aldar og
stfll eða griffill sem notaður var til
að skrifa í vax.
Fundur þessi bendir til að mann-
virki 10 með tilheyrandi langvegg
sé frá því fyrir siðaskipti eða frá
þeim tíma þegar klaustur var starf-
andi í Viðey.
Mannvirki 9: Þar fannst niður-
grafíð jarðhýsi — tveir metrar í
þvermál, 1 metri frá yfírborði. Jarð-
hýsi tiðkuðust á víkingaöld og
jafnvel lengur og voru ýmist notuð
Eins og kunnugt er gaf
ríkið Reykjavíkurborg
eignir sínar í Viðey, þar
með talin Viðeyjarstofa
og kirkjan, í tileftii 200
ára afmælis borgarinnar 1986. Fom-
leifarannsóknin hófst strax næsta
sumar vegna fyrirhugaðra bygg-
ingaframkvæmda norðan við Viðeyj-
arstofu. Þessar rannsóknir benda
eindregið til þess að fundnar hafí
verið rústir húsa frá fyrstu öldum
fslandsbyggðar ásamt rústum Við-
eyjarklausturs frá miðöldum og
yngri rústum.
Þess má geta að ekki hafa áður
farið fram fomleifarannsóknir þar
sem vitað er að voru starfandi
klaustur hér á landi og má það furðu
gegna þar sem þetta vom hin mestu
lærdómssetur þar sem unnin vom
hin merkustu bókmenntaafrek.
Eins og fram kemur í skýrslunni
em vísbendingar um að kirkja hafí
verið komið í Viðey áður en klaustur
var stofnað þar árið 1226 en það
var stofnað af Þorvaldi Gissurarsyni
og Snorra Sturlusyni. Þorvaldur var
vígður þar til kanoka en fyrsti ábóti
klaustursins var vígður árið 1247.
Eftir að klaustrið lagðist niður við
siðaskiptin hófst ládeyða í sögu stað-
arins allt þar til Skúli Magnússon
landfógeti kom til sögunnar.
Síðasti ábótinn í Viðey var Alexí-
us Pálsson (1533—39). Um endalok
klaustursins í Viðey segir í skýrsl-
unnij
„Árið 1539 að Alexíusi ábóta fjar-
verandi Iagði umboðsmaður hirð-
stjórans á Bessastöðum (Diðrik frá
Mynden) klaustrið undir sig. Árið
1542 gaf Kristján konungur II. út
bréf til munka í Viðey þess eftiis að
þeir héldu skóla í klaustrinu. Kon-
ungur tók þó bréfíð aftur sama ár
en bauð að Viðey skyldi vera „kon-
ungsgarður" eða bústaður höfuðs-
manns. Árið 1550 reið Jón Arason
frá Skálholti til Viðeyjar og rak það-
an hirðstjórann Lauritz Mule og alla
aðra danska menn. Hann setti Alexí-
us ábóta yfír kiaustrið að nýju og
vígði klaustrið og kirkjuna. En sama
ár var biskup hálshöggvinn og lagð-
ist þá klausturlifnaður niður í
Viðey..."
í §órða kafla skýrslunnar þar sem
Margrét gerir grein fyrir rannsókn-
um á grafreitnum í Viðey kemur
margt áhugavert í ljós.
Norðan við Viðeyjar-kirkju vom
graftiar fram um 60 kristnar grafir.
I NV-homi grafreitsins var grafín
upp athyglisverð gröf með beina-
grind af einstaklingi sem hefur verið
Innsiglishringurinn sem
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
fannst á hönd „stóra
mannsins" norðan við
Viðeyjarkirkju. Hringurínn
er mikið flúraður. Framan
á honum má greina tákn
sem minnir á lífsins tré eða
bandrúnir sem er ákveðin
gerð rúnaleturs.
1,90 m á hæð. Á hægri hönd hans
fannst innsiglishringur úr gulli og
silfri og á kistulokinu var kistu-
skraut úr bronsi. Þetta ásamt leifum
af þremur heiðurseldum sem kveikt-
ir hafa verið á yfírborði grafarinnar
gæti bent til þess að hér sé fundinn
einn af ábótum Viðeyjarklausturs-
ins.
Elstu mannvirki
frá þvi um 900
Uppgröftur á svæðinu fór fram á
tímabilinu maí til september og tóku
20 manns þátt í þeirri vinnu. Teikn-
aðar voru grunnmyndir af þeim
mannvirkjum (húsarústum) sem í
ljós komu við uppgröftinn og gefínn
gaumur að jarðvegssniðum svæðis-
ins og þau teiknuð.
Mannvirkin svokölluðu eru núm-
eruð til hagræðingar við vinnuna.
Sama mannvirki getur skarast við
annað og þarf því að aðgreina með
númerum. Þau eru á þessu afmark-
aða svæði merkt 1—18 og 30 og
aldursgreind eftir jarlögum — það
elsta frá því skömmu eftir árið 900.
Svæðið er alls að ummáli 8x44 m.
Mannvirki 18, elstu leifamar sem
í ljós komu, virtist vera leifar af lang-
húsi með torfveggjum. Þar kom í
ljós niðurgrafið gólf meðfram viðar-
klæddum setpöllum. Fundir í þessu
mannvirki, svo sem snældusnúður
og kljásteinar, benda til þess að þar
hafí verið stundaður vefnaður eða
ullarvinna. Þetta hús hefur Ifklega
Lj6amynd/Hana U. Vollertsen
Langveggur mannvirkis 10 — hugsanlega leifar af Viðeyjarklaustri
'ásamt tilheyrandi gólfi.
Athyglisverðir munir sem fundust
við uppgröftinn í Viðey: Lengst
til vinstri má sjá stflinn eða
griffilinn sem fannst í sömu
lögum og vaxtöflurnar. Oddurinn
hefur bognað. Stíllinn er breiðari
í annan endann sem notaður var
til að má út eldra letur á vaxtöflu.
í miðju er haldið á
innsiglishringnum sem lýst er á
öðrum stað en lengat til hægri er
brotinn snældusnúður sem fannst
f torfhúsinu (elsta mannvirkinu
18).
sem verkstæði eða baðhús. Jarðhýsi
hafa áður verið grafin upp við fom
bæjarstæði á íslandi og á Norður-
löndum. Hæðin á yfírborðinu sem
jarðhýsið hefur veri grafíð gegnum
bendir til að það hafi verið gert á
svipuðum tíma og mannvirki 18 eða
á 10. eða 11. öld.
Kirkjan í Viðey
Gerð var athugun á grunni Við-
eyjarkirkju. Ekki komu í ljós nein
fom mannvirki eða grafír undir gólf-
inu en undirstöður náðu niður á
óhreyfða mold.
Norðan við kirkjuna komu í ljós
um 60 grafir f þeim hluta sem kann-
aður var eins og áður sagði. Sums
staðar var grafíð mjög þétt, jafnvel
margir einstakhngar á sama tíma
eða með stuttu millibili. Minna má
á mannskæðar pestir sem herjuðu
hér á landi á 15. öld. Ef til vill er
um að ræða mannslát yfír vetrar-
mánuðina en grafír ekki teknar fyrr
en þiðnaði. Lfklegri skýring er þó
að margir hafí keypt sér legstað
þama á tímum klaustursins.
Nauðsynlegt að halda áfram
rannsóknum
í spjalli við Margréti Hallgríms-