Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 Teningskastið í tannlæknadeildinni: Ekki sæmandi Háskólanum - segirÖmar Geirsson formað- ur stúdentaráðs FORMAÐUR stúdentaráðs Há- skóla íslands, Ómar Geirsson, sagði í samtali við Morgnnblaðið að með því að nota teningskast í tannlæknadeild til að gera upp á milli nemenda sem fengið hefðu sömu meðaleinkunn, eins og gert hefði verið eftir síðustu haustpróf í deildinni, væru þeir ekki meðhöndlaðir eins og mann- legar verur og það væri því ekki sæmandi Háskólanum. Hallur Halldórsson, formaður Félags tannlæknanema, sagði að hald- inn yrði fundur í félaginu um þetta mál nk. mánudag. Valborg Snævarr, einn fjögurra fulltrúa stúdenta í háskólaráði, sagði að stúdentar í ráðinu hefðu í fyrravor tekið „málefnalega ákvörðun" og greitt atkvæði með fjöldatakmörkunum í tannlækna- deild. „Við höfum því sýnt tann- læknadeild skilning og væntum því þess að deildin sýni stúdentum skilning í þessu máli,“ sagði Val- borg. „Fulltrúar stúdenta í háskóla- ráði munu hins vegar §alla um þetta mál í ráðinu með opnum hug og á málefnalegan hátt og ég á ekki von á öðru en að málið hljóti þar farsælan endi. Ef einhvetjir nemendanna í tannlæknadeild fá sömu meðaleinkunn finnst mér eðli- legra að t.d. eitthvert eitt fag vegi þyngra en önnur heldur en að kast- að sé upp teningi til að gera upp á milli nemendanna. Það á að nota teningskastið í algjörri neyð og láta það fara fram samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum hjá hlutlausum aðila, t.d. háskólarektor. Við mun- um leggja fram þá tillögu í háskóla- ráði að sett verði á laggimar nefnd til að fjalla um fjöldatakmarkanir í tannlæknadeild," sagði Valborg. Skúli H. Skúlason, sem einnig á sæti í háskólaráði fyrir hönd stúd- enta, sagðist ekki vera búinn_ að skoða þetta mál ofan í kjölinn. „Eg reikna með því að það verði tekið fyrir í háskólaráði og stúdentar munu taka þar málefnalega afstöðu til þess,“ sagði Skúli. Hugmyndum um hækkun bensín- % gjalds frestað Aukning bensín- sölu gæti skilað sama fé og hækk- un gjaldsins VIÐ lækkun á bensínverði fyrir skömmu, tóku stjórnvöld þá ákvörðun að fresta hugmyndum um hækkun bensíngjalds þar til siðar á árinu. í kjölfar fjölgunar bíia hér á landi hefur bensinsalan aukizt meira en ráð var fyrir gert i greiðsluáætlun Vegagerð- ar rikisins. Matthías Á. Mathie- sen, samgönguráðherra, segir að rétt sé að biða með breytingar á bensíngjaldi þar til ljóst verður hvort aukning bensinsölu skili því fé í Vegasjóð, að ríkissjóður þurfi ekki að taka á sig um- framútgjöld vegna slikra fram- kvæmda. Bensíngjald er markað- ur tekjustofn, sem fer eingöngu til vegagerðar. í áætlun Vegagerðarinnar kemur fram, að bensínsala á tekjuárinu 1987 (1. nóvember 1986 til 31. október 1987) hafi numið 153,8 milljónum lítra og jókst hún um 12,5% milli ára. Bensínsala síðustu tvo mánuði 1987 varð 8,1% meiri en sömu mánuði ársins á undan. Fékk vott af höfnunar- einkennum LÍÐAN Halldórs Halldórsson- ar, fyrsta islenska lungna- og hjartaþegans, er nú góð. Hef- ur hann jafnað sig eftir hita og vott af höfnunareinkenn- ntn sem hann fékk á fimmtu- dag. Haft er eftir læknum hans að eðlilegt sé að slík einkenni geri vart við sig eftir aðgerð sem þessa. Halldór fékk tæplega 39 stiga hita og þurfti á súrefni að halda en er nú laus við það og er kominn í þjálfun á ný að sögn systur hans, Ingibjargar Hall- dórsdóttur. Sé reiknað með sömu aukningu allt þetta tekjuár verður bensínsala 166 fnilljónir lítra og með óbreyttu bensíngjaldi; 12,60 krónum á lítra, verða heildartekjur af bensíngjaldi' þetta ár 2.091 milljón króna eða 91 milljón umfram fyrri áætlanir. Miðað við að ríkissjóður þurfi ekki að taka á sig umframútgjöld vegna vegamála 1988, er talið að tryggja þurfi á árinu tekjuaukningu af bensínsölu, sem nemi 69 milljónum króna til viðbótar 91 milljóninni, eða samtals 160 milljónir króna. Til að ná því fram þyrfti bensín- gjald að hækka um 60 aura 1. marz og meira, hækki það síðar, sé ekki gert ráð fyrir frekari sölu- aukningu á bensíni. Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að yrði um meiri söluaukningu að ræða en ráð væri fyrir gert, yrði þörfin fyrir hækkun bensíngjalds að sjálfsögðu minni og því væri skynsamlegast að láta ákvörðun þess efnis bíða þar til síðar á árinu, þegar hækkunartil- efni vegna verðlagsbreytinga yrði metið. Matthías sagði ennfremur, að með áætluðum útgjöldum Vega- gerðarinnar á þessu ári næðist hv'orki fram vilji Alþingis frá árinu ' 1981, sem gerði ráð fyrir 2,14% af þjóðárframleiðslu til vegagerðar, né markmið vegaáætlunar fyrir árin 1987 til 1990, sem samþykkt hefði verið á Alþingi á síðasta ári og gerði ráð fyrir 4.500 milljóna króna útgjöldum til vegamála á árinu 1988 miðað við verðlagsforsendur þess árs. „íslendingar eiga nú hlutfallslega fleiri bíla en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Fjölgun bíla hefur verið mjög ör síðustu tvö ár og lands- menn áttu um áramótin síðustu 133.500 bíla. Slík fjölgun í bflaflot- anum hlýtur að krefjast aukinna ffamkvæmda í vegagerð og hlýtur að knýja enn meira á en áður, um að farið verði að viljá Alþingis frá 1981 og eftir vegaáætlun frá 1987 um útgjöld til vegamála. Nú þegar blasir ófremdarástand við í um- ferðarmálum og vandinn vex stöð- ugt, verði ekki gripið til viðeigandi ráðstafana," sagði Matthías Á. Mathiesen. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Þessi mynd var tekin á þilfari Beskytteren þegar verið var að gera klárt áður en björgunarbátnum var sleppt. Bj örgunaræfing þriggja þjóða tókst mjög vel Sameiginlegri björgunaræf- ingu íslendinga, Dana og Bandarikjamanna lauk á f östu- dag. Tvær flugvélar og tvær þyrlur tóku þátt í æfingunni, sem fólst í þvi að leita að gúm- bát sem sleppt hafði verið í hafið frá Beskytteren á norð- anverðum Faxaflóa skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags. Megintilgangur æfingarinnar var að æfa samskipti og sam- ræmingu aðgerða milli Land- helgisgæslunnar, vamarliðsins og danska varðskipsins, sem heldur sig yfirleitt á Grænlands- sundi. Alls tóku um 100 manns beinan og óbeinan þátt í æfing- unni, sem er líklega sú viðamesta sem Landhelgisgæslan hefur tek- ið þátt í, að sögn Gunnars Berg- steinssonar, forstjóra Landhelg- isgæslunnar. Axel Fiedler, skipherra á Beskytteren, afhenti forstjóra Land- helgisgæslunnar, Gunnari Bergsteinssyni, viðurkenningu fyrir góða yfirstjóm æfingarinnar og þakkaði fyrir gott samstarf. Nokkrar breytingar urðu á björgunaráætluninni vegna strands Hrafns Sveinbjamarson- ar III, en að sögn Gunnars Berg- steinssonar var hægt að fara í alla þá þætti sem til stóð að æfa og gekk æfingin vel. Stúdentaráð HÍ: Vinstrimenn og um- bótasinnar sameinast „Hvorki kraftur né vilji til að bjóða fram sérstaklega,“ segir formaður Félags umbótasinna FÉLAG vinstrimanna i Háskóla íslands og Félag umbótasinnaðra stúdenta hafa tekið þá ákvörðun að bjóða fram sameiginiega í næstu kosningum til Stúdenta- ráðs Háskóla Islands. Formlega var gengið frá stofnun félagsins á föstudagskvöld. Allar líkur em þess vegna á þvi að aðeins tveir listar verði í framboði í stúdenta- ráðskosningunum i mars, listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og „hinir sameinuðu vinstrimenn". Ágúst Ómar Ágústsson, formað- ur Félags umbótasinnaðra stúd- enta, sagði í samtali við Morgun- blaðið að eftir samstarfið í vetur, hefðu stefnuskrár félaganna verið samhljóða. „Okkur fannst því hreinna til verks gengið með því að sameinast undir njrju merki. Félögin sem að þessu samstarfi standa munu verða til áfram. Ágúst Ómar sagði að Félag um- bótasinna hefði átt erfítt uppdráttar undanfarið, hvorki kraftur né vilji hefði verið fyrir því að bjóða fram nýjan lista. Vegna þessa hefði verið ákveðið að draga félögin tvö saman í eitt og móta nýja stefnuskrá, sem höfði til beggja aðila. í samtali við Morgunblaðið sagði Benedikt Bogason, formaður Vöku, að menn hlytu að lfta á þetta sem innlimun Félags umbótasinna, eða öllu heldur vinstrimannanna, sem þar væru alls ráðandi, í Félag vinstrimanna. „Tilfínningar mínar vegna þessa eru blendnar, annars vegar fagna ég því að nú séu and- stæðumar skarpari í Stúdentaráði, milli þeirra sem vilja gera SHÍ að pólitískri ungliðadeild vinstri af- lanna og hinna sem vilja gera SHÍ að óháðu hagsmunafélagi. Hins vegar harma ég það, að Félag umbótasinnaðra stúdenta, sem einu sinni var ágætur félagsskapur sem vann í mörg ár með Vöku að hags- munamálum stúdenta, skuli nú brátt heyra sögunni til. Gamall umbótasinni sagði við mig í tilefni þessara fregna, að enginn sannur umbótasinni myndi kjósa þetta samsull. Hlýt ég því að bjóða alla sanna umbótasinna velkomna til samstarfs við Vöku.“ Um þau ummæli forystumanna hinna sameinuðu félaga að sam- starf hefði verið náið í meirihluta- starfi þeirra f SHÍ og engum mál- efnaágreiningi til að dreifa sagði Benedikt, að það væri ekki rétt, því að hver höndin hefði verið upp á móti annarri í meirihlutasamstarf' inu; óreiða og óstjóm hefði ein- kennt samstarf þeirra. „Forráða- menn þessara félaga gera sér fylli' lega grein fyrir því, að þeim hefur tekist hörmulega upp í vetur. Þeir ætla hins vegar að slá ryki í augu stúdenta með því að kalla núver- andi vinstrimeirihluta „nýtt afl“- Stúdentar munu að sjálfsögðu sjá í gegnum þessa auglýsinga- mennsku, því að þetta nýja afl er ekkert annað en hið gamla mátt- leysi vinstrimeirihlutans," sagði Benedikt Bogason, formaður Vöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.